Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FRESTUR nýsköpunar- og sprotafyrirtækja í sjávarútvegi og tengdum rekstri til að sækja um hlutafé hjá Byggðastofnun rann út um síðustu mánaðamót. Vilhjálmur Baldursson, forstöðu- maður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar, segir töluverðan fjölda umsókna hafa borist og marg- ar þeirra vera áhugaverðar. Sérfræðingar Byggðastofnunar meta nú umsóknirnar og gera tillögu til stjórnar í einstökum málum, en hún tekur ákvörðun um hlutafjárkaup. Leitast verð- ur við að svara umsækjendum um miðjan ágúst. Hlutafjárkaup Byggðastofnunar eru hluti af ákvörðun ríkisstjórnar Íslands frá því 11. febr- úar sl. að verja 6,3 milljörðum króna næstu 18 mánuðina til aukinna vegaframkvæmda, bygg- ingar menningarhúsa og atvinnuþróunarverk- efna. Markmið aðgerðanna er að draga úr slaka í efnahagslífinu og stuðla að meiri atvinnu. 350 milljónir í hlutafjárkaup Vilhjálmur segir að frestur fyrirtækja í iðn- aði, landbúnaði og upplýsingatækni til að sækja um hlutafé renni út 31. júlí nk. en standi til 31. ágúst fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og tengd- um greinum. Áætlað er að veita 350 milljónum króna í þetta verkefni. 150 milljónir króna til viðbótar fara í að styrkja verkefni tengd Byggðastofnun eða atvinnuþróunarfélögum á landsbyggðinni. 200 milljónir voru eyrnamerktar þátttöku Ný- sköpunarsjóðs í atvinnuskapandi verkefni úti á landi. Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs, segir nú til skoðunar að veita 200 milljónum króna í hlutafé í kísilduftverk- smiðju við Mývatn. Fyrst þurfi framkvæmdar- aðilar að fá vilyrði fyrir nægjanlegu hlutafé frá einkaaðilum til að reisa verksmiðjuna. Á meðan eru frekari samningaviðræður ekki í gangi. Þrír milljarðar í vegamál í ár Stærsti hlutinn af þessari fjárveitingu fer í vegaframkvæmdir, eða 4,6 milljarðar króna. Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri segir stefnt að því að verja 3 milljörðum á þessu ári og 1,6 millj- örðum á því næsta. Ávallt lá fyrir að töluverðan tíma tæki að undirbúa nýjar framkvæmdir en Jón segir stóran hluta framkvæmdanna þegar farinn af stað og fleira sé í bígerð í haust. Hversu hratt gangi að hrinda þessu af stað velti mikið á hvernig verktakamarkaðurinn standi. Að auki var mörgum verkefnum, sem þegar var ákveðið að ráðast í á næstu árum, flýtt. Jón segir kostnað við jarðgangagerð ekki inni í þessari upphæð nema við göng undir Almanna- skarð en áætlað er verja 500 milljónum til þeirra. Milljarður í menningarhús Einum milljarði króna á að verja til bygg- ingar menningarhúsa á Akureyri og í Vest- mannaeyjum. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæj- arfulltrúi og formaður menningarmálanefndar Akureyrar, segir að samkomulag milli ríkis- og bæjarstjórnar hafi verið undirritað í apríl sl. Vinnuhópur undirbúi verkefnið. Hún segir að 720 milljónir króna komi úr ríkissjóði og Akur- eyrarbær reiði fram í kringum 500 milljónir króna. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að draga úr slaka og auka atvinnu á áætlun Byggðastofnun kaupir hlutafé fyrir 350 milljónir SUMARLOKANIR leikskóla eru nú víða hafnar og þúsundir barna komin í sumarfrí. Fríin henta foreldrum misvel, en ekki geta allir tekið sitt frí á þessum tíma. „Auðvitað væri mjög æskilegt ef það væri opið allt sumarið og fólk hefði fullt val um það hvenær það tæki sumarfrí,“ segir Gústaf Adolf Skúlason, forstöðumaður stefnumót- unar- og samskiptasviðs hjá Samtök- um atvinnulífsins. „Menn hljóta samt að virða það að það sé verið að halda niðri kostnaði, en einhver sveigjanleiki þarf að vera til staðar. Til dæmis að innan sex til sjö vikna tímabils sé fólki skylt að taka barnið sitt heim í þrjár til fjórar vikur,“ sagði Gústaf. „Ég veit að foreldrar eru óánægð- ir með þetta, ég myndi segja að þetta bitnaði verst á þeim,“ segir Una Ey- þórsdóttir, starfsmannastjóri Ice- landair. Starfsmenn þar á bæ eru flestir búnir að gera ráðstafanir vegna þessa erfiða tíma. Una segist fylgjandi hugmyndum um að foreldrar hafi val um hvenær börn þeirra fái frí á leikskólum. „Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir fólk að hafa þetta val.“ Atli Atlason, starfsmannastjóri Landsbankans, segir þetta vera mjög óþægilegt fyrir marga for- eldra. „Mönnum finnst þeir vera mjög bundnir yfir sumarlokununum. Mér fyndist eðlilegt að foreldrarnir hefðu eitthvað um það að segja hve- nær fríið er tekið. Auðvitað reyna menn að bjarga sér, en sumir verða að gera það með öðrum hætti. Við getum ekki lokað heilu og hálfu deildunum, það segir sig sjálft. Þá verða starfsmennirnir að bjarga sér með öðrum hætti. Þetta hefur þannig áhrif að það eru ansi margir starfsmenn sem þurfa að komast í sumarfrí á þessum tíma. Það eru mjög margir leikskólar sem loka á sama tíma og það er mjög óheppilegt,“ sagði Atli. Morgunblaðið/Golli Foreldrar sóttu börn sín í leikskólana í gær í síðasta sinn fyrir sumarfrí. Sumarlokanir leikskóla í júlí Kemur misjafn- lega við foreldra ÁSTÞÓR Magnússon, forsvarsmaður Friðar 2000, var sýknaður af kröfu ríkislögreglustjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ástþór var ákærð- ur fyrir að senda tilhæfulausar við- varanir um yfirvofandi sprengjutil- ræði til íslenskra flugfélaga. Í dómnum er tekið undir með ákæruvaldinu að því leyti að tilkynn- ingin, sem Ástþór dreifði í tölvupósti, kunni gagnvart sumum að hafa verið til þess fallin að vekja ótta um líf, heil- brigði og velferð manna. Einnig að vegna orðalags tölvupóstsins, sem að ýmsu leyti var óskýrt, hafi verið eðli- legt að lögreglan brygðist við eins og gert var. Ekki refsað nema fyrir vísvit- andi rangar upplýsingar Dómarinn segir að hins vegar hafi komið fram við rannsókn málsins hvað ákærða gekk til. Ekki yrði annað ráðið af framburði hans en það, að hann hafi talið að um raunverulega hættu hafi verið að ræða sem hann taldi sér skylt að vara við. Þótt í upp- hafi tölvupóstsins væri fjallað um rök- studdan grun leiddi það ekki sjálf- krafa til sakfellingar, þótt síðar hafi komið í ljós að grunur ákærða reynd- ist rangur og byggður á misskilningi og ályktanir sem hann dró hafi verið rangar. Sagði dómari að ekki yrði refsað fyrir brot gegn þeirri lagagrein sem ákært væri fyrir nema um vísvitandi rangar upplýsingar eða vísvitandi rangar tilkynningar hafi verið að ræða. Í yfirlýsingu Friðar 2000, sem Ást- þór sendi út og var ákærður fyrir, segir: „Við höfum rökstuddan grun um að ráðist verði gegn íslenskri flug- vél með flugráni og eða sprengjutil- ræði. Við vitum ekki hvort þessi