Morgunblaðið - 02.07.2003, Side 43

Morgunblaðið - 02.07.2003, Side 43
VEÐUR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 43                     !" #$                                          ! "#$ %  #" & #'   ! ) ) "# (  !     ! "#     ( ! " $%&&'( ")'$ *+,(( " (+% -%., (%# *   (   *     (   !  (  ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) )       +," " ##  " --.#"  !" #'" /"   #0   / 1 (& 1##--.#"  !" #')  .#"!"   (       &'/011* ,%   & '      ()*+   !,  -    #$ #  .*/      /011,2 #(! 23""--.#" , !& #'( 34 +#% 34 +#% 34 +#% +5/ 6/ 78%., 6/ /%+5 ,(( # /%92 .: 5+. ;%%/ ; (( ((% < ="()> 7+,+. ?( %&! .. )  4.  4.  4.  4.  4.  4.  14.  4/  4.  4.  4.  "#(/(4( 8//)"!% @+(./ %9  (,8A 8.*8.  ( !(+* !  ./ @ !98 7+. . , 6+ * *  # 4.  0'/(4(  # 40 0 4! /" #' 4.  4.  4.   #  # 4.  :  ,  ( ! ( 7 B+8. : 8B "! +.+5  C..&+, :8.+  @  D ;+A 4)B ,8  .*8 14.  14.  14.  14.  14.  4.  4/  14.  14.  14.  14.  4.   %, * ,%5"##"## # #'# ## 6  4  ( %..%* ,%8,!'.%* ,%7/  / #' (+3   "(        !!%* ,%8,>(%* ,% 4.  4!"40  ( 00( * *11 **(            KELSEY Grammer hefur tilkynnt að þættirnir um sálfræðinginn sívin- sæla, Frasier Crane, muni hætta göngu sinni í maí á næsta ári. „Þeir munu hætta á næsta ári og við höfum rætt það. Við höldum að það sé tími til kominn að leyfa Fras- ier að ganga í endurnýjun lífdaga einhvers staðar annars staðar,“ sagði Grammer. „Við munum þó hætta með reisn.“ Það er haft eftir Emmy-verð- launahafanum, að hann hafi hugleitt þetta í nokkurn tíma, þó vill hann ekki fara út í smáatriði: „Við erum í raun búin að ákveða þetta. Ég hef séð fyrir mér hvernig lokaþátturinn eigi að vera. Að öllum líkindum mun sú hugmynd verða að veruleika.“ Þessar fregnir koma þó ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti. Dr. Crane hefur verið á skjánum í hart- nær tuttugu ár. Hann hefur verið að í tíu ár í þáttunum sem eiga sér stað í Seattle. Áður dvaldi hann í níu ár á Staupasteini. Á næsta ári mun Grammer verða methafi en hann mun þá hafa leikið sömu persónuna í sjónvarpi í tuttugu ár. Atvinnuleysi mun að öllum líkind- um ekki hrjá Kelsey Grammer. Þessa stundina er hann að kynna nýjasta verkefni sitt, teiknimynda- seríuna Gary the Rat. Grammer er framleiðandi þáttanna og einnig er hann rödd rottunnar Garys, sem er í raun klækjóttur lögfræðingur sem breytist í ógnarstóra rottu. Kelsey Grammer sér fram á breytingar Í stað Frasiers kemur rottan Gary Grammer hefur áður lýst yfir enda- lokum Frasiers en fallist á að halda áfram á síðustu stundu. ÚTVARP/SJÓNVARP HVAÐ er það fyrsta sem manni dett- ur í hug þegar raunveruleika- sjónvarp frá Afríku er nefnt á nafn? Ættbálkastríð? Sveltandi flótta- menn? Plágur? Nei, ekki aldeilis. Gleymum sundrung og ringulreið því fyrsti afríski raunveruleikaþátturinn inni- heldur ekkert af ofantöldu. Í Big Brother Africa er áfengi haft við hönd og fáklæddar stúlkur eru í brennidepli. Um er að ræða nýjasta og metnaðarfyllsta þáttinn til þessa í hinni alþjóðlegu Big Brother þátta- röð, sem snýst um það að venjulegt fólk er lokað inni í húsi í einhverja mánuði þar sem myndavélar fylgjast með hverri hreyfingu. Þátttakend- urnir koma frá mismunandi löndum í Afríku og hefur það komið nokkuð á óvart hversu vel þeim kemur sam- an. Í þættinum hefur nú þegar örlað á daðri og ástarjátningum og „sturtu- stundin“ svokallaða, þar sem sýndar eru myndir af þátttakendum í sturtu, hefur vakið talsverða hrifn- ingu meðal áhorfenda. Síðastliðna helgi var áhorfendum komið í opna skjöldu er tveir af þátt- takendunum stunduðu, að sögn kunnugra, kynlíf. Þetta var sem reiðarslag fyrir álfu, þar sem gaml- ar og íhaldssamar venjur eru enn í gildi. Athæfi Abergail Plaatjes frá Suður-Afríku og Gaetano Kagwa frá Úganda hefur valdið ýmsum hugar- angri. Áhorfandi einn í Kampala var ekki par hrifinn og sagði: „Einungis hundar stunda kynlíf undir berum himni.“ Framleiðendur þáttanna ætla sér þó annað og meira en að ganga fram af áhorfendum. Þeir segja þáttinn skapa íbúum Afríku tækifæri til þess að líta hver á annan sem fólk, sjálf- stætt og laust við þá fordóma sem tröllríða fjölmiðlum heimsins. „Big Brother færir okkur öðruvísi sýn á íbúa Afríku. Við erum menntuð og getum unnið hvert með öðru og eig- um ekki í stöðugu stríði,“ sagði Carl Fischer, talsmaður framleiðenda. Íbúar Afríku sameinast Raunveruleikaþátturinn hefur valdið mikilli hneykslan í S-Afríku. NIGELLA Lawson er einn af áhrifamestu rithöfundum Bretlands hvað matargerð varðar. Hróður hennar hefur aukist í fjarlægum löndum og bækur hennar og þættir njóta hvarvetna vinsælda. Áhugi Nigellu á eldamennsku hófst heimafyrir og varð hluti af vinnu hennar er hún hóf að skrifa um matargerð í The Spectator og Vogue. Þema þáttanna Sumar með Nig- ellu er, eins og nafnið gefur til kynna, sumarið. Nigella eldar sum- arlegar krásir sem þó er gott að gæða sér á allt árið um kring og not- ar hún oftar en ekki óhefðbundið hráefni til þess að skapa rétt and- rúmsloft. Í síðasta þætti syrpunnar eldar Nigella m.a. lambalæri að hætti Marokkóbúa og lagar hun- angsís. Þættirnir snúast um einfalda elda- mennsku og ánægjulegar máltíðir. Aðgengilegar uppskriftir koma þér í sumarskap á hvaða tíma ársins sem er og það mun ríkja gleði í eldhús- inu. Sumar með Nigellu er á dagskrá sjónvarpsins kl. 20.45. Í sumar- skapi árið um kring Nigella Lawson er orðin einn þekktasti sjónvarpskokkur heims.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.