Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 37
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 37 AFP-fréttastofan greindi frá því í gær að ítalski knattspyrnumaðurinn Gianfranco Zola hefði ákveðið að leika með Cagliari á Sardiníu á næstu leiktíð en hinn 37 ára gamli Zola hefur verið á mála hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea í rúm- lega sex ár. Zola fékk tilboð frá Chelsea um samning til eins árs þar sem honum voru boðnar 148 millj- ónir ísl. kr. í árslaun en það eru helmingi lægri laun en hann hafði áður hjá félaginu. Þess má geta að Zola var markahæsti leikmaður Chelsea á sl. leiktíð með 16 mörk í 46 leikjum. Massimo Cellino, forseti Cagliari, sagði í sl. viku að hann væri bjartsýnn á að Zola myndi semja við Cagliari en hann lék 35 leiki með liðinu árið 1994 og skoraði þá sjö mörk. Zola í viðræð- um við Cagliari VÍKINGUR komst í 8-liða úrslitinmeð því að leggja Þór á Akur- eyri 2:0. Leikurinn var lítið fyrir aug- að en sigur Víkinga var fyllilega sann- gjarn. Þórsarar léku illa og voru aldrei lík- legir til að innbyrða fyrsta heimasigur sinn í sumar. Framan af leik bar fátt til tíðinda en gestirnir voru þó heldur spræk- ari. Smám saman hresstust heima- menn þó og fengu fyrsta færið sem eitthvað kvað að eftir liðlega hálf- tíma leik, þegar skot Péturs Krist- jánssonar hafnaði í innanverðri stönginni. Rétt á eftir komst Kári Árnason Víkingur einn fyrir vörn Þórs en Atli markvörður varði glæsilega. Snemma í seinni hálfleik náði Daníel Hjaltason forystunni fyrir Víkinga eftir hroðaleg varnarmistök Þórs- ara. Fimm mínútum síðar skoraði Daníel öðru sinni, eftir að hafa fengið stungusendingu inn fyrir vörnina. Þórsarar náðu sér aldrei á strik eftir þetta og leikur þeirra varð sífellt fálmkenndari og hugmynda- snauðari. Víkingar áttu því ekki í miklum erfiðleikum með að verja forskotið. Leikur þeirra var mun heilsteyptari og skipulagðari en heimamanna og þeir voru nær því að bæta við marki en Þór að minnka muninn. Daníel afgreiddi Þórsara með tveimur mörkum Valur Sæmundsson skrifar  BALDUR Aðalsteinsson lék ekki með ÍA í gær vegna meiðsla á hné. Baldur sagði að hann yrði ekki lengi frá keppni að þessu sinni og bjóst við að vera klár í slaginn í næsta leik liðsins á útivelli gegn Grindavík nk. mánudag.  CRAIG Bellamy, leikmaður New- castle og landsliðs Wales, var í gær ákærður fyrir kynþáttahatur. Kær- an er í þremur liðum og er Bellamy gefið að sök að hafa látið niðrandi orð falla um fólk af öðrum uppruna en sínum.  FORRÁÐAMENN franska liðsins Paris St. Germain krefjast 31 millj. punda, jafnvirði nærri fjögurra milj- arða króna, fyrir Brasilíumanninn Ronaldinho. Manchester United hefur áhuga á að klófesta Ronald- inho en líklegt er að verðið fæli ensku meistarana frá kaupunum.  ALEX Manninger, fyrrum mark- vörður Arsenal, hefur gengið til liðs við ítalska liðið Bologna.  JUVENTUS hefur fengið Stephen Appiah á láni frá Parma. Appiah, sem er 22 ára miðjumaður, var í láni hjá Brescia á seinasta tímabili. Juv- entus verður með forkaupsrétt á Ap- piah eftir næsta tímabil.  VENUS Williams og Kim Clijsters mætast í undanúrslitum á Wimbled- on mótinu í tennis, en þær höfðu báð- ar betur gegn andstæðingum sínum í gær. Williams sigraði Lindsay Dav- enport 6-2, 2-6, 6-1 og Clijsters vann Sylvia Farina Elia 5-7, 6-0, 6-1.  