Morgunblaðið - 02.07.2003, Page 26

Morgunblaðið - 02.07.2003, Page 26
MINNINGAR 26 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður SturlaTryggvason fæddist á Grundar- stíg 4 í Reykjavík 6. júní 1930. Hann lést á Elliheimilinu Grund 3. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Sig- urðardóttir, húsmóð- ir og listmálari, f. 23. júlí 1904, d. 22. maí 1971, og Tryggvi Magnússon, teiknari og hagyrðingur, f. 6. júní 1900, d. í sept. 1960. Sturla stundaði bókbandsnám í Iðnskólanum í Reykjavík og í Bókfelli; lauk því 30. sept. 1952 og tók sveinspróf sama ár. Jafnframt stundaði hann nám í fiðluleik við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Birni Ólafssyni, konsert- meistara. Sturla var lágfiðlu- leikari í Sinfóníu- hljómsveit Íslands 1963–1980, en hafði í nokkur ár áður verið lausráðinn við hljóm- sveitina. Jafnframt vann hann að bók- bandi í Bókfelli, síðar í Sveinabókbandinu og loks í Prentsmiðj- unni Odda á meðan starfskraftar leyfðu. Útför Sturlu var gerð frá Fossvogskapellu 12. júní síðastliðinn. Jarðsett var í Fossvogskirkjugarði. Í konserthléi í Þjóðleikhúsinu var ég kynntur fyrir Sturlu Tryggvasyni, og það var ungt og upprennandi tón- skáld sem það gerði, Leifur Þórarins- son. Þetta var haustið 1950. Reyndar hafði ég tekið eftir honum áður, á kaffihúsinu Miðgarði við Óðinstorg, oft nefnt Kommakaffi. Þar sat hann stundum með Angantý Guðmunds- syni bókbindara, syni Guðmundar skólaskálds. Einhver sagði mér hverra manna hann væri og að hann legði stund á nám í bókbandi og fiðlu- leik. Þetta var fallegur og sviphreinn piltur, og þó var eins og mikil alvara væri í svip hans. Ég man ekki eftir því að hafa séð þá Angantý hlæja. Og þeir sátu alltaf einir. En Sturla sótti einnig Hressingar- skálann í Austurstræti, og þar varð ég fljótt málkunnugur honum eftir að búið var að kynna okkur hátíðlega í Þjóðleikhúsinu. Mér féll strax vel við hann, og áhugamál okkar voru svipuð, stjórnmálaskoðanir okkar þær sömu. Kalda stríðið var farið að setja mark sitt á okkur einsog flesta aðra. Um þessar mundir klúkti steinbær við sunnanvert Óðinstorg og gengið inn frá Óðinsgötunni. Þar var Sturla til húsa í skjóli Elínborgar föðursyst- ur sinnar, og þangað bauð hann hann mér heim í hlýlega vistarveru, sem skreytt var myndum eftir Tryggva. Elínborg Magnúsdóttir var sauma- kona, en vann jafnframt í fataaf- greiðslu Þjóðleikhússins. Sturla hafði við orð, að þetta hefði hún komizt næst leiklistinni, en hana hefði langað til að verða leikkona þegar hún var ung. Þetta haust átti ég heima vestast á Grenimel; hafði engan síma, og gestir áttu það til að koma fyrirvaralaust. Eitt kvöld í slagveðurs rigningu hringir dyrabjallan, og þar er Sturla kominn; hafði ekki heimsótt mig fyrr. Hann hélt á fiðlukassanum og kvaðst kominn til að spila á fiðluna, en ég léki undir á orgelið mitt. Ég tók að sjálf- sögðu vel í það, og mig minnir við höf- um spilað uppúr Íslenzku söngvasafni sem kallað var Fjárlögin, því það voru myndir af búfé utan á kápunni. Ekki endurtókum við slíka konserta, en áttum síðar eftir að hlusta mikið á göfuga tónlist af upptrekktum ferða- grammófón. Hæfileikar Sturlu voru bundnir við músíkina