Morgunblaðið - 02.07.2003, Side 21

Morgunblaðið - 02.07.2003, Side 21
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 21 FYRIR fáeinum mánuðum glödd- ust menn mjög yfir velgengni Norð- urljósa þegar ársreikningur fyrir ár- ið 2002 var birtur. Fjölmiðlar gerðu niðurstöðum hans ágæt skil og fram- setning þeirra bar með sér að útvarps- rekstur og sjón- varpsrekstur fyr- irtækisins stæði með ágætum og skilaði hagnaði enda hefur Stöð 2 auglýst sig að undanförnu sem „sjónvarpsstöð í blóma“. Það hefur því vafalaust komið flatt upp á ýmsa að í lok síðustu viku skyldi tilkynnt um uppsagnir nokk- urra starfsmanna á fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Brá þá svo við að formaður Blaðamannafélags Íslands, sem starfar á stöðinni og ritstjóri Fréttablaðsins, sem er fast- ur álitsgjafi í fréttaskýringaþáttum hennar, fóru að leita skýringa á þessum ótíðindum og finna blóra- böggul í málinu. Og eins og vænta mátti af áhöfn „Súperztöðvar“, eins og Stöð 2 kallar sig um þessar mundir, var Ríkisútvarpið gert að skotmarki. Nú eru auglýsingar í RÚV tals- mönnum Norðurljósa mestur þyrnir í augum. Við önnur tækifæri hafa þeir barizt fyrir því að RÚV verði svipt megintekjustofni sínum sem eru afnotagjöldin. Þegar öllu er á botninn hvolft ætti RÚV samkvæmt þessum kenningum að standa uppi slyppt og snautt enda ekki að efa að umræddir hagsmunaðilar kysu helzt að sjá það endanlega líða undir lok af hagkvæmnisástæðum. Það yrðu meiri möguleikar til að hækka áskriftargjöld og auka við auglýs- ingatekjur ef keppinautum fækkaði og samþjöppun fjölmiðla undir merki Norðurljósa yrði enn meiri en orðið hefur á undangengnum 15 ár- um. Keppinautunum hefur lengi verið það þyrnir í augum að samkvæmt útvarpslögum skuli þjónusta RÚV fjármögnuð með auglýsingum. Svo hefur reyndar verið allar götur síðan 1930. Með löggjöfinni frá 1985, þeg- ar rekstur einarekinna útvarps- og sjónvarpsstöðva var heimilaður, var áfram ákveðið að Ríkisútvarpið skyldi fjármagnað með auglýs- ingum. Það var yfirveguð ákvörðun ríkisstjórnar og Alþingis, sem ekki hefur verið breytt. Nýir rekstrarað- ilar gátu ekki gengið þess duldir hverjar leikreglurnar voru. Þær hafa heldur ekki verið þeim meira fótakefli en svo að á rúmum 15 árum hefur ómældur gróði runnið í vasa þeirra, sem komið hafa að rekstri Stöðvar 2. Þeir hafa því ekki undan neinu að kvarta. Í viðhorfskönnun sem Gallup gerði meðal almennings í fyrra sögð- ust 86,5% þjóðarinnar vilja ann- aðhvort hafa auglýsingar í sama mæli í útvarpi og sjónvarpi Rík- isútvarpsins og nú er eða auka tekjur af þeim. Sama könnun leiddi í ljós, að flestir landsmenn eru þeirr- ar skoðunar að RÚV eigi að reka áfram sem ríkisstofnun í núverandi mynd. Á hinn bóginn njóta beinar fjárveitingar á fjárlögum mests fylgis landsmanna í stað afnota- gjalda þegar spurt er um tekjuöflun RÚV. Samtök auglýsenda hafa lýst því sem sjálfsögðum hlut og eðlileg- um þætti í tjáningarfrelsinu innan hins frjálsa markaðskerfis að aug- lýsingar birtist í miðlum Rík- isútvarpsins. Það væri ókurteisi að blanda sér í rekstrarleg málefni