Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NOKKUR stórfyrirtæki, sem lengi hafa haft sínar höfuðstöðvar í miðbæ Reykjavíkur, eru á förum í önnur hverfi borgarinnar. Kaupþing Búnaðarbanki flytur í nýbyggingu í Borgartúni og Eimskipafélagið íhugar að flytja aðalskrifstofu sína niður í Sundahöfn svo einhver dæmi séu nefnd. Morgunblaðinu lék for- vitni á að vita hvort von væri á fyr- irtækjum í þeirra stað í miðborgina og hvort hreyfing væri á fasteign- um í miðbænum. Einar Örn Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Þróunarfélags mið- borgarinnar, segist ekki hafa heyrt af því að einhver stórfyrirtæki komi í staðinn. Hann segir stjórn Þróun- arfélagsins oft hafa lýst yfir áhyggj- um af þessari þróun. „Okkur finnst ekki eðlilegt að stórfyrirtæki, eins og fjármálastofnanir, skipafélög, ferðaskrifstofur og flugfélög, séu ekki með skrifstofur í miðborginni og helst höfuðstöðvar. Ég held að það séu fáar höfuðborgir í Vestur- Evrópu þar sem ekki eru stórar ferðaskrifstofur eða skrifstofur flugfélaga í miðborginni eins og hér hefur verið í nokkur ár,“ segir hann. Metnaðarmál fyrir borgaryfirvöld Hann telur það visst metnaðar- leysi af þessum stóru fyrirtækjum að vilja ekki vera í miðborginni, auk þess sem það ætti að vera metn- aðarmál fyrir Reykjavíkurborg og borgarstjórn að stuðla að því að stórfyrirtæki geti haft höfuðstöðvar sínar áfram í miðborginni. Hann bendir á að borgaryfirvöld gætu komið til móts við fyrirtækin með því að skapa þeim hugsanlega að- stöðu til að stækka við sig, eða með niðurfellingu á gjöldum sem gætu liðkað til fyrir þau svo þau gætu verið áfram í miðborginni. „Við telj- um að það sé um líf og dauða mið- borgarinnar að tefla til lengri tíma litið að það sé ákveðinn kjarni í mið- borg, sem er miðstöðvar þessara fyrirtækja. Ég er ekki að segja að öll fyrirtæki þurfi að vera í miðborg heldur erum við að tala um ákveðnar tegundir af fyrirtækjum. Fyrst og fremst eru það banka- og fjármálastofnanir og til dæmis skipafélög og ferðaskrifstofur,“ bendir hann á. Ástæðuna fyrir brotthvarfi fyrirtækjanna telur hann fyrst og fremst vera þá að húsnæði sé orðið þröngt, auk hugs- anlegra bílastæðavandræða. Einar Örn segir að sem betur fer sé alltaf hreyfing á málunum í hina áttina, þótt það séu ekki risafyr- irtæki. Hann nefnir Fréttablaðið sem dæmi, en það er nýflutt í mið- borgina. Hann segir ástandið ósköp svipað hjá kaupmönnum og smærri fyrirtækjum. „Það hefur reyndar verið óvenju mikið rask við Lauga- veginn undanfarið og reyndar víðar í miðborginni. Það er bæði verið að laga götur og byggja, sums staðar sem hefur ekki verið byggt um ára- bil, þar á meðal við Laugaveg,“ seg- ir hann og bætir við að það sé afar ánægjulegt að sjá að hreyfing sé komin á málið þótt fyrr hefði verið. „Það sem við horfum mest til á næstunni eru nýbyggingarnar í Skuggahverfi, þar sem á að rísa nokkur þúsund manna byggð á næstu árum og það hlýtur að styrkja miðborgina töluvert.