Morgunblaðið - 02.07.2003, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 02.07.2003, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 39 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Kvikmyndir.com  X-ið 977  HJ MBL  HK DV Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.16 Martröðin er raunveruleg! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 14. Sýnd kl. 6 og 10.15. B.i. 16  sv MBL T H E Y Ef þú skellir á ertu dauður! Spennutryllir af bestu gerð. Fór beint á toppinn í USA. Frábær mynd sem heldur áhorfendum í heljar greipum! f llir rt r! tr llir f t r . r i t t i í . r r l r rf í lj r r i !  X-IÐ 97.7  SV MBL  HK DV Sýnd k. 4, 6, 8 og 10:10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4 og 6. www.laugarasbio.is Sýnd kl. 10. Ef þú hélst að þú værirheimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Hann taldi sig hafa séð allt, þar til hann sá of mikið! KIM BASINGER TÉA LEONI Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! A L P A C I N O RÚMLEGA 100 þúsund tónleika- gestir flúðu hátíðarsvæðið í Glast- onbury eftir úrhellisrigningu á lokakvöldi hátíðarinnar. Ágætisveður var fram eftir degi, eða allt þar til rigna tók án afláts. Síðasta daginn komu m.a. fram Moby, The Manic Street Preachers og Feeder. Moby lauk hátíðinni á léttu nótunum og lék lagið „Creep“ eftir Radiohead, sem spiluðu á laugardeginum. Glæpir á hátíðinni voru u.þ.b. helmingi færri en í fyrra og er það mikið gleðiefni fyrir aðstandendur hennar, en þeir hafa ekki fengið vilyrði fyrir hátíðarhöldunum frá bæjaryfirvöldum. Nú horfir það til betri vegar og að sögn talsmanns bæjaryfirvalda var ástandið gott. Hann bætti því við að helst hefði verið kvartað undan miklu magni af flugeldum. Skipuleggjandi hátíðarinnar, Michael Evans, sagði hátíðina í ár hafa verið þá bestu hingað til og að framtíð hátíðarinnar væri nú tryggð. Hann sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem heilt kvöld hefði liðið á hátíðinni án þess að hann hefði fengið símtal frá óánægðum ná- granna. Hann hefur þegar hafist handa við að skipuleggja hátíðina fyrir árið 2004 og nú þeg- ar hefur Prince staðfest komu sína. Aðspurður hvort Oasis yrðu eitt af stóru nöfnunum á næsta ári sagði Evans: „Þið getið dregið ykkar ályktanir. Ég segi ekkert.“ Í ár seldust 112.500 miðar upp á mettíma, eða aðeins 18 klukkustundum. Reuters Michael Stipe og sveit hans R.E.M. var aðalnúmerið á föstudag en ný plata er í burðarliðnum. Stemmningin var ómenguð bróðurpart helgarinnar á Glastonbury. Votur endir á glæstri hátíð Glastonbury-hátíðin haldin síðustu helgi Neil Young gefur út nýja plötu í næsta mánuði. Platan heitir Green- dale og kemur út 18. ágúst. Young flutti plötuna í heild sinni á ný- afstaðinni tónleikaferð en lögin verð- ur jafnframt að finna í samnefndri kvikmynd sem frumsýnd verður á Toronto-hátíðinni sem hefst 4. sept- ember. Fyrsta upplaginu af plötunni fylgir mynddiskur sem inniheldur upptökur með Young á tónleikum sem hann hélt í Dyflinni. Young er þessa dagana á tónleikaferð með hljómsveit sinni Crazy Horse um Bandaríkin … Muse ætlar að setja nýtt lag á heimasíðu sína www.muse- official.com 14. júlí næstkomandi. Lagið heitir „Stockholm Syndrome“ og hægt verður að kaupa það í gegn- um tölvuna og með því að senda sms- skilaboð. Lagið er forsmekkur nýrrar plötu, þeirrar þriðju frá sveitinni, sem gefin verður út í september …Nýja smáskífan af ( ) plötu Sigur Rósar hefur náð hátt á sölulistum í Banda- ríkjunum og Kanada. Á listanum, sem tekinn er saman af Nielsen gagnasöfnunarfyrirtækinu, náði lagið hæst í 4. sæti kanadíska sölulistans og er nú í því níunda á meðan lagið situr nú í 