Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 31
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 31 Gönguferð í Öskjuhlíðina Stuðn- ingshópur um krabbamein í blöðru- hálskirtli efnir til gönguferðar í Öskjuhlíðina í dag, miðvikudaginn 2. júlí, ef veður leyfir. Gönguferðin kem- ur í staðinn fyrir hefðbundinn rabb- fund. Gengið verður frá húsi Krabba- meinsfélagsins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík, kl. 17. Séð verður fyrir akstri fyrir þá sem treysta sér ekki til að ganga. Nýtt afl efnir til almenns fundar um málefni varnarliðsins í Ölveri í Glæisbæ kl. 17.30 í dag, miðvikudag- inn 2. júlí. Framsögumenn eru Þor- valdur Gylfason prófessor og Jónas Antonsson háskólanemi. Fundarefnið er brottför varnarliðsins. Hver er varnarþörfin? Þarf að koma upp her eða heimavarnarliði? Á að semja við NATO um að Íslendingar haldi við varnarviðbúnaði og hafi hér lágmarks varnar- og öryggisviðbúnað? Hvað kostar brottför varnarliðsins o.fl. All- ir velkomnir á fundinn. Í DAG SAMFYLKINGIN í Reykjavík hef- ur sett á laggirnar hverfafélag í Breiðholti. Tilgangur félagsins er m.a. að vera vettvangur fyrir um- ræðu og ályktanir um málefni hverf- isins. Á næstunni mun félagið leita eftir samráði við önnur samtök og stofnanir í hverfinu um ýmis mál. Jafnframt mun félagið leitast við að vera tengiliður á milli íbúa og borg- aryfirvalda í Breiðholti fyrir hönd Samfylkingarfélags Reykjavíkur sem er aðili að Reykjavíkurlistan- um. Í stjórn félagsins voru kjörin: Stefán Jóhann Stefánsson formaður, Hörður Stefánsson ritari og með- stjórnendur eru þau Lilja Guð- mundsdóttir, Magnús Már Guð- mundsson og Jóhanna Eyjólfsdóttir. Hverfafélag Samfylkingar í Breiðholti SKÓLAHLJÓMSVEIT Akraness hélt nýverið utan og spilaði á Ís- lendingahátíð í Kaupmannahöfn í Danmörku og stórri tónlistarhátíð í Gautaborg í Svíþjóð. Hljómsveitin tók þátt í keppni í sínum þyngd- arflokki og stóð sig vel og lenti í 2. sæti, með 87 stig af 100 mögulegum og voru dómarar mjög hrifnir af hljómsveitinni, segir í frétta- tilkynningu. Ferðin gekk í alla staði mjög vel. Stjórnandi hljómsveit- arinnar er Heiðrún Hámund- ardóttir. Skólahljómsveit Akraness í 2. sæti PÓST- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að fresta gildistöku númera- flutnings í farsímanetum sem til stóð að kæmi til framkvæmda 1. júlí nk. Notendur heimilissíma hafa síðan í lok árs 2000 getað flutt númer á milli þjónustuveitenda og til stendur að innleiða þennan möguleika í far- símaþjónustu. Og Vodafone hefur beðið um þessa frestun þar sem mikil vinna á sér stað innan félagsins við að sameina GSM-símstöðvar og reikningakerfi félagsins vegna samruna Íslands- síma, Tals og Halló. Þessar breyt- ingar eru forsenda þess að vinna við númeraflutning geti haldið áfram innan félagsins. Ákvörðunar um nýja dagsetningu er að vænta fyrir lok ársins. Fresta gildistöku númera- flutnings í farsímanetum Póst- og fjarskiptastofnun DILBERT mbl.is ATVINNA mbl.is w w w .d es ig n. is © 20 02 - IT M 90 47 V. Fellsmúla • S. 588 7332 Opi›: Mán. - föst. 9-18, Laugardaga 10-14 Ba›innréttingar Græn vi›aráfer› Breidd 130 sm Kirsuberja fulning Breidd 120 sm Græn vi›aráfer› Breidd 90 sm Kirsuberja fulning Breidd 90 sm Hvít fulning Breidd 90 sm Mahóní fulning Breidd 80 sm Ávalur ölur Breidd 90 • Takmarka›ur fjöldi Dúndur sumartilbo› Uppgefnar breiddir mi›ast vi› ne›ri skápa, ekki heildarbreidd. Allar innréttingar til afgrei›slu af lager • 30-50% afsláttur af völdum innréttingum 2 3 4 5 6 71

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.