Stöðvar 2, upp- setningu á vaktatöflum og hvað menn geta hagrætt í mannahaldi með slíkum breytingum. Aðgerðir af sambærilegum toga hafa leitt til þess að föstum starfsmönnum RÚV hefur fækkað um rúmlega 50 á sl. fimm árum. Þegar samkeppni við RÚV um auglýsingar er kennt um uppsagnir fólks á fréttastofu Stöðv- ar 2, fer ekki hjá því að upp rifjist þau yfirboð sem viðgengizt hafa fyrr og síðar, þegar Stöð 2 hefur talið sig þurfa að ná til sín góðum og gegnum starfskröftum frá RÚV. Það er göm- ul saga, sem allir kannast við, enda kjarninn í starfsliði Stöðvar 2 til margra ára þjálfaður hjá RÚV. Spyrja má: Hafa forráðamenn Stöðvar 2 nú gert sér grein fyrir að þessi yfirboð hafi verið of dýr og ódýrari starfskraftar séu nú látnir hverfa af vettvangi af þeim sökum? Spaugilegast í þessu máli er að talsmenn Stöðvar 2 láta sem þeir viti ekki af samkeppni við Skjá einn eða Fréttablaðið, sem með undirboðum hafa komið auglýsingamarkaði fjöl- miðlanna í uppnám á undanförnum misserum. Ríkisútvarpið hefur ekk- ert síður orðið fyrir barðinu á auk- inni samkeppni um auglýsingar en Stöð 2, Morgunblaðið eða DV. Heildarauglýsingatekjur RÚV árið 2002 voru þar af leiðandi nánast þær sömu og árið 1998 að krónutölu. Hinn raunverulegi sökudólgur, sem talsmenn Stöðvar 2 vilja af ein- hverjum ástæðum ekki nefna, er auðvitað Skjár einn. Tilkoma þeirrar stöðvar hefur leitt til verulegra upp- sagna á áskriftum Stöðvar 2 og tekjumissis á auglýsingamarkaði. Og hvað gerist svo þegar Skjár tveir hefur útsendingar? Það er gjörsamlega út í bláinn að kenna Ríkisútvarpinu um hagræð- ingaraðgerðir sem forráðamenn Stöðvar 2 gera á rekstri sínum til samræmis við einhver hagn- aðarmarkmið, sem þeir sjálfir kjósa að setja sér á hverjum tíma. Skila- boðin sem berast frá „Súperztöð“ þessa dagana eru því kolröng og ekkert mark á þeim takandi. Kolröng skilaboð frá Súperztöð Eftir Markús Örn Antonsson Höfundur er útvarpsstjóri RÚV. SUMARIÐ er tími ferðalaga og mikillar umferðar bíla, sem eru ágætis tæki, en ökumennirnir ráða ferðinni. Í Árnessýslu aka margir, bæði um þjóðveg 1 og þá vegi alla sem liggja að sumarbústöðum og ferðamanna- stöðum er margir sækja, ekki sízt um helgar. Hellisheiðin er fjölfarin, á annan tug þúsunda bíla fara um hana hverja helgina á fætur annarri að sumrinu. Margir aka of hratt og mega búst við því að of hraður akstur endi með sekt og punktasöfnun, sem kann að leiða til þess að við- komandi ökumaður missi ökurétt sinn í þrjá mánuði. Öku- skírteininu tapa menn þegar 12 punktum er náð ef þeir hafa náð fullnaðarskírteini, en 7 punktar duga til þess að þeir sem hafa bráðabirgðaskírteini tapi því í þrjá mánuði. Í Árnessýslu heldur lögreglan uppi eftirliti með umferð og því miður eru tugir ökumanna teknir fyrir of hraðan akstur í hverri viku, en alltaf bætast nýir í hópinn. Það sem af er ársins hafa 1250 ökumenn verið teknir fyrir of hraðan akstur, 53 fyrir ölvunarakstur og þeir skipta hundruðum sem ekki hafa ökuskírteini meðferðis. Þessar tölur þýða að 7 manns eru kærðir fyrir of hraðan akstur á hverjum einasta degi að