Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2003 49 BORGARSKJALASAFN REYKJAVÍKUR www.rvk.is/borgarskjalasafn Sími 563 1770 Hver var Lárus? Sýning um Lárus Sigurbjörnsson, skjala- og minjavörð Reykjavíkurbæjar 1954-1968 á 3. hæð, Tryggvagötu 15. Opin alla virka daga kl. 10-16. Aðgangur ókeypis. Minjasafn Reykjavíkur Árbæjarsafn - Viðey www.arbaejarsafn.is. Sími 577 1111 Tónleikar laugardag Fornbíladagur sunnudag Ljúffengar veitingar í Dillonshúsi Námskeið í jurtalitun í næstu viku Viðey: Fjölskyldudagur sunnudag Ganga þriðjudag kl. 19.30 Minjasafn Orkuveitunnar í Elliðaárdal (gegnt gömlu rafstöðinni) er opið kl. 13-17 alla daga nema mánudaga og eftir samkomulagi í síma 567 9000. Ljósmyndasafn Reykjavíkur www.ljosmyndasafnreykjavikur.is Frumefnin Fimm - Ferðadagbækur Claire Xuan 24. maí - 1. sept. 2003. Tekið er á móti hópum eftir samkomulagi, nánari upplýsingar í síma 563 1790. Afgreiðsla og skrifstofa opin virka daga frá 10-16. Opnunartími sýninga virka daga 12-19 og 13-17 um helgar. Aðgangur ókeypis. www.listasafnreykjavikur.is sími 590 1200 HAFNARHÚS, 10-17 Smekkleysa í 16 ár, Alþjóðleg samtímalist á Íslandi, Erró - Stríð Leiðsögn alla sunnud. kl. 15.00 KJARVALSSTAÐIR, 10-17 Íslensk samtímaljósmyndun, Kjarval Leiðsögn alla sunnud. kl. 15.00 ÁSMUNDARSAFN, 10-16 Ásmundur Sveinsson - Nútímamaðurinn Menningarmiðstöðin Gerðuberg. Sími 575 7700. Gerðubergi 3-5, 111 Rvík Lokað vegna sumarleyfa starfsmanna. Opnum aftur 12. ágúst. Fjölbreytt dagskrá framundan. www.gerduberg.is s. 563 1717 Bókmenntaganga Vegvísir um Reykjavík Bæklingur um Reykjavík í bókmenntum. Fæst í Borgarbókasafni. www.borgarbokasafn.is 5. SÝNING FÖSTUDAG 4/7 - KL. 20.00 UPPSELT 6. SÝNING SUNNUDAG 6/7 - KL. 17.00 UPPSELT 7. SÝNING FIMMTUDAG 10/7 - KL. 20 UPPSELT 8. SÝNING FÖSTUDAG 11/7 - KL. 20 UPPSELT 9. SÝNING LAUGARDAG 12/7 - KL. 15 UPPSELT 10. SÝNING LAUGARDAG 12/7 - KL. 20 UPPSELT 11. SÝNING MIÐVIKUDAG 16/7 - KL. 20 AUKASÝNING LAUS SÆTI 12. SÝNING FIMMTUDAG 17/7 - KL. 20 UPPSELT 13. SÝNING FÖSTUDAG 18/7 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS ATHUGIÐ ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA ! Mannakorn í kvöld ÞÓRUNN og Rúna Egilsdætur hafa búið í Lúxemborg um nokkurra ára skeið. Þrátt fyrir ungan aldur eru þær þó báðar farnar að vera tölu- vert sýnilegar í lúxemborgísku dæg- urmenningarlífi. Þórunn stjórnar vinsælum þætti á Lúxemborgarstöð sjónvarpsstöðvarinnar RFL þar sem hún segir frá fræga og fína fólkinu en Rúna var valin Ungfrú Lúxem- borg. Nú síðast hrepptu þær systur hlutverk í mynd leikstjórans Michel Keusch, Porta Westfalica, sem segir frá hópi kappakstursglanna en myndin kemur til með að kosta hálf- an milljarð króna. „Ég var að vinna hjá fjármálafyr- irtæki en langaði til að gera eitthvað annað – fann að ég var ekki alveg fyrir bankastörf,“ segir Þórunn þeg- ar blaðamaður spyr hana hvernig hún hóf störf við þátt sinn. „Ég setti mig í samband við konu sem starfar sem upptökustjóri og sagði að mig langaði að mæta í prufutöku og sjá hvort þau gætu ekki gefið mér ein- hverja vinnu. Ég bjóst ekki við neinu en fékk strax þetta starf.