Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÞEGAR Willard Fiske sigldi norður fyrir Ís-land árið 1879 sá hann til lands í Grímsey ogspurði skipverja hvaða eyja þetta væri.Sögðu menn honum þá frá byggðinni í Grímsey og heillaðist hann mjög af þeirri þrautseigju sem fólst í því að búa á svo lítilli og afskekktri eyju norður við heimskautsbaug. Ekki síður varð Fiske upprifinn af þeirri staðreynd að stórt hlutfall eyj- arskeggja kunni að tefla. Hann lenti þó ekki í Grímsey, heldur hélt heim til Bandaríkjanna. Hrakfallasaga ljósmyndara Forvitni Fiske um þessa harð- geru eyjarskeggja leiddi til þess að hann sendi ljósmyndara til Íslands til þess að taka ljósmyndir og koma sérstaklega við í Grímsey til að safna myndum til heimildar um lífið á eyjunni. Það gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig, því ljósmyndarinn, Howell að nafni, drukknaði í Hér- aðsvötnum í Skagafirði 1901. Leitaði Fiske þá til Ei- ríks Þorbergssonar, ljósmyndara í Húsavík, sem fór til Grímseyjar í júní 1902 og tók um 40 myndir. Myndirnar uppgötvuðust þegar verið var að vinna að bók um sögu Grímseyjar og íbúa hennar. Vitað var um bréf frá séra Matthíasi Eggertssyni til Willard Fiske þar sem séra Matthías hafði skrifað texta við myndir Eiríks þar sem fólk var nafngreint og stöðum og athöfnum lýst. Á myndunum má sjá fjölda merkilegra hluta. Til dæmis eru myndir af öllum körlum, konum, stúlkum og drengjum sem kunnu að tefla. Einnig má sjá myndir af bjargsigi og horfnum kennileitum í lands- lagi eyjunnar og lendingunni í Sandvík, þar sem greina má bátinn Farsæl, sem einnig var þekktur sem Grímseyjarskipið. Helgi Daníelsson bókaútgefandi og fyrrum yfirlög- regluþjónn, sem vinnur að bók um Grímsey og ábú- endur hennar, segir örlög Eiríks Þorbergssonar ljó myndara og ljósmyndabúnaðar hans einnig hafa ve sagna verð. „Eiríkur varð gjaldþrota, missti allan lj myndabúnaðinn og flutti til Bandaríkjanna árið 19 Búnaðinn eignaðist þá Þórarinn Stefánsson, bóksa Húsavík, sem tók hann upp í skuld Eiríks. Þórarinn var ekki lærður ljósmyndari en hafði ýmsa ljósmyn ara í þjónustu sinni. Hann auglýsti meðal annars ef ljósmyndara og þeirri auglýsingu svaraði kona sem var menntaður ljósmyndari. Þessari konu, Sigríði Ingvarsdóttur, giftist Þórarinn síðar. Það má segja margar merkilegar sögur fléttist inn í Fiske-sögun Taflborðin frægu Fiske lét ekki sitja við myndatökur, en sendi Grí eyingum góðar gjafir, þar á meðal taflborð og tafl- menn á hvert heimili í Grímsey og tólf þúsund dolla sjóð sem nýttur var til þess að reisa bókasafn auk fleiri þarfaverka fyrir samfélagið í Grímsey. „Tafl- borðin góðu voru öll talin glötuð,“ segir Helgi, en b ir við að þó hafi hann á endanum haft upp á einu taf borðanna. „Og það sem meira er, þetta skákborð er talið hafa verið í eigu Ingvars Guðmundssonar, fræ asta skákmanns eyjarinnar, sem kunnur var fyrir a gefa jafnan drottninguna í forgjöf en tapaði þó aldr skák svo vitað væri. Grímseyingar reistu Fiske síð fallegan minnisvarða sem í er taflborð, enda þótti þ svo sannarlega við hæfi. Einnig er þarna að finna myndir af gömlu kirkju og myndir innan úr bæ sem fór í eyði nokkrum áru seinna. Þarna er um að ræða ómetanlegar heimildi um sögu eyjunnar.