Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 29
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 29 Bjössa hafi fækkað hin síðari ár hitt- umst við reglulega í fjölskylduboð- um á jólum og um áramót, í afmæl- um og á öðrum mannamótum. Síðast hitti ég Bjössa í fjölskyldu- boði síðastliðin jól. Var Bjössi þá sem fyrr glaður að sjá mig og var það gagnkvæmt. Góðleg stríðni hans og húmor voru einnig á sínum stað. Elsku Didda, Anna, barnabörn og aðrir ættingjar, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Jónas Þór Jónasson (Nonni). Bjössi frændi er dáinn. Andlát hans bar ekki skjótt að en þrátt fyr- ir það skilur fráfallið eftir sig stórt skarð í okkar litlu fjölskyldu. Bjössi var að mörgu leyti eins og afi okkar systkinanna. Didda (Ingi- björg) passaði upp á að hann sýndi okkur sínar bestu hliðar og vildi ekki að við sæjum að hann ætti til neina skapvonsku. Hann átti alla tíð gott með að umgangast börn og veitti þeim alltaf sérstaka athygli. Hann var óspar á stríðni í samskipt- um sínum við fólk og komst þannig inn fyrir skelina á ólíklegasta fólki. Stríðnin var þó aldrei á kostnað ann- arra, heldur leið til að nálgast fólk og opna fyrir frekari samskipti. Bjössi var bóhem í sér. Hann var mikill áhugamaður um menningu og listir en sjálfur lifði hann og hrærð- ist í tónlistinni. Eitt sinn sagði hann mér að ef mig langaði að verða lista- maður þá ætti ég að byrja á því að snúa jakkanum mínum við og ganga í honum öfugum. Bjössi tók lífinu ekki of hátíðlega og mislíkaði honum einhver var það yfirleitt ef sá hinn sami tók sjálfan sig of alvarlega. Hann var mikill smekkmaður, hvort sem var á fatnað, vín, tóbak eða kvenfólk. Síðast sá ég Bjössa í maí síðast- liðnum og var hann þá upp á sitt besta. Didda átti afmæli þennan dag og sat uppi í rúmi hjá honum og við borðuðum afmælistertu. Það fór svo vel á með þeim hjónum að þau minntu mig sem snöggvast á ást- fangna unglinga. Mikið er ég fegin að hafa heimsótt Bjössa þennan dag. Ég votta Diddu, Önnu Þóru og öðrum aðstandendum samúð mína. Valgerður Jónasdóttir. Þarna standa þeir saman á mynd- inni, gömlu vinirnir, glerfínir báðir og hlæja hvor við öðrum og ljós- myndaranum. Þeir eru ánægðir með sig og hvor með annan eins og alltaf. Ef að líkum lætur hljóma lúðrar í nánd, og það er fagurt blásið, svo- leiðis. Það er rétt eins og með mynd- inni lifni gömul gleði mitt í sorg og söknuði. Þeir voru vinir, Björn Ásgeir Guðjónsson og Jón Múli Árnason, og ég var svo heppin að verða part- ur af vináttunni og börnin okkar Jóns Múla líka. Vináttan var ekki af leiðinlegri sort því þetta voru skemmtilegir strákar. Þeir voru gallharðir kommúnistar og her- stöðvaandstæðingar báðir tveir, líka gleðimenn, lúðrasveitagaurar, sem lifðu og hrærðust í Bandaríkja-Afr- íkudjassi og kunnu jafnvel taktinn í klassískum fínheitum, á dansgólfi og skrúðgöngu eins og í kröfugöngum og andófsstappi en hvorugur hafði meirapróf á buddu. Þeir höfðu gam- an af sögum sínum og annarra, mest sínum eigin, held ég. Við hin nutum góðs af og urðum öll ein eyru þegar þeir sögðu frá af list. Hann Bjössi er kominn, var oft sagt, og það var fögnuður í röddinni því dírígentinn var aufúsugestur. Stundum var flaska með í för eða fyrir á borði, og glösin