Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 4
4 C FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI ÁFENGISMARKAÐUR  Lítil ávöxtun langtímaskuldabréfa bendir til þess að fjárfestar geri ráð fyrir að verðbólgan haldi áfram að minnka jafnhratt næstu tíu árin og hún hefur gert frá 1980. Óhóflegur ótti við verðhjöðnun hefur víða haldið vöxtunum niðri MINNKI ekki verðbólgan enn meira er núna rétti tíminn til að taka lán en þetta er hins vegar slæmur tími fyrir lánveitendur eða þá sem fjárfesta í langtímaskuldabréf- um. Í mörgum löndum hefur reyndar óhóf- legur ótti við verðhjöðnun haldið vöxtunum niðri og fjármagnskostnaðinum í sögulegu lágmarki. Tölurnar urðu lægstar 13. júní. Tíu ára skuldabréf í Bandaríkjunum gáfu aðeins af sér 3,11%, sem er lítið meira en verðbólgan þar síðustu tólf mánuði, en hún var 2,1%. Tíu ára skuldabréf á evru-svæðinu gáfu af sér 3,54% en verðbólgan var þar 1,9%. Ávöxtun skuldabréfa var 3,86% í Bretlandi en verðbólgan 3% og japönsk skuldabréf gáfu af sér 0,44% en verðhjöðnunin í Japan var 0,1%. Í öllum þessum löndum þyrfti verðbólgan ekki að aukast mikið til að fjárfestingar í skuldabréfum skiluðu engri raunávöxtun. Haldist langtímavextirnir ekki lágir mun verð langtímaskuldabréfa snarlækka, þann- ig að fjárfestarnir verða fyrir tapi. Saga skuldabréfamarkaðanna í þróuðu iðnríkjunum síðustu hálfa öldina hefur verið tiltölulega einföld. Verðbólgan jókst fremur jafnt og þétt (að vísu með nokkrum skamm- tímasveiflum) þar til olíukreppurnar á ár- unum 1973–74 og 1979–81 urðu til þess að hún náði sögulegu hámarki í Evrópu, Norð- ur-Ameríku, Japan og fleiri löndum. Eftir það snerist þróunin við og verðbólgan hjaðn- aði fremur jafnt og þétt. Olíukreppurnar mörkuðu pólitísk og efna- hagsleg tímamót. Fyrir þær höfðu seðla- bankarnir, sem óttuðust samdrátt, smám saman misst tökin á verðbólgunni. Reiði al- mennings vegna mikilla verðhækkana í kjöl- far olíukreppnanna gerði loksins seðlabönk- unum kleift að draga úr útlánum og kæfa verðbólguna með miklum samdrætti víða um heim. Stjórnendur fyrirtækja fengu á sama tíma þann stuðning sem þeir þurftu frá al- menningi til að sporna við miklum launa- hækkunum vegna hærri framfærslukostn- aðar sem olli víxlverkun launa- og verðhækkana. Almennir fjárfestar skildu í raun ekki þessa langtímaþróun. Þeir áttuðu sig ekki á þróuninni þegar verðlagið hækkaði fyrir 1980, þannig að ávöxtun skuldabréfanna, sem hélt ekki í við hækkandi verðbólgu, varð of lítil. Í Bandaríkjunum var meðalávöxtun tíu ára skuldabréfa aðeins 1,46% umfram verðbólguna frá 1953, þegar verðbólgan var aðeins 0,63%, til mars 1980, þegar verðbólg- an náði hámarki og var 14,66%. Almennir fjárfestar skildu ekki heldur til fulls þróunina þegar verðbólgan var á nið- urleið eftir 1980, þannig að ávöxtun lang- tímaskuldabréfa, sem hélt ekki í við minnk- andi verðbólgu, var of mikil. Í Bandaríkjunum hefur meðalávöxtun tíu ára ríkisskuldabréfa verið 4,14% umfram verð- bólguna frá apríl 1980 þegar tímabil minnk- andi verðbólgu hófst. Þar sem almenningur áttaði sig ekki á þessari langtímaþróun voru langtímaskulda- bréf skelfileg fjárfesting til 1980, þegar verðbólgan var aðeins litlu minni en ávöxt- unin, en mjög arðbær fjárfesting þar á eftir, þegar minnkandi verðbólga og mikil arðsemi tryggðu mikla raunávöxtun. Fjárfestum verða nú aftur á þau mistök að verðleggja skuldabréfin í þeirri trú að verðbólgan haldi áfram að minnka þar til