eina. Kveðskap og myndlist lét hann eiga sig, og voru þær list- greinar þó nærtækar foreldrum hans. En á tónlistarsviðinu naut hann sín. Dr. Páll Ísólfsson viðhafði þau um- mæli við móður hans, að hann hefði svo fullkomna tónheyrn að fágætt væri. Að vissu leyti má segja að Sturla hafi verið maður skapfastur. Þegar ég kynntist honum virtist hann að vísu nokkuð áhrifagjarn og bjóst ekki við illu af neinum. Hann vildi öðrum vel og var hjálpfús þeim sem bágt áttu, eftir því sem efni hans leyfðu. En skapfesta hans gat einnig komið fram í þrjózku, sem stundum gat farið í taugarnar á manni, en átti þó eftir að bjarga lífi hans. Ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Einn var sá, sem Sturla virtist hafa ómælda ánægju af fyrst í stað, en átti eftir að breytast í skæðasta óvin hans, sem hann átti í baráttu við um ára- tuga skeið. Það var Bakkus. Barátta Sturlu við Bakkus virtist lengi vel harla vonlaus, og sífellt seig á ógæfuhlið. Við vinir hans studdum hann ekki sem skyldi. Það verður að segjast eins og er. En fimmtugur að aldri hlaut hann að hlíta þeim skil- málum sem honum voru settir: að fara í áfengismeðferð eða missa vinn- una ella. Hann valdi fyrri kostinn, og nú kom í ljós að hann gat virkjað þrjózkuna sér til góðs. Eftir miðjan desember 1980 kom ekki víndropi innfyrir hans varir, og nokkrum árum síðar hætti hann líka að reykja. Þá lá við, að mér þætti hann orðinn einum um of heilagur. En reglusemin og sigurinn á Bakk- usi báru líka góðan árangur, og við tóku beztu árin í lífi hans. Hann eign- aðist íbúð, lærði á bíl og ferðaðist víðs- vegar um landið. Jafnframt tók hann upp sambúð með fornvini sínum, Ás- geiri Beinteinssyni píanóleikara, og stóð sú sambúð unz Ásgeir lézt, langt fyrir aldur fram, vorið 1992. Í utanlandsferðir fór Sturla nokkr- um sinnum, fyrst á friðar- og æsku- lýðsmót í Moskvu sumarið 1957 og sigldi þaðan heim frá Murmansk. Þá dvaldist hann um nokkurra vikna skeið í Kaupmannahöfn síðsumars 1961. Til New York fór hann sumarið 1992 og til Lundúna ári síðar. Aldrei kom honum þó til hugar að setjast að erlendis. Hann unni Íslandi og öllu sem íslenzkt var; var þjóðernissinni í orðsins beztu merkingu. Mörg voru þau kvöldin sem við Sturla vörðum í það að hlusta á tón- list, og stundum var þá kíkt í glas, einkum ef Ásgeir var með. En þau voru líka mörg kvöldin sem við létum tónlistina eiga sig að mestu, en lásum ljóð hvor fyrir annan. Þá var Ásgeir yfirleitt hvergi nærri, því hann hafði lítinn áhuga á ljóðum. Smekkur Sturlu á kveðskap var nokkuð gam- aldags, eftirlætisskáld hans flest frá nítjándu öldinni. Auk Jónasar voru það einkum Bólu-Hjálmar og Grímur Thomsen. Lengi verður mér minnis- stæð nýjársnóttin 1954. Ég heimsótti Sturlu í herbergi hans við Drápuhlíð, og fyrr en varði var ég farinn að lesa Búa rímur Andríðssonar eftir Grím. Það varð langur lestur og svo áhrifa- mikill kveðskapurinn, að ég varð hvað eftir annað að gefa staðar við lestur- inn, því ég vatnaði músum og mátti ekki mæla. Einhvernveginn tókst mér þó að ljúka þessu af. Og orðin hans Gríms „hurfu út í himinblá- mann“ eins og Gröndal orðaði það í Heljarslóðarorrustu. Af skáldum tuttugustu aldar fannst mér hann hafa