11. sæti bandaríska sölulist- ans …Gömlu brýnin í Aerosmith eru búin að taka upp helling af blúslögum sem þeir hafa í hyggju að gefa út á einni vænni blúsplötu. Til stendur að hljóðblanda og eftirvinna í haust og gefa blúsplötuna út í janúar … Í októ- ber kemur út framhald metsölusafn- plötunnar Elvis 30#1 sem inniheldur 30 lög sem Elvis Presley kom í efstu sæti vin- sældalista. Nýja safnplatan mun heita Elvis 2nd to None og innihalda fleiri topplög auk annarra sígildra laga hans. Þar að auki verða nokkur aukalög, nýjar út- gáfur eftir heita plötusnúða á borð við Paul Oakenfold, sem búinn er að lappa upp á lítt þekkt b-hliðarlag með Presley sem heitir „Rubberneckin’“. Alls verða 30 lög á plötunni, þ.á m. „That’s All right“, „Viva Las Vegas“, „Blue Suede Shoes“ og „Always on My Mind“. Fyrri safnplatan rauk á topp flestra breiðskífusölulista í heiminum og hefur selst í 9 milljónum eintaka á heimsvísu. Við þetta má bæta að í gær kom út 4-diska safn, Elvis: Close Up, sem inniheldur hell- ing af óútgefnum upptökum, gamla mastera, kvikmyndatónlist og tón- leikahljóðritanir, m.a. frá tónleikum í San Antonio 18. apríl 1972. FÓLK Ífréttum QUARASHI hefur haft hljótt um sig undanfarna mánuði, mannabreyting- ar urðu í sveitinni og liðsmenn hafa notað tækifærið og tekið frí frá tón- leikahaldi og ferðalögum. Fyrir skemmstu brá sveitin sér svo í hljóð- ver og tók upp nýtt lag sem verður frumflutt á miðvikudag, en í því kem- ur nýr rappari til sögunnar sem kall- ar sig Opee. Sölvi Blöndal hefur haft nóg fyrir stafni, meðal annars stýrt upptökum og útsetningum fyrir marga tónlist- armenn aðra, en hann hefur líka ver- ið iðinn við að semja ný lög. Hann segir þó að Quarashi fari ekki í hljóð- ver til að taka upp nýja skífu fyrr en snemma á næsta ári, en lagið núna, „partílag“ eins og hann kallar það, sé bara rétt til að minna á að sveitin sé enn starfandi. Eins og getið er rappar nýr maður með Quarashi í laginu nýja, Ólafur Torfason, eða Opee, sem hann er kallaður en einhverjir kannast við hann af Bumsquad-disknum sem kom út fyrir síðustu jól þar sem hann flutti lagið Pempin’. Sölvi segir að Ólafur sé ekki liðsmaður Quarashi, sem stendur í það minnsta, „en hann á eftir að vera áberandi í mínum verkefnum á næstu mánuðum“. Sölvi hefur látið þau orð falla í viðtölum á árinu að hann sé að velta fyrir sér stefnubreytingu í tónlist Quarashi, og skemmst að minnast þess að í við- tali í janúar sl. sagði hann að áherslur yrðu gjörbreyttar á næstu skífu. Hann segir að í nýja laginu megi ein- mitt heyra ákveðna stefnubreytingu þótt lagið sé ekki dæmigert fyrir það sem verður væntanlega á næstu plötu. Eins og getið er er Sölvi að semja tónlist alla daga, segist vera kominn með slatta af nýjum lögum, og á eftir að semja enn fleiri sem síðan verður valið úr fyrir upptökur á næstu Quar- ashi-skífu sem kemur út að ári. Hann hefur einnig unnið með ýmsum ís- lenskum tónlistarmönnum og hingað er síðan væntanleg japönsk hljóm- sveit, YKZ, sem hefur óskað eftir því að fá að vinna tvö lög með Quarashi þar sem Sölvi verður við stjórnvölinn. Aðspurður hvort tónleikar séu á næsta leiti til að kynna Quarashi með Opee tekur Sölvi dræmt í það, en vill þó ekki gefa það frá sér: „Það kemur alveg til greina að taka nokkur lög ef einhver birtist með fullar hendur fjár,“ segir hann og kímir, en bætir við að væntanlega verði ekkert af tónleikum fyrr en sveitin sé tilbúin með nýtt prógramm. Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Quarashi með meiru: Ólafur Torfason, Steinar Orri Fjeldsted, Ómar Örn Hauksson og Sölvi Blöndal. Nýr rappari með Quarashi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.