“ Þætti Þórunnar er sjónvarpað daglega og segir hún þar í knöppu sniði frá helstu stjörnum og Hollywood- slúðri, eins og hún orðar það sjálf, ekki ósvipað þætti Andreu Róberts, Sjáðu, sem voru ekki alls fyrir löngu sýndir á Stöð 2 hér á Íslandi. Þættir Þórunnar hafa verið sýndir í eitt ár og mælast 2. vinsælasti þátturinn á sjónvarpsstöðinni, að hennar sögn. Glannagella og lesbísk lögga Þórunn segir að í gegnum vinnu sína við þáttinn hafi framleiðendur myndarinnar Porta Westfalica kom- ið auga á hana og boðið henni í prufutöku og hún síðan ráðin á staðnum. Í framhaldi af því var hún spurð hvort hún þekkti aðrar stúlk- ur sem gætu tekið þátt í myndinni og benti hún þeim á systur sína, feg- urðardrottninguna. Þórunn er í myndinni í hlutverki eins kappakstursglannanna: „Mynd- in er um unglinga sem stunda ólög- legan götukappakstur. Aðalleik- arinn er lögga sem laumar sér inn í klíkuna en kemst ekki hjá því að vingast við hópinn og á endanum vinna þau saman við að ná ein- hverjum bófum,“ segir Þórunn. „Ég er ein af kappakstursgellunum og Rúna leikur lögreglukonu. Hlut- verkið mitt er ekki svaka stórt en það sést í mig við og við. Hlutverk Rúnu er aðeins minna. Hún á að leika einhvers konar lesbíska löggu- gellu,“ hlær Þórunn dátt. Íslenskar systur gera það gott í Lúxemborg Sjónvarpskona og fegurðardrottning fá kvikmyndahlutverk Systurnar Þórunn og Rúna Egilsdætur að gera það gott í Lúxemborg. asgeiri@mbl.is GENGI dönsku rokksveitarinnar The Raveonettes hefur verið lyg- inni líkast undanfarin misseri. Sveitin – sem leikur svalt og hratt gaddavírsrokk í anda The Jesus and Mary Chain og Suicide – var nánast óþekkt er hún kom fram á Spot-hátíðinni í fyrra, hátíð sem haldin er í Árósum með það að markmiði að kynna efnilegar, nýj- ar sveitir. Síðasta sumar kom svo út átta laga plata Whip it On og í kjölfarið fór allt að rúlla. Í dag eru þau með samning við Columbia- risann sem hyggst gefa út breið- skífu með sveitinni í ágúst næst- komandi. Sveitin lék í Arena-tjaldinu hér í Hróarskeldu á föstudagskvöldið. Mæting var góð og Danir sýnilega stoltir. Söngkona sveitarinnar og bassaleikari, Sharin Foo, var í blómlegum síðkjól og á pinnahæl- um og Sune Rose Wagner, gít- aristi og söngvari, var svartklædd- ur með sólgleraugu. Saman stóðu þau eins og gínur bak við hljóð- nemana og um þau lék afar svöl ára. Ef satt skal segja hafa Danir staðið öðrum Norðurlandaþjóðum að baki um alllangt skeið, hvað spennandi og áhugaverða dægur- tónlist varðar. Þekktasta sveit Dana síðustu fimm árin eða svo er eðaldraslsveitin Aqua, sem leggur sig eftir heiladauðu evrópoppi (munið þið eftir „Barbie Girl“?). En ef að líkum lætur virðist þetta vera að breytast með tilkomu gæðarokks Raveonettes. „Það besta frá Danmörku síðan Tuborg kom fram“ eins og gagnrýnandi Sánd orðaði það svo skemmtilega. The Raveonettes gerðu gott á Hróarskeldu Ljósmynd/Móheiður Geirlaugsdóttir Hver þarf danskan bjór standi The Raveonettes til boða. Skotið úr skúrnum Hróarskeldu. Morgunblaðið. SMS FRÉTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.