einkum mætur á þeim frændum sínum Stefáni frá Hvítadal og Steini Steinarr, og af yngri skáld- um frænku sinni Nínu Björk Árna- dóttur. En ekki má gleyma því, að hann mat Tómas Guðmundsson einn- ig mikils, ekki aðeins sem skáld, held- ur líka sem mann. Hann hafði kynnst Tómasi barn að aldri og dvalizt um skeið á heimili hans um það leyti sem foreldrar hans voru að slíta samvistir. Þá var það einn dag, að skáldið strauk piltungnum um ljósan kollinn og sagði blíðlega: „Þú ert fallegur drengur.“ Það voru ekki margir sem töluðu svo hlýtt til hans um þær mundir, og þessum orðum skáldsins gleymdi Sturla aldrei. Geta má þess, að árið 1993 kostaði Sturla útgáfu á svonefndum „Ésúrím- um“, sem faðir hans orti í bríaríi og á kenderíum einhverntíma á kreppuár- unum og lauk aldrei við. Rímur þess- ar voru útgefnar í 60 eintökum til gjafa, og Sturla gaf mér nr. 22. Svo var það sem ósköpin dundu yf- ir, haustið 1997. Sturla var á ferð einn í bíl sínum, á leið upp í Mosfellsbæ til að heimsækja Þórdísi systur sína. Þetta var í ljósa- skiptunum, færðin góð, en líklega hálkublettir á veginum. Og er nú ekki að orðlengja það, að bíllinn fór í hálf- hring og Sturla missti stjórn á hon- um. Ekki vildi betur til en svo, að ann- ar bíll kom á eftir á mikilli ferð og hratt bíl Sturlu fram af vegbrúninni þar sem hann lá skorðaður. Það þurfti liðsmenn með klippur til að ná Sturlu meðvitundarlausum úr flakinu. Næsta árið dvaldist hann á Reykja- lundi og svo um skeið á endurhæfing- ardeild, en komst aldrei til fullrar heilsu aftur. Honum var ekki óhætt að aka bíl, og það sem verra var: hann gat ekki búið einn lengur og séð um sig sjálfur. Hann var stöðugt að falla í yfirlið, fyrirvaralaust, og gat þá enga björg sér veitt. Honum var þá komið fyrir í kjallaraherbergi á Minni- Grund þar sem hann naut góðrar að- hlynningar. Langtímaminnið hafði hann aftur fengið, en skammtíma- minnið var mjög stopult. En nú var það lífsseiglan og kannski líka þrjózk- an sem kom honum enn til hjálpar. Hann tók nú að æfa sig af kappi á lág- fiðluna, tók þátt í Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, sem æfði í kjallara Nes- kirkju undir stjórn Ingvars Jónasson- ar og hélt konserta öðru hverju. Þetta veitti Sturlu ómælda ánægju, og hann ól þá von í brjósti að geta komizt til fullrar heilsu aftur. Svo átti þó ekki eftir að fara. Við eitt yfirliðið lenti hann illa á einhverri hvassri brún og rifbrotnaði. Hann var fluttur á sjúkradeild gömlu Grundar og átti ekki afturkvæmt þaðan. Eftir að þangað kom virtist hann missa áhuga á flestu og minni hans fór hrakandi. Þegar lausnin kom var hún mikil náðargjöf. Stundaglas hans var runnið út. Á sólbjörtum morgni fimmtudag- inn 12. júní var útför hans gerð frá Fossvogskapellu að viðstöddu fjöl- menni. Hópur strokhljóðfæraleikara lék fagurt verk, kór söng og leikið var á orgel. Séra Jón Bjarman flutti lík- ræðuna. Sá sem þetta ritar og hefur heyrt margar líkræður um dagana minnist þess ekki að hafa heyrt áhrifameiri ræðu. Séra Jón byggði hana á leitinni að hinum eina sanna tóni, þeim tóni sem kemur frá hjart- anu og nær að enduróma í öðrum mannlegum hjörtum. Það var fagurt veður og bjart, og kyrrlát var stundin