Morgunblaðið - 02.07.2003, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 02.07.2003, Qupperneq 27
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 27 Hjálmar réðst mjög ungur, aðeins 17 ára gamall, til starfa hjá Rafveitu Ísafjarðar og hélt síðan áfram störf- um hjá Orkubúi Vestfjarða þegar það tók við rekstri rafveitunnar í ársbyrjun 1978 og starfaði þar alla tíð síðan. Hann aflaði sér menntunar sem rafvirki samhliða starfi sínu hjá Orkubúinu og þegar starf verkstjóra rafveituflokksins á Ísafirði varð laust var hann valinn í starfið. Hjálmar var sannur leiðtogi starfsmanna sinni og hafði hagsmuni þeirra og öryggi ávallt að leiðarljósi. Ef fást þurfti við erfið verkefni gekk hann í þau í broddi fylkingar og sýndi mönnum sínum hvernig þau skyldu leyst. Hann var hreinskiptinn og lá ekki á skoðunum sínum ef því var að skipta en þegar niðurstaða lá fyrir þá vann hann samkvæmt henni af heilum hug. Hann tók virkan þátt í félagsstarfi starfsmanna Orkubús Vestfjarða og sat í samninganefnd fyrir hönd starfsmanna. Á samkom- um starfsmanna fyrirtækisins tróð hann oft upp og mér er ógleymanlegt hvernig hann flutti á sinn hrjúfa hátt „Hífopp, æpti kallinn“. Með verkum sínum ávann Hjálm- ar sér virðingu allra starfsmanna Orkubúsins, hans er nú sárt saknað og skarð hans verður vandfyllt. Hjálmar var „kraftakarl“ og mikill útilífsmaður. Hann hafði unun af því að takast á við náttúruöflin, fást við erfið og krefjandi verkefni og fara áður ófarnar slóðir. Hann hefur nú farið sína síðustu göngu á vit móður náttúru og snýr ekki aftur, en minn- ingin um góðan dreng mun lifa með okkur áfram. Móður Hjálmars, börnum hans, sambýliskonu og öðrum aðstandend- um sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Kristján Haraldsson orkubússtjóri. Þegar sól er hæst á lofti og sum- artíminn bestur barst okkur vinnu- félögum harmafregn; okkar náni vin- ur og vinnufélagi hafi látist í útivistargöngu. Hjálmar, þessi kraftmikli og sterki drengur, sem var athugull og mikill fjallgöngu- maður, hafi látist í fjallgöngu. Þetta kom okkur mjög á óvart. Hjálmar hefur verið samstarfsmaður okkar í 26 ár og höfum við notið vináttu hans og kunnáttu, sem ekki hefur borið skugga á. Ísak sonur okkar byrjaði ungur í vinnuflokki hjá Hjálmari og tók hann Ísak að sér og leiðbeindi og kenndi af mikilli alúð hina flóknu hluti í raforkukerfinu. Hjálmar treysti Ísak fyrir ýmsum verkum og þeirra samstarf var mjög náið. Það ber að þakka nú að leiðarlokum og við söknum nú mikið vinar okkar. Við sendum öllum aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um Guð að styrkja þá. Kristján Pálsson, Ólöf Helgadóttir, Ísak Kristjánsson. Einmitt núna þegar sólin er hvað hæst á lofti, þegar sumarnóttin ís- lenska, viðkvæm og björt, umvefur og huggar – er maður allt í einu minntur á það hvað lífið getur verið hverfult. Samt er maður svo innilega þakklátur fyrir hverja einustu gráðu sem hitinn stígur, svo innilega þakk- látur fyrir að sólin skín nótt og dag, svo innilega þakklátur fyrir það sem maður hefur, fyrir það að vera lif- andi. HJÁLMAR STEIN- ÞÓR BJÖRNSSON ✝ Hjálmar Stein-þór Björnsson fæddist á Mosvöllum í Önundarfirði 14. október 1959. Hann lést af slysförum í fjallgöngu í Skutuls- firði 21. júní síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Ísa- fjarðarkirkju 1. júlí. Fólkið sem ólst upp á Hornströndum hefur miðlað afkomendum sínum og samferða- mönnum af ótrúlegri lífsreynslu sinni og kjarki, reynsla þess kemur til með að fylgja okkur, vitundin um hana mun fleyta okkur áfram og gefa okkur kraftinn til að gefast ekki upp. Steinþór var afsprengi þessa fólks, hann hafði reynslu þess í blóðinu, líf þess mót- aði hann sem mann- eskju. Vonandi gleymum við hin aldrei hvaðan við komum á meðan við fáum tækifæri til að halda áfram að lifa. Vinkona mín, Fríða, og börnin hennar tvö eiga erfiða tíma framund- an, það eru svo margar djúpar og flóknar tilfinningar sem þau þurfa að kljást við. Guð veri með þeim og öll- um hinum. Elísabet Gunnarsdóttir. Það er skrýtið hvað sjálfselskan í manni getur verið sterk. Fyrstu við- brögð mín við voðafréttinni af láti Hjálmars voru reiði. Við sem ætluð- um á Hornstrandir í sumar og láta gamlan draum rætast og ganga til rjúpna í haust og þá …! Við Hjálmar kynntumst fyrir mörgum árum er ég kom fyrst til Ísafjarðar til að halda námskeið í veggtennis (skvassi) hjá Stebba vini mínum Dan. Ég gleymi ekki fyrstu kynnum okkar Hjálmars; þessi stóri maður stormaði beint að mér og um leið og hönd mín hvarf í hramm hans ómaði hljómmikil, karlmannleg röddin: „Hjálmar!