Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hlín Eiríksdóttirfæddist í Winni- peg í Kanada 20. janúar 1916. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Holtsbúð í Garðabæ hinn 29. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Eiríkur Hjartarson raf- virkjameistari og skógræktarmaður frá Uppsölum í Svarfaðardal, f. 1885, d. 1981 og Valgerður Kristín Ármann, ættuð frá Norður-Dak- ota í Bandaríkjunum, f. 1891, d. 1972. Systkini Hlínar eru Mar- grét, f. 1914, d. 200l, Bergljót, f. 1917 d. 1992, Unnur, f. 1920, Bergþóra, f. 1921, Valgerður, f. 1923, Auður, f. 1927 og Hjörtur, f. 1928. Hlín giftist Carli Brand hinn 3. desember 1944. Dætur þeirra eru 1) Elísabet, f. 1945. Hún á fimm syni, Ingvar Örn, Daniel, Joshua, Ishmael og Mikael. 2) Valgerður, f. 1947, gift Einari Oddgeirssyni og eiga þau tvær dætur, Hlín og Önnu Malínu. 3) Bergljót, f. 1953. Hún á tvö börn, Amöndu Dolores og Alex Carl. Árið 1936 fór Hlín til Swanley í Suður-Englandi og nam þar garðyrkju. Kom hún heim rétt fyrir síðari heims- styrjöldina og hóf þá garðyrkjustörf í Laugardal í Reykja- vík þar sem fjöl- skylda hennar bjó. Hlín og Carl byggðu sér hús á lóð Eiríks, föður Hlínar, þar sem nú er Grasagarður borgarinnar. Árið 1953 fengu þau land við Álftanesveg, úr landi Dysja, og byggðu sér þar hús og hófu ræktun á landinu. Þau lögðu mikla áherslu á lífræna ræktun og hlutu fyrir það sérstaka við- urkenningu frá Garðabæ 1998. Síðastliðin tvö ár hefur Hlín dvalið á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ. Útför Hlínar verður gerð frá Fossvogskapellu föstudaginn 4. júlí og hefst athöfnin klukkan 10.30. Það er komið að kveðjustund- inni. Í dag kveð ég kæra tengda- móður mína og góðan vin með miklum söknuði. Kynni okkar stóðu í um það bil 30 ár og aldrei bar skugga á. Þrátt fyrir að árin hafi verið orðin býsna mörg sem hún lifði náði ellin ekki að buga lífsgleðina sem henni var í blóð borin. Hún varð aldrei gömul í þeim skilningi sem við leggjum í það orð. Það var ekki fyrr en fyrir um það bil tveimur árum að heils- an bilaði og lamaði þrek þessarar dugmiklu konu. Fyrir blokkarbúa úr Hlíðunum var það ný reynsla að kynnast því sérstaka heimilislífi sem var á Hraunborg. Auk þess að vera líf- legt heimili og samverustaður var þar líka einskonar vinnustaður þar sem allir voru að skemmta sér við vinnu. Allt sem gert var var ein- mitt það sem öllum þótti svo skemmtilegt að gera. Hlín var öll- um stundum í garðinum og allt greri þar og varð stærra og blóm- legra en í öðrum görðum. Þegar hlé varð á vinnunni og fólkið þurfti að fá næringu var borinn fram matur sem var mér líka dálítið framandi. Yfir heimilinu var ein- hver alþjóðlegur bragur sem ég hafði ekki kynnst fyrr. Fjölskyldan hafði ferðast víða og Hlín og Carl voru bæði fædd erlendis. Hlín hafði mikla ánægju af því að vera á meðal fólks og oft var gestkvæmt á Hraunborg. Gjarnan komu gestir frá útlöndum, bæði vinir Hlínar og Carls og eins dætranna. Þá voru oft fjörugar samræður sem fóru fram á ensku. Enskan mín var