Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 28
MINNINGAR 28 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Björn ÁsgeirGuðjónsson trompetleikari og hljómsveitarstjóri fæddist í Reykjavík 7. mars 1929. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ í Reykjavík hinn 23. júní síðastliðinn. For- eldrar Björns voru Guðjón Þórðarson skósmiður í Reykja- vík og formaður Lúðrasveitar Reykjavíkur, f. 12.10. 1901, d. 2.9. 1952, og kona hans Anna Jóns- dóttir húsmóðir, f. 15.9. 1895, d. 16. 3. 1984. Systir Björns er Þóra Guðjónsdóttir, hennar maður var Jóhannes Ó. Guðmundsson við- skiptafræðingur. Börn þeirra eru fjögur. Bróðir Björns er Guð- mundur Guðjónsson múrari í Reykjavík, f. 16.8. 1933. Hann á fjögur börn. Björn kvæntist 28.8. 1957 Ingi- björgu Jónasdóttur fyrrv. fram- kvæmdastjóra, f. 2.5. 1932. For- eldrar Ingibjargar voru Jónas Guðmundsson ráðuneytisstjóri og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, f. 11.6. 1898, d. 4.7. 1973, og kona hans Sigríður Lúð- víksdóttir húsmóðir, f. 7.11. 1903, d. 1.5. 1991. Börn Björns og Ingi- bjargar eru: 1) Jón- as tónlistarkennari, f. 29.1. 1958, d. 28.9. 1997, kvæntur Svövu Hjaltadóttur, f. 1.2. 1952. Börn þeirra eru: Ingi- björg, f. 6.10. 1982, Birna Dröfn, f. 24.1. 1985 og Atli, f. 12.3. 1988. Dóttir Svövu er Kristín Björg Kristjánsdóttir, f. 17.5. 1972. 2) Anna Þóra kaupmaður, f. 13.9. 1962, gift Gylfa Björnssyni sjón- tækjafræðingi. Börn þeirra eru: Georg, f. 13.5. 1994, og Hinrik, f. 22.3. 1996. Fyrri eiginmaður Önnu er Brynjar Konráðsson. Þeirra sonur er Björn Leó, f. 13.8. 1985. 3. Dóttir Ingibjargar er Sig- ríður Ólafsdóttir hjúkrunarfræð- ingur, f. 15.12. 1953, gift Árna Rafnssyni viðskiptafræðingi, f. 26.9. 1952. Börn þeirra eru: Rafn, f. 13.5. 1977, Elmar, f. 14.5. 1982, Árni Valur, f. 24.2. 1988 og Páll Frímann, f. 12.10. 1991. Dóttir Sigríðar er Ingibjörg María Guð- brandsdóttir, f. 30.5. 1970. Útför Björns Ásgeirs verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykja- vík í dag og hefst athöfnin klukk- an 13.30. Jarðsett verður í Gufu- neskirkjugarði. Við fráfall ættingja eða vinar verður þeim sem eftir lifa ljóst að tómið sem þá myndast verður þaðan í frá einungis fyllt með hugsunum og minningum. En hvað ræður því hvaða minningar lifna og hvaða hugsanir verða ofan á þegar tómið er fyllt? Í tæpa hálfa öld hef ég, mágkona Björns Á. Guðjónssonar, vitað af honum í önn hversdagsins og deilt með honum ótal hátíða- stundum, en þar naut hann sín einkar vel. Hann sagði sögur á sinn svo mjög persónulega hátt. Hann ræddi tæpitungulaust um stjórnmál sem einbeittur vinstri maður. Hann beitti sinni víðkunnu kímnigáfu hve- nær sem var og gat verið stríðinn. Hann ögraði með spurningum sín- um sem oft var erfitt að svara og komu manni í bobba. Gagnrýninn var hann þegar umræðan snerist um tónlist. Hann var gleðimaður og smekkmaður, sjálfur alla tíð „pjatt- aður“. Hann var af gamla skólanum og fannst að karlmenn ættu ekki að vera með svuntu, önnum kafnir við húsverk. Hann skildi ekki þörf sumra kynbræðra sinna fyrir að að