DAVID Bellion skrifaði í gær und- ir fjögurra ára samning við Man- chester United. Bellion er 20 ára gamall franskur sóknarmaður og lék með Sunderland á síðustu leiktíð. Bellion kostar United ekki neitt þar sem hann var ekki lengur með samn- ing hjá Sunderland. FÓLK DAVID Beckham var á dögunum seldur frá Manchester United til spænska liðsins Real Madrid. Í gær fór Beckham í ít- arlega læknisskoðun hjá Real Madrid þar sem hann fór í gegnum ýmsar æfingar í um fjórar klukkustundir samfleytt og var bein sjónvarpsútsending frá læknisskoð- uninni á sjónvarpsstöð Real Madrid. Einkarekin heilsugæslustöð greiddi Real Madrid jafnvirði 33 milljóna íslenskra króna fyrir auglýsingar sem birtust á meðan læknisskoðunin fór fram. Beck- ham verður kynntur til sögunnar með formlegum hætti hjá Real Madrid í dag og fer athöfnin fram á heimavelli körfu- knattleiksliðs Real Madrid sem tekur 5.000 áhorfendur og komast færri að en vilja. Nú velta menn því helst fyrir sér hvaða númer verði á keppnistreyju kapp- ans og hefur talan 8 oftast verið nefnd til sögunnar. Bein útsending frá lækninum JÓN Arnór Stefánsson, körfuknattleiksmaður, hitti lækni bandaríska NBA- körfuknattleiksliðsins Dall- as Mavericks í gær. Engin niðurstaða fékkst um meiðsli hans í þeirri heim- sókn og fer Jón Arnór í frekari skoðun í dag. „Læknirinn gerði nú ansi lítið í rauninni, potaði að- eins í hnéð á mér og beygði það dálítið og sagði svo að ég yrði að fara í frekari rannsókn. Ég fer í segulóm- skoðun í dag og þá ætti mál- ið að skýrast eitthvað - hvort ég get verið með eða ekki,“ sagði Jón Arnór í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Jón Arnór myndaður Leikurinn byrjaði mjög rólega ogfyrsta færi leiksins kom ekki fyrr en á 27. mínútu en þá var Ingv- ar Ólafsson nálægt því að koma heima- mönnum yfir. Jón Gunnar Gunnarsson var tvisvar sinnum nálægt því að skora fyrir gestina í fyrri hálfleik en skaut rétt framhjá í bæði skiptin. Framarar komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og komust yfir á 57. mínútu þegar Guðmundur Steinars- son skoraði eftir sendingu frá Kristjáni Brooks. Fjórum mínútum síðar átti Viðar Guðjónsson að skora fyrir Fram en hann lét Jör- und verja frá sér í upplögðu færi. Haukarnir tóku völdin á vellinum þegar um 25 mínútur voru til leiks- loka og jöfnuðu metin á 90. mínútu þegar Kristján Ómar Björnsson skoraði örugglega úr vítaspyrnu eftir að Ómar Hákonarson hafði brotið á Gunnari Sveinssyni. Framarar gerðu nánast út um leikinn á 94. mínútu og 95. mínútu þegar varamennirnir Ómar Há- konarson og Andri Fannar Ott- ósson skoruðu. Haukar gáfust ekki upp og minnkuðu muninn á 104. mínútu þegar Ómar Karl Sigurðs- son skoraði eftir að hafa komist framhjá Bjarna Hólm Aðalsteins- syni. Gunnar Sigurðsson, mark- vörður Fram, bjargaði sínum mönnum á 105. mínútu þegar hann varði mjög vel skot Ómars Karls. Ómar Hákonarson gerði út um leik- inn á 116. mínútu þegar hann skor- aði með góðu skoti. Ágúst Gylfason, fyrirliði Fram, hrósaði spila- mennsku Hauka eftir leikinn en sagði að það eina sem skipti máli væri að Fram væri komið áfram í bikarkeppninni. „Þetta var hörku- spennandi leikur og ekta bikarleik- ur. Við lékum ekki