svo léleg að ég þagði oftast tímunum saman sem var mér svosem líka ný lífsreynsla. Hlín átti mjög auðvelt með að blanda geði við annað fólk og áhugasvið hennar var mjög vítt. Þess vegna náði hún góðu sam- bandi við yngri sem eldri. Börn og unglingar áttu alltaf athvarf hjá henni, enda var hún einstaklega góður hlustandi. Frá barnæsku hafði Hlín notið tónlistar í ríkum mæli. Hún lærði á fiðlu þegar hún var barn að aldri, hjá Þórarni Guðmundssyni og síð- ar hjá Stephanic í Tónlistarskóla Reykjavíkur. Hún spilaði meðal annars í Hljómsveit Reykjavíkur hjá Þórarni Guðmundssyni, ásamt systrum sínum Bergljótu og Mar- gréti. Er ekki að efa að tónlistar- áhuginn hefur verið kominn úr for- eldrahúsum, því að í Laugardalnum var fleira ræktað en gróður. Þegar Hlín var á áttræðisaldri tók hún sig til og fór aftur í tónlist- arskóla eftir fimmtíu ára hlé. Fyrst í stað vakti það óneitanlega tals- verða undrun barnanna sem voru með henni í skólanum að fá svo fullorðinn nemanda í sinn hóp en enginn skemmti sér betur en hún. Þær eru margar og ómetanlegar minningarnar sem ég á um hlýja konu og sannan gleðigjafa. Sú undraveröld sem Hlín og Carl gerðu úr úfnu hrauninu við Álfta- nesveginn ber vitni um hvað hægt er að gera þegar saman fer óbil- andi vilji, dugnaður og síðast en ekki síst alúð. Ég þakka fyrir þá gæfu að hafa fengið að eiga Hlín að trúnaðarvini og ráðgjafa. Carli og dætrunum, barnabörn- um og öðrum ástvinum votta ég mína innilegustu samúð. Einar Oddgeirsson. Það er með trega og söknuði sem ég kveð ömmu Hlín. Hún var einstök kona í alla staði. Það má með sanni segja að hún hafi kennt mér margt í lífinu. Frá því ég kom í heiminn árið 1981 vörðum við amma miklum tíma saman. Við barnabörnin vor- um alltaf velkomin á heimilið og aldrei vorum við fyrir henni ömmu. Hún tók okkur með sér þangað sem hún þurfti að fara og auðvitað leið tíminn ósköp hratt í ævintýra- legu umhverfinu að Hraunborg. Ýmislegt var brallað með ömmu enda ekki langt í prakkarann og brallarann í henni. Amma hafði stórkostlegt skopskyn og gat séð spaugilegu hliðar lífsins. Tónlistin var henni í blóð borin. Oft sátum við saman og hlustuðum á æðisleg tónverk. Þegar það var leiðinlegt veður úti og við vildum vera inni í hlýjunni tók amma fram fiðluna og ég spilaði undir á píanó- ið með henni. Mandý frænka var þó mun betri í því heldur en ég. Þær spiluðu oftar saman og ég sat hjá og naut þess að hlusta. Amma kenndi okkur Mandý margt um leyndardómana í garð- inum. Hún vissi allt um plöntur og svaraði öllum spurningum um alls kyns ræktun með ánægju. Hún hafði yndi af garðinum og þekkti hverja plöntu eins og einstakling. Við munum lengi búa að dýr- mætum lærdómi frá ömmu og seint mun ég gleyma því hvernig hún kenndi okkur af hlýju og áhuga. Elsku afi, missirinn er mikill. Ég sendi þér og öðrum ástvinum mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Anna Malín. Ég á svo margar yndislegar minningar um mína elskulegu ömmu. Fyrir rúmlega þremur ár- um flutti ég frá Íslandi til Banda- ríkjanna, en