Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 36
ÍÞRÓTTIR 36 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT BJÖRGVIN Sigurbergsson, kylf- ingur úr Keili, tekur nú þátt í móti við Stoke í Englandi en mótið er á áskorendamótaröðinni. Björgvin lék vel í gær og kom inn á fjórum höggum undir pari vallarins. Þessi árangur hans dugði í 5.-15. sæti eft- ir fyrsta hring en kapparnir leika aftur í dag. Í gær hitti Björgvin 10 brautir af 14 og 14 flatir af 18 og hann púttaði 29 sinnum. Hann fékk 6 fugla, tíu pör og tvo skolla. Landsliðið í 9. sæti Íslenska karlalandsliðið í golfi er í níunda sæti eftir fyrri dag högg- leiksins á Evrópumóti landsliða sem fram fer í Hollandi. Íslenska sveitin lék á 369 höggum en næstir fyrir ofan eru Svíar á 366 höggum og fyrir neðan eru Slóvenar á 371 höggi. Bestir í gær voru Írar á 349 höggum. Sigurpáll Geir Sveinsson lék best íslensku keppendanna í gær, kom inn á 72 höggum; nýlið- inn Sigmundur Másson var á 73 höggum og hinn nýliðinn, Heiðar Bragason, á 74 höggum. Magnús Lárusson og Örn Ævar Hjartarson léku báðir á 75 höggum en Har- aldur Heimisson náði sér ekki á strik í gær, lék á 83 höggum og taldi ekki. Haraldur lék meðal ann- ars fimmtu holuna, sem er par 5, á níu höggum og er örugglega ár og öld síðan hann hefur skifað svo háa tölu á skorkortið sitt. Björgvin lék á fjórum undir pari í Stoke ÞORMÓÐUR Egilsson og Þorsteinn Jónsson, sem báðir lögðu skóna á hilluna frægu í fyrra, mættu á æfingu hjá meistaraflokki KR í gær- kvöldi. Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, sagði að þeir væru alltaf velkomn- ir á æfingar en þetta hefði verið fyrsta æfing þeirra beggja í sumar. „Það er aldrei að vita hvað þeir gera og ég held að Þormóður sé til dæmis ekkert langt undan,“ sagði Willum en tók fram að fyrirliðinn fyrrverandi yrði ekki með KR í kvöld þegar liðið tekur á móti ung- mennaliði ÍA í bikarkeppninni. Willum sagði að allir leikmenn liðsins væru orðnir heilir heilsu en engu að síður yrði að fara varlega til að fá alla á fullt á nýjan leik. „Gamlir“ KR-ingar Grindvíkingar fögnuðu sigri áEyjamönnum í vítaspyrnu- keppni eftir bragðdaufan og marka- lausan leik í 16 liða úrslitum VISA-bik- arsins. Besta færi fyrri hálfleiks fékk Paul McShane þegar hann komst einn í gegnum vörn ÍBV, Birkir Kristinsson varði en boltinn fór aftur í McShane og stefndi í markið en Bjarnólfur Lárusson bjargaði á síðustu stundu. Fátt markvert gerðist í síðari hálf- leik en þó voru Eyjamenn ívið sterk- ari án þess þó að skapa sér góð færi. Það var svo vel dregið af mönnum í framlengingunni og munaði minnstu að Gunnar Heiðar Þorvaldsson tryggði Eyjamönnum sigur þegar hann komst einn í gegnum vörn Grindavíkur en Ólafur Gottskálks- son bjargaði með góðu úthlaupi. Það fór svo heldur um Grindvík- inga strax í upphafi vítaspyrnu- keppninnar þegar Ólafur Örn Bjarnason, vítaskytta þeirra, skaut langt yfir. Næstu spyrnur voru öruggar en Tryggvi Bjarnason, varnartröll Eyjamanna, skaut svo í stöng í þriðju spyrnu ÍBV og allt var orðið jafnt. Ólafur Gottskálksson var svo hetja Grindvíkinga þegar hann varði sjöttu vítaspyrnu Eyjamanna frá Bjarna Geir Viðarssyni. Það var greinilega þungu fargi af Bjarna Jóhannssyni, þjálfara Grind- víkinga, létt í leikslok. „Það var synd að það kæmu ekki mörk í þessum leik og að vinna í vítaspyrnukeppni er bara lukka, þetta gat lent hvorum megin sem var. Leikurinn var hníf- jafn og mikið um baráttu, reyndar var allt of mikið um kýlingar.