“ Ljósmyndir Fiskes fengust að láni frá Fiske- safninu í Cornell-háskóla í Bandaríkjunum. Munu þær allar prýða bók um Grímsey, sem Helgi, ásam öðrum, vinnur að og kemur út með haustinu hjá Ak fjallsútgáfunni. Þar er um að ræða ábúatal frá 1890 2003 með mörg hundruð mynda af íbúum, bæjum o landslagi Grímseyjar. Lendingin í Sandvík var höfn Grímseyjar þangað til vélbátar tóku við af þilskipum og árabátum. Á strö Aldargamlar ljósmyndir frá Grímsey Grímseyingar hafa lengi staðið í þakkarskuld við banda- ríska skákmeistarann og fræðimanninn Willard Fiske, sem telst án efa mesti velgjörðarmaður Grímseyinga fyrr og síðar. Nýlega kom fram í dagsljósið fjöldi ljósmynda sem Fiske lét taka í Grímsey fyrir rúmri öld, eða árið 190 Willard Fiske VIÐHORF TIL VÆNDIS Greint var frá því hér í blaðinu í gærað kirkjan í Grikklandi hefði gagnrýnt borgaryfirvöld í Aþenu fyrir að leggja fram tillögu um að rýmka löggjöf varðandi vændi á þeim tíma sem Ólympíuleikarnir verða þar árið 2004. Kirkjan telur að með tillögunni séu borgaryfirvöld að efla kynlífsiðn- aðinn í borginni og að hún þjóni sem auglýsing fyrir kynlífsferðamennsku. Afstaða kirkjunnar í Grikklandi hljómar á sömu lund og þær gagnrýn- israddir sem heyrst hafa að undan- förnu hér á landi vegna þess máls, en þær komu fram í kjölfar þess að Mata Kaloudak vakti athygli á málefninu á evrópskri ráðstefnu um mansal sem haldin var á Nordica hóteli fyrir skömmu. Hún sagði mansal vera vax- andi vandamál í Grikklandi þar sem mikið væri um ferðamannastaði. „Að- ferðirnar sem dólgarnir beita minna á fangabúðir. Hópnauðganir, ofbeldi, hungur, raflost og hýðingar. Konur eru jafnvel múraðar inni,“ sagði Kal- oudak á ráðstefnunni. Samkvæmt upplýsingum sem hægt er að finna á heimasíðu Mannréttinda- vaktarinnar „Human Rights Watch“ er mansal skilgreint sem eitt alvarleg- asta brot á mannréttindum sem hægt er að finna. Það kemur þó ekki í veg fyrir að það eigi sér stað enda er eft- irspurnin eftir kynlífsþjónustu, ekki síst í tengslum við ferðamennsku, svo mikil að ábatinn af verslun með konur er gríðarlegur. Mannréttindavaktin bendir á að Grikkland er það land sem fær lægstu einkunn í fyrstu skýrslu bandarískra yfirvalda um mansal er út kom fyrir tveimur árum, en einkunnin var gefin fyrir viðleitni til að standast lágmarkskröfur í baráttunni við man- sal og vörn fórnarlamba þess. Þegar árið 1999 var Grikkland komið á lista Öryggis- og samvinnustofnunar Evr- ópu sem eitt þeirra landa er hvað flestar konur eru seldar til og í skýrslu er Evrópuþingið gaf út í mars 2000 kom fram að verslun með konur til Grikklands hafi aukist gífurlega árin þar á undan. Mannréttindavaktin vek- ur ennfremur athygli á því að nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna er vinnur gegn pyndingum mæltist til þess í maí 2001 að Grikkland gerði ráðstafanir „til að hindra og refsa fyrir verslun með konur og önnur ofbeldisverk gegn konum“. Ákvörðun framkvæmdastjórnar Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, sem einnig var greint frá í blaðinu í gær, um að skýra Alþjóðaólympíu- nefndinni og ólympíunefnd Grikk- lands frá þessari umræðu hér á landi er mikils virði, ekki síst ef vanþóknun er lýst á þessari þróun mála í tengslum við alþjóðlega íþróttavið- burði. Framboð á kynlífsþjónustu markast