þá var ég 19 ára. Oft hef ég séð eftir því að hafa ekki eytt meiri tíma með ömmu minni áður en ég flutti burt. Þess vegna er tómleiki í hjarta mínu í dag. Minningarnar sem ég á af ömmu eru geymdar á sérstökum stað í hjarta mínu. Þetta eru mínar dýr- mætustu minningar og enginn get- ur tekið þær frá mér. Frá því að ég var lítið barn og þar til ég varð 16 ára vorum ég og Anna Malín alltaf hjá ömmu. Við hjálpuðum henni í garðinum, bök- uðum með henni í eldhúsinu og spiluðum á spil. Oft sváfum við yfir nótt í herberginu með ömmu. Hún sá alltaf til þess að okkur liði vel, að okkur væri hlýtt og við hefðum nóg að borða. Þessar minningar eru allar eins og þær hefðu gerst í gær. Stundum sátum við í eldhús- inu og spiluðum rommí eða veiði- mann og stundum leyfði hún mér HLÍN EIRÍKSDÓTTIR ✝ Þóra Kolbeins-dóttir fæddist í Reykjavík 4. ágúst 1914. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 10. júní síðastliðinn. Foreldr- ar Þóru voru Ingi- björg Gísladóttir, f. 14. ágúst 1892, d. 2. maí 1940, og Ingvar Kolbeinn Ívarsson bakarameistari, f. 25. febr. 1891, d. 7. ágúst 1979. Systkini Þóru voru sex: 1) Drengur sem fæddist 1913 og dó skömmu eftir fæðingu. 2) Ingvar Gísli, f. 7. des. 1916, d. 14. febr. 1976. 3) Gyða, f. 2. maí 1919, d. 30. nóv. 1946. Dóttir hennar er Ingi- björg Helga Júlíusdóttir hjúkrun- arfræðingur, f. 31. marz 1944. 4) Jó- hanna Svava, f. 28. júlí 1922, d. 19. júní 1994, giftist Inga Ólafssyni, norskum manni, f. 1. maí 1920, d. 21. jan. 1996, þau áttu Ingvar Kol- bein sjómann, f. 4. nóv. 1941, d. 20. maí 1976, hann eignaðist tvö börn. þeirra hjóna eru fjögur: 1) Ólafur Helgi öldrunarlæknir, f. 4. apr. 1966, eiginkona hans er Elín Jóns- dóttir efnaverkfræðingur, f. 5. marz 1966, og eiga þau tvær dætur. 2) Þóra Guðrún, f. 27. ágúst 1967, gift Stefáni Jónssyni iðnaðartækni- fræðingi, f. 23. ágúst 1965. Þau eiga tvo drengi, þann þriðja misstu þau 8 daga gamlan. 3) Kolbrún Gyða há- skólanemi, f. 22. jan. 1973, gift Don Hodge matreiðslumanni, f. 28. ágúst 1963. Þau eru búsett í Banda- ríkjunum. 4) Samúel Jón bifreiða- stjóri, f. 7. jan. 1977, kvæntur Sús- önnu Sæbergsdóttur sjúkraliða, f. 5. febr. 1976, þau eiga eina dóttur. Þóra átti alla ævi heima í Reykja- vík, ógift. Hún var fædd í Odd- geirsbæ við Framnesveg og fluttist með foreldrum sínum og systkinum á nokkra staði innan borgarmark- anna. Á unglingsárum vann hún m.a. sem stofustúlka á nokkrum heimilum borgara hér sem réðu til sín þjónustufólk. Þegar móðir hennar lést 1940 tók hún að sér heimilið og sá ásamt föður sínum um uppeldi yngstu systkina sinna og eftir að Gyða systir hennar lést 1946, ól hún upp Ingibjörgu Helgu dóttur hennar. Útför Þóru verður gerð frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 5) Ingibjörg, f. 1. okt. 1929, gift Sigursteini H. Hersveinssyni raf- eindavirkjameistara og kennara, f. 13. des. 1928. Börn þeirra eru: a) Margrét Árný að- stoðarskólastjóri, f. 4. júní 1953, gift Sigurði Leifssyni deildar- stjóra, f. 22. apr. 1950, og eiga þau tvö börn. b) Þórir húsasmiður, f. 8. maí 1955, kvæntur Birnu Einarsdóttur líf- fræðingi, f. 17. sept. 1951. Þau eiga tvær dætur en Þórir átti fyrir einn son. c) Gunnar Hersveinn blaðamað- ur, f. 28. marz 1960, kvæntist Margreti Guttormsdóttur leiklist- arfræðingi, f. 24. jan. 1957. Þau skildu. Þau eiga tvö börn. Margret átti fyrir dóttur. 