vera sífellt að smíða og lakka, hann sá ekki að þess þyrfti með, það var hægt að gera svo margt skemmti- legra. Það var aldrei nein lognmolla yfir þessum manni. Hann náði mjög vel til barna og kom það m.a. fram í starfi hans sem stjórnanda Skóla- hljómsveitar Kópavogs. Minnist ég þess að hans eigin börn fundu til af- brýðisemi gagnvart börnunum og unglingum í hljómsveitinni, fannst allt snúast um þau. Börnin hans og barnabörnin voru þó með honum í hljómsveitarstarfinu, einkum Jónas sonur hans og átti það eftir að móta hans líf og störf. Björn reyndi að gera mig, sem ungling, glögga á tón- list með því að bjóða mér með sér margoft á sinfóníutónleika og óperu- söng í Þjóðleikhúsinu þar sem hann lék með hljómsveitinni. Hann var afalegur við börnin mín og þau minnast hans með hlýju. Hann sýndi mér og fjölskyldu minni alla tíð að- eins sínar bestu hliðar. Gagnkvæm vinátta og virðing ríkti milli okkar svo lengi sem við þekktumst og fyrir það er ég þakklát á kveðjustund. Björn Ásgeir Guðjónsson var maður 20. aldar: kreppa, stríðsár, lýðveldisstofnun, herstöð, þorska- stríð og kalt stríð ásamt vesturbæ Reykjavíkur mótuðu líf hans og við- horf að ógleymdri tónlistinni, Kaup- mannahafnarárunum við tónlistar- nám og fjölskyldu hans. Hann fæddist á Bráðræðisholtinu í Páls- húsum við Lágholtsveg, vestast í vesturbæ Reykjavíkur. Anna móðir hans var eitt þeirra barna sem urðu heimilislaus eftir jarðskjálftana miklu á Suðurlandi 1896, þá eins árs að aldri. Foreldrar hennar bjuggu í Flóanum en þar féll eða skemmdist fjöldi bæjarhúsa og svo var um heimili Önnu. Björn Jónsson rit- stjóri Ísafoldar og síðar annar ráð- herra Íslands er kunnur fyrir þá að- stoð sem hann stóð fyrir til hjálpar börnunum sem illa urðu úti. Eftir skjálftana, sem voru að hausti, hafð- ist fólk við í skýlum gerðum úr hey- böggum, rúmábreiðum og öðru slíku. Í roki og stórrigningum dag- ana eftir skjálftana leið öllum illa, ekki síst börnunum. Björn lét flytja börnin sem við bágust kjör bjuggu til Reykjavíkur og kom þeim fyrir á heimilum þar. Sum þeirra fóru þó aldrei aftur austur eins og þó var ráðgert, meðal þeirra var Anna, sem lét skíra elsta son sinn Björn til minningar um velgjörðarmann sinn, Björn Jónsson ritstjóra og ráðherra. Tónlistinni hefur Björn sennilega kynnst fyrst hjá föður sínum Guð- jóni Þórðarsyni sem um tíma var formaður Lúðrasveitar Reykjavík- ur. Björn hóf tónlistarnám sitt hjá þeim Alberti Klahn, Karli Runólfs- syni og Wilhelm Lansky Otto í Reykjavík. Hjá Jóni Þórarinssyni við Tónlistarskólann í Reykjavík stundaði hann nám á árunum 1947– 49 og síðan við Det Kongelige Danske Musik Konservatorium í Kaupmannahöfn á árunum 1949–53, þar sem aðalkennari hans var Kurt Pedersen. Björn var trompetleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1953– 60, trompetleikari við Stora Teatren í Gautaborg 1960–61, og aftur við Sinfóníuhljómsveit Íslands 1961–67. Hann var stofnandi Skólahljóm- sveitar Kópavogs 1967 og fyrsti stjórnandi hennar 1967–95. Björn var kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík 1957–59. Hann lék með lúðrasveitinni Svani 1941–43. Með Lúðrasveit Reykjavíkur lék hann á árunum 1943–71 og var formaður hennar 1963–66. Hann var varafor- maður Félags íslenskra hljóðfæra- leikara 1960. Hann var stjórnandi Lúðrasveitar verkalýðsins 1964 og stjórnandi Hornaflokks Kópavogs frá stofnun hans 1977. Björn var fé- lagi í Det Danske Trompeter Laug, hann var heiðursfélagi Lúðrasveitar Vestmannaeyja og Havnarhornor- kestur í Færeyjum. Hann var valinn heiðurslistamaður Kópavogs 1988. Fyrir u.þ.b. 30 árum fór að bera á sjúkdómi þeim sem smátt og smátt svipti Björn starfsorku og loks lífs- orku. Mörg ár tók að að greina sjúk- dóminn og loks árið 1982 var hann staðfestur sem mýlisskaði – MS- sjúkdómur – langvinnur, oftast hægfara sjúkdómur í miðtaugakerfi. Árið 1997 flutti Björn í hjúkrunar- heimilið Skógarbæ. Það var erfið ákvörðun bæði fyrir hann og Ingi- björgu konu hans en auðvitað reyndu veikindi hans mjög á hennar heilsu og þrek. Björn var þá 68 ára og tvö ár liðin frá því hann hætti störfum sem stjórnandi Skólahljóm- sveitar Kópavogs. Fáeinum dögum eftir að Björn fluttist í Skógarbæ, lést sonur hans, Jónas, af slysförum og árin sem þá fóru í hönd og Björn átti ólifuð voru honum og nánustu aðstandendum oft mjög erfið, eink- um Ingibjörgu konu hans og Önnu Þóru dóttur hans. Síðustu vikur lífs hans voru aðeins stríð. Þær mæðgur stóðu vaktina á vígvellinum að degi sem nóttu, börðust fyrir hann með öllum þeim vopnum sem þeim voru tiltæk en urðu að gefast upp. Ég sendi þeim og allri fjölskyldu Björns Ásgeirs Guðjónssonar samúðar- kveðjur. Guðný Jónasdóttir. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir, sem ferðalag þetta þrá, en þó eru margir, sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða. (Tómas Guðmundsson.) Þessi orð Tómasar finnast mér eiga sérlega vel við þegar ég kveð föður minn, Björn Á. Guðjónsson, sem lést að kveldi 23. júní sl. eftir löng og erfið veikindi. Ég er fegin að við mamma vorum hjá honum þegar hann lagði upp í það ferðalag sem bíður víst okkar allra. Pabbi var einstakur maður, skemmtilegur með beittan og svart- an húmor sem alls ekki allir skildu, en það fannst honum ekki vandamál, hann sagði þá bara: „Ég þoli ekki húmorslaust fólk!“ Hann var gleði- maður mikill og var eitt af hans áhugamálum veisluhöld. Hann naut sín vel í fallegum fötum og ekki skemmdi fyrir ef þau voru eftir fræga tískuhönnuði. Pabbi gat sagt ótrúlegar sögur af sér og sínum og minnist ég afmæla minna og sona minna þar sem pabbi hafði orðið og allir löðuðust að honum og veltust um af hlátri. Hann var barngóður og bar hag stráka minna fyrir brjósti. Ekkert var of fínt fyrir þá og var hann tilbúinn að gefa þeim allt. Minningar um pabba hafa leitað á hugann síðustu vikur og mér finnst ég hafa endurlifað svo mörg atvik allt frá því í æsku. Pabbi átti erfitt með að neita mér um nokkurn hlut og sagði alltaf já, sama hvaða vit- leysa mér datt í hug. Það verða skrítin jól, áramót og aðrir hátíð- isdagar þar sem pabbi verður ekki með okkur. Oft leið honum ekki vel föstum í hjólastól en hann reyndi