Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 3
HONUM finnst að Óseyjarmenn standi sig bara fjandi vel. „Ég held að það megi bara hæla þeim fyr- ir að þeir skuli standa sig í samkeppninni. Þetta er eina skipasmíðastöðin á Íslandi sem gerir það.“ Það er Jónas Jóhannsson, útgerðarmaður Geirs ÞH 150 frá Raufarhöfn, sem hefur orðið. Báturinn hans var smíðaður hjá Ósey í Hafnarfirði, afhentur árið 2000 og hefur reynst vel í alla staði. „Þetta byrjaði nú svoleiðis að þegar þetta Kínadæmi hófst langaði mig til þess að láta smíða fyrir mig bát fyrst þeir áttu að vera svona ódýrir. En þegar ég fór að skoða málið nánar leist mér ekki eins vel á það og í fyrstu og bauð Halla [Hallgrími hjá Ósey] upp á að þótt báturinn yrði fimmtán milljónum króna dýrari hjá honum mætti hann smíða hann.“ Báturinn er mjög rúmgóður og mjög þægilegur, segir Jónas. „Við getum verið á netum og snurvoð samtímis, við þurfum t.d. aldrei að hreyfa við neinu á meðan við erum með þessi tvö veiðarfæri.“ Jónas segir að Geir sé mjög gott sjóskip. „Hann er eins og önd, hann fer bara upp á ölduna og það brýtur aldrei á honum.“ „Við erum búnir að gera Geir út í þrjú ár og höfum ekki þurft að gera við neitt, það hafa engir byrjunarerfið- leikar komið upp. Við fórum á veiðar tveimur dögum eftir að við komum heim með bátinn og höfum ekki stoppað síðan.“ Eins og önd á öldunni ekki nema um 17–18% af heildarverði skips, verðmætin liggi í öllum hinum búnaðinum. „Þetta er svo margþætt og skipin sem fara úr landi eru ekkert ann- að en fljótandi sölubásar,“ segir Hall- grímur. Hvað er frétt? Umfjöllun íslenskra fjölmiðla hefur verið ábótavant, að mati Hallgríms, þegar kemur að útflutningi skipa. Hann segir að í fyrra og hittifyrra hafi fyr- irtækið fengið mikla umfjöllun úti í Færeyjum vegna nýsmíðaverkefna fyr- ir færeyskar útgerðir. Hann tekur sem dæmi að á sama tíma og ríkti nánast þjóðhátíðarstemn- ing í Færeyjum vegna afhendingar nýs báts frá Íslandi hafi eina fréttin í ís- lenskum fjölmiðlum sem tengdist sjáv- arútvegi í Færeyjum þann daginn verið af því að verið var að leggja tveimur skipum í Færeyjum. Ef þrjátíu ára gamalt skip sé að koma úr breytingu í t.d. Póllandi fylli það alla fjölmiðla hér en á sama tíma sé varla minnst á inn- lenda nýsmíði hér og útflutning. „Mér finnst það oft dálítið skondið hvernig menn segja fréttir,“ segir Hall- grímur. Gengissveiflurnar erfiðar „Það má segja að vaxtastigið og krónan okkar séu erfiðustu þættirnir í rekstr- inum. Sveiflurnar eru erfiðastar. Þær eru alltof miklar. Menn geta kannski lært að lifa við krónuna háa en ekki þessar miklu hreyfingar.“ Þó að krónan hafi styrkst síðasta hálfa árið hafi dreg- ið úr sveiflunum. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir yrirtækinu. Nýsmíði Óseyjar hefur reynst vel. Útgerðarmaður Geirs ÞH 150 frá Þórshöfn er einn ánægðra viðskiptavina. Morgunblaðið/Golli á eftir öðru en það er barningur á Evrópumarkaði Morgunblaðið/Golli astjóri Óseyjar, í dráttarbrautinni með dregin út úr henni á loftpúðum. hægt með því að láta smíða skrokkana í Póllandi eða annars staðar. Skipin sem hafa verið seld til Fær- eyinga nú þegar eru fjögur, það fimmta er í smíðum og á að afhendast í sept- ember nk. Skip númer sex og sjö verða smíðuð í samstarfi við Þorgeir og Ellert á Akranesi. Þau skip á að afhenda í maí á næsta ári. Skrokkarnir eru í smíðum í Póllandi. Ósey mun smíða vindubúnað í bæði skipin. Margfeldisáhrifin mikilvæg Um þessar mundir starfa þrjátíu og sex menn hjá fyrirtækinu og með verktök- um lætur nærri að Ósey skapi um fimmtíu störf. Skipin sem smíðuð eru í Ósey eru teiknuð hjá þeim af Vigni Demussyni skipatæknifræðingi. Fyrirtækið er með eigin dráttarbraut og spilsmíðin er stór þáttur í rekstrinum. Að auki er ýmiss konar járnsmíðavinna fyrir Alcan í Straumsvík. Togbúnaður frá Ósey er í um eitt hundrað skipum og er þá átt við allan búnaðinn. Það er ekki neitt uppgjafarhljóð í Hallgrími. Þrátt fyrir að erfitt sé að komast inn á Evrópumarkað eins og áð- ur var komið inn á hjálpar að beinar niðurgreiðslur til skipasmíðastöðva eru að mestu úr sögunni. Hallgrímur talar um margfeldisáhrif blómlegs skipaiðnaðar. Mikil þekking hafi orðið til í kringum iðnaðinn sem týnist ef ekki verði haldið áfram að smíða skip á