Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 33
HUNDASÝNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 33 FIÐRILDAHUNDURINN Rackarns Qutty Sark, í eigu Kristínar Höllu Sveinbjarnardóttur, þótti bera af þeim rúmlega 300 hundum sem sýndir voru. Í öðru sæti varð Enskur springer spaniel og Yorkshire terr- ier í því þriðja. Besti öldungur sýn- ingarinnar var valinn Cavalier king Charles spaniel og Boxer hafði sig- ur sem besti ræktunarhópurinn. Það var mikið fjör í reiðhöll Gusts í Kópavoginum alveg frá miðjum degi á föstudag fram á sunnudags- eftirmiðdag. Venjulega hafa sýn- ingar sem þessi verið tveggja daga en nú var brugðið út af vananum og sýningin stóð í þrjá daga. Föstudag- urinn var notaðar til að sýna hvolpa og þar kepptu 62 hvolpar af 19 mis- munandi tegundum, en alls voru tegundirnar sem sýndar voru að þessu sinni 45 og þar af var Írskur úlfhundur sýndur í fyrsta sinn hér á landi. Ungir sýnendur kepptu einn- ig á föstudaginn en á laugardag og sunnudag sýndu eigendur fjórum erlendum dómurum hunda sína. Eins og gengur og gerist gekk á ýmsu, sumir voru ekki sáttir við dóma þá sem hundarnir fengu, aðrir í skýjunum – en þannig er það alltaf og verður alltaf. Eins og Luis Pinto Teixeira, dómari frá Portúgal, orð- aði það: „Við erum mannlegir og getum gert mistök og ef einhver er ekki ánægður þá getur hann bara sagt að við höfum gert mistök!“ Teixeira var hér á landi í fyrsta sinn og var mjög ánægður með það sem hann sá á hundasýningunni og hefur hann þó séð þær margar því hann dæmir á um 30 hundasýn- ingum utan heimalands síns á hverju ári og hann hefur dæmt hunda í tæpa þrjá áratugi. „Ég veit að Ísland er eyja og það er erfitt að flytja hunda á milli landa. En að vera með um 300 hunda sýningu í landi þar sem búa tæplega 300 þús- und manns er auðvitað ekkert nema stórkostlegt. Ég var mjög hrifinn, öll aðstaða til fyrirmyndar og ætli sé ekki hægt að segja að yfir heild- ina þá hafi þetta verið meðalgóð sýning, en ég sá hins vegar marga mjög góða hunda. Hundarnir sem voru í úrslitum hérna voru frábærir og gætu unnið á hvaða hundasýn- ingu sem er í heiminum,“ sagði Teixeira. Hann sagðist hafa sérstaka ánægju af því að dæma íslenska fjárhundinn. „Ég hef dæmt íslenska fjárhundinn erlendis en aldrei feng- ið svona marga í einu, það var rosa- lega gaman. Þeir voru 22 í dag og gagnlegt fyrir mig að fá tækifæri til að dæma hundinn í heimalandi sínu.“ Spurður um uppáhaldshundinn sinn sagði hann ekki eiga sér neinn sérstakan. „Ég er hrifinn af stórum hundum og litlum hundum og ég vil hafa þá með sterk skapgerð- areinkenni og ákveðna.“ Gæti ekki átt ljótan hund Frank Kane frá Englandi, sem hefur líka mikinn áhuga á hestum og ætlaði að skreppa í reiðtúr áður en hann héldi heim á leið, tók í sama streng. „Ég er hrifinn af flestum fal- legum hundum. Ég gæti ekki átt ljótan hund!“ Hann var sammála Teixeira um gæði sýningarinnar. „Það er greini- lega mikið af góðum hundum hér á landi og það kom mér nokkuð á óvart. Það sem skilur þessa sýningu ef til vill frá mörgum sýningum er- lendis – fyrir utan umfangið auðvit- að – er að það vantar nokkuð upp á hvernig hundarnir eru sýndir. Sum- ir virtust ekki vita hvernig á að sýna hunda en svo voru líka margir sem sýndu mjög vel.“ Þeir voru sammála um að dóm- arastarfið væri skemmtilegt, en vandasamt. „Við reynum að vera hlutlægir og byrjum á að dæma hundana út frá þeim stöðlum sem gefnir eru út um viðkomandi teg- und. Því nær stöðlunum sem hund- urinn er því betri. Síðan er það mis- munandi hversu alvarleg frávikin eru – sumum finnst eitthvað alvar- legt og hundurinn er dreginn niður í einkunn fyrir það á meðan næsta dómara finnst sama atriði ekki veigamikið. Þess vegna eru ekki alltaf sömu sigurvegarar á sýn- ingum – þetta veltur alltaf á hug- lægu mati dómarans,“ segja þeir. Dómararnir þurfa að þekkja flest allar tegundir og fyrir leikmann virðist erfitt að sjá muninn á tveim- ur glæsilegum hundum. „Kvöldið fyrir sýningar erum við eins og skólastrákar að lesa fyrir próf. Sumar tegundir þekkir maður út í gegn en aðrar þekkir maður ekki eins vel og þá verður að læra það al- mennilega áður en komið er í hring- inn,“ segja þeir. Jenny Miller frá Englandi var að dæma í fjórða sinn hér á landi, kom fyrst fyrir tólf árum. „Það hafa orð- ið miklar framfarir hér síðan ég kom fyrst. Sýningarnar eru glæsi- legar, hundarnir betri og sýnendum hefur líka farið fram þannig að þeir sýna hundana betur en áður þó svo það megi alltaf gera betur,“ segir hún. Hún dæmdi hjá ungum sýnendum og var ánægð með yngri flokkinn. „Þeir bestu í yngri flokknum voru sérlega áhugaverðir og sýndu hunda sína mjög vel. Aðrir voru ekki eins góðir, en allir gerðu sitt besta. Efstu fimm í eldri hópnum voru frábær, en hópurinn sem heild olli mér nokkrum vonbrigðum. Þetta eru krakkar sem hafa flest keppt áður og eiga að vita hvernig þetta fer fram,“ sagði Miller sem sjálf á 25 hunda, af ýmsum tegundum. Kristín Halla Sveinbjarnardóttir með Rackarns Qutty Sark, besta hund sýningar, og Luis Pinto Teixeira, dómari frá Portúgal. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Boxer-fjölskyldan – besti ræktunarhópur sýningarinnar. Bjarkeyjar-ræktun Ingu Bjarkar Gunnarsdóttur. Fiðrildahundur þótti bera af Hin árlega sumarsýning Hundaræktarfélags Íslands var haldin í reiðhöll Gusts í Kópavogi um helgina. Þar sýndu hundaeigendur ríflega 300 hunda af 45 mismunandi tegundum. Fjórir erlendir dómarar komu til landsins vegna sýningarinnar auk þess sem nokkrir erlendir ræktendur lögðu leið sína í Kópavoginn til að fylgjast með árangri ræktunar sinnar hér á landi. Skúli Unnar Sveinsson fylgdist með sýningunni og ræddi við dómarana sem allir voru sammála um að hún hefði farið vel fram og að þeir hefðu séð marga hunda hér á landi sem stæðust samanburð við hunda hvar sem er í heiminum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Glæsilegur öldungur. Sperringgårdens Christian Collard, sem er af teg- undinni Cavalier King Charles Spaniel, var valinn besti öldungurinn, eig- andi og sýnandi María Tómasdóttir. Morgunblaðið/ Jón Svavarsson Það er gott að hvíla sig aðeins áður en farið er í hringinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.