Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 7
dóttur. Línan sem þær sýna í Uniq- ue í sumar heitir Glitrandi grjót og sækir hugmyndir í þrjá heima. „Þemað er íslenskt landslag og þá sérstaklega sjórinn, fjaran, sandur- inn og brimið. Svo erum við með stórborgarminni, götulíf, gang- stéttir og klúbbamenningu. Við þetta bætist svo íþróttaheimurinn,“ útskýrir Sólborg. „Þá reynum við að koma okkar áhrifum að, glys- inu, auk þess sem áhrifa frá ný- bylgjupönki gætir á móti, enda vor- um við nýbylgjupönkarar hér í gamla daga,“ segir hún og hlær. „Á tískusýningunni var yfir- bragð 9. áratugarins einmitt ríkjandi, við buðum upp á David Bowie og appelsín með lakkrísröri, auk þess sem Dúkkulísurnar einu og sönnu léku lög á borð við Pam- elu í Dallas.“ Sjálf tískusýningin bar yfir- skriftina Rokk og rennilásar, en starfsliðið á Unique vann hár sýn- ingarstúlknanna út frá fatalínunni, m.a. með því að sauma beinlínis rennilása í hárið. Góður rómur var gerður að sýn- ingunni, að sögn Sólborgar. „Já, og viðskiptavinir hár- greiðslustofunnar hafa þegar fest sér flíkur. Reyndar voru módelin sjálf einna spenntust, sum þeirra keyptu hreinlega fötin sem þau voru í og gengu út.“ Og hún tekur fram að öllum sé frjálst að skoða fatalínuna, þótt þeir séu ekki endilega á leið í klippingu. „Það bætast jafnvel flík- ur við á sýninguna í sumar, eftir því sem við klárum fleiri. Þetta eru allt módelflíkur, á sumar þeirra höfum við handmálað enda leggj- um við rækt við handverkið. Og þetta eru líka föt sem hægt er að ganga í,“ undirstikar Sólborg. „Það er auðvelt að gera eitthvað fríkað sem fáir nota. Við leggjum hins vegar mikla áherslu á góð snið og djarfleika í efnisvali og skrauti. Svo fer það eftir karakter hvers og eins hvort flíkurnar flokkast sem spariföt eða hversdags.“ Á sýningunni í Unique eru einnig skartgripir eftir velska tónlistar- manninn Steve Hubback. Þegar sýningunni lýkur, má nálgast flíkur Pells & purpura, eins og áður, á vinnustofunni við Hvaleyrarbraut. Ljósblár jakki úr blúnduefni með handsaumuðum silfurpallíettum. Frá tískusýningunni Rokk og rennilásar. sith@mbl.is barninu að verða á enninu en hitt á hnakkanum. Ekki mátti kona súpa á pottbarmi því þá gat hún ekki fætt nema potti væri hvolft yfir hana. Þunguð kona mátti ekki hlaupa því þá varð barninu sundlahætt, ekki að horfa fram af háu því þá varð það lofthrætt, ekki stíga yfir breima kött því þá varð barnið fábjáni eða viðrini. Ef hún horfði á norðurljós tinaði barnið eða varð rangeygt. Ef van- færa konan kastaði af sér vatni úti í tunglsljósi varð barnið tunglsjúkt, og einkum og sér í lagi ef hún sat svo að tunglið gat skinið á kjöltu hennar. Af nógu er að taka sem hjátrúin varar við. Ef vanfær kona borðar valsleginn fugl fær barnið valbrá samkvæmt þjóðtrúnni. Ef hún borð- ar rjúpu eða rjúpuegg á meðgöng- unni verður barnið freknótt. Ef hún borðar gómfillu af sviðum (sumir segja úr sel) verður barnið holgóma. Barnið fær óslétta húð ef konan borðar ýsuroð á meðgöngunni. Borði konan kviðugga af steinbít verður barnið ærslafullt og ókyrrt. Borði konan aðallega fisk á meðgöngunni verður barnið heimskt. Ef hún borð- ar brjósk verða brjósk í stað beina í barninu. Borði konan kindartungu jarmar barnið. Drekki konan vatn sem jórturdýr hafa drukkið af þá jórtrar barnið. Og það verður hár- laust ef konan drekkur heita drykki á meðgöngunni. Ófrísk kona má ekki horfa á und- arlega menn á meðgöngunni því þá verður barnið undarlegt. Ekki er heldur ráðlegt fyrir þungaðar konur að hugsa mikið um aðra menn en barnsfeður sína á meðgöngunni því þá er hætta á að barnið líkist þeim sem hugsað