Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! 2 vik ur á top pnum í USA ! Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 8 og 10. Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Þeir eru komnir aftur, heimskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínmynd! Sýnd kl. 6, 8 og 10. HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 10.15. B.i. 12 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.30. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. kl. 3.40, 5.50 og 8. kl. 4. Ísl. tal. 500 kr. Ef þú skellir á ertu dauður! Spennutryllir af bestu gerð. Fór beint á toppinn í USA. Frábær mynd sem heldur áhorfendum í heljar greipum! Síð. sýn. 2 fyrir 1 kl. 4, 6, 8 og 10. bi. 14 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 14 Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Þeir eru komnir aftur, heimskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínmynd!  X-IÐ 97.7  SV MBL  HK DV 4. SÝNING FIMMTUDAG 3/7 - KL. 20.00 UPPSELT 5. SÝNING FÖSTUDAG 4/7 - KL. 20.00 UPPSELT 6. SÝNING SUNNUDAG 6/7 - KL. 17.00 UPPSELT 7. SÝNING FIMMTUDAG 10/7 - KL. 20 UPPSELT 8. SÝNING FÖSTUDAG 11/7 - KL. 20 UPPSELT 9. SÝNING LAUGARDAG 12/7 - KL. 15 UPPSELT 10. SÝNING LAUGARDAG 12/7 - KL. 20 UPPSELT 11. SÝNING FIMMTUDAG 17/7 - KL. 20 UPPSELT 12. SÝNING FÖSTUDAG 18/7 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS ATHUGIÐ ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA ! NÓI albínói hefur verið tilefnd til norsku Amanda-kvikmyndaverð- launanna. Mynd Dags Kára Pét- urssonar er tilnefnd í nýjum flokki sem kenndur eru við Canal + fjölmiðlarisann. Alls eru fimm myndir tilnefndar, ein frá hverju Norðurlandanna, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Sví- þjóð, allt fyrstu myndir viðkom- andi kvikmyndagerðarmanna í fullri lengd. Ennfremur má engin myndanna hafa verið sýnd í norsku bíói áður. Sigurmyndin hlýtur verðlaunafé að upphæð 50 þúsund krónur norskar, sem eru 525 þúsund íslenskar. Hinar myndirnar sem voru til- nefndar er danska myndin Recon- struction eftir Christoffer Boe, finnska myndin Nousukausi eftir Johanna Vuoksenmaa, norska myndin Buddy eftir Morten Tyld- um og hin sænska Elina – Som om jag inte fanns eftir Klaus Härö. Í netmiðli norska dagblaðsins Aftenposten er talað um að liðið ár sé búið að vera sérlega gjöfult hvað norska kvikmyndagerð varð- ar, og óvenju sterkar myndir séu tilnefndar til Amanda-verð- launanna. Þrjár myndir er til- nefndar sem besta norska mynd- in, Villmark, fyrsta mynd Pål Øie, Jonny Vang eftir Jens Lien og Salmen fra kjøkkenet eftir Bernt Hamer en hún vakti mikla athygli á Cannes-hátíðinni síðustu. Amanda-verðlaunin verða af- hent í 19. skiptið í Haugasundi hinn 22. ágúst næstkomandi. Morgunblaðið/Kristinn Dagur Kári hefur þegar hlotið fjölda verðlauna fyrir Nóa albínóa sem enn er verið að sýna í Háskólabíói með enskum texta. Nói tilnefnd til Amanda-verðlauna UNGLINGASTJARNAN Hilary Duff skín skært í Bandaríkjunum um þessar mundir, en hún hóf frægðarför sína sem aðalpersóna unglingaþátt- anna Lizzie McGuire, sem sendir eru út á Disney-sjónvarpstöðinni. Í þátt- unum leikur Duff dæmigerða ung- lingsstúlku, dálítið klaufalega og upp- fulla af óröryggi. Hafa vinsældir Lizziar farið sívaxandi frá því að þættirnir hófu göngu sína árið 2001. Af stjörnuímynd leikkonunnar Hilary Duff stafar hins vegar allt annað en óöryggi eða klaufháttur, enda er Duff á góðri leið með að verða ofurkyngerð unglingastjarna í anda Britney Spe- ars. Í kvikmyndinni um Lizzie McGuire fer persónan beinlínis í gegnum þessi umskipti, þ.e. frá því að vera hin óörugga unglingsstúlka sjón- varpsþáttanna, í það að verða kyn- þokkafull poppgyðja, með útlitið á hreinu og dýrkuð af jafnöldrum sín- um. Þetta gerist þegar Lizzie heldur ásamt vinum sínum í skólaferðalag til Rómar eftir að hafa áunnið sér titilinn „klaufalegasta stúlka skólans“ við vorútskriftina. Í Róm stendur til að uppfræða krakkana um heimsins fornminjar og menningarverðmæti en Lizzie lendir fyrr en varir í óvæntu ævintýri. Svo vill nefnilega til að hún líkist ákaflega mikið ítalskri unglinga- poppstjörnu sem nýlega hætti sam- starfi við poppstrákinn Paolo og biður