Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2003 11 Afgreiðsla Herjólfs í Vestmannaeyjum, sími 481 2800 ar gu s - 03 -3 15 Í tilefni af Goslokahátíð í Vestmannaeyjum 3.–6. júlí bjóða Samskip þér í skemmtisiglingu um hið heillandi Eyjasvæði laugardaginn 5. júlí. Lagt er frá Básaskersbryggju kl. 16.30 og tekur siglingin röska klukkustund. Á leiðinni veitir sögufróður Eyjamaður innsýn í töfraheim og náttúru svæðisins. Goslokatilboð verður á ýmsum freistandi veitingum. Laust er fyrir farþega í ferðir með Herjólfi á milli lands og Eyja á Goslokahátíðina! Má bjóða þér í skemmtisiglingu um Eyjarnar með Herjólfi? RANNVEIG Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingar, er ósátt við að ríkisstjórnin hafi sett bráða- birðgalög sem staðfesta tilskip- un Evrópusam- bandsins um við- skipti með eldisfisk. Lögin voru sett sl. þriðjudag til þess að hnekkja innflutnings- banni Íra og Breta á lifandi eldisfiski, seiðum og frjóvguðum hrognum frá Íslandi. „Í fyrsta lagi er ég að gagnrýna landbúnaðarráðherra fyrir að hafa ekki haldið betur á þessum málum á kjörtímabilinu. Hann kemur með tillögu um að lögleiða þessa tilskip- un á lokadögum þingsins og þá var ákveðið að geyma málið og kalla eftir umsögnum í sumar og vinna það í haust,“ segir Rannveig. Rannveig gagnrýnir að landbún- aðarráðherra skuli kynna þetta mál á þeim forsendum að það snúist um varnir gegn fiskisjúkdómum en hún telur að með því sé athygli dregin frá umhverfisþáttum máls- ins. Viðhorf til bráðabirgðalaga hefur breyst á síðustu árum Hún gagnrýnir einnig að bráða- birgðalög hafi verið sett í málinu. „Það er svo gleðilegt að hin síðustu ár hefur viðhorf til bráðabirgðalaga breyst mjög. Það er algjört stílbrot hjá þessari ríkisstjórn að koma á miðju sumri með bráðabirgðalög í viðkvæmum málum,“ segir Rann- veig. Rannveig segist telja að Íslend- ingar hefðu getað fengið undan- þágu frá tilskipuninni ef málið hefði verið rekið fyrir Evrópudómstóln- um: „Það er til danskt fordæmi um innfluttar hunangsflugur sem talið var að myndu keppa við og bland- ast staðarstofninum þar þannig að honum stæði hætta af. Evrópudóm- stóllinn dæmdi þetta mál Dönum í vil svo þeir fengu þessa undanþágu. Ég tel að laxinn sé algjörlega sam- bærilegur. Þessi tilskipun er því vistfræðilegt málefni sem snertir bæði náttúruverndarlöggjöf og al- þjóðasamninga okkar.“ Ýmsar leiðir sem ráðuneytið hefur ekki skoðað Rannveig bendir á að andstæð- ingar tilskipunarinnar hafi fengið Stefán Má Stefánsson prófessor til að vinna fyrir sig álit um málið. „Hann bendir á þrjár leiðir, sem hann telur færar, til þess að kom- ast hjá innleiðingu tilskipunarinn- ar. Bara með því að skoða umsögn Náttúrufræðistofnunar og það sem Stefán Már hefur verið að vinna, kemur maður auga á leiðir sem maður furðar sig á að landbúnaðar- ráðuneytið hafi ekki skoðað,“ segir Rannveig. Rannveig Guðmundsdóttir og Óðinn Sigþórsson um bráðabirgðalög um viðskipti með eldisfisk Er ósátt við að ríkisstjórnin hafi sett bráðabirgðalög Rannveig Guðmundsdóttir FORMAÐUR Landssambands veiðifélaga, Óðinn Sigþórsson, seg- ist hafa orðið fyrir vonbrigðum með bráðabirgðalög ríkisstjórnarinn- ar um viðskipti með eldisfisk. Verið sé að tefla í tvísýnu miklu stærri hagsmun- um, þ.e. nýtingu laxveiðihlunninda á Íslandi til lengri tíma. Sú atvinnugrein velti líklega um þremur milljörðum á ári á meðan útflutningsverðmæti hrogna og seiða hafi á síðasta ári numið 130 milljónum króna. Vonast Óðinn til þess að laga- setningin verði lagfærð í meðförum Alþingis, þar sem um bráðabirgða- lög sé að ræða. Landssamband veiðifélaga muni beita sér af alefli í þeim tilgangi að viðhalda algjöru innflutningsbanni á lifandi eldis- fiski, seiðum og hrognum. Hann segir landssambandið hafa lagt í mikla vinnu í því skyni að viðhalda banninu, þrátt fyrir að tilskipun Evrópusambandsins yrði lögleidd að öðru leyti. Skýrar undanþágu- heimildir séu til staðar, bæði í EES-samningnum sjálfum og til- skipuninni sjálfri, til að vernda inn- lenda dýrastofna. Telur Óðinn það ekki duga að setja reglugerð sem koma eigi í veg fyrir innflutning frá löndum sem hafi slakar sjúkdómavarnir. Sé eitt- hvað bannað með lögum þá sé ekki hægt að leyfa það með reglugerð á eftir. „Við erum mjög ósáttir við að þetta hafi verið gert núna, að við teljum að alltof óathuguðu máli. Einnig gagnrýnum við mjög ákveð- ið að lagasetningin tekur eingöngu til hættu á smitsjúkdómum en ekki síðri hætta stafar af innflutningi framandi laxastofna