er til. Hér er aðeins fátt eitt nefnt af öllu því sem konunni ber að varast á meðgöngunni. Af þeim utanaðsteðjandi hættum, sem konan ræður sjálf ekki við, má nefna að ef maður kemur inn með poka á baki og leysir hann ekki af sér úti, þar sem ólétt kona er inni, verður barnið krypplingur. Sé farið með sauðaband inn í bæ þar sem þunguð kona er fær barnið höft á handleggi og fætur eða verður gul rák fyrir brjóst barnsins og handleggi. Reyndar ber konum að forðast hvers konar bönd á meðgöngunni, ekki binda um sig bönd og ekki ganga undir snúrur því þá gengur fæðingin illa eða að naflastrengurinn vefst um höfuð barnsins. Þetta getur líka gerst ef hún vefur klút um háls sér. Sé hrísbyrði skilin eftir í böndum þar sem ófrísk kona er getur það einnig orsakað erfiða fæðingu. Ekki má sverfa hluti inni í húsi þar sem kona á von á barni því þá fæðist það and- vana. Í Stóru hjátrúarbókinni segir enn- fremur að óráð sé að búa út mikinn fatnað fyrir börn áður en þau fæðast, það geti haft í för með sér ógæfu eða orðið barninu að aldurtila. „Enn tíðk- ast það að konur taki ekki með sér barnaföt þegar þær leggjast inn á fæðingardeild og eins er vaggan ekki tekin fram eða um hana búið fyrr en barnið er fætt. Sú hjátrú er einnig al- geng að konur megi ekki taka blóm með sér heim af fæðingardeildinni nema þær vilji koma þangað aftur innan árs í sömu erindagjörðum.“ Fæðingin Ýmislegt ber að varast til að tryggja það að fæðingin gangi bæri- lega. Þunguð kona má til dæmis ekki ganga undir sperrur eða nýreist hús, því þá verður að reisa sperrur yfir henni ef hún á að geta fætt. Vanfær kona má ekki greiða sér í rúminu því þá er hætta á að hún komi hart niður við fæðinguna. Hún má heldur ekki sofa á sæng með rjúpnafiðri því þá getur hún ekki fætt. Þó var til sú trú að greiða mætti fyrir örðugri fæð- ingu með því að leggja undir konuna rjúpnafjaðrir. Sú trú að fæðing gangi betur með nýju eða vaxandi tungli og greiðar með flóði en fjöru hefur verið lífseig, og eimir eftir af henni enn. „Ég átti öll börnin mín með nýju tungli, og gekk alltaf vel, og átti ég þó mörg börn,“ er haft eftir gamalli konu úr Þingeyjarsýslu. Á hinn bóginn var því trúað að fæðingin gæti orðið erfið ef selja eða reyniviður væri hafður í húsum og ennfremur þótti ekki ráð- legt að hafa olnbogaskel í húsum. Fiður álfta og hænsna í sængum gat einnig hamlað fæðingu samkvæmt þjóðtrúnni. Sitthvað var þó til ráða til að greiða fyrir fæðingu. Símon Jón seg- ir í riti sínu að hér á landi virðist þessar ráðleggingar einkum vera af tvennum toga: „Annars vegar að leggja eitthvað í rúmið hjá konunni eða við hana og hins vegar að gefa henni eitthvað að drekka. Reynandi var að leggja burnirót í rúmið hjá konunni svo að hún snerti hana bera. Einnig gat dugað að leggja arnar- fjöður undir hana eða í kvið hennar eða leggja undir hana arnaregg. Þá gat reynst vel að hafa gæsafjöður undir höfði konunnar eða fótum, leggja kanil eða ilmkvoðu undir hana eða láta hana liggja eða sitja á bald- ursbrá. Þá gátu lausnarsteinar dug- að vel og einnig að hnýta sigurlykkju eða sigurhnút. Af drykkjarföngum gat dugað að gefa konunni spón af tíkarmjólk eða mjólk úr annarri konu. Gott var að kreista safa úr pungarfa, blanda hann víni og gefa henni að drekka. Reynandi var að láta hana drekka baldursbrá í víni, sjóða hvannfræ í vatni eða blóðberg í víni eða blanda mylsnu af hvalbeini í vín eða mysu og láta hana drekka. Einnig var ráð að skafa agat ofan í vín eða láta hann liggja þrjá daga í vatni og gefa kon- unni að drekka. Hægt var líka að kveikja í agatinum og bera að nösum hennar. Dugað gat að drekka soð af hænueggi eða