verðhjöðnun taki við. Lítil ávöxtun langtíma- skuldabréfa nú bendir raunar til þess að fjárfestar geri ráð fyrir því að verðbólgan haldi áfram að minnka jafnhratt næstu tíu árin og hún hefur gert frá 1980, þannig að verðbólgan í Bandaríkjunum, sem er nú 2,1%, hverfi eða að verðhjöðnun taki við ekki síðar en árið 2013. Er þetta skynsamleg spá? Nær örugglega ekki. Enginn seðlabanki myndi sætta sig lengi við verðhjöðnun og verðbólgan er líklega núna við neðri mörk þess sem flestir seðlabankastjórar telja við- unandi. Hins vegar eru ekki til nein skýr efri mörk hvað verðbólgu áhrærir. Þannig að þegar verðbólgan er nálægt neðri langtíma- mörkunum ættu menn að búast við aukinni, en ekki minni, verðbólgu til lengri tíma litið. Ástandið á skuldabréfamörkuðunum end- urspeglar þetta ekki vegna of harkalegra viðbragða almennings við talinu um verð- hjöðnun og viðvarana um hættu á lang- vinnum samdrætti líkt og í Japan. En jafn- vel í Japan hefur verðhjöðnunin aðeins verið um 0,7% á ári frá 1998 og hún er afleiðing yfirsjónar í peningamálastefnunni sem ólík- legt er að verði endurtekin. Japan er raunar eina dæmið um verðhjöðnun í þróuðu iðnríki eftir síðari heimsstyrjöldina. Hvers vegna ætti slæm stefna seðlabanka Japans að móta verðbólguþróunina í heiminum? Reyndar getur þróunin orðið í gagnstæða átt: barátta gegn verðhjöðnun getur leitt til mikillar verðbólgu. Þetta er það sem Mas- uru Hayami, fyrrverandi seðlabankastjóri Japans, óttaðist þegar hann lagðist gegn frekari aðgerðum í peningamálum til að örva efnahaginn. Hann hafði ástæðu til að hafa áhyggjur: stóraukið peningaframboð getur haft óvænt og ómælanleg áhrif á efnahaginn. Þau óhefðbundnu úrræði í peningamálum sem hægt væri að grípa til í því skyni að koma í veg fyrir verðhjöðnun gætu með svipuðum hætti skapað hættu á of harkaleg- um viðbrögðum og mikilli verðbólgu. Óttinn við verðhjöðnun er hins vegar svo útbreiddur að fari verðbólgan yfir mörkin munu seðlabankarnir aðeins reyna að koma í veg fyrir frekari verðbólgu, fremur en að færa vöruverðið aftur niður sem myndi þýða verðhjöðnun. Þá verður hvers konar villum í peningamálastefnunni vegna of mikils ótta við verðhjöðnun leyft að standa og smávax- andi verðbólga mun vega á móti ágóða af fjárfestingum í langtímaskuldabréfum. Óttinn við verðhjöðnun kann að marka tímamót, líkt og þegar almenningur lagðist ákveðið gegn verðbólgunni árið 1980 eða þar um bil. Viðteknu viðhorfin hafa breyst og margir munu finna til mikils léttis þegar verðbólgan eykst í 3% eða meira í Banda- ríkjunum og fleiri löndum. Ef við erum komin að slíkum tímamótum, eins og þróunin á skuldabréfamörkuðunum síðustu vikur bendir til, verður það einnig vendipunktur fyrir vexti og verð skulda- bréfa. Núverandi samsetning óvenjulítillar ávöxtunar og hás verðs bendir til þess að í mörgum löndum hafi þanist út skuldabréfa- loftbóla og þegar hún springur á næstu ár- um tekur við tímabil hærri langtímavaxta og lægra verðs á langtímaskuldabréfum. Er skuldabréfa- bólan að springa? ll FJÁRMÁL Robert J. Shil ler Robert J. Shiller er prófessor í hagfræði við Yale-háskóla og höfundur bókarinnar „The New Financial Order: Risk in the 21st Cent- ury“, Princeton, 2003. Breytingar á áfengismarkaði hafa verið miklar hér á landi á síðustu árum. Losað hefur verið um hindranir á ýmsum sviðum þótt stefnumótun sé óbreytt. Neyslumynstur hefur breyst og að- stæður eru töluvert aðrar en fyrir fáum árum. Grétar Júníus Guðmundsson