við gröfina. Hinztu orðin sem presturinn mælti yfir kistunni voru tilvitnun í 17. Pass- íusálm Hallgríms Péturssonar, um leirpottarans akur: Hér þegar verður hold hulið í jarðar mold, sálin hrygðarlaust hvílir, henni guðs miskunn skýlir. Ókvíðinn er ég nú, af því ég hef þá trú: miskunn guðs sálu mína mun taka’ í vöktun sína. Hverninn sem holdið fer hér þegar lífið þver, Jesú, í umsjón þinni óhætt er sálu minni. Ég lofa, lausnarinn, þig sem leystir úr útlegð mig. Hvíld næ ég náðarspakri nú í miskunnar akri. Þú gafst mér akurinn þinn, þér gef ég aftur minn. Ást þína á ég ríka, eigðu mitt hjartað líka. Hveitikorn þekktu þitt, þá upprís holdið mitt, í bindini barna þinna blessun láttu mig finna. Við vorum fá, sem fylgdum kist- unni alla leið að gröfinni. En þegar presturinn hafði flutt síðustu sálma- versin gengum við hvert af öðru að leiðinu og gerðum krossmark. Það var hinzta kveðjan. Elías Mar. STURLA TRYGGVASON K arlmennirnir streyma inn; ýmist eru þeir einir eða í litlum hópum. Ald- ur þeirra er mis- munandi; flestir þeirra þó lík- lega í kringum fimmtugt. Sumir ganga ákveðnir að barborðinu, kaupa dýra drykki, jafnvel kampavín. Vita greinilega hvað þeir vilja. Aðrir eru óákveðnari, líta svolítið skömmustulega í kringum sig, setjast niður og bíða þess sem verða vill. Fyrirgefiði, ég gleymdi að segja hvar ég er. Ég er semsé stödd á nektardansstað í Reykjavík; súlustað...eða hvern- ig á ég annars að orða þetta? Jú, stað þar sem karlar (og að þessu sinni ég) horfa á konur sveifla sér berbrjósta á vel pússuðum súlum. Afskaplega sérkennileg sjón svo ekki sé fastara að orði kveðið. Ég ætla þó að gera eina til- raun til að lýsa henni: Konurnar hoppa semsé upp og grípa um súluna með annarri hendinni og láta sig svo síga hægt og rólega niður; þær reyndustu fetta sig eitthvað og bretta á leiðinni. Og þessa at- höfn endurtaka þær aftur og aft- ur. Og aftur. Mér skilst að þessi iðja hafi einhvern tíma verið kennd við listdans. En það undrar mig ekki, verð ég að viðurkenna, að það starfsheiti skyldi hafa verið lagt niður í þessum bransa. All- tént finnst mér súluklifrið eða súlusigið eiga lítið sameiginlegt með dansi, hvað þá listdansi, þótt það sé vissulega ákveðið af- rek – og kannski list – að hanga svona á súlunum. Ég tek þó fram að ég reyndi af öllum mætti að koma með „opnum huga“ inn á þennan stað. Áður en lengra er haldið má ég líka til með að taka fram að ég er hérna eingöngu fyrir for- vitni sakir. Og til að sýna sann- girni geri ég mér fulla grein fyr- ir því að margir karlmenn eru hérna eflaust á nákvæmlega sömu forsendum. Mig hefur m.ö.o. lengi langað til að vita hvað fram fer á stöðum sem þessum. (Sömu sögu má örugg- lega segja um margan karl- manninn.) Mig langar semsé að vita hvað það er sem karlmenn sækjast eftir á svona stöðum, þ.e. (til að halda sanngirninni) þeir hinir sem eru hérna af öðr- um ástæðum en forvitninni einni saman. Jú, ég veit, ég er ekki karl- maður, og þar með á ég erfiðara með að setja mig inn í reynslu- heim karla á súlustöðum, en ég get að minnsta kosti gert heið- arlega tilraun til að skilja þetta sem allra best með því að sjá, heyra og skynja. En svo ég haldi áfram þar sem