voru fyllt og tæmd og það var gaman. Hann hafði frá mörgu að segja; Danmerkurdög- um, dejlige Danmark, félögum í Det danske trompeterlaug og löndum í Kaupmannahöfn, listamönnum héð- an og þaðan, sjimpansasveitinni, sem var ekkert verri en þeir sjálfir í Sinfóníunni, mörgu skrítnu og skemmtilegu. Hann tók sjálfan sig mátulega alvarlega en tónlistin var honum alltaf alvörumál. Það var eins og við náþekktum krakkana hans í Skólahljómsveit Kópavogs, sem var hans hjartabarn. Um þau varð honum tíðrætt, og einn góðan veðurdag var hún Solla litla komin í fagurgræna og hvíta gallann blásaranna ungu bara af því þeim Bjössa þótti svo vænt hvoru um annað og henni þótti búningurinn svo fallegur. Robert Storm Petersen var í uppáhaldi hjá þeim félögum báðum svo Bjössi gladdi Jón með uppfinningabókum snillingsins og skrifaði á titilblöð: Góði fyrirgefðu! Sjálf áttum við Bjössi okkar eigið uppáhald, signa grásleppu, og fyrir kom, að hann hringdi þegar grá- sleppulöngunin greip hann. Þær máltíðir urðu okkur báðum einkar ánægjulegar með háróma fuss og svei grásleppuhataranna á heimilinu í viðbit. Þegar við Jón settumst með vin- um að veisluborði Bjössa og Ingi- bjargar var hvorki ástæða til að fussa né sveia, það var nú eitthvað annað, og okkur varð starsýnt á mynd á vegg, snilldarportrett Svav- ars Guðnasonar af húsbóndanum, vini sínum, í æskublóma. Æskuslóð- ir og frændgarður Björns á Varma- læk í Borgarfirði voru honum undur kær, og þangað bauð hann okkur með sér á þeirra fund þegar hann heimsótti okkur í Munaðarnes. Hon- um var innilega fagnað og okkur vinum hans líka, jafnt börnum og fullorðnum. Sjálfum var honum æv- inlega fagnað þegar hann kom til okkar á sumarslóðir því hann hafði jafnan húmor og gleði í för með sér. Litlu telpunum, sonardætrum mín- um, Sollu og vinkonum hennar bauð hann í prívatbíltúr í kræsingar í Bif- röst, svo góður þótti honum fé- lagsskapurinn. Birnu réð hann far- arstjóra blásarasveitarinnar á fornar Færeyjaslóðir hennar. Fólkið hans varð okkur kært, hann varð foreldrum mínum vinur og við Anna, móðir hans, urðum vinkonur í síma. Síminn varð þeim Jóni samgöngu- tæki meðan báðum entist símaþrek, nú voru sögurnar góðu sagðar í síma, bæði gaman og alvara. Vinátta þeirra var þeim báðum, og okkur, sem þótti vænst um þá, mikils virði. Það var Jónsmessunótt, töfra- nóttin mikla, þegar hann dó. Sjálfur var hann töframaður og það er töfr- um líkast að hafa þekkt hann. Um engan mann vandalausan hefur mér þótt vænna en Björn Guðjónsson. Að honum látnum er huggun að minningunni um það sem einu sinni var. Ragnheiður Ásta Pétursdóttir. Björn Guðjónsson fæddist inn í Lúðrasveit Reykjavíkur. Faðir hans, Guðjón Þórðarson, var lúðra- sveitarmaður af lífi og sál og lengi formaður LR. Bjössi var í ferming- arfötunum þegar hann gekk til liðs við LR., var þar félagi til 1971 og um skeið formaður. Kynni okkar Björns hófust í Tón- listarskólanum á árunum 1947–49. Hann var skemmtilegur nemandi, fjörmikill og glaðbeittur strákur, fljótur til svars og komst oft vel að orði. Síðan lauk hann fullnaðarnámi í trompetleik í Kaupmannahöfn, og lék eftir það með Sinfóníuhljóm- sveitinni að mestu óslitið frá 1953 til 1967. Þá tókst hann á hendur að koma á fót skólahljómsveit í