Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI ÚTLIT er fyrir að birkifræ verði mikið í haust en birkiblómgun var mun meiri í vor en síðastliðin tvö ár. Landgræðsla ríkisins hefur árlega safnað birkifræi úr skóg- arreitum í nágrenni landgræðslusvæða og notað til uppgræðslu. Að sögn Sveins Runólfssonar land- græðslustjóra má rekja aukninguna til góðs veðurfars. „Þetta er mikið fagnaðar- efni fyrir skógræktarfólk og við erum bjartsýn fyrir haustið. Þegar við höfum kannað gæði fræsins munum við leita til áhugasams landbótafólks og reyna að safna í sarpinn. Það er alls ekki sjálfgefið að uppskeran verði eins góð á næsta ári,“ segir Sveinn. Þegar fræinu hefur verið safnað saman er hluti þess þurrkaður og settur í bakka. Hluta fræsins verður hins vegar sáð jafn- óðum í haust í svæði sem eru fjarri birki- skógum. „Birkið dreifist ekki mjög langt frá trjánum svo að við sáum í fleiri svæði til að auka útbreiðsluna. Sprettutíðin hef- ur verið góð það sem af er sumri svo það er mjög gott hljóð í öllu landgræðslu- og skógræktarfólki,“ segir Sveinn. Morgunblaðið/RAX Hugað að birkinu í Hafnarskógi. Stefnir í góða uppskeru á birkifræi ÞEGAR starfsfólk er ráðið í skóla, leikskóla og íþrótta- og tóm- stundastöðvar eru nýlegar heim- ildir í barnaverndarlögum sjaldan nýttar með því að leita eftir upp- lýsingum úr sakaskrám um um- sækjendur. Morgunblaðið kannaði hvernig þessum málum er háttað hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Íþrótta- og tómstundaráði Reykja- víkur (ÍTR) og KFUM og KFUK. Hjá ÍTR fengust þær upplýsingar að til standi að endurskoða starfs- reglur við ráðningar og fara fram á sakavottorð frá umsækjendum. Í 36. grein barnaverndarlaga segir m.a. að yfirmenn skóla, leik- skóla, sumardvalarheimila, íþrótta- og tómstundamiðstöðva og annarra staða þar sem börn koma saman eða dveljast eigi rétt til upplýsinga úr sakaskrá um hvort umsækjendur hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, að fengnu samþykki umsækjandans. Sakaskrá dugar ekki Sr. Ólafur Jóhannsson, formað- ur KFUM og KFUK, segir að samtökin hafi ekki nýtt sér þessa heimild við ráðningar starfsfólks. „Við höfum ekki þurft á því að halda,“ segir Ólafur og bendir á að þeir þrír menn sem gerst hafi sek- ir um brot í starfi hjá samtökunum hafi ekki verið á sakaskrá. Hann segir sakaskrána því ekki duga eina og sér í svona tilvikum. Sigríður Konráðsdóttir, sem starfar við starfsmannaþjónustu ÍTR, segir þessar nýlegu laga- heimildir ekki hafa verið nýttar til þessa. Samráð sé haft við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og aðra aðila ef uppi séu einhverjar grunsemdir. Þetta hafi verið rætt innan ÍTR en ákveðið að óska ekki eftir sakavottorðum. Almennt er ekki óskað eftir sakavottorðum við ráðningar í grunnskólum í Reykja- vík. Sjaldan leitað eft- ir sakavottorði ÍSLANDSBANKI seldi í gær 4,58% hlut í Skeljungi hf. Bankinn átti 9,52% fyrir viðskiptin en á nú 4,94% hlut. Samkvæmt til- kynningu bankans var salan meðal annars vegna uppgjörs á framvirk- um samningi. Ekki hefur fengist staðfest hver keypti bréfin eða á hvaða gengi þau voru seld. Í Kauphöll Íslands í gær voru alls 21 viðskipti með bréf Skelj- ungs, samanlagt að upphæð rúm- lega 10,2 milljónir að nafnvirði á genginu 15 sem svarar til 1,3% hlutar í félaginu. Mikil viðskipti voru með bréf Skeljungs á mánudaginn þegar Haukþing, fjárfestingarfélag í eigu Eimskips, Sjóvár-Almennra og Skeljungs, seldi hlut sinn til Ís- landsbanka, Landsbankans, Sjó- vár-Almennra og Burðaráss. Síðar sama dag var tilkynnt að Kaupþing Búnaðarbanki hefði keypt 8% hlut í Skeljungi og átt eftir þau viðskipti alls 35,28% hlut í