að bera sig vel, en oft var það uppgef- inn og þreyttur maður sem kvaddi. Ég kveð pabba með söknuði en veit að hans kvölum er nú lokið og efast ég ekki um að nú hafa hann og Jonni bróðir, sem hann saknaði mik- ið, hist og eru farnir að smala saman í lúðrasveit og þar verða æfðir flottir marzar. Góða ferð pabbi minn, þín dóttir, Anna Þóra. Ég vill minnast tengdaföður míns sem kvaddi þennan heim 23. júní sl. Ég minnist hans sem mikils gleði- gjafa sem hafði gaman af að gleðjast með fjölskyldu sinni og vinum, hann var ávallt hrókur alls fagnaðar og naut þess að segja sögur af sjálfum sér. Það var mér ótrúleg hvatning að eiga Björn og Ingibjörgu að þegar ég og Anna dóttir þeirra fórum út í rekstur á fyrirtæki okkar fyrir um 8 árum. Björn vildi allt til leggja og hringdi hann oftast nokkrum sinn- um á dag til að fylgjast með hvað hefði selst þann daginn. Ég naut þess að finna hvað honum þótti óendanlega vænt um strákana okk- ar, og kallaði hann þá alltaf sínu bestu vini. Björn var nautnaseggur, naut lífsins að því marki sem hann gat en ekki er algengt að fólk sem hefur misst heilsuna svo ungt láti ekki bugast. Hann velti sér ekki upp úr örlögum sínum heldur reyndi að sjá það spaugilega við lífið. Gaman var að hafa hann í mat, hann kunni að meta góð vín og vindla. Það verð- ur skrítið að hafa hann ekki um jól, þar skipaði hann stóran sess hjá fjölskyldunni. Hann vildi koma snemma á aðfangadag, fá að fylgjast með strákunum koma úr jólabaðinu og fara í jólafötin og það var skilyrði að til væri viskí til að skála í fyrir matinn. Ég þakka Birni fyrir hvað hann tók mér opnum örmum og gerði drauma mína að veruleika. Ég kveð Björn tengdaföður minn og votta Ingibjörgu og allri fjöl- skyldunni samúð. Gylfi Björnsson. Við kveðjum elsku afa. Hann var alltaf svo góður við okkur, hann stríddi okkur oft og spurði hvort við ættum kærustur. Hann lánaði okkur hjólastólinn sinn og leyfði okkur að rússa um allt, hann fór í kappakstur við okkur í garðinum, og hann var hjá okkur á jólum og öllum hátíðum. En nú er hann farinn. Það verður skrítið að eiga ekki afa. Mamma hefur sagt okkur að ef afi hefði átt eina ósk þá hefði hann viljað keyra með okkur um allan bæ, kaupa ís og njóta lífs- ins. Við söknum afa en vonum að hon- um líði vel, hann var skemmtilegur, góður og okkur þótti mjög vænt um hann. Bestu vinir afa, Georg og Hinrik. Ég vill minnast afa míns Björns Guðjónssonar með örfáum orðum. Hann átti stóran sess í mínu lífi og minnist ég allra þeirra stunda sem við áttum saman þó sérstaklega þegar ég var yngri. Við eyddum miklum tíma við horfa á vídeó og voru þá dönsku myndirnar um Ol- sen-bandet í miklu uppáhaldi. Við gátum horft á þær aftur og aftur og alltaf hlegið jafnmikið. Svo þegar ég varð eldri kenndi hann mér á tromp- et. Svo ég á honum að þakka það sem er mér hvað kærast, það er tón- listaráhugann. Mér fannst alltaf aðdáunarvert hversu hress hann var þrátt fyrir veikindi sín og hvernig hann bar hag minn alltaf fyrir brjósti sér. Ég vona að honum líði vel núna og kveð hann hér með vísu sem Linda, hjúkrunar- kona