Kópavogi. Í þessu starfi nýttust kostir hans til fullnustu, nám hans og löng reynsla, brennandi áhugi og atorka slík, að á fáum árum varð Skólahljómsveit Kópavogs ein allraglæsilegasta skólahljómsveit landsins, mjög eft- irsótt við hverskyns hátíðahöld, og heimabæ sínum og stjórnanda ætíð til hins mesta sóma. Þetta þökkuðu Kópavogsbúar með því að velja Björn heiðurslistamann bæjarins 1988. Það var hörmulegt að horfa upp á hvernig sá illvígi sjúkdómur sem nú hefur dregið Björn til dauða gerði honum ókleift, meðan hann var enn á góðum aldri, að sinna þessu ósk- astarfi sínu og gerði hann að lokum ósjálfbjarga að mestu. Áhuginn lifði þó og allt fram undir hið síðasta var Björn tíður gestur á sinfóníutónleik- um í hjólastól og í fylgd Ingibjargar Jónasdóttur, konu sinnar. Ég kann ekki þau orð sem við gætu átt um þann kross sem hún hefur borið síð- ustu árin. Læt því nægja að senda henni og fjölskyldunni innilegar vin- ar- og samúðarkveðjur okkar Sig- urjónu Jakobsdóttur. Jón Þórarinsson. Við bræðurnir höfum allir verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast Birni Guðjónssyni og byrja okkar tónlistarnám undir hans handleiðslu í Skólahljómsveit Kópa- vogs. Við viljum gjarnan rifja upp lítið brot frá árunum 1977 til 1989 þegar við bræðurnir störfuðum með hljómsveitinni. Á fyrstu árunum sem Björn stjórnaði Skólahljómsveit Kópavogs var starf sem þetta lítt þekkt hér á landi en það kom fljótlega í ljós að það skilaði miklum árangri. Það er hvorki einfalt né sjálfsagt mál að koma saman stórum hópi af börnum og unglingum, kenna þeim á hljóðfæri og æfa þau saman svo að allt hljómi rétt og vel. Það að fá að ganga til liðs við Skólahljómsveit Kópavogs var mikil upphefð og ver- an þar mótaði auðvitað viðhorf og þroska fólks bæði til tónlistarinnar og tilverunnar. Það sést kannski best á því hve margir af þeim sem þar höfðu viðkomu eru ennþá starf- andi að tónlist sem hljóðfæraleik- arar, tónlistarkennarar eða í störf- um tengdum tónlist. Björn var líka stoltur af þeim nemendum sínum sem héldu áfram tólistariðkun eftir veru sína í Skóla- hljómsveitinni og var gjarnan óspar á að hvetja yngri nemendur með því að segja sögur af eldri nemendum sem að voru búnir að spila með Sin- fóníuhljómsveit Íslands eða jafnvel stofna sínar eigin hljómsveitir. Það sem skipti máli fyrir Björn var að nemendur hans héldu áfram að starfa í tónlist, hvort sem það var á þau hljóðfæri sem þeir höfðu byrjað að læra á í Skólahljómsveitinni eða önnur. Það var og er ekki fyrir alla að vera í Skólahlómsveit Kópavogs þar sem dagskráin gat verið æði ströng. Til dæmis 17. júní, en þá varð hljóm- sveitin að vera mætt í „kjallarann“ kl. 8 að morgni til að geta spilað fyr- ir vistmenn Kópavogshælis kl. 9 sem tvímælalaust voru með þakklát- ari áheyrendum og alltaf víst að þau gleðibros voru alveg gegnheil og ósvikin. Launin voru svo djús og kex eftir að hafa spilað þarna að morgni dags. Síðan tók við skrúðganga eftir hádegið og skemmtidagskrá þar sem Björn fékk landsfræga stór- söngvara til liðs við hljómsveitina. Í framhaldi af því var jafnvel dans- leikjahald að kvöldi þar sem með- limir Skólahljómsveitarinnar mynd- uðu danshljómsveit og er því augljóst að þetta var því með lengri „vinnudögum“ hjá