Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BAUGUR hefur hækkað tilboð sitt í bresku leikfangaverslunina Hamleys í 254 pens á hlut og hefur þegar tryggt sér 36,1% hlut í félaginu. Til- boðið er 10,4% hærra en tilboð Tims Waterstone, sem síðastliðinn föstu- dag bauð 230 pens á hlut. Að morgni sama dags hafði Baugur boðið 226 pens, sem var hækkun frá fyrra boði Baugs, sem hljóðaði upp á 205 pens á hlut. Samtals hefur Baugur því hækk- að tilboð sitt um 24% og núgildandi tilboð Baugs er 101% hærra en loka- verð Hamleys áður en tilkynnt var um miðjan mars að yfirtökutilboð væri væntanlegt. Jón Scheving Thorsteinsson fram- kvæmdastjóri Baugs id segir að boð Baugs sé mjög gott og að Baugur sé í betri aðstöðu en keppinauturinn Wat- erstone til að bjóða hærra verð fyrir hlutabréf í Hamleys. Ástæðan sé sú að Baugur hafi framkvæmdastjóra Hamleys með sér og þeir hafi staðið sig mjög vel og snúið rekstri félagsins við. Tveir af framkvæmdastjórum fé- lagsins eiga hlut í fyrirtækinu Soldier á móti Baugi, en það fyrirtæki var ný- lega stofnað sérstaklega til að leggja fram tilboð í Hamleys. Waterstone metur stöðu sína Jón segir að í tilboðslýsingu Water- stone komi fram að hann hyggist nota fjárstreymi Hamleys til að fjármagna Daisy & Tom-leikfangaverslanirnar sem hann rekur, en að Baugur hygg- ist nota fjárstreymið til að byggja upp félagið sjálft og að Baugur hafi trú á framtíð þess. Spurður að því hvort Baugur sé að bjóða þetta hátt verð fyrir bréfin til að yfirtakan mistakist ekki og að Baugur fái ekki slæmt orð á sig í Bretlandi segir Jón að það sé eins hægt að fá á sig slæmt orð fyrir að greiða of hátt verð og það sé ekkert betra. Baugur hafi aldrei tapað peningum á fjárfest- ingum sínum í Bretlandi og ætli sér ekki heldur að gera það að þessu sinni. Jón bætir því við að Baugur hafi áhyggjur af því að ef langur tími líði án þess að niðurstaða fáist um eign- arhald Hamleys þá muni það hafa vond áhrif á félagið og það eigi þátt í að ákveðið hafi verið að hækka tilboð- ið í 254 pens. Talsmaður Waterstone vildi lítið láta hafa eftir sér vegna þessa nýja tilboðs Baugs. Hann sagði aðeins að Waterstone væri að meta stöðuna og velta því fyrir sér hvort hann myndi bjóða hærra verð. Samkvæmt tilkynningu Tims Wat- erstone til kauphallarinnar í London áður en nýtt tilboð Baugs kom fram hafði hann tryggt sér 21,4% hlut í Hamleys. Þar af átti hann 15,2% og hafði aflað sér samþykkis eigenda 6,2% hlutafjárins til viðbótar. Það samþykki var háð því að ekki kæmi annað tilboð sem væri hærra en 253 pens, en eins og áður segir hljóðar til- boð Baugs upp á 254 pens. Waterstone braut reglur Í Bretlandi er sérstakur eftirlits- aðili starfandi sem fylgist með yfir- tökum, svokallað Takeover Panel, sem á íslensku gæti útlagst yfirtöku- nefnd. Yfirtökunefndin gerði í byrjun vikunnar athugasemdir við samninga sem Waterstone hafði gert við nokkra stofnanafjárfesta og lét hann fella samningana niður. Aðfinnslur yfir- tökunefndarinnar stöfuðu að sögn The Daily Telegraph af því, að Water- stone hefði brotið reglur sem kveða á um að fjárfestum sé ekki heimilt að tryggja sér ráðstöfunarrétt yfir meira en 10% hlut í félagi á innan við sjö dögum nema hafa fyrir því samþykki stjórnar félagsins sem keypt er í. Eins og fram hefur komið féllu óháðir stjórnendur Hamleys, sem fé- lagið valdi til að leggja mat á þau til- boð sem fram kæmu, frá stuðningi sínum við fyrra boð Baugs eftir að Waterstone kom fram með boð sitt upp á 230 pens. Óháðu stjórnendurnir lýstu hins vegar ekki yfir stuðningi við tilboð Waterstone, og The Daily Telegraph telur að þar kunni Water- stone að hafa misreiknað sig og þess vegna verið þvingaður til að fella