Morgunblaðið - 02.07.2003, Síða 19

Morgunblaðið - 02.07.2003, Síða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 19 HEYSKAPUR er hafinn í Árneshreppi. Tún hjá bændunum á Melum og Bæ voru að verða úr sér sprottið og grasið að byrja að leggjast. Á þessi tún var borin tibúinn áburður í byrjun maí. Mjög þurrt hefur verið bæði í maí og júní, nema 5. og 6. júní, en síðan hefur verið mikið til þurrt. Sláttur í fyrra hófst um og uppúr miðjum júlí og er það talið nokkuð í meðallagi að sláttur hefjist þá í meðalári. Þannig að þetta er um þremur vikum fyrr að sláttur hefst í Árneshreppi en vant er. Heyskapur hafinn í Árneshreppi á Ströndum Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson Öflug tæki eru notuð við heyskapinn í Bæ í Trékyllisvík. Árneshreppur SÓL skein í heiði og Jökullinn skart- aði sínu fegursta í blíðviðrinu þegar börn og aðrir afkomendur hjónanna Helgu Halldórsdóttur og Hallgríms Ólafssonar, fyrrverandi ábúenda á Dagverðará, afhjúpuðu þar minnis- varða um þau þann 21. júní. Helga og Hallgrímur voru ljóðskáld og bar öll athöfnin keim af kveðskap þeirra og annarra í fjölskyldunni. Hófst hún á kvæði eftir Jón Snæbjörnsson sem flutt var af Ólínu Kristínu Jónsdótt- ur. Fyrsta erindið af þremur hljóðar svo: Við sjáum í anda þau Hallgrím og Helgu er hingað þau komu í hlað. Árið var tuttugu og átta, þau ákváðu að setjast hér að. Bæ sinn hér upp þau byggðu, blessun það í sér fól. Sjö voru börn sem þau báru, blíðu þeim veittu og skjól. Jafnframt voru ýmist lesin eða sungin ljóðin Dagverðará eftir Ólínu Kristínu Jónsdóttur, Svar, Sumar- dagsljóð, Syngjum, Til Guðrúnar og Ég ann þér vornótt eftir Helgu Hall- dórsdóttur, Í sjónmáli eftir Aðalheiði Hallgrímsdóttur og Snæfellsjökull, Lindin, Fjallkonan og Djarft og létt eftir Hallgrím Ólafsson. Minnisvarðinn er hannaður af Unni Helgu Jónsdóttur og smíðaður af steinsmiðnum Þóri Sigmundssyni. Að sögn Aðalheiðar Hallgrímsdóttur var þessi dagur valinn til afhjúpunar því þann 18. júní voru liðin 100 ár frá fæðingu Helgu og í haust verða 115 ár frá fæðingu Hallgríms. Að lokinni athöfn við minnisvarðann var boðið upp á kaffiveitingar sem gestir nutu í veðurblíðunni. Minnisvarði um Helgu og Hallgrím frá Dagverðará Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann Eftirlifandi börn þeirra Helgu og Hallgríms við minnisvarðann um for- eldra sína, f.v. Ragnheiður, Aðalheiður, Inga Rósa, Elín Björk og Stefán. Hellnar FÉLAGSKONUR í Kvenfélaginu Snót á Drangsnesi opnuðu um helgina handverkshús á Drangsnesi. Það er mikið talað um að kven- félög geri ekkert annað en að baka og baka. Þessi þjóðsögn á ekki við á Drangsnesi því þótt konur í Kven- félaginu Snót séu vel liðtækar við baksturinn ef svo ber undir þá er þeim fleira til lista lagt. Þær festu kaup á leirbrennsluofni síðasta haust og stóðu fyrir leirnámskeiðum í vetur og opna nú handverkshús á Drangsnesi. Fengu þær til afnota gamlan bensínsöluskúr Skeljungs, máluðu hann og gerðu fínan. Var síðan opnað með stæl og gestum boðið upp á léttar veitingar. Í Gallerí Snót er til sölu fjölbreytt handverk eftir félagskonur og aðra hagleiksmenn og konur. Verður handverkshúsið opið í sumar frá 1 til 5 alla daga og lengur ef þurfa þykir og mikið stendur til eins og um bryggjuhátíðarhelgina 19. júlí nk. Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir Lilja Jónsdóttir og Helga Arngrímsdóttir í Galleríi Snót á Drangsnesi. Handverkshús opn- að á Drangsnesi Drangsnes Mörkinni 6 • Sími 588 5518 Útsala Yfirhafnir Lúða 399 kr./kg Fiskikóngurinn er kominn heim Fiskbúðin Vör Höfðabakka 1, sími 587 5070 — í dönsku skapi —

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.