skoðaði þessi mál og ræddi m.a. við innflytjendur. Á FENGISSALA í lítrum talið hefur nánast stöð- ugt aukist hér á landi undanfarna áratugi. Samhliða aukinni sölu hefur neyslumynstur breyst töluvert. Mest munar um tilkomu sterks bjórs og EES-samninginn. Byrjað var að selja sterkan bjór aftur hér á landi á árinu 1989 eftir að það hafði verið bannað frá árinu 1912. Í kjölfar EES-samn- ingsins, sem tók gildi hinn 1. janúar 1994, var innflytjendum áfengis og framleiðendum heimilað að dreifa vörum sínum beint til þeirra sem hafa heimild til að selja áfengi. Þeir hættu þar með að vera einungis umboðsmenn. Ýmislegt fleira hefur einnig haft áhrif á áfengissöluna og neysluvenjurnar. Þannig hafa stjórnvöld til að mynda ýtt undir neyslu léttra vína í stað sterkra með breytingum á áfengisgjaldi, léttum vínum í vil. Aukið úrval og nýjungar og aukin umfjöllun um vín í fjölmiðlum, bæði ein og sér og í tengslum við mat, hefur væntanlega átt sinn þátt í breyttum neysluvenjum. Það sama má eflaust jafnframt segja um auknar ferðir Íslendinga til útlanda. Þá gegna heilsufars- sjónarmið einnig án efa nokkru hlutverki í þeim breytingum sem orðið hafa sem og stórbætt aðgengi og bættar vínbúðir ÁTVR almennt. Að mati þeirra sem til þekkja hefur þróunin í áfengissölu og neysluvenjum hér á landi verið í samræmi við það sem hefur verið að gerast í þessum efnum víða erlendis. Á áfengismarkaði hefur fleira breyst en salan og neyslu- venjurnar því mikil uppstokkun hefur verið meðal fyrir- tækja á þessu sviði, jafnt hér á landi sem erlendis. Nokkuð hefur verið um að stóru vínsölufyrirtækin erlendis hafi verið að kaupa upp minni fyrirtæki. Einnig hefur verið mikið um sameiningu fyrirtækja og yfirtöku á alþjóðamarkaði. Við það hafa umboð ákveðinna víntegunda færst á milli innflutn- ingsfyrirtækja. Það út af fyrir sig hefur þó ekki haft áhrif á markaðinn í heild. Hér á landi hefur mikil hreyfing verið meðal fyrirtækja á þessu sviði, mörg ný stofnuð og önnur hætt eða sameinuð öðrum. Þá hafa stór umboð færst milli fyrirtækja vegna breytinga erlendis. Þróunin hefur nokkuð verið í þá átt að víninnflutningur tengist í ríkara mæli en áð- ur innflutningi á öðrum neysluvörum. Það gerir að verkum að þau fyrirtæki sem þar um ræðir eru vel í stakk búin til að taka við smásölu á áfengi ef ákvörðun um að heimila slíkt yrði tekin. Hvort eitthvað í þá veruna muni gerast á næst- unni er engin leið að segja til um. Áhugi á því er ekki alls staðar fyrir hendi auk þess sem vínbúðir ÁTVR þykja hafa breyst mjög mikið til batnaðar á undanförnum árum. Vöru- úrval í þeim er líklega meira en aðrir myndu geta boðið. Litlar sem engar hindranir Með EES-samningnum gekk í gildi svonefnt fjórfrelsi, þ.e. frjálsir flutningar á vöru, þjónustu, fjármagni og fólki milli aðildarlandanna. Auk þess gerði samningurinn ráð fyrir víð- tækri samvinnu aðildarlandanna á fjölmörgum sviðum. Samkvæmt EES-samningnum skyldu á Evrópska efna- hagssvæðinu verða litlar sem engar hindranir á viðskiptum með vörur og þjónustu, ef undan eru skildar landbúnaðar- vörur og sjávarafurðir, sem um gilda sérstakar reglur. Í kjölfar EES-samningsins breyttist fyrirkomulag á smá- sölu áfengis í nokkrum aðildarlöndunum og þar á meðal á Íslandi. Það tók þó sinn tíma og var núverandi fyrirkomulag ekki komið á hér á landi fyrr en tæpum tveimur árum eftir gildistöku samningsins, eða í desember 1995. Í millitíðinni var nokkuð um bréfaskriftir