meðaltali. Reyndar voru 104 teknir fyrir hraðakstur eina helgina í júní. Nú má búast við annarri mestu umferðarhelgi sumarsins, þeirri fyrstu í júlí. Lögregla mun halda uppi sér- stakri gæzlu um helgina, þar á meðal hraðamælingum og eftirliti með ölv- unarakstri, auk þess að ökumenn verða spurðir um ökuskírteini, athugað með bílbelti og annan öryggisbúnað og fylgzt með því hvort ökutæki hafi verið skoðuð. Það er vandaverk að aka Hellisheiðina um helgar. Umferð alls konar ökutækja er mikil. Hámarkshraðinn er 90 kílómetrar miðað við klukku- stund, en hann gildir ekki um stærri ökutæki og þau sem aka með tengi- vagn, misvel búnar kerrur og tjaldvagna, að ógleymdum þeim ótrúlega miklu hrossaflutningum sem eiga sér stað í alls kyns kerrum, sem tengdar eru við misjafnlega kraftmikla bíla. Oft hljótast nokkur vandræði vegna þess að hámarkshraði þessara ökutækja er 80 kílómetrar. En víða eru axl- ir, sem margir flutningabílstjórar nýta til þess að hleypa annarri umferð fram úr. Þetta mættu ökumenn fólksbíla með tengivagna taka upp. Þess skal getið hér, að 24 ökutæki sem falla undir þennan flokk hafa verið stöðvuð vegna hraðaksturs. Minnt er á að ökutæki þurfa sérstaka spegla vegna breiddar tengivagns. Sumir aka einfaldalega of hægt, en þá má víkja út á axlirnar til þess að hleypa annarri umferð fram fyrir. Næsta helgi verður mikil umferðarhelgi. Ökumenn eru boðnir velkomnir í Árnes- sýslu og hvattir til þess að sýna sérstaka aðgæzlu, eins og reyndar allir sem verða úti að aka um helgina. Létta benzínfótinn örlítið – 1250 teknir fyrir hraðakstur á hálfu ári Eftir Ólaf Helga Kjartansson Höfundur er sýslumaður og lögreglustjóri á Selfossi. Morgunblaðið/Kristinn Radarmælingar undir Ingólfsfjalli. DILBERT mbl.is TIL LEIGU Í þessu glæsilega landsþekkta húsi Húsgagnahallarinnar við Bíldshöfða 20 er ca 1.400 fm óinnréttað rými á fjórðu hæð (öll hæðin) til leigu. Hentar vel fyrir ýmiss konar starfsemi. Afhending eftir samkomulagi. Frábær staðsetning. Fjöldi bílastæða. Einstakt útsýni. Út frá hæðinni er útgengt á stór- ar hellulagðar svalir, sem liggja meðfram allri hæðinni. Einnig til leigu 350 fm verslunarrými í húsinu. Í húsinu eru fyrir lands- þekkt fyrirtæki, s.s Húsgagnahöllin, Intersport, Krónan, Nevada Bob og Bakarameistarinn. Upplýsingar veita Baldvin í síma 897 8040 og Ágúst í síma 894 7230 Hverafold 1-3 Sími 595 9080 Sími 595 9000 holl@holl.is Opið virka daga kl. 9-18 www.holl.is Njörvasund MIKIÐ ENDURNÝJUÐ tæplega 94 fm 4ra herb. efri sérhæð í fallegu þríbýli á þessum vinsæla stað í sundunum. Baðherbergið er uppgert, búið að endurnýja þak, ofna, skólp og raflagnir. Verð 14,9 millj. Hlíðarsmára 15 Sími 595 9080 Sími 595 9000 holl@holl.is Opið virka daga kl. 9-18 www.holl.is Krosseyrarvegur Falleg 3ja herbergja 57,4 fm íbúð auk 30 fm bílskúrs á frábærum stað í Firðinum búið er að endurnýja íbúðina á smekklegan hátt, bílskúrinn er alvöru jeppaskúr. Verð 10,9 millj. 5305 Hlíðarsmára 15 Sími 595 9080 Sími 595 9000 holl@holl.is Opið virka daga kl. 9-18 www.holl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.