Morgunblaðið - 03.07.2003, Page 1

Morgunblaðið - 03.07.2003, Page 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ C ÞÓRÐUR Friðjónsson, for- stjóri Kauphallar Íslands, segir að æskilegt hefði verið að til- kynning um sölu Shell Petrolium Company Ltd. sl. mánudag á 20,69% hlut í Skeljungi til Sjóvár- Almennra hf. og Burðaráss hf. hefði birst strax um morguninn þann dag. Aðspurður hvort rætt hefði verið um að loka fyrir viðskipti með bréf Skeljungs þar til til- kynningin bærist sagði Þórður að í þessu tilviki hafi Kauphöllin ekki haft yfirsýn yfir umsvif þeirra viðskipta sem í farvatninu voru og hvað nákvæmlega var að gerast og því hafi ekki verið talin ástæða til að loka fyrir viðskiptin. „Við getum ekki lokað fyrir viðskipti á grundvelli þess að von sé á fréttatilkynningu í lok dags- ins, þá verða menn að standa öðruvísi að hlutunum. Það er grundvallaratriði hjá okkur að loka ekki nema rík ástæða sé til, og að reynt er þá að hafa lokað í eins skamman tíma og unnt er enda er það brýnt útfrá jafnræð- issjónarmiðum,“ segir Þórður. Barst mjög seint Hann segir að haft hafi verið samband við Kauphöllina um morguninn og menn hafi velt vöngum yfir því hvort tilefni væri til að loka fyrir viðskipti með bréf Skeljungs fram að birtingu til- kynningarinnar. Hann segir að á sama tíma hafi verið talað um að fréttatilkynningin væri á leiðinni á næstu mínútum. Á þeim tíma höfðu engar óvenjulegar færslur átt sér stað í viðskiptakerfinu, að sögn Þórðar. „Já, það voru vangaveltur um þetta fyrr um morguninn, við vissum að það var eitthvað að gerast, en höfðum ekki upplýsingar um hvað það væri. Tilkynningin berst síðan mjög seint og að mörgu leyti hefði verið æskilegt eftir á séð að fréttatilkynningin hefði birst strax um morguninn, og þá um leið hefði verið lokað fyrir við- skiptin í örstuttan tíma eins og við erum vanir að gera við sam- bærilegar aðstæður eftir að fréttatilkynning hefur borist Kauphöllinni,“ sagði Þórður í samtali við Morgunblaðið. Á mánudaginn sl. urðu mjög mikil viðskipti með bréf Skelj- ungs þegar 12,4% eignarhlutur Haukþings, fjárfestingarfélags í eigu Eimskips, Sjóvár-Almennra og Skeljungs, í Skeljungi var seldur á genginu 12 til Íslands- banka, Landsbankans, Sjóvár-Al- mennra og Burðaráss. Klukkan 15.40 þann dag er síð- an tilkynnt um sölu Shell á fimmtungshlut sínum í Skeljungi. Stuttu síðar er tilkynnt um að Kaupþing Búnaðarbanki hafi keypt 7,68% í Skeljungi þann daginn og fóru þau kaup fram samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, á genginu 15–15,7 en lokagengi á bréfum Kaupþings í Kauphöll Íslands í gær var 15. Aðspurður segir Þórður að hefði tilkynningin um sölu á hlut Shell borist og birst í fréttakerfi Kauphallarinnar um morguninn hefði það hugsanlega getað haft áhrif á atburðarás dagsins. „Við leggjum áherslu á það við skráðu félögin að ef um mikilvægar verð- myndandi fréttir er að ræða þá séu þær birtar eins fljótt í frétta- kerfinu okkar og unnt er.“ Upplýsinga aflað Morgunblaðið kannaði hjá Fjár- málaeftirlitinu hvort tilefni væri til að skoða þau viðskipti sem fram fóru sl. mánudag í ljósi þess að innan dagsins var um 24% munur á gengi í viðskiptum með bréf Skeljungs, þ.e. bréfin í félag- inu seldust annarsvegar á geng- inu 12 og hinsvegar á genginu 15 og þar yfir, nánast á sama tíma. Hjá Fjármálaeftirlitinu feng- ust þær upplýsingar að verið væri að afla upplýsinga um við- skiptin í samræmi við eftirlits- skyldur Fjármálaeftirlitsins, en ekki væri búið að taka ákvörðun um sérstakar athuganir á þessu stigi. Tilkynning um Shell- söluna birtist seint Rætt var um að loka fyrir viðskipti með bréf Skeljungs. Fjármálaeftirlitið aflar upplýsinga VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS NORRÆN ráðstefna um viðskiptafræði verður haldin á Íslandi dagana 14.–16. ágúst næstkomandi. Ráðstefnan, sem er á vegum Nordisk Företagksekonomisk För- ening (NFF), hefur verið haldin sextán sinnum áður en aldrei á Íslandi. Gert er ráð fyrir um 600 gestum. Að sögn Margrétar Sigrúnar Sigurðar- dóttur, verkefnisstjóra Viðskiptafræði- stofnunar, eru umfjöllunarefni ráðstefn- unnar, sem ber heitið NFF 2003, á afar breiðu sviði. „Það er reynt að koma inn á öll svið viðskiptafræðanna. Þarna gefst fræði- mönnum á Norðurlöndum tækifæri til að kynna rannsóknir sínar og fá umræður um þær. Samhliða þessari ráðstefnu verður haldin doktorsnemaráðstefna á Bifröst þar sem 55 doktorsnemar frá Norðurlöndunum kynna sínar rannsóknir,“ segir Margrét. Hún segir að 450–500 erindi verði flutt á ráðstefnunni sem haldin verður í Háskóla Íslands. Í raun sé um margar ráðstefnur að ræða sem sé skellt saman í eina. Alls verða 26 þemu tekin fyrir á ráðstefnunni, allt frá reikningshaldi til mannauðsstjórnunar og farið yfir það sem hæst ber á hverju sviði. „Þarna gefst yfirlit yfir fræðin eins og þau eru í dag,“ segir Margrét. Ráðstefnuna sækja fræðimenn frá öllum viðskiptaháskólum á Norðurlöndum. Á vefnum www.nff2003.hi.is sem settur var upp í tilefni ráðstefnunnar má finna frekari upplýsingar um erindi á ráðstefnunni. Fjór- ir aðalfyrirlesarar halda erindi við opnun NFF 2003 og við lok ráðstefnunnar: Walter W. Powell, prófessor við Stanford-háskóla og Santa Fe Institute, Guje Sevon, prófess- or við Stokkholm School of Economics, Helgi Þorláksson og Þráinn Eggertsson, sem báðir eru prófessorar við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Í undirbúningsnefnd fyrir ráðstefnuna sitja, auk Margrétar, Runólfur Smári Steinþórsson, dósent við HÍ, og Gylfi Dal- mann Aðalsteinsson lektor við HÍ. R Á Ð S T E F N A N N F F 2 0 0 3 Viðskipta- fræði frá öllum hliðum Stærsta ráðstefna um viðskiptafræði sem haldin hefur verið á Íslandi S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Spá 26% minni hagnaði Gengi krónunnar hefur mikil áhrif 2 Barátta gegn spillingu Rætt við Jermyn P. Brooks hjá Transparency Int. 7 BREYTT NEYSLA OG AUKIN ÁFENGISSALA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.