Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2003 27 HINN 17. júní stóð Davíð Odds- son við fótskör sameiningartákns þjóðarinnar á Austurvelli og flutti ræðu, sem hefðum samkvæmt ætti að vera hátíðarræða til upplyftingar öllum Íslendingum. Þess í stað flutti fráfar- andi forsætisráð- herra bitran um- vöndunarpistil, sem gerði lítið úr skilaboðum kjósenda til stjórn- arinnar og að þingflokkurinn, sem hann kallaði „óvita með eld- spýtur“, skyldi tvöfalda fylgi sitt. Sannanlega rétt kjörnir? Kosningarnar eru afstaðnar, en ekki er allt dottið í það dúnalogn, sem fráfarandi forsætisráðherra hélt fram í ræðu sinni. Í kjölfar kosninganna var krafist endur- talningar atkvæða af hálfu Frjáls- lynda flokksins, þar sem sýnt var að kosningalög höfðu verið brotin og misbrestur verið á framkvæmd talningar á atkvæðum. Þessi krafa var studd af þingmönnum Sam- fylkingar og vinstri – grænna. Þingmenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins voru þá ekki vandari að virðingu sinni en svo, að þeir komu í veg fyrir að lýðræði þjóðarinnar væri hafið yf- ir allan grun og atkvæði talin aft- ur til að taka af allan vafa að á Al- þingi sitji rétt kjörnir fulltrúar þjóðarinnar. Því er ljóst að þing- sæti stjórnarflokkanna vega þyngra en staðfestur vilji kjós- enda og mega þeir því una við Flórídakjörinn félagsmálaráð- herra. Þessi kosningabarátta er í boði … Fráfarandi forsætisráðherra tel- ur ríkisstjórnina hafa haldið velli með afgerandi hætti, en líklegast er að féþúfur stjórnarinnar hafi náð að kaupa undir hana völlinn. Reykjavíkurborg hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa fengið kostunaraðila til að gera 17. júní hátíðarhöldin sem veglegust. Sýn- ist hverjum sitt um slíkt, en það fór þó ekkert á milli mála hver lagði borginni til fé. Það fæst, hins vegar, ekki upp gefið hverjir eru kostunaraðilar stjórnarflokkanna, þótt það þurfi ekki mikið hugmyndaflug til að draga þá ályktun að hagsmunafyr- irtæki í lögvernduðum einokun- arrekstri hafi fjármagnað þá flokka, sem einir standa vörð um lénskerfi sjávarins. Slíkar álykt- anir eru studdar af yfirlýsingum forstjóra stórútgerða í fjölmiðlum og bréfaskriftum til starfsfólks, þar sem því er óbeint hótað at- vinnumissi ef það kysi ekki „rétt“. Hugsanlega voru þessir forstjórar að tryggja sér Davíðskvótann. Þar sungu bæði stjórnarflokk- arnir og féþúfur þeirra sama sönginn um hvernig landið myndi leggjast í auðn ef hróflað yrði við högum hinna lögvernduðu einok- unaraðila í sjávarútvegi. Það voru hins vegar ekki breytingar á fisk- veiðistjórnunarkerfinu, sem komu Raufarhöfn í fréttir viku eftir kosningar, heldur afleiðingar nú- verandi kvótakerfis. Bush hagræðir á Miðnesheiði Stjórnarflokkarnir réttlæta kvótabrask, sem hefur framfærsl- una af heilu byggðarlögunum, með tilvísunum í rekstrarhagræðingu stórútgerðanna. Það komu því á óvart harkaleg viðbrögð fráfarandi forsætisráðherra við hugmyndum Bandaríkjahers um hagræðingu, sem kallar á brottflutning hertóla af Miðnesheiðinni. Viðbrögð fráfarandi forsætisráð- herra vekja ugg í ljósi þess að hefð virðist vera komin á að halda utanríkismálanefnd utan við sam- skipti við ráðamenn í Bandaríkj- unum varðandi svo mikilvæg mál- efni. Það kæmi því ekki á óvart þótt fráfarandi forsætisráðherra væri tilbúinn til að auðmýkja íslensku þjóðina enn frekar til að tryggja áframhaldandi herkvóta á Mið- nesheiði. Hann gæti til dæmis samþykkt undanþágukröfu Banda- ríkjanna undan lögsögu alþjóða glæpadómstólsins, rétt eins og hann hét stuðningi íslensku þjóð- arinnar við árásarstríð Bandaríkj- anna gegn Írak. Undirlægjuháttur ríkisstjórn- arinnar gagnvart Bandaríkjunum er ekki verjandi, sérstaklega í ljósi þess að Bandaríkjaher hefur ekki sýnt sig þess megnugan að verja einn eða neinn fyrir þeirri ógn sem helst steðjar að heims- byggðinni, þ.e.a.s. hryðjuverkum og utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Ekki nema sanngjarnt. Þótt sterk rök hafi ekki hreyft við stjórnarflokkunum þegar farið var fram á endurtalningu atkvæða nægðu „sanngirnisrök“ til að færa forsætisráðherrastólinn, sem hef- ur verið svo þaulsetinn af for- manni Sjálfstæðisflokksins, til for- manns Framsóknarflokksins áður en kjörtímabilið er hálfnað. Hrossakaup stjórnarsáttmálans undirstrika skömm Sjálfstæð- isflokksins, sem hefur þurft að gefa Framsóknarflokknum eftir helminginn af ráðuneytunum, þó svo vaðmálsflokkurinn hafi ein- ungis þriðjunginn af stjórnar- fylginu. Völuspá Það verður þungur róður hjá ríkisstjórninni þetta kjörtímabil. Efnahagsstjórn verður erfið. Lénsherrar sjávarútvegsins munu þrýsta á gengisfellingu til að bjarga fyrirtækjum sínum frá gjaldþroti rétt eins og var fyrir tíma kvótakerfisins og ASÍ mun ekki verða sami bjargvætturinn og síðast þegar verðbólgan fer af stað. Þessi smáþjóð okkar, sem enn er í byggð þrátt fyrir endurtekin harðindi í gegnum aldirnar, hefur náð að koma sér upp sambæri- legum lífsgæðum og í nágranna- löndunum. Lífsgæðum, sem hafa batnað því meir, sem höft og rík- isafskipti hafa verið afnumin. Því miður situr við völd stjórn, sem samanstendur af einu stjórn- málaflokkunum, sem verja einok- unar- og haftastefnu í und- irstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar. Við fótskör Jóns forseta Eftir Sigurð Inga Jónsson Höfundur situr í miðstjórn Frjáls- lynda flokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.