Íslandi. Margskonar þekk- ing og verkkunnátta tengist skipasmíð- um, ekki sé bara um að ræða sjálfa smíði skrokksins. Skipsskrokkur sé vrópumarkaði ninginn um EES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 D 3 NÚR VERINU Spjaldadælur Einfaldar, tvöfaldar, þrefaldar Stærðir: 6 - 227 cm3/sn. T6 240 bar, T7 300 bar Spilverk ehf. Skemmuvegi 8, 200 Kópavogi, sími. 544 5600, fax. 544 5301 ÞJÓNUSTA við útgerðarmenn á Þórshöfn eykst nú með tilkomu ný- stofnaðs fyrirtækis en það er Fisk- markaður Þórshafnar ehf. og er þessu nýja fyrirtæki ætlað að þjóna bátum á norðausturhorni landsins. Fyrstu bátarnir sem lögðu afla sinn upp hjá markaðnum voru Litlanes ÞH 52 og Geir ÞH 150 en eigendur þeirra eru Óli Ægir Þorsteinsson og Jónas Jóhannsson, báðir heima- menn á Þórshöfn. Fjöldi báta hefur gert út frá Þórshöfn undanfarin ár, einkum á sumrin, svo löngu var orðið tíma- bært að bæta þjónustuna en slæg- ingarþjónusta er einnig í boði, að sögn Jóhannesar Stefánssonar sem nú veitir fiskmarkaðnum forstöðu. „Aðstaða hjá Fiskmarkaði Þórs- hafnar er eins og best verður á kos- ið; þar er stór kælir, íssala og end- urvigtun á afla og markaðurinn væntir þess að eiga mikil og góð samskipti við sína viðskiptamenn,“ sagði Magnús Helgason fram- kvæmdastjóri. Fiskmarkaður á Þórshöfn Morgunblaðið/Líney Jóhannes Stefánsson (t.h.), for- stöðumaður Fiskmarkaðs Þórshafnar ehf., ásamt Óla Ægi Þorsteinssyni, út- gerðarmanni á Litlanesi ÞH, sem fyrstur lagði upp afla sinn hjá markaðnum. SAMSKIP og þýska skipasmíða- stöðin J.J. Sietas í Hamborg hafa gert með sér samning um smíði tveggja gámaskipa sem verða tilbúin til af- hendingar árið 2005. Er þeim ætlað að leysa af hólmi núverandi skip, Arn- arfell og Helgafell. Nýju skipin eru hönnuð til að full- nægja kröfum Samskipa og viðskipta- vina þeirra. Er miðað við að þau geti þjónað sömu höfnum og núverandi skip félagsins auk annarra hafna eftir atvikum. Skipin verða svokölluð „græn skip“, þ.e. olíutankar liggja ekki beint að sjó, sem er gert til að draga úr hættu á olíumengun við strand eða árekstur. Flutningsgeta hvors skips um sig verður 908 tuttugu feta gáma- einingar og burðargeta allt að 10.950 tonn. Lengd hvors skips verður 137,5 metrar og ganghraði um 18,2 hnútar og verða þau búin öflugum þver- skrúfum til að stjórnhæfni þeirra verði eins og best verður á kosið. Að- alvélar verða 8.400 kW og ætlaðar til að brenna þungri olíu en þær verða einnig útbúnar með öflugum ásraföl- um. Þá munu skipin geta flutt helstu gámaeiningastærðir og verða með að lágmarki 200 tengla fyrir frystigáma. Tveir öflugir gámakranar verða á hvoru skipi. Allir í áhöfninni munu hafa sérherbergi með snyrtingu. Samið um smíði tveggja nýrra skipa fyrir Samskip Teikning af öðru hinna nýju skipa Samskipa. „HAGSMUNUM Noregs hefur enn verið varpað fyrir róða til að koma á friði milli Noregs og Íslands í utanríkismálum,“ segir Sigurd Teige, formaður samtaka norskra útvegsmanna. Þetta kemur fram í norska sjáv- arútvegsblaðinu Fiskaren, en þar segir Teige það vera mikil vonbrigði að samið hafi verið við Íslendinga um alls um 15% heildarkvótans. Norð- menn hafi aðeins náð einu prósenti af hlut Íslands og það gerist á sama tíma og Íslendingar auki veiðiheim- ildir sínar í norsku lögsögunni úr 5.900 tonnum í 12.900 tonn. „Norðmenn hafa með þessu kast- að frá sér verðmætum sem nema um hálfum milljarði króna, (fimm millj- örðum íslenzkra) í útflutningstekjur. Verðmætum sem norskum útvegi á barmi gjaldþrots veitir ekkert af,“ segir Teige. Hann segir að mikið beri á milli þess sem stjórnmálamennirnir lofi og þess sem þeir semji um og að þessi samningur muni verða til hins verra í viðleitninni til þess að semja um langtímaskiptingu síldarinnar. Utanríkisráðherrann, Jan Peter- sen, er alls ekki sammála. „Það gleð- ur mig að við höfum náð samkomu- lagi um áframhaldandi stjórnun síldveiðanna byggðu á réttlátari skiptingu. Hagsmunir bæði Noregs og Íslands felast í því að síldarstofn- inn sé nýttur á ábyrgan hátt eins og aðrar lifandi auðlindir. Það hefur gíf- urlega þýðingu fyrir samfélagið. Áframhald samstarfsins um síldina er sameiginlegt langtímahagsmuna- mál okkar beggja,“ segir Petersen í Fiskaren. Óánægja með síldarsamning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.