“ Augun virtu mig fyrir sér og vógu á svipstundu alla mína líkamlegu kosti og galla. Þetta voru áhrifamikil og ógleymanleg augnablik. Mér fannst maðurinn eins og höggvinn út úr bergi fjallanna, frá honum streymdi ótrú- leg orka. Hjálmar var mjög sérstak- ur maður og mörgum virtist hann ákaflega dulur og hlédrægur þegar hann í rauninni hafði yndi af góðum félagsskap. Enn er sem ég heyri hlátrasköllin í honum og hnyttnar at- hugasemdir. Hjálmar var aðsópsmikill þegar sá gállinn var á honum og lét hann þá engan ósnortinn. Á alþjóðlegu skvassmóti í Reykjavík fyrir nokkr- um árum var aðaluppákoman happ- drætti þar sem aðalvinningurinn fólst í að fá að spila sýningarleik við Jansher Khan, pakistanskan heims- meistara til margra ára. Maðurinn var lifandi goðsögn og umgengust menn hann sem slíkan. Hjálmar vann náttúrulega happ- drættið. Það var svo ekki leikurinn sem mesta athygli vakti heldur sen- an þegar Hjálmar stormaði inn á völlinn vígreifur til augnanna, kreisti lúku heimsmeistarans frá Pershovar og beljaði hátt og snjallt: „Hjálmar Steinþór Björnsson frá Ísafirði“. Pakistaninn fíngerði sem nánast var óvígur eftir handabandið hefur sennilega aldrei lent í öðrum eins mótherja. Hjálmar var valinn í landsliðið um þessar mundir og fór í keppnisferð til Ungverjalands og stóð sig með mestu prýði. Hann var höfðingi heim að sækja eins og reyndar allt það fólk er við kynnt- umst á Ísafirði. Gestrisni var honum í blóð borin og hús hans okkur alltaf opin. Það er með mestu sorg og eftirsjá að ég og við kveðjum þennan mikla kappa og félaga. Við sendum börnum hans, fjöl- skyldu og öllum aðstandendum okk- ar dýpstu samúðaróskir og hluttekn- ingu. Megi minningin um góðan dreng lifa. Guð geymi þig Hjálmar minn. Þínir vinir, Jökull Jörgensen, Ásta Ólafsdóttir, Kim Magnús Nielsen, Heimir Helgason, Sigurður Sveinsson, Magnús Helgason, Albert Guðmundsson, Hilmar Gunnarsson og Hafsteinn Daníelsson. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, SIGURÐUR JÓNSSON frá Einarsstöðum, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtu- daginn 3. júlí kl. 13.30. Jón Gunnar Sigurðsson, Lilja Sigurðardóttir og fjölskyldur. Ástkær systir okkar, ODDBJÖRG (Stella) THORS, lést í Bandaríkjunum laugardaginn 21. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Arnþrúður og Óttarr Möller, Sjöfn og Björn Hallgrímsson, Auður og Jón Ólafsson. VÉDÍS HÓLMFRÍÐUR HALLSDÓTTIR lést á Kumbaravogi miðvikudaginn 11. júní sl. Jarðarförin hefur farið fram. Sérstakar þakkir til starfsfólks Kleppsspítala og Kumbaravogs fyrir góða aðhlynningu. Aðstandendur. Ástkær bróðir okkar, eiginmaður og faðir, GUÐMUNDUR MARTEINSSON arkitekt og verkfræðingur, Tucson, Arizona, frá Stykkishólmi, andaðist á sjúkrahúsi í Tucson, Arizona í Banda- ríkjunum, að morgni mánudagsins 30. júní. Heiðar Bergmann Marteinsson, Jóhann Sólberg Marteinsson, Hulda Jenný Marteinsdóttir, Lára Wiken, Mary Martinson, Marty Martinson, Paul Martinson, Anna Martinson, Monica Martinson. Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR (Lóló), Austurbergi 2, andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 1. júlí. Hilmar Karlsson, Dagbjört Hilmarsdóttir, Hjálmar Diego, Jón Hilmarsson, Guðrún Helga Theodórsdóttir, Guðrún Hilmarsdóttir, Reynir Hilmarsson, Berglind Hilmarsdóttir, Unnsteinn Ólafsson, Svanur Hilmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGIBJÖRG FINNSDÓTTIR frá Ísafirði, til heimilis í Gullsmára 7, Kópavogi, lést á heimili sínu mánudaginn 30. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ingibjörg Jónsdóttir, Árni Ármann Árnason, Guðmundur H. Hagalín, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Hrefna H. Hagalín, Sigurður Oddsson, Auður H. Hagalín, Snorri Hermannsson, ömmu- og langömmubörnin. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, sonur og afi, BIRGIR KRISTINN SCHEVING, Birkiteigi 3, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 4. júlí kl. 14.00. Ágústa Erlendsdóttir, Sigmar Scheving, Linda Helgadóttir, Davíð Scheving, Harpa Frímannsdótir, Erlendur Karlsson, Elísabet Andrésdóttir, Vilborg Sigríður Tryggvadóttir, Christopher MacNealy, Margrét Scheving, Andri Scheving, Andrés Már Erlendsson, Linda Malín Erlendsdóttir og Sandra Ösp MacNealy. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ANNA ÓLAFSDÓTTIR húsmóðir, áður til heimilis í Seljahlíð 13A, Akureyri, sem lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 21. júní, verður jarðsungin frá Glerárkirkju fimmtudaginn 3. júlí kl. 14.00. Björgvin L. Pálsson, Anna Eiðsdóttir, Þór S. Pálsson, Hrefna Sigursteinsdóttir, Ólöf J. Pálsdóttir, Jóhannes Hjálmarsson, Tryggvi Pálsson, Aðalbjörg Jónsdóttir, Bragi V. Pálsson, Hafdís Jóhannesdóttir, Friðfinnur S. Pálsson, Inga Tryggvadóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.