sjóða hvítlauk í potti og láta konuna setjast yfir hann. Eitt ráð var að kveikja í brennisteini og láta reykinn leggja upp í vit konunn- ar. Ef allt um þrýtur er ráð að færa barnsföðurinn úr skyrtunni og klæða konuna í hana volga. Þá fæðist barn- ið viðstöðulaust …“ Af nógu er að taka þar sem hjátrú varðandi barnsfæðingar er annars vegar og ekki unnt að gera því tæm- andi skil hér. Ónefndir eru ýmsir sið- ir og venjur sem skapast hafa í þessu sambandi, svo sem um meðferð fylgjunnar eftir fæðingu, sængur- gjafir og nauðsyn þess að móðirin fari í nýja skó strax eftir fæðingu, svo fátt eitt sé nefnt. svg@mbl.is DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2003 B 7 B-Complex H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Öflugur og öruggur FRÁ ÞAÐ var meira um hjátrú ísambandi við barnsfæðingarhér áður fyrr, þegar ég var að byrja sem ljósmóðir. Ég held að flestir séu hættir að trúa á þetta nú til dags,“ sagði Dýrfinna H.K. Sig- urjónsdóttir, sem starfaði sem ljós- móðir í rúma hálfa öld. „Ég man til dæmis eftir því að ófrískar konur voru hræddar við að borða gómfillu úr sviðum hér áður fyrr, en því fylgdi sú trú að þá gæti barnið orðið holgóma. Einnig varð að brjóta málbeinið úr sviðunum því annars gæti barnið farið að jarma,“ sagði Dýrfinna ennfremur. „Ég man líka eftir því að eitt sinn fór ég með bala á höfðinu út á snúrur, þeg- ar ég var ófrísk, og þá kom tengda- pabbi hlaupandi til mín og sagði að þetta mætti ég alls ekki gera í þessu ástandi. Ég spurði hann nú aldrei nánar út í það hvað gæti komið fyrir vegna þessa tiltækis í mér.“ Dýrfinna sagði að hér áður fyrr hefðu sængurkonur talað talsvert um hjátrú varðandi barnsfæðingar, en sjaldnast viðurkennt að þær beinlínis tryðu á það. „Sumar vildu hafa kveikt á kerti og mér fannst oft gott að hafa kveikt á kerti þegar konurnar tóku léttasótt. Það er svo róandi að hafa kertaljós logandi í herberginu. Einu sinni fór rafmagn- ið af þegar ég var að taka á móti barni. Veðrið hafði verið mjög slæmt og ég varð að klofa snjóinn upp að hnjám til að komast á stað- inn. Svo fór rafmagnið og húsbónd- inn kom með um tuttugu kerti, en ég sagði honum að ég þyrfti nú ekki alveg svo mörg til að taka á móti barninu. En konan fæddi sem sagt við kertaljós og fæðingin gekk ljóm- andi vel. Ég hef verið afskaplega lánsöm og heppin í mínu starfi,“ sagði Dýrfinna. Aðspurð hvort hún geti sagt fyrir um hvort ófrískar konur beri strák eða stelpu undir belti sagði Dýr- finna að oft hefði hún getið sér rétt til um það. „Mér finnst strákarnir vera meira út í mjöðmunum, en stelpurnar hanga meira framan á kúlunni. Svo fannst mér, þegar ég var að skoða konurnar og hlusta þær, að hjartslátturinn í stelpunum væri miklu hraðari. En þetta gæti bara hafa verið ímyndun í mér.“ Dýrfinna kvaðst yfirleitt hafa ráðlagt sínum sængurkonum að vera ekkert að forvitnast um hvort barnið yrði strákur eða stelpa. „Maður opnar ekki jólapakkana fyrirfram, sagði ég við þær. Ég myndi ekki vilja vita það, því þetta er hluti af stemningunni og spenn- unni, að sjá hvort barnið verður stelpa eða strákur.“ Dýrfinna kvaðst hafa séð mikið eftir starfinu þegar hún varð að hætta sem ljósmóðir þegar hún varð sjötug. „Þetta starf var svo gefandi og ég sé mikið eftir því. En ég hef nú tekið á móti tveimur lang- ömmubörnum eftir að ég hætti störfum og það var alveg dásam- legt.“ DÝRFINNA H. K. SIGURJÓNSDÓTTIR LJÓSMÓÐIR Maður opnar ekki jólapakk- ana fyrirfram Dýrfinna H. K. Sigurjónsdóttir með eitt af börnunum sem hún hefur tek- ið á móti í farsælu starfi sem ljósmóðir í hálfa öld. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.