Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 22
AUSTURLAND 22 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra hefur undanfarna daga verið á Austurlandi að skoða hluta af þeim svæðum sem tilgreind eru í drögum að náttúruverndaráætlun, sem lögð verður fyrir Alþingi í haust. Alls er um að ræða 77 svæði á landinu og hefur Siv þegar skoðað Reykjanes og svæði á Norðurlandi eystra, Austurlandi og að Lakagígum á Suðurlandi. Siv sagði í viðtali við Morgunblað- ið að þrátt fyrir að Alþingi myndi væntanlega lýsa því yfir að þetta væru svæði sem þingið vill vernda með ýmsu móti, þá yrði verndun þeirra alls ekki frágengin í vetur, heldur tæki slíkt mun lengri tíma. „Það tekur mikinn tíma að vinna með hvert svæði, því við förum ekki í friðanir á svæðum nema í sátt við landeigendur og sveitarfélög“ segir Siv. „Einnig þarf að skilgreina hvað eigi að felast í vernduninni. Þetta er stefnumótun og heilmikil vinna eftir. Þetta er mjög mikilvægt skref og í fyrsta skipti sem stjórnvöld vinna svona heildstæða áætlun, sem tekur mið af fjölmörgum þáttum. Sem dæmi um það er athugað hvort svæðin hafi gildi alþjóðlega og/eða íslenska vísu og þá af hverju, hvaða plöntur og dýr eru þarna, náttúru- fyrirbrigði, jarðmyndanir o.s.frv. Það eru því fjölmörg viðmið höfð til hliðsjónar og við erum að nálgast faglega hvaða svæði það eru í land- inu sem ber að vernda og með hvaða hætti.“ Siv byrjaði ferð sína í Hörgs- árósum í Grýtubakkahreppi og end- aði hana í gær í Lakagígum. Á Aust- urlandi skoðaði hún m.a. Hofsá í Vopnafirði, úthérað Fljótsdalshér- aðs, Njarðvík og Loðmundarfjörð, Egilsstaðaskóg, Skriðdal, Hellis- fjörð, Gerpi og Víkur, Papey, Ham- arsfjörð og Álftafjörð, Geithellnadal, Austurskóg í Lóni og fjalllendið við Hoffellsjökul, en þessi svæði eru til- nefnd í náttúruverndaráætluninni. Geta til að rökræða verndartillögur „Ég vildi skoða þessi svæði sjálf til að fá, sem umhverfisráðherra, heildaryfirsýn og getu til að rök- ræða þetta við aðila“ segir Siv. „Mér þykir þetta geysilega spennandi og algjör forréttindi að fá að taka þátt í þessu nú þegar heildaráætlun er unnin í fyrsta skipti. Hún verður endurskoðuð á fimm ára fresti í þinginu og alltaf erum við að fá meiri upplýsingar. Í dag höfum við ágætar upplýsingar en ég finn að þær skortir enn frekar, sem og rannsóknir. Stefnumótunin verður svo í endurskoðun og þróun í fram- tíðinni.“ Siv er spurð að því hvort hún nái að öðlast einhverja tilfinn- ingu fyrir svæðunum þegar svo hratt er farið yfir og víða. „Ég er strax búin að fá ágætis tilfinningu fyrir þessum svæðum og röksemda- færslunum sem eru í áætluninni,“ segir Siv. „Ég sé mjög vel hvað við Íslendingar erum heppnir og miklir lukkunnar pamfílar að fá að búa í mjög stóru landi og stórbrotnu nátt- úrufari.“ Í áætluninni verður gert ráð fyrir þrepaskiptri verndun, allt frá bú- svæðavernd, þar sem allar hefð- bundnar búnytjar eru leyfðar, til þjóðgarða. Hvernig skyldu heima- menn bregðast við þessum áætlun- um? „Menn eru frekar opnir, en átta sig þó ekki á því hvar við erum í ferl- inu,“ svarar Siv til. „Mér finnst sum- ir halda að í vetur verði samþykkt í þinginu að öll þessi sjötíu og sjö svæði verði friðuð. Það er ekki svo og það hefur aldrei nokkurt svæði á Íslandi verið friðað í andstöðu við landeigendur og sveitarstjórn. Þetta er fyrst og fremst viljayfirlýsing og stefnumótun, en síðan á eftir að fara í hvert einstakt svæði og ákveða hvaða stig verndunar skal taka upp og hvað eigi að felast í henni. Ég hef stundum tekið Þjórsárverin sem dæmi, af því að fólk heldur að það að friða eitthvað þýði að það megi ekk- ert gera á viðkomandi svæði. Þjórs- árverin eru svæði sem hefur verið mjög í umræðunni upp á síðkastið og deilur hafa staðið um. Inni í frið- lýsingu veranna er grein um að þar megi vera lón í 581 m hæð, svo fram- arlega sem náttúruverndargildi skerðist ekki óhæfilega.