sem blandast síðar villtum stofnum,“ segir Óðinn. Vonast eftir lag- færingu á Alþingi Óðinn Sigþórsson UM ÞRJÁTÍU sumartónleikaraðir og sumartónlistarhátíðir eru haldnar hér á landi í ár og nær tónleikahaldið til allara landsfjórð- unga. Mest ber á sígildri tónlist en einnig er að finna hátíðir helgaðar djass- og blústónlist, þjóðlaga- og heimstónlist og popp- og rokk- tónlist. Sumartónleikaröð í Skálholti árlega síðan 1975 Elsta tónleikaröðin er Sumar- tónleikaröðin í Skálholti sem stofnað var til 1975. Í vor bættist við ný tónlistarhátíð á Vest- fjörðum, Við Djúpið, sem í fyrstu atrennu náði til Ísafjarðar og Bol- ungavíkur, en er ætlað að ná til fleiri staða við Ísafjarðardjúp í framtíðinni. Flestir tónleikanna eru á lands- byggðinni og hlutfall sumar- tónleika þar er mun hærra en í Reykjavík. Á Ólafsfirði er bæði haldin djass-, blús-, og heimstón- listarhátíðin Blue North í júní, en einnig Berjadagar í ágúst, með sí- gildri tónlist. Í næsta bæjarfélagi, Siglufirði er Þjóðlagahátíð haldin í júlíbyrjun. Af sveitum landsins á Mývatnssveit metið með þrjár mis- munandi hátíðir, en þar hefst sum- arið með hátíðinni Músík í Mý- vatnssveit um páska, í júní er þar Kórastefna og í júlí og ágúst eru Sumartónleikar í Reykjahlíðar- kirkju. Á Egilsstöðum og í Stykk- ishólmi eru líka tvær mismunandi hátíðir á hvorum stað, djass og ópera á Egilsstöðum, og djass og klassík í Stykkishólmi. Í Reykjavík er reglulegt tónleikahald allt sum- arið bæði í Hallgrímskirkju og í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, en síðsumars bætist Sumarópera Reykjavíkur við, en hún tók til starfa í fyrrasumar. Á Akureyri virðist djassinn eiga sér hljóm- grunn, en þar eru bæði reglulegir djasstónleikar í Deiglunni sum- arlangt en auk þess djasshátíð kennd við Django Reinhardt í ágústbyrjun. Auk þess er reglu- legt tónleikahald með sígildri tón- list í Akureyrarkirkju yfir sum- arið. Stærsta popp- og rokktónlist- arhátíðin, Icelandic Airwaves, sem haldin er í Reykjavík nær sumri samkvæmt dagatalinu, en hún er haldin vikuna fyrir fyrsta vetrar- dag. Mikill vöxtur er í skipulögðu tónleikahaldi yfir hásumarið og geta þeir ferðamenn sem hug hafa á, gert ráð fyrir möguleikanum á tónleikaferð, nánast hvar sem er á landinu.                      !"#!   $             "  %  & '  (    *                                  % +,       -    &  ) .!"/! 0       !1!              + ** 2    +         !        2      1!    /!  ! +   2   !".!   3   34) )       ,  5      6    7!"7 !                    5   )   78!"71!     ,   9 :,  2    ! +  ;  #!"<! ! &             "  6     6  *=    <!"7>!                  "  &   ?    @   !"1!  !           %  & '  (    *          :     ! &   :    /!" !   ;A6B2%-6C %  & '  ( )    *                 D      :    "    )  )                     ) 7<!">!     ,    )        EF F 2 G) 7 !"7.!   * &  = C             Tónlist um allt land í sumar „RÁÐUNEYTIÐ setur þessar regl- ur og við framfylgjum þeim,“ segir Garðar Gunnarsson, formaður Landssambands íslenskra aksturs- íþróttafélaga, LÍA, og vísar til þess að samkvæmt ákvörðun dómsmála- ráðuneytisins megi 14 ára unglingar keppa í kartakstri og meðan svo sé sé ástæðulaust að amast við því. Stefán Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Reis-bíla, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í fyrradag að LÍA leyfi 14 ára unglingum „að kaupa sér bíl og fara beint að keyra án þess að nokkuð sé á undan geng- ið…Það gengur ekki upp að setja unglinga á þessum aldri í keppnisbíl sem fer í 100 km hraða á innan við fimm sekúndum.“ Hann segir einnig að 14 ára drengur hafi velt bíl sínum í keppni í Hafnarfjarðarhrauni um helgina, sem sé víti til varnaðar. Garðar segir að það sé rangt hjá Stefáni að um reglugerð LÍA sé að ræða. „Þetta eru ekki reglur LÍA heldur reglur frá dómsmálaráðu- neytinu og það er svolítið mikill mun- ur,“ segir hann og bætir við að á meðan landslög segi að 14 ára megi keyra í kartakstri þá sé ekkert við því að segja. Að sögn Garðars veitist Stefán ómaklega að 14 ára unglingnum í samtalinu, en tilfellið sé að viðkom- andi drengur uppfylli öll skilyrði LÍA. Hann hafi verið með uppáskrif- að leyfi frá foreldrum, tryggingar, öryggisbúnað í lagi og síðast en ekki síst hafi hann sýnt og sannað að hann væri hæfur til keppni. Garðar leggur áherslu á að enginn sé neyddur til að taka þátt í kartakstri. LÍA um aldur keppenda í kartakstri Framfylgjum reglum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.