“ Ólafur bjarg- vættur í Eyjum Sigursveinn Þórðarson skrifar Þetta er fjórða árið í röð sem KAog Fylkir mætast í bikarkeppn- inni, en þau léku m.a. til úrslita fyrir tveimur árum. Afturelding hefur aldrei náð eins langt í bikarkeppninni og í ár. Kjartan Másson tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið í gær og spáir í úrslit leikja í bikarkeppninni. KR - ÍA 23 „KR verður að fara að gera eitt- hvað. Innan KR-liðsins eru mörg lítil lið. Það er alveg á hreinu að ætli það sér að ná einhverjum árangri í sumar verða leikmenn að gjöra svo vel og fara að hugsa eins og eitt lið, annars verður þetta basl hjá þeim. Í leiknum í kvöld rúlla KR-ingar Skagamönn- unum ungu upp,“ segir Kjartan Más- son. Afturelding - Valur „Ég held að Afturelding nái ekki að koma á óvart í kvöld og Valur vinnur öruggan sigur. Valsmenn eru einfaldlega með betra lið.“ KA - Fylkir „Fylkir vinnur KA. Fylkismenn eiga eftir að gefa allt sem þeir eiga til þess að verja titil sinn. En þetta verð- ur hörkuleikur og ég býst við KA- mönnum vel stemmdum, þrátt fyrir að þeir hafi leikið mjög erfiðan leik í Evrópukeppni um síðastliðna helgi.“ Bikarmeist- ararnir kom- ast áfram Í KVÖLD lýkur 16 liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu með þremur leikjum. Bikarmeistarar Fylkis fara til Akureyrar og leika við KA á sama tíma; á Varmárvelli í Mosfellsbæ tekur Afturelding á móti Valsmönnum og loks fá KR-ingar lið Skagamanna skipað leik- mönnum 23 ára og yngri í heimsókn í Frostaskjólið. Færeyskur stuðningsmannahóp-ur ÍA sem lét vel í sér heyra, mark Stefáns Þórðarsonar Skaga- manns og liprir sprettir Magnúsar Þorsteinssonar Keflvíkings var það sem gladdi augu og eyru á Akranesi þegar ÍA og Kefla- vík léku í 16 liða úrslitum VISA- bikarkeppninnar í gærkvöld. Keflvíkingar voru ekki hógværir þegar þeir mættu til leiks þrátt fyr- ir að liðið væri í hlutverki „litla liðs- ins“ enda liðið í 1. deild. Leikmenn liðsins blésu til sóknar í upphafi leiksins og fengu bestu færi sín í leiknum á 12. og 13. mínútu þar sem Þórður Þórðarson, markvörður ÍA, bjargaði málunum á síðustu stundu eftir hornspyrnu Keflvík- inga og hinn fræga „darraðardans“ í vítateig Skagamanna. Boltinn féll ekki fyrir fætur Keflvíkinga að þessu sinni en rétt áður hafði Jónas Sævarsson skotið knettinum naum- lega framhjá marki. Það gerðist fátt markvert fram að marki Stefáns Þórðarsonar á 41. mínútu en markið kom eftir horn- spyrnu frá hægri og skallaði Stefán knöttinn í netið nánast frá marklínu við fjærstöng. Grétar Rafn Steinsson, ÍA, átti fínt skot á lokamínútu fyrri hálf- leiks en knötturinn fór rétt framhjá. Síðari hálfleikur fór rólega af stað en það voru Keflvíkingar sem gerðu sig líklega til þess að jafna á 67. mínútu er Þórður Þórðarson varði ágæta aukaspyrnu Stefáns Gíslasonar Keflvíkings. Augnabliki síðar var það Þórarinn Kristjánsson sem þrumaði að marki ÍA en hann hitti ekki markið. Hjörtur Hjartarson kom inn á sem varamaður í upphafi síðari hálfeiks og átti hann þátt í tveimur bestu færum Skagamanna í síðari hálfleik. Fyrst varði Ómar Jóhanns- son glæsilega þrumuskot frá Hirti á á 75. mínútu og skömmu síðar átti Hjörtur fína sendingu fyrir markið en Stefán Þórðarson og Julian Johnsson náðu ekki til knattarins. Pálmi Haraldsson, Julian Johns- son og miðverðirnir Reynir Leós- son og Gunnlaugur Jónsson voru bestu menn Skagamanna. Að auki var Þórður traustur í markinu. Keflvíkingar eru vel mannaðir og léttleikandi með Stefán Gíslason sem herforingja á miðjunni og þá Þórarin Kristjánsson og Magnús Þorsteinsson í framlínunni. Sá síðastnefndi átti fína spretti í gær og sýndi að það þarf að hafa vak- andi auga með hverri hreyfingu hans. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar Skalli Stefáns réð úrslitum KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikar karla, 16 liða úrslit: Þór - Víkingur R. ......................................0:2 - Daníel Hjaltason 56., 61. FH - Þróttur R...........................................2:1 Charles McCormic 12., - Jónas Grani Garðarsson 43., Tommy Nielsen 68. ÍA - Keflavík..............................................1:0 Stefán Þórðarson 41. Fram - Haukar ..........................................4:2 Guðmundur Steinarsson 57., Ómar Há- konarson 94., 116., Andri Fannar Ottósson 95. - Kristján Ómar Björnsson 90., Ómar Hákonarson 116. ÍBV - Grindavík ........................................0:0  Grindavík áfram, 5:4, í vítaspyrnukeppni. 