Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2003 43 DAGBÓK www.gosh.dk www.lyfja.is NÝTT FRÁ GOSH Pearl Shine Lipstick varalitir sem gefa vörunum glitrandi áferð mýkja þær og næra með vitamin - E og gefa góða vörn spf 15 STJÖRNUSPÁ Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Þú virðir uppruna þinn mik- ils og hefur mikla tryggð til að bera. Þú ert einstaklega gjafmild persóna og það kunna aðrir vel að meta. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Nú er kjörinn tími til þess að fjárfesta í einhverju sem mun fegra heimili þitt. Gefðu þér tíma til þess að líta í kringum þig eftir fallegum hlutum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú átt auðvelt með að ræða við annað fólk og hafa áhrif á það. Nú er rétti tíminn til þess að selja eitthvað. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Peningar eru í brennidepli hjá þér þessa stundina. Þú leitar leiða til þess að vinna fyrir þeim og eyða. Þú getur búist við tækifærum til þess að gera bæði. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Staða himintunglanna gefur það til kynna að þú ert að komast á nýtt stig í þínu lífi. Það væri ekki úr vegi að kaupa ný föt í dag. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Sinntu fjármálum þínum eft- ir þörfum í dag. Er því er lokið skaltu reyna að vera í einrúmi og hugsa þinn gang. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú hefur mikið forskot á aðra í dag. Þú skalt því eltast við drauma þína, því nú eru meiri líkur en ella á því að þeir gætu orðið að veruleika. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Eiginleiki þinn til þess að sannfæra mikilvægt fólk er einstakur í dag. Enginn get- ur staðist þig! Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Forðastu hinar hversdags- legu venjur. Gerðu ferða- áætlun og fylgdu henni eftir. Þú þarft að breyta um um- hverfi til þess að örva hug þinn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þvílík heppni! Næstu vikur munu gjafir og greiðar koma streymandi til þín. Hafðu vasana opna og brostu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú átt auðvelt með að kom- ast í gegnum erfiðleika sem upp kunna að koma milli þín og fjölskyldu þinnar. Gerðu það. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú átt eftir að komast að raun um það að vinnufélagar þínir eru hjálplegir þessa dagana. Nú er góður tími til þess að biðja um aðstoð. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Nú er tilvalið að fara í frí. Ef þú þarft enn að vinna, reyndu þá eftir fremsta megni að hliðra til fyrir tóm- stundum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. TRISTANSKVÆÐI – – – Prestar stóðu á kirkjugólfi með kertaljós, Ísodd niðr að líki lýtur rauð sem rós. Margur lifir í heiminum með minni nauð, Ísodd niðr að líki laut og lá þar dauð. Það var henni svörtu Ísodd angr og sút, tvö voru þá líkin borin úr kirkju út. – – – LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 60 ÁRA afmæli. Þann 9.júlí nk. verður sex- tug Aðalbjörg Garðars- dóttir. Í tilefni af því tekur hún á móti ættingjum og vinum í Félagsheimili Orku- veitu Reykjavíkur í Elliða- árdal í dag, föstudaginn 4. júlí, kl. 18–23. ÚRSLITALEIKUR Wel- lands og Nyström í para- sveitakeppninni í Menton var 48 spil, sem spiluð voru í þremur lotum. Fyrsta lotan var í járnum, en næstu tvær vann sveit Wellands með miklum yfirburðum og leik- inn með 139 IMPum gegn 42. Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ 9754 ♥ 10862 ♦ ÁK973 ♣– Vestur Austur ♠ KG1032 ♠ D86 ♥ ÁK ♥ D973 ♦ 5 ♦ 10 ♣95432 ♣KDG87 Suður ♠ Á ♥ G54 ♦ DG8642 ♣Á106 Spilið að ofan kom upp í byrjun leiksins og sveit Ny- ström fékk 6 IMPa byr í seglin, en hefði getað tvö- faldað ágóðann með lítilli fyrirhöfn. Í opna salnum voru Fredrik Nyström og Kathrine Bertheau í NS gegn Christal Henner Wel- land og Robert Levin: Vestur Norður Austur Suður Henner Nyström Levin Bertheau – Pass Pass 1 tígull 1 spaði Dobl * 4 spaðar Pass Pass 5 tíglar Allir pass Fjórir spaðar í AV fara 1-2 niður á laufstungum, en fimm tíglar í NS er eðlileg niðurstaða, enda eiga NS 11 spil saman í litnum. Samn- ingurinn virðist dæmdur til að fara einn niður, því þrír tapslagir á hjarta blasa við. En vestur kaus að koma út með spaða og það útspil gef- ur sagnhafa