Morgunblaðið - 03.07.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 03.07.2003, Síða 1
3. júlí 2003 Skipasmíðar í Hafnarfirði, nýir smá- bátar, fiskmarkaður á Þórshöfn og sala á fiski í Bretlandi og Þýzkalandi Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu ÞEIR slá ekki slöku við fé- lagarnir sem róa á skaki á Ármanni SH frá Ólafsvík, þrátt fyrir að þeir séu af léttasta skeiði. Það eru þeir Jón Steinn Halldórsson 77 ára, sem hefur verið fengsæll skipstjóri í tugi ára, og Bjarni Ólafsson fyrrum pósthússtjóri, að verða 80 ára hinn þriðja ágúst. Hefur hann stundað handfæraveiðar í fjölda ára. Lík- legast eru þetta með elztu mönnum sem stunda sjóinn á Íslandi í dag. Morgunblaðið/Alfons Íslands Hrafnistumenn TÆKNIFYRIRTÆKIÐ Marport hefur gert samning við kanadíska fyrirtækið CSI Wireless um sölu á nýjum GPS-áttavita á alheimsvísu. Samningurinn við CSI Wire- less hljóðar upp á um tvær milljónir Banda- ríkjadollara en gert er ráð fyrir því að velta Marport geti orðið um 4 milljónir dollara, yfir 300 milljónir íslenzkra króna. Marport hefur undanfarin ár náð góðri fótfestu á markaðnum fyrir nema fyrir veið- arfæri og felur slíka nema víða um heim, en þá mest í Evrópu. Salan á áttavitanum sem verður markaðssettur undir nafninu Comp- assPoint er að hefjast, en gert er ráð fyrir að hún nái til allra heimshluta og geti þann- ig stuðlað að aukinni sölu á veiðarfæranem- unum. Byrjað á veiðarfæranemum „Við byrjuðum á framleiðslu veiðarfæra- nema 1996 í samvinnu við fyrirtæki í Seattle í Bandaríkjunum, sem heitir Stout Marine,“ segir Óskar Axelsson, fram- kvæmdastjóri og einn eigenda Marports. „Þetta þróaðist svo hjá okkur í það að gera nemana samhæfða fyrir annað búnað af sama og svipuðu tagi, sem er á markaðnum, fyrst og fremst frá Scanmar. Við keyptum svo fyrirtækið í Seattle síðasta haust. Þar erum við með 7 manns í vinnu. Öflugt fyr- irtæki í Kanada hefur síðan slegizt í hópinn sem fjórðungs eigandi og það styrkir stöðu okkar á markaðnum vestan hafs verulegu.“ Selt undir okkar vörumerki „Svo fengum við þennan samning um sölu á GPS-áttavitanum til að einskorða okkur ekki við veiðarfæranemana og geta fært út kvíarnar. Samkvæmt samningnum verður þetta selt undir okkar vörumerki og í gegn um okkar sölunet um allan heim. Þegar CSI Wireless fær fyrirspurnir frá löndum eins og Ástralíu, Nýja Sjálandi eða Kóreu, er þeim einfaldlega beint beint til okkar. Það hefur meðal annars leitt til þess að við erum að komast af stað í Kóreu. Það er tekið eftir því um allan heim hvað Íslendingar eru að gera í sjávarútvegi. Þeir njóta virðingar á alþjóða vísu fyrir að skara fram úr í veiðum og vinnslu og við njótum þess, þeg- ar við erum að flytja út íslenzkt hugvit fyrir sjávarútveginn. Með þessum aukna styrk sem við erum að fá inn í fyrirtækið, er hafin þróun á frekari búnaði, sem gæti farið að líta dagsins ljós fyrir árslok,“ segir Óskar. Hann segir að það sé líka mjög mikils virði að stærri út- gerðir á Íslandi eins og Sam- herji hafi staðið vel við bakið á fyrirtækinu með því að skipta við það. Einnig eigi Marport góðan stuðn- ing í Færeyjum. Þar eigi fyrirtækið þriðj- ungs hlut í fyrirtækinu Vikmar p/f sem sér- hæfir sig í sölu og þjónustu á siglinga- og fiskileitartækjum. „Við erum nú að fara með veiðarfæranemana okkar inn í höfuðvígi Scanmar, Noreg, og teljum okkur eiga góða mögu- leika þar. Eitt af því sem við höfum umfram aðra á þessu sviði er að það er hægt að gera við nemana hjá okkur, en ekki hina. Með því geta menn sparað töluverðan pening. GPS-áttavitinn er svo afar handhæg lausn og ódýr, sem býr yfir mikilli nákvæmni og er ekki síðri en mun dýrari tæki. Skekkjumörk eru til dæmis innan við hálfa gráðu. Hann er því orðinn raunhæfur kostur fyrir minni báta en áð- ur. Loks get ég nefnt hraðamæli sem er al- gjör nýjung. Það er mælir sem festur er innan á byrðing skipanna og mælir hraða skipsins á sjónum mjög nákvæmlega,“ segir Óskar. Marport semur um sölu á GPS-áttavita Óskar