Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SÍFELLT verður sú staðreynd aug- ljósari að við Íslendingar munum að öllum líkindum ekki fá neinar varan- legar undanþágur í nokkru sem máli skiptir ef við tækj- um nú upp á þeirri dæmalausu glópsku að gerast aðilar að Evrópu- sambandinu. Þeir sem ganga erinda sambandsins hér á landi fullyrða þó gjarnan að allir möguleikar séu á slíku þrátt fyrir að hafa ekki enn getað fært nokkur ein- ustu haldbær rök fyrir þeim staðhæf- ingum sínum. Staðreyndin er sú að líkurnar á því að fá varanlegar und- anþágur frá sameiginlegum stefnum Evrópusambandsins í mikilvægum málaflokkum eru nánast engar. Það hefur lengi legið fyrir að Evr- ópusambandið er afar andsnúið því að veita nokkrar undanþágur frá sam- eiginlegum stefnum sínum og í raun alls ekki í mikilvægum hagsmunamál- um. Ný aðildarríki geta í bezta falli gert sér vonir um tímabundinn aðlög- unartíma ef slíkt er þá í boði. Nýlegt dæmi um þetta er t.d. Portúgal sem fékk 16 ára aðlögunartíma, til að tak- marka veiðar annarra Evrópusam- bandsríkja í lögsögu sinni, þegar landið gekk í sambandið árið 1986. Nú er sá tími liðinn og vill Evrópusam- bandið að önnur aðildarríki fái nú jafnan aðgang að portúgalskri lög- sögu á við heimamenn. Annað dæmi um andstöðu Evrópu- sambandsins til að veita undanþágur frá sameiginlegum stefnum sínum eru nýlegar og ítrekaðar aðvaranir framkvæmdastjórnar sambandsins til Breta. Bretar hafa haft ýmsar und- anþágur frá stefnu sambandsins hingað til þótt fæstar þeirra geti talizt varða mjög mikilvæga hagsmuni. Evrópusambandið hefur nú ítrekað varað þá við því að þeir geti ekki til lengdar haldið þeim undanþágum sem þeir hafi fengið og að annaðhvort verði þeir að taka fullan þátt í sam- runaferlinu innan Evrópusambands- ins eða standa utan þess. Þeir yrðu að velja sambandið af heilum hug eða ekki. Ummæli ýmissa forystumanna inn- an Evrópusambandsins á undanförn- um árum hafa ennfremur staðfest að líkurnar á varanlegum undanþágum eru svo að segja engar. Þar má nefna menn eins og Franz Fischler, yfir- mann sjávarútvegsmála innan sam- bandsins, og Romano Prodi, formann framkvæmdastjórnar þess. Þessir menn hafa hins vegar ekkert sagt sem bendir til þess að hægt verði að fá slíkar undanþágur og það næsta sem þeir hafa komizt í þá áttina er að segja að það megi jú alltaf ræða allt. Það segir sig þó væntanlega sjálft að í slík- um yfirlýsingum felst nákvæmlega engin trygging fyrir einu né neinu. HJÖRTUR J. GUÐMUNDSSON, Bogabraut 21, 545 Skagaströnd. Varanlegar und- anþágur eru draumórar Frá Hirti J. Guðmundssyni sagn- fræðinema: Hjörtur J. Guðmundsson RÍKISÚTVARPIÐ hefir átt minn hug og hylli gegnum árin. Ég gleymi þeirri stund aldrei, þegar ég í fyrsta sinn heyrði í því í desember 1930. Ég átti þá heima á Mýrum í Hornafirði og eitt heimili þar hafði fengið út- varpstæki og bauð sveitungum sínum að koma í heimsókn og hlusta. Það var stór stöng sem sett var upp í hlaðvarpann rétt hjá íbúðarhús- inu og þræðir leiddir inn að tæki sem stóð á borði í matstofunni, en það var líka tengt við bæði blauta og þurra rafhlöðu, og það þurfti að spara strauminn og nýta allt sem best. Það heyrðist nokkuð vel í tækinu og fólkið þurfti að hópast sem næst því ef ekki átti að missa af því sem fór fram. Að hugsa sér. Þetta voru alveg ógleym- anlegir viðburðir. Til útvarpsefnisins var vandað og sérstaklega málfars- ins. Ljótt orðbragð heyrðist ekki en nóg var af hinu andlega og skemmti- lega og söngurinn, hann var vel þeg- inn, þótt ekki væri hann eins vand- aður og nú. Þulan hafði fallega rödd og var elskuð af þeim sem á hlýddu, enda síðar gefið út fallegt kort með mynd af henni. Þessi minning hefir alltaf vakað í huga mínum og glætt áhuga minn á þessari stofnun. Nú hefir tækninni fleygt fram og allan sólarhringinn er útvarpað. Þá var kjörorðið „útvarp inn á öll heimili“. Það voru of stór orð þá til þess að menn tryðu þessu. En í allri tækninni hefur líka komið ým- islegt, sem er ekki gott. Jafnvel hefur þeim atriðum fjölgað sem eru ekki til að auka hróður stofnunarinnar. Ég heyri vart svo leikrit að þau séu ekki full af bölvi og ragni. Þetta er ekki gott. Ég er nú þessa dagana að hlusta á söguna „Mávahlátur“ og þar er fullt af ljótum blótsyrðum sem særa eyrað, þótt upplesturinn sé góð- ur. En ég tala nú ekki um hvernig menn nota móðurmálið kæra. Hika ekki við að segja helvíti er þetta gott, yndislegt og fallegt. Ég hefi nefnilega aldrei vitað að helv. væri gott og fólk í öllu þurft að nota þetta orð. Ég man eftir ljóðlínu sem segir eitthvað á þessa leið: Engum hjálpar andskot- inn og allra síst í dauða. Því finnst mér undravert hve margir ákalla fjandann. Við eigum svo mörg orð í ylhýra málinu okkar að við þurfum ekki á hjálp fjandans í þeim efnum að halda. Hættum því og burt með ljótu orðin. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. Burt með ljótu orðin Frá Árna Helgasyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.