Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 4
DAGLEGT LÍF 4 B FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Acidophilus H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Fyrir meltingu og maga FRÁ Hællinn minnir á útskorið bein og trés ökklann og litríkt band yfir ristina setj Þetta eru bæði spariskór og sand- alar og mynstrið getur verið litríkt og skrautlegt. Annars konar skraut er líka til í dæminu. Í Bossanova eru skór frá merkinu Irregular Choice þar sem fiðrildi hefur verið saumað úr leðrinu eða litríkar leð- urreimar mynda skrautlegan blómasandala. Ragnheiður Hrafn- kelsdóttir, verslunarstjóri Boss- anova, segir mikla breidd í skótísk- unni þetta sumarið en þetta enska Brúnt slönguskinn, uppbundnir og támjóir glæsiskór úr 38 þrepum. Pallíettur, reimar og bönd, skærir litir og hvassar tær, háir og lágir hælar. Allt er leyfilegt í skótískunni í sumar. & allan litaskalann. Hvítir eða krem- hvítir fínlegir háhælaðir skór sem eru bundir upp með leðurreim- um eða silkiböndum hafa t.d. verið teknir sem brúðar- skór, að því er fram kom í spjalli við af- greiðslufólk. Strigaskórnir í ár tengjast ballettþemanu, nett- ir og rúnnaðir. Í skór.is er að finna hönnun Mörtu Rúnars- dóttur fyrir merkið www.com. Strigaskórnir, sem þó eru úr leðri, eru bæði reimaðir og með frönskum rennilás, spennu utan um ökklann og svo opnir að aftan. Í þessari verslun eru líka eftirmyndir gömlu Con- verse alvöru strigaskónna orðnar vinsælar. Ömmuskór og klósetthæll Einna vinsælustu sumar- skórnir eru afar einfaldir skór sem minna svolítið á gömlu „gönguskóna“ hennar ömmu. Hællinn er lágur „klósett- hæll“ svo kallaður vegna þess að hann er hálffalinn undir og lagið á honum minnir á neðri hluta kló- setts. Efnið í skónum er leður, stundum gatað, og litirnir afar fjöl- breyttir. Skæru litirnir eru vinsælir en traustast er að eiga eitt svart par. Í Bossanova er skemmtileg út- gáfa af þessum skóm, til í svörtu, bleiku og hvítu. Leðrið er gatað og teygja er sett allan hringinn þannig að leðrið krumpast og skórinn bognar saman þar til eigandinn smeygir sér í hann, e.t.v. klæddur buxum sem teknar eru saman að neðan? Venjulegri útgáfur af þess- um skóm eru á hverju strái. Táin er misjafnlega oddhvöss en mjókkar alltaf fram. Hællinn er mishár en yfirleitt með klósettlaginu og lit- irnir alla vega, bæði skærir og pastel. Pallíettur og annað skraut Í öllum skóbúðum eru einhverjir skór með ísaumuðum pallíettum. Sp leg me ur ve TÁMJÓIR og fótlaga, flat-botna eða með hæl og íöllum litum. Sumarskórnirsem nóg er af í skóbúðum bæjarins eru af öllu tagi. Uppreim- aðir skrautlegir skór í spænskum stíl eiga upp á pallborðið í ár en líka alls konar skór sem auðvelt er að smeygja sér í; tásuskór, sand- alar og opnir að aftan. Hugurinn fer hálfa leið á úlf- aldabak í skónum sem fást í Agadir á Laugavegi. Í þessari litlu verslun úir og grúir af alls konar hlutum, þ.