Morgunblaðið - 02.07.2003, Síða 35

Morgunblaðið - 02.07.2003, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 35 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Þú hefur öflugt ímyndunar- afl og veist upp á hár hverjar skyldur þínar eru. Þú hefur oft það hlutverk að hvetja aðra til dáða. Það gerir þú vel. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú finnur fyrir vináttu í garð allra sem á vegi þínum verða í dag. Það er kjörið að bregða sér út og gera eitthvað ánægjulegt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú munt njóta þess að versla fyrir heimilið eða fjölskyldu- meðlimi í dag. Hlutir sem tengjast tómstundum munu vera góð kaup. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þó að vinnan og fjármálin eigi hug þinn allan í dag finn- ur þú fyrir þörf til þess að bregða á leik. Nú er heppi- legt að ljúka samninga- viðræðum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú getur auðveldlega aukið tekjur þínar í ár. Spurningin er – hvernig? Í dag getur þú eflaust leyst úr þessu vanda- máli. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Himintunglin færa þér mikla gæfu í dag og það væri ekki úr vegi að bera fram ósk. Óskaðu eftir hverju því sem ætti að vera svarað játandi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Leyndarmál gætu verið af- hjúpuð fyrir þig í dag. Eitt- hvert leynimakk á sér stað. Samræður við vini eru því safaríkar og spennandi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Miklar tilfinningar í garð vin- ar gera vart við sig í dag. Þú gætir verið í aðstöðu til þess að rétta þessari persónu hjálparhönd. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert í góðri aðstöðu til þess að koma þér á framfæri í dag. Mikil virðing er borin fyrir þér hvar sem þú kemur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Umræður um framandi staði og ferðalög gætu vakið hjá þér löngun til þess að ferðast. Þér þykir það ánægjulegt að hverfa frá amstri hversdags- ins. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ef þú þarft að skipta eign eða ákveða hver ber ábyrgð á hverju í dag, gætir þú komið út í gróða. Ekki forðast um- ræður um þessi mál. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Einhver nákominn ber hag þinn fyrir brjósti í dag. Að sjálfsögðu hefur þú farið kæruleysislega með fé þitt undanfarið. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Í dag skalt þú stefna að því að skipuleggja þig. Á meðan þú gerir það væri ekki úr vegi að hreyfa sig lítið eitt. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Á CAFÉ Er blessuð litlu börnin fara að sofa, og borgin fyllist næturhúmi svörtu; er raunir lífsins lofa trúuð hjörtu og ljósið deyr í verkamannsins kofa, þá opnar kráin öllum sínar dyr. Ég geng þar inn sem gestur síðla nætur. Þar glóir vín á barmafullum skálum. Þar rífast menn á mörgum tungumálum um meyjar, sem að eiga snotra fætur, hvelfdan barm og brjóst sem melónur. Ég sit og horfi á fólk, sem fer og kemur, á fólk, sem þráir líf og glaðar stundir, á fólk, sem hlær, þótt biturt blæði undir; sé bikar dauðans hylltan öðru fremur og ástina, sem aldrei hefur fæðzt. – – – Vilhjálmur frá Skáholti LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 2 júlí, verður sextug Ólafía Helga Stígsdóttir, Kothúsvegi 10 í Garði. Hún og eiginmaður hennar, Garðar Stein- þórsson, taka á móti vinum og ættingjum í samkomu- húsinu Garði milli kl. 16 og 20 sunnudaginn 6. júlí. Bandaríkjamennirnir sig- ursælu, Erik Rodwell og Jeff Meckstroth, bættu bik- ar í veglegt safn sitt á laug- ardaginn þegar þeir tóku á móti fyrstu verðlaunum fyr- ir opnu tvímenningskeppn- ina í Menton. Alls tóku 338 pör þátt í mótinu og þar af fjögur íslensk. Jón Baldurs- son og Þorlákur Jónsson stóðu sig best íslensku par- anna, en þeir náðu inn í 52 para úrslit og enduðu í 43. sæti. Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♠ K965 ♥ G10732 ♦ 64 ♣K8 Vestur Austur ♠ 743 ♠ ÁDG8 ♥ KD6 ♥ Á954 ♦ K93 ♦ G752 ♣9752 ♣6 Suður ♠ 102 ♥ 8 ♦ ÁD108 ♣ÁDG1043 Spilið að ofan kom upp á fyrri stigum keppninnar. Meckstroth og Rodwell voru í NS og sá síðarnefndi varð sagnhafi í þremur laufum eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 1 hjarta 2 lauf 2 hjörtu 3 lauf Pass Pass Pass Vestur kom út með hjarta- kóng og skipti yfir í tromp í öðrum slag. Sem er góð vörn. Rodwell stakk upp kóng og svínaði tíguldrottn- ingu. Vestur fékk slaginn og trompaði aftur út, en valdi til þess fimmuna en ekki níuna. Sú ónákvæmni reyndist afdrifarík. Laufátta blinds hélt slagnum, og þá innkomu notaði Rodwell til að svína tígultíu. Síðan tók hann öll trompin: Norður ♠ K96 ♥ G10 ♦ – ♣– Vestur Austur ♠ 43 ♠ ÁD ♥ D6 ♥ 9 ♦ 9 ♦ G7 ♣– ♣– Suður ♠ 102 ♥ – ♦ Á8 ♣D Í þessari stöðu spilaði Rodwell laufdrottningu og henti spaða úr borði. Austur er í vanda staddur. Tígli má hann augljóslega ekki henda, og ekki heldur spaða, því þá má láta ásinn slá vind- högg. Hann kaus að henda hjarta, en Rodwell spilaði þá tígulás og tígli og fékk síð- asta slaginn á spaðakóng. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. g3 a6 7. Bg2 d6 8. 0-0 Bd7 9. He1 Be7 10. Rxc6 Bxc6 11. Dg4 h5 12. De2 h4 13. a4 hxg3 14. hxg3 Rf6 15. a5 Hc8 16. Be3 Kf8 17. Bb6 Db8 18. Ra4 Bb5 19. Dd2 Rd7 20. Be3 Bf6 21. c3 Re5 22. Rb6 Hd8 23. Bd4 Dc7 24. b3 Bc6 25. Had1 De7 26. c4 g5 27. Dc3 Rg4 28. Rd5 Bxd5 29. exd5 e5 30. Bb6 He8 31. c5 Kg7 32. Db4 Rh2 33. c6 g4 34. He4 Hh6 35. Hxg4+ Rxg4 36. Dxg4+ Hg6 37. De4 Bg5 38. Df5 bxc6 39. dxc6 e4 40. He1 He6 41. c7 e3 42. f4 Bf6 43. Bd5 Bc3 44. He2 Bd2 45. Hh2 Bc3 46. Hh7+ Kg8 Staðan kom upp á of- urmóti í Enghien-les-Bains sem lauk fyrir skömmu í Frakklandi. Michael Adams (2.723) hafði hvítt gegn Joel Lautier (2.666). 47. Hxf7! e2 47. ... Dxf7 var slæmt vegna 48. Bxe6 Dxe6 49. Dxe6+ Hxe6 50. c8=D+ Kf7 51. Dxc3. Eftir texta- leikinn varð svartur hins- vegar mát í næsta leik. 48. Dh7#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. HLUTAVELTA Morgunblaðið/Jón Stefánsson Þessar kjarnorkustúlkur á Blönduósi efndu til hlutaveltu á dögunum og öfluðu 2.150 kr. sem þær ætla að láta renna til krabbameinssjúkra barna. Stúlkurnar heita, talið frá vinstri: María Björg Ásmundsdóttir, Hanna Lísa Hafliða- dóttir, Sigurbjörg Ása Ásmundsdóttir, Hrefna Björg Ás- mundsdóttir og Sigurlaug Máney Hafliðadóttir. 70 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 2. júlí, er sjötug Ester Árna- dóttir, Holtagerði 52, Kópavogi. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í Borg- um, safnaðarheimili Kópa- vogskirkju, kl. 20. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8. Hug- leiðing, altarisganga, léttur morgunverður. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Súpa og brauð borið fram í Setrinu kl. 12. Brids í Setrinu kl. 13–16. Kvöldbænir kl. 18. Laugarneskirkja. Gönguhópurinn Sólar- megin leggur í hann kl. 10.30. Næstu vik- ur mun hópurinn leggja upp frá kirkjunni alla mið. og föst. kl. 10.30. Neskirkja. Fyrirbænamessa kl. 18. Prest- ur sr. Örn Bárður Jónsson. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eft- ir stundina. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni í síma 567 0110. Morgunblaðið/Jim SmartNeskirkja Safnaðarstarf Vídalínskirkja. Foreldramorgnar í safnað- arheimilinu Kirkjuhvoli kl. 10–12. Hitt- umst og spjöllum. Heitt á könnunni og djús fyrir börnin. Allir foreldrar velkomnir með eða án barna. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljós- broti Strandbergs. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10–12. Lágafellskirkja. AA-fundur kl. 20.30 í Lágafellskirkju. Unnið í 12 sporunum. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Lofgjörð, lestur orðsins, fróðleikur og samvera. Allt ungt fólk velkomið. Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20. Ræðumaður Jón- as Þórisson. Kaffiveitingar eftir samkom- una. Allir velkomnir. Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21. 75 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 2. júlí, er 75 ára Margrét H. Sigurðardóttir, viðskipta- fræðingur og fyrrv. for- maður Félags eldri borg- ara, Hörgshlíð 8, Reykjavík. Hún er að heim- an í dag. FRÉTTIR NÝLEGA var úthlutað úr styrkt- arsjóði Selmu og Kays Langvads við Háskóla Íslands og var styrkn- um að þessu sinni úthlutað til rekt- ors Kaupmannahafnarháskóla, Lindu Nielsen, og rektors Háskóla Íslands, Páls Skúlasonar. Markmið styrktarsjóðsins er að styrkja menningartengsl Íslands og Danmerkur. Höfuðstóll sjóðsins er nú 2,2 milljónir danskra króna, eða um 25 milljónir íslenskra króna. Reynt er að hrinda markmiðum sjóðsins í framkvæmd með því að bjóða sérfræðingum á hinum ýmsu sviðum að miðla upplýsingum á milli landanna um þróun þeirra mála sem þeir hafa látið til sín taka. Fyrsta styrkinn hlaut þáver- andi þjóðminjavörður, Kristján Eldjárn, síðar forseti Íslands. Styrknum hefur síðan þá verið út- hlutað 24 sinnum. Styrkinn hlaut síðast fyrrverandi forseti Hæsta- réttar Danmerkur, Niels Pontop- pidan. Selma Guðjohnsen fæddist á Húsavík þann 25. júní 1893 og var dóttir Þórðar Guðjohnsens kaup- manns og eiginkonu hans, Mariu Kirstenar Sveinbjörnsson. Árið 1903 fluttist fjölskyldan til Dan- merkur og heimili Guðjohnsens- fjölskyldunnar á Friðriksbergi varð brátt vinsælt aðsetur ungra Íslendinga sem leituðu sér fram- haldsmenntunar í Kaupmanna- höfn. Selma giftist árið 1923 Kay Langvad verkfræðingi. Hann fædd- ist í Kaupmannahöfn árið 1896 og var sonur Peters Petersen yf- irkennara. Þau eignuðust þrjá syni. Á árunum 1937–46 stjórnaði Kay Langvad starfsemi Höjgaar- d&Schultz á Íslandi og fjölskyldan bjó öll stríðsárin fimm í Reykjavík. Á þeim árum tengdist hún bæði hinni fjölmennu, íslensku fjöl- skyldu sinni sterkum böndum ásamt stjórnmála- og atvinnulífinu. Kay Langvad tókst síðar að tryggja fyrirtæki sínu E.Phil&Sön sterka stöðu á Íslandi á grundvelli reynslu sinnar frá stríðsárunum. Styrktarsjóðurinn var stofnaður við Háskóla Íslands árið 1964 í við- urkenningarskyni fyrir það mik- ilvæga hlutverk sem Ísland gegndi í lífi Kays Langvads og fjölskyldu hans. Úthlutað hefur verið úr styrktarsjóði Selmu og Kays Langvads Selma og Kay Langvad stofnuðu styrktarsjóðinn árið 1964 til að styrkja menningartengsl Íslands og Danmerkur. Rektorar Kaup- mannahafnarháskóla og HÍ fengu styrkinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.