6) Ívar verkamað- ur, f. 19. nóv. 1934, ókvæntur. Ingibjörg Helga Júlíusdóttir, fósturdóttir Þóru, giftist Samúel Jóni Ólafssyni viðskiptafræðingi, f. 21. júlí 1944, d. 2. sept. 1991. Börn Elsku mamma. Ég mun ávallt sakna þín og mig langar að þakka þér allan þann stuðning sem þú hefur veitt mér bæði í gleði og sorg, sem og alla þá ást sem þú veittir mér. Þegar mest á bjátaði í lífi mínu og barna minna varstu alltaf til staðar fyrir okkur. Þú mótaðir mig að þeirri mann- eskju sem ég er í dag og er ég þér ævinlega þakklát og vil ég kveðja þig með þessu ljóði. Mér andlátsfregn að eyrum berst ég út í stari bláinn og hugsa um það, sem hefur gerst til hjarta mér sú fregnin skerst, hún móðir mín er dáin! Þú varst mér ástrík, einlæg og sönn, mitt athvarf lífs á brautum, þinn kærleik snart ei tímans tönn, hann traust mitt var í hvíld og önn, í sæld og sorg og þrautum. Ég veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir svo mæt og góð, svo trygg og trú svo tállaus, falslaus reyndist þú ég veit þú látin lifir! (Steinn Sigurðsson.) Elsku mamma, Guð geymi þig þar til við hittumst á ný. Þín dóttir, Ingibjörg Helga Júlíusdóttir. Elsku amma. Við kveðjum þig með söknuði en vitum að þú ert komin á góðan stað þar sem þú ert umvafin hlýju ást- vina þinna sem áður voru horfnir úr þessum heimi. Við eigum ávallt eftir að sakna þín og geymum allar minningarnar sem við eigum um þig svo lengi sem við lifum. Það er gott að hugsa til þín á þessum góða stað þar sem þér á eftir að líða vel. Okkur langar að kveðja þig með þessu ljóði sem þér þótti svo vænt um og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og verðum við þér ávallt þakklát fyrir þann tíma sem þú varst með okkur og allar þær góðu stundir sem við átt- um saman. Á hljóðu og kyrru kvöldi oft kemur í hugarþel mér mörg hugljúf og heiðrík minning, í hjarta sem grópuð er. Er hljóðlega laugar landið í litskrúði kvöldsól blíð oft kom einhver fróandi friður og faðmaði Vindáshlíð. Og oft fannst mér ekkert lengur þar aðskilja himin og láð, en himinsins heilagi friður þar hefði til jarðar náð. Af sælu og gleði grætur hvert grasstrá döggum í svörð. Ég get aldrei gleymt þeim kvöldum. Ég gekk þar á heilagri jörð. (Bjarni Eyjólfsson.) Elsku amma, Guð geymi þig og varðveiti þig. Kveðja, barnabörn og barna- barnabörn Þóra Kolbeinsdóttir var einstök kona, hæglát og nægjusöm, vilja- sterk og þrautseig, vann að hag heimilisins af elju og trúmennsku alla sína löngu ævi. Hún ólst upp í Reykjavík og bjó þar alla tíð. Aldrei fór hún til út- landa en fylgdist vel með því sem gerðist, bæði stórviðburðum og því sem alþýðuna úti í heimi varðar með því að lesa erlend blöð og fylgjast vel með fréttum. Bernskuárin