Axelsson Samningurinn við kanadíska fyrirtækið CSI Wireless hljóðar upp á tvær milljónir dollara TRACKWELL Software skrifaði nýlega undir samning við fiskveiði- yfirvöld í Litháen um uppsetningu og rekstur fiskveiðieftirlitskerfis. TrackWell hefur þróað kerfið í sam- starfi við Landhelgisgæslu Íslands og sjávarútvegsráðuneytið og er það eitt hið besta sem völ er á í dag. Kerfið hefur þegar verið sett upp og er komið í notkun við fiskveiðieft- irlit í Litháen. Fiskveiðieftirlitskerfið tekur við upplýsingum frá gervihnetti um staðsetningu skipa og birtir þær á landakorti. Einnig tekur það við aflaskýrslum og tilkynningum um ferðir inn og út af veiðisvæðum. Þessar upplýsingar eru sendar áfram rafrænt til annarra ríkja eða alþjóðlegra stofnana eftir því sem við á, samkvæmt tvíhliða samning- um og fjölþjóða samþykktum. Kerfið styður m.a. allar kröfur um upplýsingagjöf og samskipta- reglur sem settar hafa verið af Norðaustur-Atlantshafsfiskveiði- nefndinni (NEAFC) og Norðvestur- Atlantshafsfiskveiðistofnuninni (NAFO). Fiskveiðieftirlitskerfið frá Track- Well er í notkun á Íslandi hjá Land- helgisgæslunni og Fiskistofu, í Færeyjum hjá Vaktar og Bjargingartænastan, hjá NEAFC í London, NAFO í Kanada og nú í Litháen. Kolbeinn Gunnarsson, þróunar- stjóri TrackWell, segir að þeir séu ánægðir með að þessi samningur sé í höfn. Einnig sé verið að ræða við hin Eystrasaltslöndin og viðræður um uppsetningu kerfisins í Alaska séu einnig komnar á góðan rekspöl. „Söluferli á svona búnaði er langt, en það virðist vera að lifna yfir markaðnum. Mörg lönd hafa þegar komið sér upp svona eftirlitskerfi, en hjá einhverjum þeirra er komið að endurnýjun. Við vonum því bara það besta og reynum að koma kerf- inu okkar á framfæri sem víðast,“ segir Kolbeinn Gunnarsson. Fiskveiðieftirlit fyrir Litháen MSC-fiskborgari FYRIRTÆKIÐ Brakes hefur hafið sölu á fiskborgara úr hok- inhala frá Nýja Sjálandi, sem hef- ur verið vottaður af samtökunum Marine Stewardship Council. Fisk- borgarinn gengur undir nafninu Fishwich. Brakes er nýtt nafn á fyrirtæk- inu bake Bros, sem hefur nýlega tekið upp nýja markaðsstefnu og sérhæfir sig í dreifingu á mat- vælum, frystum og ferskum fiski og grænmeti. MIKIÐ af rækju hefur verið að berast til Hólma- drangs á Hólmavík að undanförnu. Á mánudag var landað úr rækju- frystitogaranum Rauð- anúpi á Hólmavík. Skipið var með um 150 tonn af rækju og eru um 80% farmsins iðnaðarrækja sem fór til vinnslu hjá Hólma- drangi á Hólmavík. Síðastliðinn laugardag var landað um 300 tonnum af rækju á Hólmavík úr flutningaskipi sem kom með rækjuna vestan af Flæmska hattinum til vinnslu hjá Hólmadrangi. Það er því nóg af hráefni þessa dagana á Hólmavík og til viðbótar eru fimm rækjubátar frá Hólma- vík og Drangsnesi að veiðum, sem leggja upp afla sinn hjá Hólmadrangi. Unnið er á einni vakt hjá Hólmadrangi – frá kl. 8 til 16.30. Sex til átta eru í sumarafleysingum hjá fyrirtækinu í sumar. Vinnsluhlé verður tvær fyrstu vikurnar í ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Mikið af rækju til Hólmadrangs BREZKA samsteypan Young’s hefur náð því marki að selja sjáv- arafurðir fyrir 150 milljónir punda, 18,9 milljarða króna. Fyr- irtækið var endurskipulagt fyrir þremur árum með samruna við Blucrest og nýjar afurðalínur kynntar í mikilli auglýsinga- herferð. Young’s var upphaflega stofnað árið 1805 og var fjöl- skyldufyrirtæki. Það er nú bæði í smásölu á frystum og ferskum fiskafurðum og í heildsölu á freð- fiski. James Turton, yfirmaður markaðsmála hjá fyrirtækinu, segir að átakið hafi tekizt mjög vel og átt sinn þátt í því að auka fiskneyzlu á Bretlandseyjum. Fiskneyzlan hefur aukizt um 6% á síðustu 12 mánuðum. „Fiskur fellur mjög vel að vaxandi áherzlu á hollustu í mataræði og þægilegri matreiðslu. Young’s býr yfir styrk, hugmyndaauðgi og hráefni til að hafa veruleg áhrif á neyzluvenjur Breta,“ seg- ir Turton. Góður gangur hjá Young’s

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.