3. deild karla, A-riðill: Víkingur Ó. - Skallagrímur ......................3:2 Staðan: Víkingur Ó 6 6 0 0 19:3 18 Skallagr. 6 4 0 2 18:10 12 Númi 6 3 2 1 19:15 11 BÍ 6 3 1 2 13:15 10 Bolungarvík 5 2 0 3 11:12 6 Grótta 7 1 2 4 10:12 5 Drangur 6 1 1 4 8:18 4 Deiglan 6 1 0 5 8:21 3 3. deild karla, D-riðill: Neisti D. - Höttur ......................................0:5 Staðan: Höttur 7 4 1 2 13:7 13 Fjarðabyggð 6 4 0 2 17:8 12 Neisti D. 6 3 1 2 7:10 10 Huginn 6 3 0 3 12:12 9 Einherji 5 2 0 3 7:10 6 Leiknir F. 6 1 0 5 6:15 3 1. deild kvenna, B-riðill: Staðan: Höttur - Leiknir F.....................................2:1 Höttur 6 5 0 1 20:5 15 Fjarðabyggð 6 5 0 1 20:8 15 Sindri 5 4 0 1 14:10 12 Tindastóll 3 2 0 1 13:3 6 Einherji 5 1 0 4 6:17 3 Leiftur/Dalvík 6 1 0 5 15:29 3 Leiknir F 5 0 0 5 3:19 0 Svíþjóð AIK - Örebro .............................................0:0 FRJÁLSÍÞRÓTTIR JJ-mót Ármanns, Laugardalsvelli: 3.000 m hlaup karla: Sigurbjörn Á. Arngrímsson, UMSS.8.53,25 Stefán Már Ágústsson, UMSS..........9.27,79 Sölvi Guðmundsson, Br.bliki ...........10.07,31 100 m hlaup karla: Andri Karlsson, Breiðabliki .................11,18 Albert Þór Magnússon, ÍR...................11,62 Óli Tómas Freysson, FH ......................11,67  Meðvindur í hlaupinu var 2,89 m/sek. 100 m hlaup kvenna: Silja Úlfarsdóttir, FH ...........................12,29 Þórunn Erlingsdóttir, Br.bliki .............12,48 Hildur K. Stefánsdóttir, ÍR..................12,71  Meðvindur í hlaupinu var 2,52 m/sek. 800 m hlaup kvenna: Árný Helgadóttir, Br.bliki.................2.24,72 Herdís Arnalds, Br.bliki ....................2.25,10 400 m hlaup karla: Björgvin Víkingsson, FH .....................51,08 Guðmundur Þorsteinsson,UMSB........52,35 Fannar Gíslason, FH ............................53,09 Hástökk kvenna: Íris Svavarsdóttir, FH............................1,60 Dagrún Þorsteinsdóttir, Árm ................1,55 Þóra Guðfinnsdóttir, ÍR..........................1,50 Spjótkast kvenna: Vigdís Guðjónsdóttir, HSK ..................49,46 Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni...............46,89 Þórunn Erlingsdóttir, Breiðabliki .......31,59 Langstökk karla: Kristinn Torfason, FH............................6,51 Fannar Gíslason, FH ..............................5,95 300 m grindahlaup sveina: Sigurður Helgason, FH........................47,78 Gísli Magnússon, Ármanni ...................49,82 300 m grindahlaup meyja: Þóra K. Pálsdóttir, ÍR...........................49,30 Þóra Guðfinnsdóttir, ÍR........................49,31 Arna B. Sveinsdóttir, HSÞ ...................50,56 KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikar karla, 16 liða úrslit: Varmárvöllur: Afturelding - Valur ......19.15 Akureyrarvöllur: KA - Fylkir ..............19.15 KR-völlur: KR - ÍA 23...........................19.15 3. deild karla: Seyðisfjarðarvöllur: Huginn - Leiknir F. 20 1. deild kvenna: Sandgerðisvöllur: RKV - Fjölnir ..............20 Í KVÖLD Rússi kaupir Chelsea RÚSSNESKUR viðskiptajöfur, Roman Abramovich, hefur keypt meirihlutann í enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. Ken Bates, stjórnarformaður félagsins, staðfesti söluna í gærkvöld og var hæstánægður. „Þetta eru frábærar fréttir fyrir aðdáendur Chelsea. Í nútímaknattspyrnu verða lið sem vilja keppa við þá bestu að hafa í digra sjóði að ganga. Ég hlakka mjög til að byrja að vinna með Abramovich.“ Roman Abramovich er aðeins 36 ára og hefur auðgast á oíuiðn- aðinum í Rússlandi. Kaupverð félagsins var ekki gefið upp en talið er að sá rússneski hafi greitt sem nemur sjö milljörðum íslenskra króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.