Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ENN ein systirin kveður nú heima- slóðir mínar, Stykkishólm. Systir Lovísa hefur verið kvödd heim til Belgíu eftir búsetu í Stykkishólmi frá 1969. Ég leyfi mér að fullyrða að engin ein persóna hafi haft meiri áhrif á uppvaxandi kynslóðir Hólm- ara yngri en 45 ára en þessi ein- staka kona sem helgað hefur Kristi líf sitt allt. Hún var yfirmaður barnaheimilisins og sunnudagaskól- ans í fjölmörg ár og einnig sum- arskólans. Vegna leiðbeininga systur Lovísu geta Hólmarar nú státað af dug- miklu listafólki sem hlaut hvatningu frá þessari þróttmiklu konu til skapandi verka. Ég er einn nema systur Lovísu og get nú litið til baka á starfsferil minn sem blóma- skreytingamaður með þökk og auð- mýkt til hennar og annarra nunna í klaustri heilags Frans af Assisi í Stykkishólmi. Systir Lovísa hefur lagt metnað sinn í að muna eftir öll- um sem á barnaheimilinu hafa dval- ið og þekkja þá aftur þótt áratug- irnir hafi liðið. Minni hennar geymir nöfnin og andlitin sem skipta núorðið örugglega þúsund- um. Þrátt fyrir að ég hafi búið í bæði Osló og Reykjavík ræktuðum við samband okkar og það brást ekki að um hver jól beið mín jólakort eða gjöf frá henni og systur Petru. Eftir að ég flutti heim frá Osló 1995 hef ég hitt hana mun oftar og aldrei hef ég komið í Hólminn án þess að eiga með henni stund í spjalli eða kaffi upp á spítala. Mér finnst mikil eftirsjá að þessari stórkostlegu konu og veit að heimsóknir okkar Villa verða nú mun fátækari við brotthvarf hennar frá Stykkishólmi. Ég bið góðan Guð um að blessa æviár systur Lovísu í Belgíu og veit að það er með trega sem hún sjálf kveður nú heimabæ sinn, Stykk- ishólm. Hafðu þökk fyrir allt og allt. GUÐMUNDUR AÐALSTEINN ÞORVARÐARSON, Grettisgötu 6, Reykjavík. Kveðja og þökk til systur Lovísu Frá Guðmundi Aðalsteini Þorvarðarsyni: Systir Lovísa ásamt ungum Hólmurum. Morgunblaðið/Einar Falur Steypusögun Vegg- og gólfsögun Múrbrot Vikursögun Malbikssögun Kjarnaborun Loftræsi- og lagnagöt Hreinlæti og snyrtimennska í umgengni BT-sögun Sími 567 7544 Gsm 892 7544

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.