Paolo Lizzie að bregða sér í hlutverk mótsöngvara síns á stórri tónlistar- verðlaunahátíð. Þau Paolo og Lizzie hittast auðvitað fyrir tilviljun og fyrr en varir er hún orðin bálskotin í hin- um súkkulaðisæta Paolo, æskuvinin- um Gordo til nokkurrar öfundar. Eft- ir því sem poppstjörnuævintýrið verður meira spennandi, týnir Lizzie sér í þeim heimi og áttar sig að lokum á því að hún hefur vanrækt bestu vini sína. En það er fremur grunnt á þessari þroskasögu unglingsstúlkunnar Lizzie, sem gengur fyrst og fremst út á það að breyta söguhetjunni í fulln- uma tískudrottningu. Þetta er afskaplega stöðluð ung- lingakvikmynd, klippt og skorin, upp- full af fjöldaframleiddri popptónlist og tískudýrkun. Leikkonan Hilary Duff býr þó yfir nægum sjarma til að halda myndinni uppi og er það einna helst þegar hún leikur hina sein- heppnu og upprunalegu Lizzie, að kvikmyndin lifnar örlítið við. Úr klaufa í poppstjörnu KVIKMYNDIR Sambíóin The Lizzie McGuire Movie / Lizzie McGuire Leikstjórn: Jim Fall. Handrit: Susan Jan- sen, Ed Decter, John Strauss. Aðal- hlutverk: Hilary Duff, Adam Lamberg, Ashlie Brillault, Yani Gellman og Alex Borstein. Lengd: 90 mín. Bandaríkin. Walt Disney Pictures, 2003. Heiða Jóhannsdóttir Leikkonan Hilary Duff býr yfir nægum sjarma til að halda uppi myndinni um Lizzie McGuire. ÞAÐ er alltaf gaman að sjá þessar baktjaldamyndir. Gera sér grein fyrir að á bakvið flest liggur græðgi og sjálfselska, sjaldnast er fyrir að finna heilar manneskjur með góðan ásetning. Nú er það „PR-bisnessinn“ sem er tekinn fyrir þegar við fáum nasasjón af lífi kynningar- fulltrúans Eli Wurman í nokkra daga á meðan hann skipuleggur góðgerðarsamkomu og reynir að redda sjálfselskri kvikmyndastjörnu úr klípu. Þetta er bara býsna áhugaverð mynd, og vel gerð að mörgu leyti. Eli lifir í grimmum heimi, hann er algerlega að fara á taugum, pilluæta sem blandar saman ótal teg- undum lyfja og er mestan hluta dagsins út úr heiminum. Al Pacino leikur Wurman af snilld, ótrúlega tættur, þreyttur, búinn á því, en samt greinilega fínn gaur inn við beinið og ekki jafn rotinn og flestir „kunningjar hans“ í heimi þeirra valdamestu, heimi kvikmyndastjarnanna, viðskiptajöfranna og stjórnmálamannanna. Pacino er umkringdur fínustu leikurum, sem allir standa sig með prýði. Richard Schiff siglir hraðbyri inn í hóp virtra kvik- myndaleikara. Það hefði hins vegar mátt gusta meira af Ryan O’Neal í hlutverki spilltrar Hollywood-stjörnu. Kvikmyndatakan er látlaus en áhrifarík, og skapar réttu stemninguna í myndina. Stemning sem maður er reyndar lengi að venjast, en kemst betur inn í eftir hlé. Málið er að handritið er alls ekki nógu gott. Það hefur reyndar allar persónurnar og atburðina sem þarf til að gera gott og áhugavert handrit, en það er einsog það hafi bara ekki verið þróað nægilega. Verið er að draga upp mynd af lífi Eli, og inn í það flétt- ast morð sem líka tengist samsæri, og allt er þetta fólk sem Eli þekkir í gegnum starfið. Myndin flýtur áfram án þess að framvindan komist að. Atriði á eftir atriði byggist á samtölum í stað þess að „eitthvað gerist“. Hvort sem þá glæpahlið myndarinnar hefði sterkari áhrif og meiri drif- kraft, eða að eitthvað gerðist innra með honum. Síð- arnefnda hlið málsins er alls ekki nógu skýr, sem er mjög miður, því Eli er áhugaverð persóna og þar kemur einnig Kim Basinger inn með sérlega dempaðan og hárfínan leik í áhugaverðu hlutverki ekkju bróður hans. Maður þyrfti eiginlega að hafa meiri samúð með Eli, skilja betur hvað er að gerast innra með honum, og hvað liggur á bak við gjörðir hans. Einsog myndin er, skil ég að fólk geti látið Eli fara í taugarnar á sér og allt það skítapakk sem umkringir hann. Og þá er á litlu að byggja. Tætt líf og tryllt KVIKMYNDIR Kunningjar mínir/People I know  Leikstjórn: Daniel Algrant. Handrit: Jon Robin Baitz. Kvik- myndataka: Peter Deming. Aðalhlutverk: Al Pacino, Kim Bas- inger, Ryan O’Neal, Téa Leoni, Richard Schiff, Bill Nunn og Ro- bert Klein. 100 mín. BNA. Miramax Films 2002. Al Pacino leikur Wurman af snilld, ótrúlega tættur, þreyttur, búinn á því, en samt greinilega fínn gaur. Hildur Loftsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.