á m. skóm, og allt er frá Marokkó. Upprúll- uð táin kveikir hug- renningatengsl við Ali Baba og félaga og lit- irnir eru í tísku núna. Skærbleikur og appelsínugulur eru þar á meðal og svo auðvitað brúnn og svartur. Allir skórnir eru hand- gerðir og ýmist ofnir eða úr leðri og þá jafnvel með ísaumuðum pallí- ettum. Ofnu skórnir eru annað- hvort úr basti eða kaktusþráðum og silki. Skórnir eiga það sameiginlegt að þægilegt er að smeygja sér í þá og það er eitt af því sem gildir í sumar, auk litadýrðarinnar sem þessir skór geta vissulega státað af. Bundnir ballettskór Í Kron á Laugaveginum eru Campers-skórnir fastur punktur í tilverunni. Munurinn er að á sumr- in er litagleðin meiri. Auk Camp- ers-skónna eru spænskir skór undir merkinu Ras mikið fyrir augað. Pallíettur og ísaumaðar myndir eru alls ráðandi og hæll sem virðist vera úr beini vekur athygli. Gulllit- aðir skór minna á ballettskó en það lag er vinsælt á skóm í sumar, þ.e. sem virðist passa akkúrat utan um fótinn og lætur hann líta út fyrir að vera afar nettan svo minnir á ball- erínufót. Hefðbundnir ballerínuskór eru bæði nettir og bundnir upp á fótinn og hvort tveggja sést í sumarskón- um í ár. Skórnir eru þá bundnir upp með silki- eða bómullarböndum eða einfaldlega leðurreimum. Skór- inn sjálfur getur verið opinn sand- ali, með háum eða lágum hæl eða támjór lokaður, og litirnir spanna Útfærsla á því sem hefur verið hvað vinsælast í vor: Klósetthæll, mjó tá og skær litur. Ljósbleikir krumpuskór úr Bossanova sem umbreytast þegar fóturinn er kominn ofan í. Morgunblaðið/Jim Smart Ballettþemað birtist í bundnum skóm en einnig í þessum „gullskóm“. Háhælaðir skór með trébotni og sér- kennilegum hæl úr Skór.is. Rauður er kominn til að vera í skótískunni. BORGARSKÓR Morgunblaðið/Jim Smart Gylltir krumpuskór úr 38 þrepum. Fiðrildaskórnir úr Bossanova frá Irregular Choice. Sandalar með hvítri og bleikri pall- íettuskreytingu úr Bianco. Skór bundnir upp á kálfann eru afar vinsæl- ir í sumar. Útfærslan er mjög mismunandi en þessir eru úr Bianco. Skemmtileg þversögn: striga- skór úr leðri ballerínur BANDASKÓRAli Baba EIN með öllu, segja Íslendingar og eiga þávið pylsu í brauði, oftast með tómatsósu,sinnepi og lauk. Bandaríkjamenn kallaréttinn „hot dog“, eða heitan hund og er nafngiftin rakin til smámisskilnings eða tungu- málaerfiðleika Tad Drogans (1877–1929), skop- myndateiknara hjá The New York Journal skömmu eftir aldamótin 1900. Pylsur eru ein elsta gerð unninna kjötvara og Þjóð- verjum jafnan eignaður heiðurinn af uppfinningunni og einnig því að bera þær fram í brauði. Þannig fram bornum þótti réttinum svipa mjög til hunds af greif- ingjakyni eða „Dachhund“ eins og hann er kallaður á þýsku og því festist nafnið við einn vinsælasta skyndi- bita síðari tíma. Árið 1987 fagnaði Frankfurt 500 ára afmæli pyls- unnar, enda vilja borgarbúar meina að frankfurter- pylsur hafi verið þær fyrstu í heim- inum. Austur- ríkismenn malda í móinn og segja vín- arpylsurnar víðfrægu, sem kenndar eru við höfuðborg þeirra, eiga sér lengri sögu. Innflytjendur víðs vegar að úr Evrópu, sem settust að í Bandaríkjunum, kynntu svo pylsurnar fyrir þar- lendum sem og pylsurnar frambornar í brauði. Á sjö- unda áratug nítjándu aldar hóf þýskur innflytjandi að selja pylsur ásamt brauði og súrkáli úr handvagni í New York og skömmu síðar opnaði landi hans, slátr- Hundur af greifingjakyni, dachh arinn Charles Feltman, fyrsta pylsusöluturninn Coney-eyju og seldi 3.684 pylsur fyrsta árið. Árið 1893 markaði tímamót í sögu pylsunnar er til að taka að þær stóðu til boða á vörusýning haldin var í Chicago. Þar vöktu þær feikimikla ingu gesta og uppfrá því var farið að bjóða upp ur á flestum hafnaboltaleikjum. Frumkvæðið á Þjóðarrétturinn góði „ein með öllu“. Heitur hundur SAGA HLUTANNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.