félaginu. Undir lok mánudagsins var síðan tilkynnt sala á 20,69% hlut Shell Petroleum Company. Í markaðsyfirliti greiningar- deildar Landsbankans í gær segir að Kaupþing Búnaðarbanki sé áfram stærsti eigandi Skeljungs og nálægt því að verða skyldugt til að gera tilboð í bréf annarra hlut- hafa. „Bankinn á 35,28% hlut og vantar innan við 5%, til að yfir- tökuskylda myndist hjá félaginu. Nýjar reglur taka gildi í dag (í gær) sem kveða á um að yfirtöku- skylda miðist við 40% eignarhlut, en ekki 50% eins og áður,“ segir þar. Bent er á að að Kaupþing- Búnaðarbanki, Sjóvá, Burðarás, Íslandsbanki og Landsbankinn eigi samanlagt 99% hlutafjár og ljóst sé að fyrirtækið uppfylli ekki lengur skilyrði skráningar á aðal- lista Kauphallarinnar um dreifða eignaraðild. Þórður Friðjónsson, fram- kvæmdastjóri Kauphallar Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að á aðallista væri gerð krafa um að hlutafélag hefði 300 hluthafa og að almennir hluthafar ættu að minnsta kosti 25% samanlagt í fé- laginu. Þórður sagði að Kauphöllin myndi hafa samband við Skeljung að loknum sumarleyfum, en þang- að til reiknaði hann með að staða félagsins inni á aðallista yrði óbreytt. Tilboðsmarkaður möguleiki „Við verðum í sambandi við þá því núverandi ástand getur ekki gengið til lengdar,“ sagði Þórður. Hann sagði að miðað við núverandi stöðu virtist sem Skeljungur gæti átt heima á tilboðsmarkaði Kaup- hallarinnar en þar eru skilyrði ekki eins ströng og á aðallista. Áfram viðskipti með bréf Skeljungs Staða félagsins í Kauphöllinni skoð- uð – tilboðsmarkaður möguleiki Morgunblaðið/Sverrir TÖLUR um innbrot hjá lögreglunni í Reykjavík sýna að innbrotum í heima- hús í júnímánuði hefur fjölgað úr 37 í 49 milli áranna 2002 og 2003. Innbrot- um hefur hins vegar fækkað á sama tíma í bifreiðir og verslanir og fyrir- tæki. Talsvert hefur verið tilkynnt um innbrot í heimahús í Reykjavík að und- anförnu, en á mánudag var til að mynda tilkynnt um þrjú innbrot sem þykir óvenjumikið á einum degi. Brot- ist hefur verið inn á heimili fólks um hábjartan dag á meðan húsráðendur eru að heiman og hefur lögreglan eflt eftirlit með hverfum í Breiðholti og víðar í borginni. Hrina innbrota hefur gengið yfir Seljahverfi í Breiðholti og hafa nokkrir verið handteknir vegna innbrota þar. Þá var um síðastliðna helgi handtekinn í vesturbænum karl- maður sem gekkst við fimm innbrot- um í heimahús. Þrátt fyrir að innbrotum í heimahús hafi fjölgað að undanförnu hefur inn- brotstilkynningum fækkað ef tekið er mið af öllum tilkynntum innbrotum. Þannig hefur verið tilkynnt um 738 innbrot það sem af er árinu, en fyrstu sex mánuði ársins í fyrra voru tilkynn- ingarnar 1.010 talsins. Tilkynntum innbrotum í verslanir og fyrirtæki fækkaði úr 49 í 37 frá í júní 2002 til júní 2003 og sömuleiðis fækkaði innbrotum í bifreiðir úr 81 í 62 á sama tíma. Innbrotum á heimili fer fjölgandi ELLIÐAÁR eru sennilega meðal fárra laxveiðiáa í heiminum sem finna má innan borgarmarka. Ekki er gott að segja hversu langt að veiðimennirnir voru komnir sem renndu fyrir lax í ánni í gær en fyrir borgarbúa er alltént stutt að fara. Veiðin í ánni hefur geng- ið vel í sumar og betur en mörg undanfarin ár, að sögn Magnúsar Sigurðarsonar veiðivarðar. „Það er miklu meira líf í ánni en áður. Þetta er loksins á leiðinni upp eft- ir að áin steytti á skeri 1995 þegar kýlaveikin kom upp og drap stór- an hluta stofnsins.“ Hann segir að gott ástand nú megi að miklu leyti þakka Orkuveitu Reykjavíkur og Veiðimálastofnun. Í gær veiddust sex fiskar í ánni. Morgunblaðið/Arnaldur Allgóð laxveiði í Elliðaám  Til skoðunar/4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.