hljómsveitinni og er enn í dag. Umsjón með dagskrá 17. júní var auðvitað einn liður í fjáröflun fyrir þær fjölmörgu utanlandsferðir sem farið var í með hljómsveitina. Þær ferðir eru algerlega ógleymanlegar fyrir þá sem tóku þátt í öllu því um- stangi sem því fylgir að ferðast með stóran hóp af krökkum og tvöfaldan farangur. Auk þess að kenna á hljóðfæri og stjórna hljómsveitinni þurfti meira að koma til og Björn vissi nákvæmlega hvað gat gert starfið eftirsóknarvert og spenn- andi. Hann hafði góð sambönd er- lendis sem hann nýtti óspart í þágu sveitarinnar og lagði mikla vinnu í að útvega styrki til vinabæjaheim- sókna á Norðurlöndunum og víðar. Það er alveg ómetanlegt að hafa fengið tækifæri til þess að taka þátt í þessu starfi og öðlast reynslu í því að koma fram og spila fyrir fjölda manns og ferðast bæði innanlands og erlendis. Þetta er reynsla sem hlýtur að teljast gott veganesti út í lífið og hefur tvímælalaust gert okk- ur gott og verið okkur bræðrunum góður skóli. Björn var einstaklega orðheppinn maður og hafði mjög góða kímni- gáfu sem átti reyndar ekki upp á pallborðið hjá öllum þó að við bræð- urnir og fleiri í hljómsveitinni kynn- um vel að meta hana. Húmornum hélt Björn alla tíð þrátt fyrir að þurfa að glíma við erfiðan sjúkdóm í langan tíma. Það er því útilokað annað en að minnast á nokkur af þeim atvikum þar sem Björn lét gamminn geisa og það gjarnan tengt hljómsveitinni en hér á eftir fylgja nokkur góð dæmi þess: Þegar auðheyrt var á hljómsveitinni að meirihlutinn hafði ekki æft sig heima sagði Björn gjarnan: „Þið getið svindlað á prófi í skólanum en ekki hérna hjá mér, ég heyri það strax ef að þið hafið ekki æft ykkur heima.“ Þegar einhver spilaði vitlausa nótu í tíma átti hann til að taka af sér gleraugun og benda innan á glerið og segja: „Kennarinn minn hann gat grátið svo að það komu tár innan á gleraugun hans, ég vildi að ég gæti það núna.“ Í einni af fjölmörgum ferðum hljómsveitarinnar á erlenda grund gerðist eftirfarandi: Hljómsveitin hafði lokið leik sínum í Norræna húsinu í Finnlandi með laginu „Á Sprengisandi“. Forstöðumaður Norræna hússins kom hlaupandi inn í rútuna þegar hljómsveitin var að fara, til að þakka fyrir tónleikana, og segir: „Jeg elsker ríðum ríðum“ og Björn svarar að bragði: „Það ger- um við nú öll“ og allir í rútunni lágu í krampahlátri en Finninn botnaði ekki neitt í neinu. Við viljum votta fjölskyldu Björns, vinum hans og vandamönn- um okkar dýpstu samúð og um leið þakka fyrir þann tíma sem að við fengum að njóta með Birni Guðjóns- syni. Jón, Eggert og Þorgils Björgvinssynir. Stundum er sagt að sá völlur sem menn hasla sér í lífinu sé nokkuð fyrirsjáanlegur vegna áhugamála foreldranna. Eiginlega að mönnum sé ákveðið starf í blóð borið. Faðir Björn Guðjónssonar, Guðjón Þórð- arson, var skósmiður að atvinnu, en hafði brennandi áhuga á tónlist. Hann helgaði Lúðrasveit Reykja- víkur krafta sína í öllum frístundum og var formaður hennar í samtals átján ár. Eplið féll ekki fjarri eikinni í þetta sinn, því Björn hóf ungur að leika með sveitinni, hóf tónlistarnám í sömu svifum og var tónlistarmaður að atvinnu alla starfsævi. Jónas son- ur Björns, trompetleikari, kom einn- ig til liðs við sveitina, og var varafor- maður hennar er