Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 34
DAGBÓK 34 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Vilnyus, Ophelia, far- þegaskipið Maxim Gorkiy, Brúarfoss, Mánafoss, farþega- skipið Paloma I og Dettifoss. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag eru væntanleg Rán HF og Fornax. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Skrif- stofan er lokuð í júlí og ágúst. Sími formanns er 892 0215. Mannamót Aflagrandi. Versl- unarferð í dag kl. 20. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og opin handa- vinnustofa, kl. 13–16.30 opin smíða- og handa- vinnustofa. Keila í Mjódd kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10– 10.30 bankinn, kl. 13– 16.30 bridge/vist. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9 aðstoð við böðun, hárgreiðslu- stofan opin, kl. 13.30 söngstund, kl. 14.30 bankaþjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9 silkimálun, kl. 13–16 körfugerð, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 11– 11.30 leikfimi, kl. kl. 13.30 bankaþjónusta. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16 op- in vinnustofa, kl. 9–12 hárgreiðsla, kl. 9–16.30 fótaaðgerð. Félagsstarfið Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 hár- greiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara Kópavogi. Skrifstofan er lokuð frá og með 30. júní til 6. ágúst. Við- vera í Gjábakka fellur niður á sama tíma. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Í dag: Glerlist kl. 13, pílukast kl. 13.30. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Lokað vegna sumarleyfa frá 30. júní til 12. ágúst. Félag eldri borgara Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. S. 588 2111. Föstudaginn 4. júlí dagsferð: Rangárvellir – Hraunteigur – Oddi. Komið að Odda, í Sögu- setrið á Hvolsvelli, að Þingskálum ofl. Súpa og brauð á Hvolsvelli. leiðsögn Pálína Jóns- dóttir. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 13 félagsvist, kl. 17 bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið frá kl. 9–17, handavinnustofan opin frá kl. 13–16. Hraunbær 105. Kl. 9 opin handavinnustofa, kl. 9 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 10 pútt, kl. 11 banki, kl. 13 bridge. Miðvikudaginn 9. júlí verður farið í Þjórs- árdal og að Háafossi og Gjánni. Stoppað verður í Árnesi og þar fáum við okkur súpu, brauð og kaffisopa. Skráning á skrifstofu í síma 587 2888. Hvassaleiti 58–60. Kl. 10.30 ganga. Fótaað- gerðir og hársnyrting. Norðurbrún 1. Vinnu- stofa lokuð vegna sum- arfría. kl. 9–16 fótaað- gerð, kl. 13–13.30 banki, kl. 14 félagsvist. Vesturgata 7. Kl. 8.25– 10.30 sund, kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 12.15– 14.30 verslunarferð í Bónus, kl. 13–14 mynd- bandssýning. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 10 morg- unstund, fótaaðgerð, kl. 12.30 verslunarferð. Minningarkort Minningarspjöld Kristniboðssambands- ins fást á skrifstofunni, Holtavegi 28 (hús KFUM&K gegnt Langholtsskóla) sími 588 8899. Minningarkort Graf- arvogskirkju. Minningarkort Graf- arvogskirkju eru til sölu í kirkjunni í sím- um 587 9070 eða 587 9080. Einnig er hægt að nálgast kortin í Kirkjuhúsinu, Lauga- vegi 31, Reykjavík. Líknarsjóður Dóm- kirkjunnar. Minning- arspjöld seld hjá kirkjuverði. Minningarkort Stóra- Laugardalssóknar, Tálknafirði, til styrktar kirkjubyggingarsjóði nýrrar kirkju í Tálkna- firði eru afgreidd í síma 456 2700. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafn- arfirði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blóma- búðinni Burkna. Minningarkort Hjarta- verndar, fást á eft- irtöldum stöðum á Reykjanesi: Kópavogs Apótek. Lyfja, Set- bergi. Sparisjóðurinn, Strandgata 8–10. Í dag er miðvikudagur 2. júlí, 183. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Allt sem faðirinn gefur mér, mun koma til mín, og þann sem kemur til mín, mun ég alls eigi brott reka. (Jóh. 6,37.)     Fréttavefurinn Tunga.issegir menntamála- ráðuneytið telja að ekk- ert mæli gegn því að Rík- isútvarpið nýti sér nýja tækni til miðlunar frétta og afþreyingarefnis. Það halli á samkeppnisstöðu einkarekinna vefmiðla og því verði vefurinn ekki uppfærður frekar.     Íslensk stjórnvöld hafameð bréfi mennta- málaráðuneytisins ákveð- ið að veita Ríkisútvarp- inu heimild til eyðslu allra þeirra fjármuna sem stofnunin kýs til að byggja upp vef sinn ruv.- is,“ segir í yfirlýsingu á Tunga.is. „Ríkisútvarpið hefur jafnframt heimild íslensku ríkisstjórn- arinnar til að leggja und- ir sig íslenska net- auglýsingamarkaðinn. Reyndar stendur ekkert um Internetið í lögum þeim sem gilda um Rík- isútvarpið. Samkeppnis- staða örfyrirtækja eins og Tunga.is á íslenskum fjölmiðlamarkaði er eng- in. Markmiðið að efla miðlun íslensks efnis, meðal annars Internet- sjónvarps/útvarpsefnis, munu ekki nást. Jafn- framt verður útilokað að sinna fréttaskýringum með þeim hætti sem von- ir höfðu staðið til.     Tunga.is hyggst ekkikeppa við ótakmark- aðan ríkisstyrktan frétta- vef ruv.is. Uppsagnir fréttamanna Stöðvar 2 hinn 27. júní 2003 lýsa kannski að einhverju leyti því erfiða rekstr- arumhverfi sem fjöl- miðlar á íslensku búa við. Breytingar á hinni ágætu útvarpsstöð Útvarp Saga frá töluðu máli í tónlist ættu einnig að vekja áhugamenn um lýðræð- islega umræðu til um- hugsunar,“ segir á vefn- um.     Þar kemur fram aðrekstrarútgjöld Rík- isútvarpsins án afskrifta jukust um 3% á síðasta ári. Ef gert er ráð fyrir slíkri aukningu næstu 10 árin verða heildarrekstr- arútgjöldin 35.588 millj- ónir eða rúmir 35 millj- arðar að meðtöldum afskriftum. „Ef gert er ráð fyrir því að umfang alls ruv.is vefsins sé 5% af heildarstarfsemi rík- isfjölmiðilsins og umfang fréttavefsins væri 2,5% heildarstarfseminnar þá, eins og áður sagði, eyðir Ríkisútvarpið á næstu 10 árum 889,7 milljónum í fréttavef sinn þar af koma 250,7 milljónir frá auglýsingatekjum en 639,4 milljónir fást með afnotagjöldum. Vitaskuld gæti Ríkisútvarpið eytt lægri fjárhæðum í vef sinn en einnig mun hærri.“ Þá segir Tunga.is úti- lokað fyrir nýtt íslenskt fjölmiðlafyrirtæki að hasla sér völl á Inter- netinu með ríkisrisa sem geti eytt 500 milljónum, 1.000 milljónum eða 1.500 milljónum í frétta- vef sinn á næstu tíu árum. STAKSTEINAR Ríkisrisi á veraldarvefnum Víkverji skrifar... ÍLEYNDARDÓMUM Snæfellsjök-uls eftir Jules Verne er talað um Búðir sem „smáborg á fögrum stað við ströndina“. Þar er ferðamönn- unum veittur næturgreiði áður en þeir hefja atrennuna að jöklinum og finna opið að miðju jarðar. Enn býðst ferðamönnum næturgreiði að Hótel Búðum, sem var opnað á ný í vor, og varla hægt að hugsa sér betri næt- urstað. Þar myndast skarpar and- stæður í úfnu hrauni, grónum mosa, gullinni strönd og tignarlegum jökl- inum. Einnig er notalegt á tjaldstæð- inu á Arnarstapa. Stapa er lýst þann- ig af Verne: „Hér sáum við, hvernig náttúran getur byggt sínu bygging- arlagi eins og af manna höndum væri gert, svipast því að notaður hefði ver- ið hallamælir, sirkill og reglustika.“ Óneitanlega nýstárleg sýn á skap- arans verk. x x x NÓTTIN var erfið hjá Víkverja,því dóttir hans vaknaði með heiftarlega eyrnabólgu og öskraði af sársauka. Aldrei hefur Víkverji verið eins vanmáttugur og þá. Þar sem hann ýmist æddi um gólf eða sat hálf- volandi af samúð á rúmbríkinni með litluna. Hún hafði verið á biðlista hjá eyrnalækninum í tvær vikur. Á með- an komst eyrnabólgan á alvarlegt stig. Og litla stelpan öskraði af sárs- auka. Þetta er engum bjóðandi – bið- listar. Heilbrigðiskerfi biðlista er ávísun á þjáningar. x x x ÁBERANDI auglýsingar Og Voda-fone á