Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 23 ós- erið ljós- 06. ali á n nd- ftir m a að na.“ íms- ara í bæt- fl- r æg- að rei an það unni um ir mt kra- 0– og Cornell University/Eiríkur Þorbergsson öndinni sést báturinn Farsæll. Sigið í bjarg í Grímsey. Ef rýnt er í myndina má sjá sigmanninn niðri í klett- unum, hangandi í vaðnum. Bjargsig er enn stundað í Grímsey. Hér má sjá þá karlmenn í Grímsey sem voru vel færir í skák. Næstum allir bændur eyjarinnar eru þarna saman komnir á myndinni, og efst til hægri stendur hinn margfrægi Ingvar Guðmundsson, taflkóngur Grímseyjar. Hér má sjá gömlu kirkjuna í Grímsey, sem var upphaflega byggð 1867 en svo færð og endurbyggð upp úr 1930. Við hlið hennar stendur Miðgarðabær, en við þann bæ er kirkjan kennd enn þann dag í dag. r 02. FORSETI Íslands staðfestisíðdegis í gær bráða-birgðalög sem ríkisstjórn-in hafði fyrr um daginn samþykkt. Með breytingu á lögum um lax- og silungsveiði, lögum um innflutning dýra og lögum um dýra- sjúkdóma og varnir gegn þeim stað- festa bráðabirgðalögin tilskipun Evrópusambandsins, ESB, um fisk- eldi. Tilgangur laganna er að hnekkja innflutningsbanni á lifandi eldisfiski, seiðum og frjóvguðum hrognum frá Íslandi til Bretlands sem nýlega tók gildi hjá Írum og Skotum og stefndi í að myndi valda eldisfyrirtækjum eins og Stofnfiski og Fiskeldi Eyjafjarðar miklum vanda. Tilskipun ESB er frá árinu 1994 og hefur ekki fyrr en nú verið sett í lög hér á landi. Undanþága frá til- skipuninni féll úr gildi á síðasta ári og segir Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra við Morgunblaðið að tilraunir til að fá framlengingu á undanþágunni hafi ekki tekist. Til- skipunin er í raun lagarammi um inn- og útflutning á lifandi eldisfiski, hrognum og seiðum. Í gildandi lög- um er ákvæði sem bannar allan inn- flutning á lifandi eldisfiski en sam- kvæmt tilskipuninni verður innflutningur hins vegar leyfilegur með ströngum skilyrðum. „Urðum að leysa vandann“ Landbúnaðarráðherra bendir á að málið hafi verið komið á lokastig og stefnt til EFTA-dómstólsins vegna innflutningsbanns Íra og Skota. Mikið hafi verið í húfi þar sem fyrirtæki eins og Stofnfiskur og Fiskeldi Eyjafjarðar stefni í að selja hrogn og seiði úr landi fyrir 5–600 milljónir króna á þessu ári og skapi fjölda starfa hér á landi. „Við urðum að leysa þennan vanda og koma í veg fyrir málflutn- ing fyrir EFTA-dómstólnum,“ segir Guðni og býst við að í framhaldinu muni landbúnaðarráðuneytið setja stranga reglugerð um innflutning eldisfisks og fá viðbótartryggingar fyrir heilbrigðisástandi eldisdýra, sambærilegt og annars staðar innan Evrópuska efnahagssvæðisins, EES. Ekki verði þá leyfður inn- flutningur frá löndum sem eru með lakari sjúkdómavarnir en Íslending- ar. Þannig verði tryggt að fiskisjúk- dómar berist ekki til landsins. Segir Guðni það vera sameiginlegt hags- muna- og baráttumál eldisfyrir- tækja og laxveiðimanna og -bænda. Minnir ráðherra á að hann hafi með samþykki Alþingis „lokað“ mörgum fjörðum fyrir fiskeldi, til að gæta hagsmuna veiðimanna og handhafa veiðiréttinda. Þar sem hér á landi sé gott heilbrigðisástand eldisfiska og villtra fiska verði engum seiðum eða hrognum hleypt inn frá ríkjum sem búa við lakara ástand. Útflutningsleyfi í næstu viku? Vigfús Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Stofnfisks, fagnar setningu bráðabirgðalaganna og vonast til þess að innflutningsbann- ið hafi ekki haft einhvern fjárhags- legan skaða í för með sér fyrir fyr- irtækið. Bindur Vigfús vonir við að fá innflutningsleyfi í hendur strax í næstu viku en útlitið hafi vissulega verið slæmt þegar bannið tók gildi. Viðskiptavinir Stofnfisks hafi verið í uppnámi og farnir að horfa til ann- arra landa með kaup á hrognum „Við erum mjög ánægðir með þessi góðu viðbrögð ríkisstjórnar- innar og hvernig hún hefur tekið á málinu. Menn hafa unnið vel eftir að í ljós kom hversu alvarlegt ástandið var. Við lítum svo á að málið sé leyst og förum nú að lagfæra það sem fór úrskeiðis. Þetta eru einnig gríðar- lega mikilvæg skilaboð til okkar við- skiptavina erlendis sem hafa verið að bíða fregna og ekki skilið af hverju Ísland hafði ekki staðfest þessa tilskipun. Nú er búið að höggva á hnútinn og við erum mjög ánægðir með það,“ segir Vigfús. Hann segir mestu skipta að nú sé nokkurra ára baráttu lokið við að tryggja að íslensk eldisfyrirtæki starfi á sama grundvelli og önnur fyrirtæki innan Evrópusambands- ins. Lögin muni einnig auðvelda fjárfestum að horfa fram á veginn og leysa þá undan áhyggjum yfir álíka ástandi og innflutningsbannið skapaði. Markmiðið að hnekkja inn- flutningsbanni Bráðabirgðalög sett í gær vegna tilskipunar ESB um fiskeldi Morgunblaðið/Sverrir Vigfús Jóhannsson, framkvæmdastjóri Stofnfisks, við eldisstöðina í Höfnum á Reykjanesi síðdegis í gær, kampakátur með bráðabirgðalögin. RÍKISSTJÓRNIN setti síðast bráðabirgðalög síðla árs 2001 þegarhenni var heimilt að að veita ábyrgð á tryggingum íslenskra flug-félaga í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september sama ár. Ef með er talin framlenging ábyrgðarinnar voru lögin sett í tví- gang, fyrst í september og síðan í lok desember. Þá voru liðin rúm þrjú frá því að bráðabirgðalög höfðu verið sett. Í maí árið 1998 gaf ríkisstjórnin út lög þar sem efasemdir höfðu vaknað um gild- istöku laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum varðandi kosningar. Árið 1994 voru tvívegis gefin út bráðabirgðalög, annars vegar um lyfja- lög og hinsvegar lög er bönnuðu verkfall sjómanna Árið 1993 voru sett bráðabirgðalög um efnahagsaðgerðir og árið áður lög um kjaradóm. Stjórnarskrá var breytt og heimild ríkisstjórnar til að gefa út bráða- birgðalög var þrengd árið 1991 og hafa því frá þeim tíma verið gefin út átta bráðabirgðalög í sjö málum. Bráðabirgðalög síðast 2001

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.