árás muni beinast gegn almennu flugi Ice- landair eða Atlanta eða hvort bæði fé- lögin verði skotmark. Tilræðið mun koma sem svar við þeim ráðagerðum ríkisstjórnarinnar að nota borgara- legar flugvélar íslenska flugflotans til flutninga á hergögnum eða hermönn- um fyrir NATO í ólögmætu stríði gegn Írak. Rétt er að vara almenning við að ferðast með þessum flugfélög- um á næstu dögum og vikum. Okkur finnst rétt að vekja athygli á þessu. Alþjóðastofnunin Friður 2000www. peace2000.org“ Ástþór Magnús- son sýknaður FJÖLDI fólks fagnaði goslokum með Eyjamönnum í Vestmanna- eyjum í gær, en 25 ár eru liðin frá því að gosi lauk í Heimaey. Í gær- dag fór fram mikill undirbúningur í Skvísusundi fyrir skemmtun gær- kvöldsins. Kl. 17 var sundið form- lega skýrt Skvísusund eins og það hefur verið kallað frá ómunatíð. Þegar Morgunblaðsmenn voru þar á ferð seinnipartinn voru stjórnar- menn úr Knattspyrnudeild ÍBV, þeir Birgir Stefánsson og Ástþór Jónsson, að leggja síðustu hönd á Baldurskrónna. Ýmsir listamenn komu fram í krónni í gær. Á veggjum hanga baujur og belgir, net, lína og færi. „Það verður því allt tilbúið fyrir stemn- inguna í kvöld,“ sagði Birgir Stef- ánsson, framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar ÍBV. Baldurs- króin er ekki eina króin á svæðinu því þær eru alls sex í röð og í hverri þeirra og í Listaskólanum og Ís- félagsportinu voru skemmtiatriði undir heitinu „Líf og fjör í Skvísu- sundi“. Meðal þeirra sem fram komu voru Harmonikkufélagið, Eymenn, Eygló-Sigurrós og Lalli, Obbi , spákonur, Hippabandið og Logar. Þessar ungu Eyjaskvísur voru að skoða sig um í Skvísusundi og athuga hvort allt væri ekki í lagi fyrir kvöldið. Þær heita frá vinstri í fremri röð: Kristín Rannveig Jónsdóttir og Aníta Guðlaug Axelsdóttir. Í aftari röð frá vinstri eru: Jóhanna Björk Gylfadóttir, Áslaug Dís Bergsdóttir og Sara Sjöfn Grettisdóttir. Líf og fjör í Skvísusundi Fjölmenni á Goslokahátíð í Vestmannaeyjum Morgunblaðið/Sigurgeir RÍKISSAKSÓKNARI mun ekki áfrýja sýknudómi yfir skip- stjóranum á Báru ÍS sem ríkis- lögreglustjóri ákærði fyrir brottkast í kjölfar þess að frétta- myndir af brottkasti um borð í bátnum birtust í fjölmiðlum. Snerist málið um a.m.k. 25 fiska. Meira brottkast sást á mynd- um sem teknar voru um borð í Bjarma BA og er dóms Héraðs- dóms Vestfjarða að vænta innan tíðar. Skipstjórinn á því skipi er ákærður fyrir að kasta a.m.k. 53 þorskum fyrir borð. Brottkastmáli ekki áfrýjað TALSMENN mikils meiri- hluta fyrirtækja innan Sam- taka atvinnulífsins telja að til- færsla fimmtudagsfrídaga á vorin á aðra daga stuðli að hagræði í rekstri. Þetta kemur fram í könnun sem fram fór í liðnum mánuði og greint er frá í fréttabréfi SA. Könnunin var send til 1.039 fyrirtækja SA og bárust svör frá 585 eða 56,3%. Spurt var hvort hvort tilfærsla ein- hverra fimmtudagsfrídaga vorsins yfir á heppilegri tíma myndi stuðla að auknu hag- ræði í rekstri fyrirtækisins og svaraði 71% spurningunni ját- andi, 16% neitandi en 13% tóku ekki afstöðu. Ef aðeins eru taldir þeir sem tóku af- stöðu voru 82% þeirrar skoð- unar að tilfærsla fimmtu- dagsfrídaga myndi stuðla að hagræði í rekstri en 18% töldu svo ekki vera. Telja hag- ræði af tilfærslu frídaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.