Morgunblaðið - 02.07.2003, Síða 18

Morgunblaðið - 02.07.2003, Síða 18
SUÐURNES 18 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SJÓMENN í Sandgerði hafa und- anfarið fært sig út í veiðar á fisk- tegund sem hingað til hefur ekki gert sig heimakomna á Íslandsmið- um. Undanfarin ár hefur borið nokk- uð á því að hitastig sjávar fari hækkandi við strendur landsins. Þessi þróun hefur valdið því að fisk- tegundir sem áður slæddust ein- göngu til landsins af tilviljun sjást nú í mun meira magni á Íslands- miðum. Þeirra á meðal er skötusel- urinn, sem undanfarin ár hefur orð- ið sífellt meira áberandi á miðunum við sunnanvert landið. Nú er svo komið að nokkuð góður afli skötu- sels kemur í net sjómanna á Suð- urnesjum og Suðurlandi og eru menn afar þakklátir fyrir þennan „hvalreka“. Vestfirðingar skelfast skötuselinn Grétar Mar Jónsson, skipstjóri á Unu SU í Sandgerði, segir tilkomu skötuselsins mjög góða fyrir strand- veiðiflotann við Suðurland. „Það var byrjað að gera hérna út á skötusel 1999, þá voru þrjú skip sem fóru af fullum krafti út í þessar veiðar. Upphaflega voru þær aðallega við Suðausturlandið frá Vestmannaeyj- um að Ingólfshöfða á Kötlugrunni og Síðugrunni. En með hlýnandi sjó hefur þetta verið að breytast og skötuselurinn gengið af djúpslóð- inni suður af landinu upp á grunnið inni í landhelginni okkar og á grunnslóð alveg inn í Faxaflóa. Núna er skötuselurinn farinn að sjást í Ísafjarðardjúpi, þar sem hann hefur aldrei sést áður og ég heyrði að Vestfirðingar hefðu orðið hálfsmeykir þegar þeir sáu hann, enda hefðu þeir aldrei séð þessi kvikindi áður,“ segir Grétar Mar og hlær kumpánlega. „Ég fór að kynna mér veiðarfær- in og hvernig þeir væru að gera þetta á Spáni þegar ég sigldi bát sem var seldur þangað 1996. For- vitni mín vaknaði þegar ég sigldi í gegnum Rockall-svæðið og sá þar flota af skipum á skötuselsveiðum utan efnahagslögsögunnar. Þá hugsaði ég að þetta gæti verið góð hugmynd fyrir menn með takmark- aðan kvóta. Árið 1998 var ég síðan með ein 40 net ætluð til skötuselsveiða og var að prófa að leggja þau hér og þar í vísindaskyni og ég var orðinn sann- færður um það að þetta væri hægt. Þá var maður svona að prófa sig áfram til að sjá hvernig þetta lægi allt saman. Það hefur alltaf blundað í manni hvort það væri ekki hægt að gera þetta. Svo þegar ég byrjaði að róa fyrir kunningja minn á litlum báti í október, var lítið að hafa af þorski svo við prófuðum að leggja út grá- sleppunet og fengum ágætt af skötusel í þau á slóð sem aldrei hef- ur verið skötuselur á fyrr en í fyrra- haust. Ég er búinn að vera skip- stjóri í Sandgerði í 25 ár og aldrei hafa slæðst nema kannski tveir skötuselir í netin hjá mér í heilli viku, en nú vorum við að fá upp í tvö til tvö og hálft tonn í róðri.“ Mikill vöxtur í veiðum Grétar segir svipaða sögu að segja af mörgum öðrum bátum og að skötuselur sé í miklum vexti á miðunum. „Skötuselurinn er mjög verðmæt- ur fiskur og menn eru að veiða hann um allan heim, þó það hafi ekki verið hér hingað til. Verðið er síðan allt upp í 400 krónur á kílóið á bestu stöðum. Ég tel að forsendurnar fyrir því að skötuselurinn gangi svona norð- ur eftir sé breytt hitastig í sjónum. Sjávarhitinn hefur verið svo miklu hærri undanfarin ár heldur en í meðalári. Nú eru margir minni bátar farnir að gera út á þetta, einir 12–15 bátar bara hérna í Sandgerði eru farnir að láta reyna á skötuselinn. Vanda- málið er hins vegar það að kvótinn er mjög takmarkaður og dreifður. Það er fáránlegt að vera að setja kvóta á skötuselinn, en það er í raun ekkert annað en friðun fyrir Evrópusambandið.“ Grétar segir skötuselinn vera í örum vexti og kvótann algerlega úr takt við þá þróun sem á sér stað á miðunum. Kvótasetningin byggist ekki á neinni þekkingu á skötusel og endurspegli ekki þá gegnd skötusels sem er á miðunum. „Ég hef skorað á Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra að gefa skötuselinn frjálsan. Það myndi skapa mörgum minni bátum mjög góðan grundvöll ef þeir mættu veiða skötuselinn að einhverju marki. Það myndi líka bæta mikið fyrir strandveiðiflotann ef þetta yrði gefið frjálst. Það er rándýrt að vera að fá skötuselinn sem meðafla og þurfa að leigja kvóta.Síðan er áhættan engin þótt menn séu að veiða einhver fimm til tíu þúsund tonn af skötusel á Íslandsmiðum á ári, það eru smámunir.