þjóðhátíðardaginn 17. júní vöktu athygli og umræður. Séra Hjálmari Jónssyni dómkirkjupresti var gengið um prestakallið og sá hann að nokkur umskipti höfðu orðið á ytri umbúnaði hátíðarhaldanna: Hátíð gleður farsælt Frón, fáni vor er dýrleg sjón. Kveður nú við nýjan tón, nefnilega Vodafone. x x x HJÁLMAR Freysteinsson hafði áorði að hann hefði gerst róm- antískur í kvöldblíðunni: Flugurnar suða í sælutón í sólskini baða sig álftahjón við hafflötinn slétta, já himneskt er þetta veður – í boði Og Vodafone. Morgunblaðið/Pétur Blöndal Vinkonur og ósvífinn hundur við Grafarósinn í Breiðuvík á Snæfellsnesi. Kannast þú við myndirnar? ÉG ER í sambandi við konu í Ameríku sem er að rann- saka ættir sínar. Hún á sömu langömmu og ég, sem gerðist landnemi í Kanada. Flestar myndir í eigu þess- arar langömmu okkar eyði- lögðust í bruna, en fáar fundust og langar mig til að spyrja hvort nokkur kann- ast við þessar myndir sem hér birtast. Nafn lang- ömmu minnar er Ingibjörg Laurína Norðfjörð Jóns- dóttir, kaupmanns í Reykjavík. Þuríður Guðjónsdóttir, sími 568 5990, netfang pallo@mi.is. Haldið köttunum inni ÉG ER svo sannarlega sammála Þóru, sem skrif- aði í Velvakanda, og telur ketti vera plágu. Þeir eru plága í görðum þar sem þeir róta upp plöntum og skíta í blómabeð og sand- kassa, fyrir utan að veiða fuglana. Kattaaðdáendur ættu að halda köttum sínum hjá sér, og lofa okkur hinum að vera í friði. H.B. Þakkir til RÚV ÉG ÞAKKA RÚV fyrir að senda út frá gullmóti í frjálsum íþróttum og frá- bærar lýsingar Samúels og félaga gera mikið. Það vantar þó margar greinar, einungis hluti af mótinu er sýndur. Úr þessu þarf að bæta því þetta er frábært mót. Vilhjálmur Sigurðsson. Ert þú aflögufær? ÉG VIL þakka fyrir góðar undirtektir í garð fólksins í Hátúni 10, 10a og 10b, sem fékk garn, föndur og spil að gjöf. Nú er þetta allt upp urið. Ef svo vildi til að einhver væri aflögufær um eitthvað meira; t.d. garn, spil fyrir fullorðna eða föndur, er allt sem berst þegið með þökk- um. Upplýsingar í síma 551 8727 eða 891 8727. Stella. Tapað/fundið Gleraugu fundust GLERAUGU fundust við Dalveg í Kópavogi rétt hjá gróðrarstöðinni 25. júní sl. Umgjörðin er svört og gyllt. Upplýsingar í síma 824 3698. Bækur gleymdust ÞAÐ gleymdust 4 bækur í 10–11 í Staðarbergi, Hafn- arfirði, fyrir um 2 mánuð- um. Þetta eru bækur um sögu Hafnarfjarðar og Hafnfirðinga. Eigandi get- ur vitjað þeirra í síma 555 3511. 10–11, Staðarbergi. Dýrahald Kettlingar fást gefins FJÓRIR kettlingar fást gefins, eru staðsettir í Garðabæ. Upplýsingar í síma 698 6402. Magnús. Ungur högni fannst UNGUR, ómerktur högni, grár og hvítur að lit, fannst í Fossvoginum 25. júní sl. Upplýsingar í síma 568 7406. Hefur þú séð óvenju- lega litan kött? TIGER Lily týndist hinn 26. júní frá Blásölum 9 í Kópavogi. Hún er ársgöm- ul og grönn, óvenjuleg á lit- inn, brúnbröndótt með gul- brúna bringu. Hún er með rauða ól með bjöllu og eyrnamerkt með tattú í hægra eyra. Ef einhver hefur séð hana, vinsamlega hringið í síma 867 5762. Fundarlaun. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 blotna, 4 beitir tönnum, 7 kvabbs, 8 blauðum, 9 handlegg, 11 listi, 13 skotts,14 móðir, 15 skjóla, 17 ófríð, 20 kveik- ur, 22 myrkur, 23 nið- urgangurinn, 24 út, 25 stólpi. LÓÐRÉTT 1 starfs, 2 gerir kaldara, 3 sleif, 4 brjóst, 5 munn- biti, 6 orðasenna, 10 hæsi, 12 tunna, 13 mann, 15 ól, 16 vanin, 18 marg- tyggja, 19 les, 20 reynd, 21 veisluréttur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1nafnbótin, 8 ennið, 9 illan, 10 inn, 11 numið, 13 nánar, 15 glans, 18 kasta, 21 ker, 22 látna, 23 alurt, 24 nauðstödd. Lóðrétt: 2 afnám, 3 níðið, 4 Óðinn, 5 iglan, 6 senn, 7 snær, 12 iðn, 14 ása, 15 gola, 16 aftra, 17 skarð, 18 kraft, 19 stund, 20 akta. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.