frá var horfið þá er ég stödd hjá súlunum, þar sem við- komandi meyjar sýna hæfni sína. Allt í kring fylgjast karl- menn með; athygli þeirra er öll á sviðinu og því sem þar fer fram. Nokkrir karlmenn láta lít- ið fyrir sér fara, sitja lúpulegir í sófunum í kring, en aðrir eru yf- irlætisfullir, standa gleiðir og leyna ekki áhuga sínum. Senni- lega alvanir menn. Enginn mælir þó orð af vörum eða þar til ofurölvaður gestur, rekur upp óhljóð, stekkur upp að súludömunni og reynir að troða krumpuðum fimmhundruð króna seðli ofan í nærbuxurnar hennar. (Kannski aleigan hans – hver veit? Og kannski það eina sem stúlkan fær út úr kvöldinu – hver veit?) Nokkrir aðrir mis- drukknir gestir fara að fordæmi hins ofurglaða. Dyravörður dregur einn þeirra niður af svið- inu eftir að hann hafði reynt að taka utan um dömuna – án leyfis – að því er mér skilst. Eftir drykklanga stund hættir sýningarstúlkan súlutilburð- unum og athygli mín beinist að barnum þar sem stakir karl- menn standa og horfa leitandi í kringum sig. Súlumeyja gengur upp að einum þeirra og þegar hann er búinn að panta drykk- inn tekur hún utan um hann og þau setjast við næsta borð. Karlinn hellir í glösin og þau ræðast við. Hann virðist í góðum málum, í bili a.m.k., enda búinn að greiða fyrir athyglina næstu mínúturnar. Sömu sögu er varla hægt að segja af ungum karli við enda barborðsins; vísakort- inu var nefnilega hafnað og þar með draumi hans um aðkeypta aðdáun kvenna þetta kvöldið. Hann fær líka þar með „bara“ að horfa en ekki snerta. Ungi karlinn lítur vonlausum augum á fyrrnefnda parið, sem nú stendur upp og gengur upp á þriðju hæð…Bíðið við var ekki búið að banna einkadans í Reykjavík? Nokkru seinna kem- ur karlinn einn niður. Mér berst til eyrna að hann hafi eytt (eða varið – eftir því hvernig á það er litið) einhverjum þúsundköllum síðustu mínúturnar. Ennfremur frétti ég að honum hafi staðið kynlíf til boða gegn ákveðnu gjaldi. Þá sögu fékk ég þó ekki staðfesta. En hvað um það; mér er farið að leiðast, enda umhverfið hálf- dapurlegt. Gestir eru orðnir drukknari og eftir því sem líður á kvöldið verður ruddaskapurinn meiri. Einhver rífur harkalega í eina súlukonuna og vinirnir hlæja. Ekki er að sjá að stúlk- unni sé hlátur í huga. Mér verður ósjálfrátt hugsað til frásagnar Ingvars Arnar Sig- hvatssonar, af þroskasögu sinni sem klámneytanda, sem birtist í nýjasta hefti 19. júní – blaðs Kvenréttindafélags Íslands en þar segir hann um reynslu sína af súlustöðum: „Þær stúlkur, sem gáfu sig á tal við mig, reyndu jú að vera glaðar og skemmtilegar, en bak við grím- una [...] blasti við tómleiki og ógleði. Þarna var enginn glaður, nema stöku gestur sem naut tímabundinna vinsælda sinna, á meðan buddan entist.“ Ég sé heldur ekki neina gleði á súlustaðnum. Heldur ekki neina fegurð, mannlega virðingu eða reisn. Ég sé bara brostnar vonir og kvenlíkama í afkáraleg- um aðstæðum; leikföng í augum þeirra sem á horfa. Ég sé einn anga kynlífsiðnaðarins, sem því miður þrífst í Reykjavík. Hvar er fegurðin? „Alltént finnst mér súluklifrið eða súlusigið eiga lítið sameiginlegt með dansi…“ VIÐHORF Eftir Örnu Schram arna@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.