“ Ljósmynd/Suðurfréttir/Árni Ǵrétar Mar ásamt skipverjum sínum á Unu SU. Skötuselsveiðar í örum vexti Sandgerði LANDIÐ UM helgina fór námskeið norræna húsmæðrasambandsins fram á Laugarvatni. Um 130 konur frá Norðurlöndunum, þar af þrjátíu frá Finnlandi, voru saman komnar til að fræðast um alþýðulist kvenna á Íslandi, handavinnu og heimilisiðn- að, matargerð, kveðskap og tónlist. Að sögn Helgu Guðmundsdóttur, formanns Kvenfélagasambands Ís- lands, er mikill metnaður lagður í dagskrá þessara sumarnámskeiða og markmiðið að draga fram mik- ilvægi og umfang allra þeirra starfa sem konur hafa unnið af hendi gegnum tíðina. Hallgerður Gísla- dóttir, sagnfræðingur hjá Þjóð- minjasafninu, fjallaði um matar- gerð, laufabrauð, pönnuköku- bakstur, gömlu, skreyttu rúgkökurnar sem kallaðar voru sumardagskökur og brauðmótin. Jóhanna Erla Pálmadóttir fjallaði um hannyrðakonur í Húnavatns- sýslu frá 1883 til 1970 og sagði sög- ur af þeim. Oddný Kristjánsdóttir og Guðrún Lilja Rosenkær, klæð- skerar og forstöðukonur á þjóðbún- ingastofu sýndu handverk og bún- inga. Haldin var handverkssýning á göngum Menntaskólans á Laugar- vatni þar sem nokkrar konur í Ár- nessýslu sýndu verk sín og kveð- skapur og tónlist var einnig til umfjöllunar. Sigurbjörg Halldórs- dóttir kvað rímur og stökur eftir ís- lenskar konur ásamt félögum úr Kvæðamannafélaginu Iðunni. Dr. Þórunn Guðmundsdóttir fjallaði um gömul sönglög við ljóð eftir íslensk- ar konur. Konurnar fóru einnig í skoðunar- ferðir um Geysi, Gullfoss, Skálholt og Þingvelli auk veru sinnar á Laugarvatni. Morgunblaðið/Kári Jónsson Margrét Ásta Blöndal og Erna Eiríksdóttir sýna íslenska þjóðbúninga und- ir stjórn Oddnýar Kristjánsdóttur á sumarnámskeiðinu á Laugarvatni. Norrænt sumarnámskeið húsmæðra Alþýðulist kvenna í brennidepli Laugarvatn ÞAÐ var líf og fjör þegar foreldra- félag leikskólans Arkar stóð fyrir sumarhátíð við skólann. Að þessu sinni var ákveðið að sumarhátíðin yrði haldin í leikskólanum og að boð- ið yrði upp á öðruvísi leiki og skemmtun en venja er dags daglega. Krakkarnir fengu að fara á hestbak, boðið var upp á andlitsmálun, hopp- kastala, grill og fleira skemmtilegt. Foreldrar barnanna í leikskólanum sjá um allan undirbúning og fram- kvæmd hátíðarinnar og mátti ekki á milli sjá hvorir skemmtu sér betur, foreldrarnir eða börnin. Sumarhátíð í leikskól- anum Örk Ljósmynd/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Hoppkastalinn á Hvolsvelli er afar vinsæll. Þessir kátu krakkar tóku sér smáhvíld frá hoppinu til að láta taka af sér mynd í góða veðrinu. Hvolsvöllur SKOTINN Jonathan Bucleigh er lík- lega fyrsti maðurinn sem rær hring- inn í kringum Ísland á kajak einn síns liðs. Hann hóf ferðina í Rifi í maí og áætlar að ljúka hringnum í septem- ber. Félagar úr björgunarsveitinni Strönd á Skagaströnd tóku vel á móti Jonathan þegar hann kom þangað eftir að hafa róið frá Vatnsnesinu. Hann starfar sem sjóbjörgunarmað- ur í heimalandi sínu og því voru þeir í raun að taka á móti starfsfélaga sín- um. Björgunarsveitarmennirnir fóru síðan með Jonathan í ferðalag upp að Hveravöllum og í Kerlingarfjöll dag- inn eftir til að hann sæi eitthvað ann- að af landinu en sjóinn og ströndina. Jonathan, sem er 27 ára, lét vel af ferðum sínum og sagðist róa 15–30 kílómetra á dag og fara síðan í land og tjalda þar sem hann væri kominn. Að hans sögn er þessi leiðangur gamall draumur sem hann er nú að koma í framkvæmd. Hefur undirbúningur fyrir ferðina staðið í tvö ár og fram að þessu hefur allt gengið eins og í sögu. Lesendur sem hafa áhuga á að fylgjast með ferðum Jonathans geta fengið upplýsingar um hann á heima- síðu sem hann heldur úti, en þar skrif- ar hann m.a. um hvernig honum mið- ar og hvað ber fyrir augu. Slóðin er: www.Iceland 2003 co.uk Rær á kajak kringum Ísland Skagaströnd Ljósmynd/Eiríkur Lýðsson Jonathan fór frá Skagaströnd í blíðskaparveðri eftir vel heppnaða ferð upp á hálendið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.