nið- ur samningana. Eins og áður sagði hefur Baugur tryggt sér 36,1% í Hamleys. Þar af keypti Baugur 10,9% hlut á markaði í gær, en hafði tryggt sér 25,2% áður en tilboðið var lagt fram. Þar af voru 11,6% í eigu Baugs, sem þýðir að 22,5% bréfanna eru í eigu Baugs. Markaðsverð Hamleys miðað við til- boð Baugs er 58,7 milljónir punda, eða tæpir 7,5 milljarðar íslenskra króna. Lokagengi bréfa Hamleys í gær var 253,5 pens, eða 0,5 pensum undir tilboði Baugs. Hækkun innan dagsins var tæp 9%. Baugur búinn að tryggja sér yfir 36% í Hamleys Nýtt tilboð Baugs er 10,4% hærra en keppinautarins Hamleys hefur tvöfaldast í verði. MICROSOFT Corporation hefur keypt allt hlutafé Navision Ísland ehf. af Kögun hf., en Navision er dóttur- félag Kögunar. Hlutafé Navision er að nafnverði 500.000 krónur og greið- ir Microsoft 176 milljónir króna fyrir hlutaféð. Aðspurður segist Gunnlaugur Sig- mundsson forstjóri Kögunar vera ágætlega ánægður með söluna. Hann segir að í raun verði ekki um neina breytingu á starfsemi fyrirtækisins að ræða. Það eina sem breytist sé eignarhaldið. „Þeir leigja áfram hér hjá okkur á Lynghálsi 9, þeir hafa gert þjónustusamning við Kögun um að þjónusta fyrirtækið með sama hætti og Kögun gerði áður. Í sjálfu sér verður þetta allt eins og verið hef- ur nema eignarhaldið á hlutabréfum er annars staðar,“ sagði Gunnlaugur í samtali við Morgunblaðið. Navision Ísland er stofnað árið 1997 og er umboðs- og dreifingaraðili fyrir bókhaldskerfið Microsoft Bus- iness Solutions. Navision Ísland sér um, ásamt sölu- og þjónustuaðilum, að koma viðskiptalausnum Microsoft Business Solutions (áður Attain og Financials) og Axapta á markað. Fimm manns vinna hjá fyrirtækinu og velta þess á síðasta ári var á þriðja hundrað milljónir króna. Samkvæmt tilkynningu Kögunar til Kauphallar Íslands liggur endan- legt kaupverð ekki fyrir við undir- skrift kaup- samnings því samkvæmt hon- um skal leið- rétta kaupverð- ið til hækkunar eða lækkunar um fjárhæð sem svarar til þess sem veltufjár- munir að frá- dregnum skammtíma- skuldum eru hærri eða lægri en 14.690.000 kr. þegar endurskoðaður efnahagsreikningur dags. 30. júní 2003 liggur fyrir. Gert er ráð fyrir að endanlegt upp- gjör liggi fyrir innan 45 daga. Töluverður söluhagnaður Í tilkynningunni segir að um tölu- verðan söluhagnað verði að ræða hjá Kögun vegna viðskiptanna en hann bókfærist í reikningum félagsins á þriðja ársfjórðungi þessa árs. „Microsoft átti frumkvæði að gerð samningsins með tilboði til Kögunar um kaup á fyrrnefndu hlutafé að und- angengnum könnunarviðræðum milli aðila. Eftir að tilboðið kom fram áttu sér stað samningaviðræður sem leiddu til hækkunar á áður fram- komnu tilboði. Stjórn Kögunar er sátt við það verð sem fengist hefur fyrir Navision Ísland,“ segir í tilkynningu. Microsoft kaupir Navision Ísland Reuters -' )' /' *' &' +' (' ,' 0' -.'  $1 2'$34' 3 $5  $6 $7 $8 '$9:$34'  $ 34'   $ 34'  2$34'    $34' 9:    $34' ;; $34'$ $+ $     -.$ < $                        % &    '"  ( )   -' )' /' *' &' +' (' ,' 0' -.'  $1 2'$34' $8 '$9:$34'   $ 34'  2$34'    $34' 9:    $34' ;; $34'$ $+ $     = 4 $> $ 4   $  -.$ < $                   % &    "  ( )   ÞRÍR stærstu hluthafar í Skeljungi eiga samtals um 85% í félaginu. Þann 29. júní síðastliðinn voru fimm hluthafar sem stóðu á bak við þann eignar- hlut í félaginu, hver með yfir 10% hlut. Kaupþing Búnaðarbanki, Sjóvá- Almennar og Burðarás hafa öll aukið við hlut sinn á síðustu dögum en Shell Petroleum Co. Ltd. og Haukþing ehf. selt. Eftir viðskiptin hefur myndin breyst verulega og stærstu þrjú félögin eiga öll yfir 20% í Skeljungi. Þrír hluthafar með 85%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.