“ Siv var viðstödd þegar Landvernd veitti smábátahöfninni á Borgarfirði eystri Bláfánann, svo sem getið er um annars staðar á síðunni. „Stað- urinn er framúrskarandi snyrtilegur hjá Borgfirðingum og stendur einkar vel undir því að fá þetta virðulega og þekkta umhverfis- merki“ segir Siv. „Það sem kom mér mest á óvart og ég hafði ekki áttað mig á, er hversu frábær aðstaðan er þarna til að skoða lundann. Þetta er líklega besta lundaskoðunaraðstað- an á landinu. Þarna sér maður hann neðan og ofan frá, á hlið og getur nánast klappað honum. Borgfirðing- ar eru augljóslega duglegir og ég er sannfærð um að svæðið á mikla framtíð og mikil tækifæri varðandi gönguleiðirnar um Víknaslóðir. Ég hef heyrt mjög vel látið af þeim gönguferðum og skoðað myndir og er alveg ákveðin í að leggja land undir fót og ganga Víkurnar, því fyrr því betra. Þetta er mikið sókn- arfæri fyrir Borgfirðinga og ferða- þjónustuna á Austurlandi.“ Skoðaði svæði sem tilgreind eru í drögum að náttúruverndaráætlun Umhverfisráðherra á ferð um Austurland Egilsstaðir Umhverfisráðherra skoðar nú svæði á Norðaustur- og Austurlandi vegna áætlana um verndun. F.v.: Sigurður Þrá- insson, deildarstjóri náttúru- og auðlindadeildar umhverfisráðuneytisins, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Þórshafnarhrepps, Árni Bragason, forstöðumaður náttúruverndarsviðs Um- hverfisverndar ríkisins, og Ágúst Guðröðarson, bóndi á Sauðanesi. Þau eru stödd á Heiðarfjalli. Tveir menn hætt komnir við löndun úr Erninum KE 13 Misstu meðvitund í loðnulest Í GÆR misstu tveir menn meðvitund ofan í loðnulest á Djúpavogi og voru þeir fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Talið er að mennirnir hafi fengið koltvísýringseitrun í lest- inni og annar þeirra andað að sér ýmsum óþverra. Að sögn Snæbjörns Sigurðarsonar á Djúpavogi var það laust eftir hádegi í gær sem verið var að landa loðnu úr Erninum KE 13 frá Keflavík. Einn áhafnarmeðlima fór ofan í loðnulest- ina og missti meðvitund vegna koltví- sýringseitrunar. „Hann fór á bólakaf í loðnuna. Talið er að hann hafi andað að sér ýmsum óþverra“ sagði Snæ- björn. „Þeir fóru nokkrir ofan í að reyna að ná honum upp, en ekki vildi betur til en svo, að annar féll niður og missti hann einnig meðvitund, þó ekki sykki hann í fiskinn. Vinnureglur eru um að loðnulest þurfi að vera opin ákveðið lengi áður en menn fara ofan í hana, en einhver misbrestur virðist hafa orðið á að þessum reglum væri hlýtt.“ Hringt var á sjúkrabíl og lækni og sjúkraflutningamenn náðu mönnun- um tveimur upp með herkjum. „Þeir fóru á kaf í loðnuna líka og þurfti að nota löndunarkrana til að hífa þá upp úr lestinni“ segir Snæbjörn. Menn- irnir voru fluttir á heilsugæslu Djúpa- vogs til skoðunar og hringt var á sjúkraflug. Þeir fóru svo laust fyrir klukkan 16 í gær með sjúkraflugi til Reykjavíkur, en fimm menn fóru á Sjúkrahúsið í Neskaupstað til skoð- unar. „Þeir voru þungir og eftir sig eftir að hafa verið í lestinni, en menn- irnir tveir voru komnir til meðvitund- ar áður en þeir fóru í flugið. Þeir virt- ust vera í lagi, en læknir vildi þó koma þeim til Reykjavíkur í athugun“ sagði Snæbjörn. Djúpivogur KAUPFÉLAG Héraðsbúa opnar í dag nýtt kaffihús, Café KHB, í miðbæ Egilsstaða. Kaffihúsið er að Kaupvangi 2 í kjallara. Það tekur 40 manns í sæti, auk koníaksstofu. Svanhildur Hlöðversdóttir er rekstrarstjóri Söluskála KHB og hins nýja kaffi- húss: „Við verðum með smáréttaseðil og frábært kaffi og á kvöldin verð- ur hugguleg barstemning. Þá er- um við með tvær nettölvur fyrir þá sem vilja og veisluþjónustu bæði inni og út úr húsinu. Staðurinn verður opinn til eitt virka daga og þrjú um helgar og aldurstakmark er tuttugu ár.