á Skógarbæ, orti til hans og lýsir honum ótrúlega vel. Björn minn þú ert prýðismaður, stundum fúll en oftast glaður. Finnst þér mjöður mikið góður betri en nokkurt mannafóður. Kveðja, Björn Leó. Kveðja frá Skólahljómsveit Kópavogs Í dag kveðjum við hinsta sinni Björn Guðjónsson, sem með elju og krafti stofnaði Skólahljómsveit Kópavogs fyrir hartnær 40 árum og gerði hana að stórveldi á skömmum tíma. Hans mikla brautryðjanda- starf verður seint að fullu metið að verðleikum og þeir eru ófáir sem gengu í gegn um skóla tónlistarupp- eldis hjá Birni í Skólahljómsveitinni. Seint mun ég gleyma óttabland- inni virðingu minni þegar ég tíu ára gamall bar mig upp við hann í söng- stofu Kársnesskóla og óskaði eftir inngöngu í hljómsveitina. Ég komst reyndar aldrei svo langt að segja til um það á hvaða hljóðfæri ég vildi læra, honum þótti kannski óþarfi að ég hefði einhverja skoðun á því. Svo þegar maður var byrjaður að læra varð ekki aftur snúið. Björn hafði sérstakt lag á að hrífa okkur krakk- ana með sér í margháttuð verkefni á þann hátt að samhliða því að gera miklar kröfur og hafa aga á hópnum var hann jafnframt félagi okkar og vinur. Hann fór með okkur í margar tónleikaferðir til útlanda, gerði tvær hljómplötur og sá til þess að hljóm- sveitin kom víða fram á þessum ár- um. Það var gæfa mín að vera þátt- takandi í hljómsveitinni og heiður að fá að taka við af Birni þegar hann lét af störfum. Eftir áralanga baráttu við erfiðan sjúkdóm er Björn nú horfinn á vit feðra sinna en skilur eftir sig góðar minningar og merk störf í þágu tón- listaruppeldis á Íslandi. Við sem störfum hjá Skólahljómsveitinni í dag munum gera okkar besta til að halda uppi merki hans og viðhalda því starfi sem hann lagði grunninn að. Fyrir hönd Skólahljómsveitar Kópavogs sendi ég Ingibjörgu, Önnu Þóru og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Össur Geirsson. Fregnir af fráfalli Bjössa komu mér ekki á óvart. Um árabil hafði Bjössi barist við erfiðan sjúkdóm sem að lokum dró hann til dauða. Síðustu vikurnar voru honum og nánustu aðstandendum erfiðar. Við Bjössi áttum margar sam- verustundir einkum á mínum bernskuárum. Um langt árabil var Bjössi stjórnandi Skólahljómsveitar Kópavogs. Spilaði hljómsveitin í mörg ár fyrir leiki og í hálfleik á leikjum íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu og öðrum stórleikjum í knattspyrnu sem fram fóru á Laug- ardalsvellinum. Alltaf bauð Bjössi mér með á völlinn og þar fékk ég að berja stjörnurnar augum, nánast frá hliðarlínu. Ekki ónýtt fyrir ungan patta með mikinn knattspyrnu- áhuga. Þá horfðum við Bjössi saman á ófáar vídeómyndir á þáverandi heimili hans og Diddu á Reynimeln- um. Var ég sendur út í sjoppu til að leigja spólu og kaupa góðgæti með. Þegar bílprófsaldri var náð var Bjössi óspar að bjóða mér bílinn sinn svo ég gæti farið á rúntinn og sinnt mínum erindum. Kom það sér eðlilega afskaplega vel. Þó svo að samverustundum okkar BJÖRN Á. GUÐJÓNSSON Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960 Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.