nægilega vel eft- ir að við komumst yfir en sýndum karakter og kláruðum leikinn,“ sagði Ágúst. Fram áfram FRAM slapp með skrekkinn gegn 1. deildarliði Hauka í 16-liða úr- slitum bikarkeppni karla í knattspyrnu í gær. Fram sigraði, 4:2, á Laugardalsvelli eftir að liðin höfðu leikið í 120 mínútur. Atli Sævarsson skrifar Ólafur Jóhannesson þjálfari FHvar sigurreifur í leikslok í Hafnarfirðinum í gær; „Ég er mjög ánægður með sigur- inn, það er frábært að vera kominn áfram í bikarnum. Þetta var erfið fæð- ing hjá okkur en hafðist sem betur fer að lokum. Nú er ég strax kominn með hugann við leikinn gegn Þrótti á laugardag í deildinni. Ég hef áhyggj- ur af því að það geti orðið erfitt að rífa upp mannskapinn fyrir þá við- ureign því það er hálffurðulegt að mæta sama liðinu tvisvar á stuttum tíma og það á sama vellinum.“ Þróttarar hófu leikinn betur og komust yfir á 12. mínútu leiksins með skondnu marki. Charlie McCor- mick, leikmaður Þróttar, tók auka- spyrnu rétt fyrir framan miðlínu á hægri kanti, og sendi knöttinn að marki FH. Fyrir framan markið var mikil þvaga, og boltinn sveif yfir hana og inn í mark FH. Eftir markið sóttu FH-ingar í sig veðrið og á „markamínútunni“, þeirri 43., jafn- aði Jónas Grani Garðarsson leikinn eftir góða fyrirgjöf frá Ásgeiri Ás- geirssyni. Leikar stóðu jafnir í hálf- leik. Þróttarar hófu þann síðari líkt og þann fyrri, af krafti. Eftir 6 mínútna leik í síðari hálfleik átti Guðfinnur Ómarsson hörkuskot utan teigs í stöng FH-marksins. En eftir því sem á hálfleikinn leið dró af Þrótt- urum og FH-ingar tóku völdin. Um miðjan síðari hálfleik fengu FH-ing- ar vítaspyrnu. Jens Sævarsson, varnarmaður Þróttar braut þá á Atla Viðari Björnssyni sem var kom- inn einn inn fyrir vörn Þróttar. Brottrekstur virtist óumflýjanlegur en Magnús Þórisson, annars góður dómari leiksins, ákvað að veita Jens aðeins gula spjaldið og varnarmað- urinn því ljónheppinn að fá að hanga á vellinum. Tommy Nielsen tók spyrnuna og skoraði af öryggi. Í næstu sókn á eftir átti Páll Ein- arsson skot í slá og boltinn hrökk út í teig til Sörens Hermansen en honum voru mislagðir fætur eins og í leikn- um öllum. Það sem eftir lifði leiks voru FH-ingar líklegri til að bæta við marki en Þróttur að jafna. Hjá heimamönnum lék Heimir Guðjónsson eins og höfðingi á miðj- unni og þeir Jónas Grani og Atli Við- ar voru ógnandi í framlínunni. Í liði Þróttar lék Erlingur Þór Guð- mundsson sinn besta leik í sumar. Þá áttu þeir Guðfinnur Ómarsson og Páll Einarsson ágætisleik á miðj- unni. FH-ingar eru nú komnir í 8 liða úrslit en Þróttarar geta einbeitt sér að deildarkeppninni. Marksúlurn- ar björguðu FH-ingum FH-INGAR sigruðu Þrótt 2:1 á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu. Þróttarar komust yfir í fyrri hálfleik en Hafnfirðingar jöfnuðu metin rétt fyrir hálflik og skoruðu síðan sigurmarkið um miðjan síðari. Þróttarar skutu tví- vegis í marksúlur FH-inga í leiknum og því óhætt að segja að þær hafi bjargað FH að þessu sinni. Hjörvar Hafliðason skrifar Morgunblaðið/Árni Torfason Tommy Nielsen, danski varnarmaðurinn í liði FH, skorar hér af öryggi úr vítaspyrnu framhjá Fjalari Þorgeirssyni í marki Þrótt- ar. Mark Danans reyndist sigurmark leiksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.