og fram undir þrí- tugt átti hún heima í Vesturbæn- um og á þar mörg spor um holt, tún og götur sem nú eru að mestu komin undir malbik. Handtök hennar voru mörg við fiskbreiðslu á stakkstæðunum og við að setja fiskinn í hlaða að kveldi. Það var litið eftir því snemma á morgnana hvort upp væri dregið flagg en það merkti að þá ætti að koma til vinnu við að breiða fiskinn. Trúmennska í starfi var Þóru eiginleg og aldrei var skorast undan ef hún fann að liðs hennar væri þörf. Hún réðst sem stofustúlka til efnafólks í bæn- um og var oft fengin til þess að þjóna í veislum borgarbúa enda var hún þekkt fyrir nákvæmni og alúð við vinnu sína. Þegar hún var rúmlega tvítug veiktist móðir hennar af alvarlegum sjúkdómi og kallaði heimili Þóru eftir kröftum hennar þar sem hún var elst syst- kina sinna og eftir að móðir hennar dó, 1940, tók hún að sér húsmóð- urstörfin, þar á meðal uppeldi yngstu systkina sinna og gaf sig alla að því að búa sem best að þeim og heimilisfólkinu öllu. Hún var fé- lagi í KFUK og eignaðist þar góð- ar og traustar vinkonur sem héldu sambandi hver við aðra alla ævi, sumar eru farnar til æðra heims á undan henni en aðrar minnast hennar nú. Sumarbúðir KFUK voru stofn- aðar og starfræktar við nokkuð frumstæð skilyrði fyrstu árin. Þá var leitað til Þóru um að annast eldamennsku fyrir hópana og það gerði hún með glöðu geði í nokkur sumur. Aðstæðurnar við elda- mennskuna voru þannig að í rign- ingu stóð hún í regnkápu með sjó- hatt og reynt var að koma hlífum yfir pottana meðan hún hrærði í þeim en fólkið bjó í tjöldum fyrstu árin sem sumarbúðirnar voru starfræktar. Aldrei kom til greina annað en sjálfboðastarf á þessum árum. Hún átti margar góðar minningar frá þessum sumrum og var hrífandi að heyra hana segja frá þessum tíma. Félögin og sumarbúðastarfið efna á hverju ári til kaffisölu til ágóða fyrir starfið. Ekki brást Þóra þegar til hennar var leitað á hverju ári að leggja til bakstur sinn en það gerði hún allt fram á níræðisaldur eða meðan kraftar leyfðu. Sjaldan fór Þóra í ferðalög en eitt sinn á árunum um 1945 eða ’46 var efnt til ferðalags að Brautar- hóli í Svarfaðardal þar sem halda átti kristilegt mót. Oft talaði hún um þær hlýju móttökur sem hóp- urinn fékk þegar komið var á þetta góða norðlenska heimili. Ferðalag- ið allt tók um viku. Ekið var víða um norðurlandið. Þetta var eina ferðlag hennar um þennan lands- hluta og henni ógleymanlegt. Ann- ars ferðaðist Þóra afar lítið en átti sínar góðu stundir heima og sótti fundi í KFUK meðan hún gat kom- ist. Einn var sá vinahópur sem Þóru var líka mjög kær, það var lítið kristniboðsfélag sem nefndi sig Akurliljuna. Þar komu konur saman til þess að uppbyggjast, ræða um kristniboð og safna fé til styrktar því starfi. Vona á Drottin, ver öruggur og hug- rakkur, já, vona á Drottin. (Sálm. 27, 14.) Þessi orð í Davíðssálmum hafa áreiðanlega oft verið í huga Þóru sem var einstaklega þolinmóð og þrautseig. Hún var eins og klettur, ÞÓRA KOLBEINSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.