“ Aðspurð af hverju Kaupfélag Héraðsbúa stendur í að opna kaffi- hús, segir Svanhildur það vera vegna þess að Söluskáli KHB anni ekki lengur eftirspurn í veitingasal í hádeginu. „Þetta er fyrst og fremst gert vegna þess að fastir viðskiptavinir í hádegismat, en þeir eru fleiri tugir talsins, eru hættir að komast fyrir í Söluskál- anum og ferðamannatíminn rétt að byrja. Við erum að kaupa þennan stað til þess að þjónusta þá þar og því opnum við ekki fyrir almenn- ingi fyrr en kl. tvö á daginn. Kaffi- hússreksturinn er svo til að nýta húsnæðið og koma til móts við eft- irspurn um stað sem er opinn til þrjú um helgar.“ Að jafnaði verði fjórir starfs- menn á kaffihúsinu. Svanhildur segir framkvæmdina dýra, hús- næðið var keypt og endurgert í hólf og gólf, en áður var þar bar- inn Ormurinn. Morgunblaðið/Steinunn Þeir Jóhann Kröyer og Jónas Hafþór Jónsson vinna hörðum höndum að frágangi nýs kaffihúss KHB á Egilsstöðum. Það opnar í dag. Kaupfélag Héraðsbúa opnar kaffihús Egilsstaðir Boðið í rekstur Félagslundar REKSTUR Félagslundar á Reyðar- firði var nýverið boðinn út og bárust þrjú tilboð. Hæsta tilboðið hljóðaði upp á 66 þúsund krónur en hið lægsta nam 22 þúsundum. Hefur bæjarráð Fjarðabyggðar falið bæjarstjóra að ræða við hæstbjóðanda, en halda á uppi hefðbundinni starfsemi í félags- heimilinu. Húsið er fimmtíu ára gam- alt og þarfnast orðið endurbóta, en sá kostnaður mun, þegar þar að kemur, falla á sveitarfélagið. Reyðarfjörður Sólbrekka í Mjóafirði: Félagar í Listasmiðju Norðfjarðar sýna myndlist. Sýningin stendur til 20. júlí. Ekkjufellsvöllur í Fellum: Opna Kaupþings Búnaðarbankamótið í golfi, 5. júlí. Hótel Hérað Egilsstöðum: Verð- launaljósmyndir fréttaritara Morg- unblaðsins. 5.–16. júlí. Menningarmiðstöðin Skaftfell á Seyðisfirði: Félagsskapurinn Nýhil býður í kaótískt ljóðlistapartí. 5. júlí kl. 22. Fosshótel Valaskjálf á Egils- stöðum: Dansleikur með hljóm- sveitinni Á móti sól. 5. júlí kl. 24. Trjásafnið í Hallormsstaðarskógi: Gönguferð með Sigurði Blöndal f.v. skógræktarstjóra. 6. júlí kl. 14. Nesbær í Neskaupstað: Myndlist- arsýning Maríu K. Einarsdóttur. Gallerí Klaustur á Skriðuklaustri í Fljótsdal: Innsetning Ingu Jóns- dóttur um orku og tíma. 9. júlí kl. 20:30. Bláa kirkjan á Seyðisfirði: Tón- listarhópurinn 4Klassískar verða með tónleika í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði á miðvikudagskvöld. Björk Jónsdóttir, Jóhanna V. Þór- hallsdóttir, Signý Sæmundsdóttir og Aðalheiður Þorsteinsdóttir. 9. júlí kl. 20:30. Á NÆSTUNNI ÞAÐ voru fremur óféleg brúðhjón sem heimsóttu Egilsstaði í gær og fyrradag. Þau komu í brúðkaupsferð og gistu á tjaldsvæði bæjarins, það- an sem þau gerðu út í ránsferðir í flestar verslanir bæjarins og einhver heimahús. Helga Jóhannsdóttir, verslunarstjóri Samkaupa á Egils- stöðum, segir að fólkið hafi stolið fatnaði og fleiru smálegu og verið með fáheyrðan ruddaskap við sig og starfsfólkið. Þá hafi brúðhjónin hót- að starfsmanni í Hraðbúð Esso á Eg- ilsstöðum kjálkabroti og lífláti. Lög- regla hafði afskipti af þeim báða dagana og í gær fengu þau lögreglu- fylgd í flug heim til Reykjavíkur. Þjófar í brúðkaups- ferð Egilsstaðir ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.