milli Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, og fjármálaráðuneytisins. Stofnunin gerði ýmsar at- hugasemdir við fyrirkomulag áfengissölunnar, sem talið var brjóta í bága við ákvæði EES-samningsins framanaf. Einkaréttur ÁTVR til innflutnings á áfengi var afnuminn í desember 1995 og innflytjendum og framleiðendum heim- ilað að dreifa vörum sínum til þeirra sem hafa heimild til að endurselja áfengi, þ.e. ÁTVR, veitingastaða sem hafa vín- veitingaleyfi og fríhafna. ESA hefur gefið það út að heildsala áfengis í höndum rík- isins samrýmist ekki Evrópurétti. Hins vegar hefur dóm- stóllinn komist að þeirri niðurstöðu að einkasala ríkisins í smásölu á áfengi brjóti ekki gegn Evrópurétti, ef jafnréttis er gætt við innkaup. Við gildistöku nýrra áfengislaga í júlí 1998 tók Ríkislög- reglustjóraembættið við því hlutverki af fjármálaráðuneyt- inu að gefa út heildsöluleyfi vegna áfengis. Samkvæmt upp- lýsingum frá embættinu höfðu um 70 fyrirtæki hér á landi slíkt leyfi þá en þau eru nú um 80. Leyfin eru eingöngu gefin út til fyrirtækja, ekki einstaklinga. Að jafnaði hafa um 10–15 áfengisleyfi verið gefin út á ári frá því Ríkislögreglustjóra- embættið tók við útgáfu þeirra. Fjölgunin frá árinu 1998 hefur þó ekki orðið meiri en raun ber vitni vegna þess hve mörg fyrirtæki hætta í þessari starfsemi á móti þeim sem byrja, samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóraembættinu. Stóra skrefið 1995 Jón Páll Haraldsson, fram- kvæmdastjóri og einn af eigendum víninnflutn- ingsfyrirtækisins Eðal- víns ehf., segir að þær miklu breytingar sem orðið hafi í áfengismál- um hér á landi á umliðn- um árum hafi hafist er sala á sterkum bjór hafi verið leyfð aftur á árinu 1989. Um svipað leyti hafi reglum ÁTVR verið breytt á þann veg að heildsalar hafi getað flutt inn vín, sem veit- ingahús hafi getað tekið út á frísvæði í gegnum ÁTVR. Úrvalið af vínum hafi stóraukist hér á landi vegna þessa samhliða sölu á sterkum bjór. Í kjölfarið hafi neysluvenjur neyt ast. Stóra skrefið segir Jón Páll að hafi sí ember 1995 er einkaréttur ÁTVR til i var afnuminn. Þá hafi samkeppni aukist mikið milli innflytjenda og hreinsast hafi mikið til innan þess geira. Þeir sem hafi verið reiðubúnir til að leggja á sig þá vinnu sem til hafi þurft hafi staðið upp úr. Aðrir hafi hætt. Að sögn Jóns Páls fóru þjónar að setja sig meira inn í það sem í boði var á vínmarkaði í kjölfar aukins framboðs fyrir rúmum áratug. Hann segir næsta víst að það hafi smitað út frá sér og leitt til aukins áhuga neyt- enda. Þegar stóra stökkið hafi svo komið í árslok 1995, með nýjum reglum ÁTVR, hafi ákveðin hugar- farsbreyting þegar átt sér stað hvað vín varðar. Jón Páll segir að verð á vínum hafi al í kjölfar hinna miklu breytinga sem markaði á árinu 1995. Þar að auki hafi k vín fyrir svipað verð og áður þekktist, lækkun. Þetta hafi án efa haft áhrif til a Heiðarleg en hörð samkeppni Birgir Hrafnsson, eigandi og framk áfengisheildsölu, Bakkusar ehf., segir menn áfengis urðu jafnframt innflyt 1995, hafi samkeppni um viðskiptavinin milli inflytjendanna. Samkeppnin hafi hörð en heiðarleg. Þetta hafi m.a. leitt a að fá margar góðar víntegundir hér á veitingahúsum. Birgir var framkvæmdastjóri áfengi ar í um 12 ár, en Lind var dótturfélag Breyttar ney og aukin áf Sterkur bjór, EES, aukið úrval og bætt aðgengi eru meðal þess sem skýrir breyttar neysluvenjur og aukna áfengissölu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.