hann lést sviplega langt fyrir aldur fram og var öllum harmdauði. Lúðrasveit Reykjavíkur naut sannarlega þess hlýhugar í hennar garð sem Björn nam í föðurhúsum. Hann lék með sveitinni frá unga- aldri þar til að hann fór utan til náms og strax er hann kom heim, allt fram undir 1970. Björn vildi ávallt veg Lúðrasveitar Reykjavíkur sem mestan, og hve stórhuga hann var kom best í ljós meðan hann var formaður hennar 1963–1967. Hann vildi að reisn væri yfir þessari elstu lúðrasveit landsins, og það tókst honum, þótt eflaust hefði hann af stórhug sínum viljað sjá hlut hennar enn stærri. Hann efldi sveitina mjög, bryddaði upp á mörgum nýj- ungum og réðst í stór verkefni, svo sem fyrstu utanlandsför íslenskrar lúðrasveitar, til Færeyja 1964. Sú ferð var fjármögnuð á ævintýraleg- an hátt með kabarettsýningu, svo sem lesa má um í Þjóðsögum Jóns Múla Árnasonar. Þá reyndist hann einnig öflugur talsmaður lúðrasveit- arhreyfingarinnar gagnvart ráða- mönnum, og gerði þeim grein fyrir uppeldislegu mikilvægi hennar. Leiðir okkar Björns lágu saman upp úr miðjum sjötta áratug er ég var nemandi hans. Kennsla var þá aukastarf Björns og fór að nokkru fram á heimili hans eins og þá tíðk- aðist, en einnig í Hljómskálanum, því fagra húsi sem reykvískir áhugamenn í tónlist reistu fyrir eig- in reikning um 1920. Mér fannst Björn góður kennari, eins og sann- aðist síðar á starfsævi hans, er kennsla og starf með unglingum varð aðalstarf hans, með árangri sem vakti athygli og aðdáun. Auk þess var hann bráðskemmtilegur. Sá eiginleiki var reyndar það snar þáttur í fari Björns, hvar sem hann fór, að menn þurftu að vera ein- stakir drumbar til þess að láta sér leiðast í návist hans. Sumum kann þó að hafa sviðið undan glettni Björns, sem stundum gat verið nokkuð grá. En þeir sem best þekktu hann vissu að undir kald- hæðni bjó hlýtt þel. Ósnortinn mátti hann ekkert aumt sjá. Ég hygg að ég mæli fyrir munn allra félaga í Lúðrasveit Reykjavík- ur, einkum þeirra sem léku með Birni, er ég þakka honum störf hans í þágu okkar. Hans góðu eiginkonu, Ingibjörgu Jónasdóttur, og aðstand- endum öllum votta ég samúð mína og Guðrúnar konu minnar. Sverrir Sveinsson. Ástkær fósturmóðir mín, amma og systir okkar, ÞÓRA KOLBEINSDÓTTIR, Sólheimum 23, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 10. júní, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 4. júlí kl. 15. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á KFUM- KFUK eða Kristniboðssambandið. Ingibjörg Helga Júlíusdóttir, Ólafur Helgi Samúelsson, Elín Jónsdóttir, Þóra Guðrún Samúelsdóttir, Stefán Jónsson, Kolbrún Gyða Samúelsdóttir, Don Hodge, Samúel Jón Samúelsson, Súsanna Sæbergsdóttir, Ingibjörg Kolbeinsdóttir, Sigursteinn Hersveinsson, Ívar Kolbeinsson og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞRÁINN ÞORVALDSSON, Oddakoti, Austur-Landeyjum, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn 27. júní. Útförin fer fram frá Voðmúlastaðakapellu laugardaginn 12. júlí kl. 14.00. Kristín Sigurðardóttir, Á. Bjarki Þráinsson, Heiðrún F. Grétarsdóttir, Katrín Ó. Þráinsdóttir, Þórir Erlingsson, Helena S. Þráinsdóttir, Einar Sigurðsson, S. Hjörtur Guðjónsson, Sólveig J. Guðmundsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.