“ Reynt að mæta breyttum þörf- um nútímans Jón Guðmundsson hjá Fasteigna- markaðnum segist ekki hafa haft spurnir af því að önnur stórfyrir- tæki komi í stað hinna, en bendir á að einhvern veginn fái þessar eignir alltaf nýja notendur. „Það koma tímabil þar sem mikill fjöldi fast- eigna í Múlahverfi, uppi á Höfða og annars staðar á höfuðborgarsvæð- inu stendur auður um einhvern tíma, þetta á ekkert síður við um aðra bæjarhluta en miðbæinn. Auð- vitað hefur miðbærinn verið að breytast undanfarin ár og færst meira yfir í það að vera veitinga- staðir og annars konar þjónusta en áður var í miðborginni. Þarna hafa verið að rísa hótel, til dæmis er nýtt hótel við hliðina á gamla Morgun- blaðshúsinu,“ segir hann. Jón bendir á að einungis sé um breytta notkun á fasteignum að ræða. Hann telur að miðborgin muni alltaf standa fyrir sínu og fasteignir sem þar eru verði nýttar undir breyttan rekstur. „Það er ver- ið að reyna að mæta breyttum þörf- um tímans. Mér finnst stöðugt vera eftirspurn eftir fasteignum í mið- bænum en þetta er líka háð skipu- lagsyfirvöldum á hverjum tíma, því þegar rekstur hverfur úr einhverju húsi og húsið fær aðra notkun kall- ar það á samþykki þeirra. Skipu- lagsyfirvöld verða að vera á varð- bergi fyrir öllum breytingum sem kunna að verða vegna tímans,“ seg- ir hann. Jón segir að viss stemning ríki í miðbænum og því verði hún alltaf eftirsótt. „Það er mín skoðun að miðborgin haldi velli.“ Sverrir Kristinsson, fasteignasali í Eignamiðlun, telur að sú þróun sem eigi sér stað í miðbæ Reykja- víkur hafi verið gerjast síðustu ára- tugi. „Það eru til dæmis allmörg ár síðan Morgunblaðið flutti og SÍF, svo maður nefni einhver stór fyrir- tæki. Þótt Eimskip og fleiri fyrir- tæki fylgi nú nokkrum árum síðar er þetta liður í þessari þróun. Við höfum náttúrlega enn stór og virt fyrirtæki eins og Landsbanka Ís- lands þarna,“ segir Sverrir. Hann segir það eðlilegt að stór- fyrirtækin þurfi meira svigrúm, því mörg hver hafi sprengt utan af sér húsnæði, bílastæði og annað slíkt. Hann bendir á að á sama tíma séu stofnanir að festa sig í sessi í mið- borginni, til dæmis sé búið að skipu- leggja ákveðin reit fyrir nokkur ráðuneyti. Sverrir segir að ákveðnar stofnanir, virðuleg fyrir- tæki og söfn séu í miðbænum, auk þess sem íbúðum fjölgi. „Það er enn þessi sjarmi fyrir Íslendinga jafnt sem útlendinga að rölta í smáversl- anir og á veitingastaði.“ Hann segist vel geta séð fyrir sér að í miðborginni eigi smærri ein- ingum eftir að fjölga, til dæmis lög- mannsstofum því þarna séu bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur Íslands. Jafnframt hafi veitingastöðum og öldurhúsum fjölgað. Að sögn Sverris er mikil eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði í bænum. „Nýjasta verkefnið sem við erum með er sennilega vönduðustu blokkir sem hefur verið byrjað að byggja á Íslandi, 101 Skuggi. Allir þessir miðbæjarmenn sem ég hef rætt við telja að 101 Skuggi geti orðið vítamínsprauta fyrir borgina.