einvörðungu af eftirspurn og viðhorf borgaryfirvalda í Aþenu eru síst til þess fallin að stemma stigu við eftirspurninni og um leið þeim skelfi- legu mannréttindabrotum er fylgja vændi. Fordæming stórra hreyfinga, svo sem íþróttahreyfinga, á vændi er hins vegar uppbyggilegt fordæmi er vonandi vekur þá er kaupa sér líkama kvenna í afþreyingarskyni til umhugs- unar um siðferðisgildi sín sem og stjórnvöld til umhugsunar um stefnu- mótun. Því eins og framkvæmdastjórn Íþrótta- og ólympíusambandsins sagði í yfirlýsingu sinni í gær eiga „Ól- ympíuleikar ekki að vera skálkaskjól fyrir slíka kynlífsstarfsemi […sem] er í rauninni í fullri mótsögn við tilgang leikjanna, sem eru skilaboð um hreysti, heilbrigði, frið og jafnrétti kynjanna“. SKREF Í RÉTTA ÁTT Þrátt fyrir að reynslan sýni aðhættulegt sé að gera sér ofmiklar vonir er ljóst að þróunin í Mið-Austurlöndum gefur meiri til- efni til bjartsýni en ástæða hefur verið til um langt skeið. Á síðustu dögum hafa fjölmörg samtök Palestínumanna lýst því yfir að þau muni virða þriggja mánaða vopnahlé. Meðal þeirra eru Al-Aqsa-samtökin, Íslamska Jihad og Hamas, sem staðið hafa á bak við fjöl- margar sjálfsmorðsárásir í Ísrael á síðustu misserum. Þá hafa Ísraelar hafið brottflutning frá Gaza-svæðinu sem þeir hernámu á ný er uppreisn Palestínumanna hófst fyrir rúmum tveimur árum. Í gær áttu Ariel Sharon, forsætis- ráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forsætisráðherra Palestínumanna, fund og að honum loknum lýstu þeir því yfir að þeir vildu báðir vinna að því að ná friðsamlegu samkomulagi og að engin óvild ríkti á milli þjóðanna tveggja er byggja landið helga. Það þykir sjálfgefið að leiðtogar þjóða sýni hver öðrum kurteisi er þeir hittast. Sú regla hefur ekki ávallt verið í gildi er leiðtogar Ísraela og Palestínumanna hafa átt fundi. Innileg handabönd, bros og yfirlýsingar um gagnkvæma virðingu á fundi Sharon og Abbas gefa því tilefni til aukinnar bjartsýni og eru vonandi tákn um að hægt verði að byggja upp traust á milli þessara þjóða. Þessir mikilvægu áfangar hafa fyrst og fremst náðst fyrir tilstuðlan Bandaríkjanna sem að loknu stríðinu í Írak hafa beitt sér af fullu afli fyrir því að koma á friði milli Ísraela og Palest- ínumanna. Með skömmu millibili hafa George W. Bush Bandaríkjaforseti, Colin Powell utanríkisráðherra og Condoleezza Rice þjóðaröryggisráð- gjafi heimsótt Mið-Austurlönd og átt viðræður við deiluaðila. Það hefur ávallt verið ljóst að friður á þessum slóðum væri tálsýn ein án aðkomu Bandaríkjanna. Sagan sýnir hins vegar jafnframt að þó svo að Bandaríkin beiti sér af fullu afli er ekki tryggt að samkomulag náist. Þau skref sem nú hafa verið tekin eru mik- ilvæg og nauðsynleg ef unnt á að vera að halda áfram. Þau eru hins vegar einungis lítil skref á langri leið. Enn á eftir að hefja viðræður og ná sam- komulagi um erfiðustu deilumálin. Þar má nefna framtíðarlandamæri Ísraels og Palestínu, landnemabyggð- ir gyðinga á svæðum Palestínumanna og framtíð Jerúsalem. Jafnframt er ljóst að ef Ísraelar telja að öryggi þeirra sé ekki að fullu tryggt munu þeir ekki fallast á neitt samkomulag. Þróunin er í rétta átt. Leiðin er hins vegar löng og verður eflaust torfarin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.