frumkvæðið og tíma til að undirbúa innkast. Vinningsleiðin rekur sig nokkurn veginn sjálfkrafa: Sagnhafi trompar út svörtu litina og tekur einu sinni tromp. Spilar síðan vörninni inn á hjarta í þessari stöðu: Norður ♠ ♥ 1086 ♦ K9 ♣– Vestur Austur ♠ K ♠ – ♥ ÁK ♥ D97 ♦ – ♦ – ♣95 ♣KD Suður ♠ – ♥ G54 ♦ DG ♣ Hjartaliturinn er stíflaður og þegar vestur hefur tekið tvo slagi á ÁK verður hann að spila svörtu spili út í tvö- falda eyðu og þá hverfur þriðji tapslagur sagnhafa. En Kathrine Bertheau var full fljót á sér. Um leið og blindur birtist lagði hún upp og kvaðst gefa þrjá slagi á hjarta. Sem AV samþykktu fúslega. Á hinu borðinu voru Roy Welland og Jill Levin með spil AV og ætluðu sér um of. Í andstöðunni voru Magnús E. Magnússon og Katarina Midskog: Vestur Norður Austur Suður Midskog Welland Magnús Levin – Pass Pass 1 tígull 1 spaði Dobl * 2 tíglar * 3 tíglar 4 spaðar 6 tíglar !? Pass Pass Dobl Allir pass Tveir niður og 300 í AV. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5. a3 Ba5 6. b4 cxd4 7. bxa5 dxc3 8. Dg4 Re7 9. Dxg7 Hg8 10. Dxh7 Rbc6 11. f4 Dxa5 12. Hb1 Bd7 13. Dd3 0-0-0 14. g3 Rf5 15. Rf3 a6 16. Bg2 Dc5 17. Hb3 d4 18. Rg5 Hxg5 19. fxg5 Dxe5+ 20. Kf2 Dc5 21. Bf4 e5 22. Hhb1 Rd6 Lettneski stór- meistarinn og skák- þjálfarinn Zigurds Lanka (2.488) hélt fyrirlestraröð á Ís- landi dagana 19.–28. júní sl. Skák- samband Íslands og Skákskóli Íslands stóðu fyrir komu hans en hún þótti takast afar vel. Hann er mikill sér- fræðingur í byrj- unum og hefur oftar en ekki yfirburðatafl þegar miðtaflið hefst. Í stöð- unni hafði hafði hann hvítt gegn Michael Schulz (2.244) í móti sem fram fór í Dresd- en í Þýskalandi á síðasta ári. 23. Hxb7! Rxb7 24. Dxa6 Kc7 svartur yrði mát eftir 24... Da7 25. Dxa7 Rxa7 26. Bxb7+ Kc7 27. Bxe5#. 25. Dxb7+ Kd6 26. Hb5 Dxb5 27. Dxb5 exf4 28. gxf4 Kc7 29. Dc4 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 14. júní sl. í Valdosta, Georgíu, Anna Guðrún og Steven Eacl McCall Jr. Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 1.981 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Steinunn María Agnarsdóttir og Edda Falak Yamak. HLUTAVELTA Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. Kirkja sjöunda dags aðventista. Samkomur laugardag: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19. Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði. Biblíufræðsla/guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Ester Ólafsdóttir. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Hópur unga fólksins. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi. Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Gavin Anth- ony. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum. Biblíufræðsla kl. 10.30. Ræðumaður: Reynir Guðsteinsson. Morgunblaðið/VilhjálmurGrafarkirkja í Skaftártungum Safnaðarstarf Grafarkirkja á Höfðaströnd Á HVERJU sumri söfnumst við saman til bænastundar í hinu forna bænahúsi í Gröf. Laugardagskvöldið 5. júlí er helgistund í Grafarkirkju kl. 21. Í þetta sinn mun hinn þekkti söng- hópur „Voces Thules“ sjá um söng- inn. Hópinn skipa: Eggert Pálsson, Einar Jóhannesson, Eiríkur Hreinn Helgason, Sigurður Halldórsson, Sverrir Guðjónsson og Viktor Guð- laugsson. Að athöfninni lokinni er boðið upp á kaffi og heitt kakó og sætu brauði undir berum sumarhimni. Allir velkomnir. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir, sóknarprestur. Knappstaðakirkja í Stíflu í Fljótum „KNAPPSTAÐAMESSAN“ verður á sunnudaginn 6. júlí kl. 14. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir, sóknar- prestur, þjónar fyrir altari. Kirkju- kór Barðskirkju leiðir sönginn og organisti er Anna Kristín Jóns- dóttir. Kaffiveitingar í kirkjugarð- inum að athöfn lokinni. Þau sem hafa kost á því koma ríðandi í kirkju. Sóknarprestur. Stóra-Núpskirkja – Súpa, sláttur og söngur BOÐAÐ er til sláttar á kirkjugarð- inum á Stóra-Núpi sunnudaginn 6. júlí kl. 11. Slátturinn hefst með guðsþjónustu. Klukkan 11.40 er boðið upp á súpuskál og sláttur hefst þar næst. Áætlað er að ljúka slætti milli 14 og 15. Sóknarfólk er beðið að taka sláttutæki sín með, þau er hæfa og fjölmenna. Komum saman og vinnum saman að rækta með okkur jurtagarð Drottins. Sóknarnefnd og sóknarprestur. KIRKJUSTARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.