“ Miðborgin hefur tekið töluverðum breytingum á undanförnum árum Miðborg Stórfyrirtækjum fækkar, íbúðum og veitingahúsum fjölgar ÞAÐ er vægt til orða tekið að segja að gæsluvöllurinn Lækjavöll- ur hafi iðað af lífi er Morgunblaðs- fólk bar þar að garði. Þar var fjöldi barna upptekinn í leik. Sum sátu og bjuggu til kastala og sand- kökur í sandkassanum, önnur keyrðu um á þríhjólum, rólurnar áttu hug enn annarra og stúlkna- hópur myndaði hinar ýmsu fígúrur í öllum regnbogans litum með krít- um á gangstéttina. Lækjavöllur er nýjasti gæsluvöll- urinn á höfuðborgarsvæðinu en hann hefur verið starfræktur síðan í maí 1998. Að sögn Arndísar Hjartardóttur forstöðukonu eru oft um sjötíu börn á degi hverjum yfir sumartímann. Hún á von á því að þegar fleiri leikskólar loki geti fjöldinn jafnvel enn aukist. „Þegar leikskólarnir loka streyma börnin hingað,“ segir hún. Arndís segir að veran á róló byggist á útiveru. Það er opið frá klukkan 10 til 12 á morgnana og svo aftur eftir hádegið á milli 13:30 og 16:30. „Börnunum er frjálst að vera hér allan þann tíma. Í hádeginu eru þau sótt og svo er oft komið með þau aftur. Þau koma með nesti eftir hádegið og við látum þau drekka úti klukkan þrjú, það þykir þeim sko sport,“ lýsir hún. Í þann mund kemur ljós- hærð lítil stelpa í bleikum polla- galla. „Addý, ég er að fara í af- mæli. Ég er búin að kaupa afmælisgjöf, það er pils,“ romsar hún út úr sér og hverfur jafnskjótt í burtu og hún birtist. Ódýr og örugg barnagæsla Arndís heldur áfram og segir að yngstu börnin séu 20 mánaða og þau elstu séu 6 ára. Stundum eru þau aðeins eldri, því þau sem byrj- uðu í skóla síðasta haust fá að koma aftur í sumar. „Svo er þetta svo frábært umhverfi hér í kring að við förum með þau í göngutúr. Við gefum öndunum í næsta ná- grenni, síðan förum við í Hlíða- garðinn sem er hérna fyrir ofan og tökum þá nesti með okkur og för- um í leiki.“ Hún segir að starfs- mennirnir á Lækjavelli séu tíu á sumrin en þrjár konur vinni þar á veturna. Hún telur nýtinguna vera ágæta á veturna. Þá er opið frá klukkan 13 til 16 og ef veður er vont þá er farið inn og föndrað, en á Lækjavelli er ágætis aðstaða inn- andyra. Það fer ekki á milli mála að börnin eru hænd að Arndísi. Einkar skýr lítil hnáta kemur og sest við hlið hennar. Hún segist heita Eva og vera tveggja ára. „Ég er með eitthvað í vasanum. Ég veit ekki hvað það er,“ segir hún og situr hin rólegasta. „Þau eru fljót að kynnast okkur og hvert öðru. Þau hafa það mjög skemmtilegt hér. Hér er alltaf heilmikið líf og gaman,“ bætir Arndís við. 100 krónur kostar hver koma á gæsluvöllinn, að sögn Arndísar, en einnig er hægt að kaupa 20 miða kort sem kostar 1.500 krónur. Hún segir að róló sé bæði ódýr og örugg barnagæsla, en öll börn eru tryggð á gæsluvöllum. „Mér finnst það hræðilegt ef gæsluvellirnir leggjast af. Mér finnst að róló eigi að vera til staðar. Á mörgum öðr- um völlum finnur starfsfólkið fyrir því að börnum hafi fækkað með einsetningu leikskólanna.“ „Þegar leikskól- arnir loka streyma börnin hingað“ Arndís Hjartardóttir, forstöðukona Lækjavallar, ásamt einum gestanna. Morgunblaðið/Jim Smart Ætli heimsmálin séu umræðuefnið? Þeir eru allavega spekingslegir á svip. Þegar lífið er erfitt er ekki alltaf hægt að halda aftur að tárunum.Aðstoð þeirra sem eldri eru er stundum vel þegin. Kópavogur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.