Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Borgartúni 28 • Sími 562 5000 • www.bjorninn.is Eldhúsinnréttingar • Innihurðir Baðinnréttingar • Fataskápar I n n r é t t i n g a r • Fjölbreytt úrval innréttinga. • Verð við allra hæfi. • Hönnun og ráðgjöf. Í GÆR var frumsýnd ný auglýsing frá Umferðarstofu. Auglýsingin er sú fyrsta af þremur auglýsingum sem Umferðarstofa ásamt Vega- gerðinni lét gera en gerð þeirra er liður í nýju umferðarátaki sem mið- ar að því að hafa áhrif á vitund öku- manna með því að gera þá meðvit- aða um staðreyndir og afleiðingar hraða- og ölvunaraksturs. Auglýsingin sem birtist í gær fjallar um hraðakstur og er nokkuð frábrugðin öðrum auglýsingum um umferðaröryggi en í henni er lögð áhersla á afleiðingar hraðaksturs með sláandi hætti. Seinni tvær aug- lýsingarnar taka fyrir ölvunar- akstur og bílbeltanotkun og eru með sama sniði og verða frum- sýndar seinna í sumar. Hjá Umferðarstofu stendur til að fylgja átakinu eftir með hraðamæl- ingum og samanburði á hraðakstri fyrir og eftir sýningu auglýsing- arinnar en Vegagerðin hefur komið fyrir svokölluðum umferðar- greinum víða um þjóðvegi landsins og eins innanbæjar. Sigurður Helgason hjá Umferð- arstofu sagði að með auglýsing- unum væru reyndar nýjar leiðir til þess að ná til fólks en rætt var við ungt fólk við gerð auglýsinganna og ábendingar fengnar frá því. Umferðarstofa stendur fyrir umferðarátaki í sumar Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu kynnti auglýsingaherferðina á blaðamannafundi í gær. Áhersla á afleið- ingar slysanna FLUGUMFERÐARSTJÓRN á Íslandi ákvað að beina engum flugvélum yfir Jan Mayen í gær eftir að fréttir bárust af því að hugsanlega væri eldgos hafið á eynni. Fregnir af eldgosinu reyndust þó ýktar en við skoð- un á gervitunglamyndum hafði virst sem hitamyndun yfir eynni væri óeðlileg. Þeir vís- indamenn sem staddir voru á Jan Mayen í gær könnuðust ekki við meint eldgos þegar haft var samband við þá og var því ákveðið að hleypa flugvél- um að nýju á svæðið sem hafði verið lokað. Svæðið var 150 mílna radíus í kringum eyna. Fyrsta flugvélin fór inn á svæðið eftir að því var lokað skömmu fyrir klukkan 18 í gær, en hún var á leið til Japans. Engin röskun varð vegna hins ætlaða eldgoss. Flugi beint frá Jan Ma- yen vegna „eldgoss“ FYRSTA helgin í júlí er önnur stærsta ferðahelgi ársins á eftir verslunarmannahelginni en skipu- lögð hátíðarhöld eru víða um land og búist er við að margir verði á ferð- inni. Meðal annars er stór hátíð í Ólafsvík, þar sem staðið verður fyrir færeyskum dögum og búist við um 4.000 manns að sögn lögreglu, á Siglufirði er þjóðlagahátíð og í Stað- arfelli heldur SÁÁ fjölskylduhátíð sína. Háskólanemar safnast saman á Skógum, Sniglarnir halda sína hátíð í Njálsbúð um helgina og á Höfn í Hornafirði er humarhátíð. Að sögn lögregluyfirvalda á þess- um stöðum tók umferð að þyngjast eftir því sem leið á daginn og á nokkrum stöðum er lögreglan með aukaviðbúnað, t.d. á Hvolsvelli, Höfn og Ólafsvík. Mikilvægt að ungt fólk haldi hópinn Mikið er um að ungt fólk fari úr bænum og skemmti sér fyrstu helgina í júlí en undanfarin ár hefur það ráðist á síðustu stundu hvert þessi hópur fer til að skemmta sér. Það hefur gert yfirvöldum erfitt fyr- ir þegar jafnstór hópur ungmenna mætir skyndilega enda erfitt að skipuleggja löggæslustarf með svo skömmum fyrirvara. Hjalti Björnsson, sem sér um ung- lingastarf hjá SÁÁ, sagði í samtali við Morgunblaðið að mesta hættan fyrir unglinga væru óskipulagðar samkomur þar sem löggæsla væri í lágmarki. Hann sagði jafnframt að skemmtanahöldum um þessa helgi fylgdi alltaf ýmis hætta, fólk æki timbrað og í slæmu ástandi og hafi það oft leitt til slysa. Hjalti vildi brýna fyrir unga fólkinu að vera ekki eitt á ferð heldur halda hópinn enda væru alltaf einhverjir misyndismenn inn á milli. Hann sagðist taka eftir aukningu í alvarlegum ofbeldisverk- um frá því um 1995 þegar sterk fíkni- efni fóru að koma inn í auknum mæli. 6–15% ökumanna nota ekki bílbelti Sigurður Helgason hjá Umferðar- stofu sagði í samtali við blaðið að bú- ist væri við mikilli umferð nú um helgina líkt og mörg önnur ár. Hann vildi leggja áherslu á það að öku- menn keyrðu á settlegum hraða, færu gætilega í framúrakstur, not- uðu öryggisbúnað og væru edrú. Sig- urður sagði jafnframt að óvanir öku- menn væru áhyggjuefni sem og að fólk væri með fulla athygli við akst- urinn, enda margt sem hægt er að freistast til að gera meðan ekið er, t.d að borða, stilla útvarpið, reykja eða tala í síma. Umferðarstofa gerði mælingar á bílbeltanotkun í júní á helstu þjóð- vegum landsins. Samkvæmt mæl- ingum, sem fóru fram frá föstudegi fram á sunnudag, notuðu á bilinu 6– 15% ökumanna ekki bílbelti en í ljós kom að beltanotkun hefur aukist frá því á sama tíma í fyrra. Beltanotkun var verri nálægt þéttbýliskjörnum. Umferðarstofa brýnir því fyrir öku- mönnum að nota belti um helgina. Önnur stærsta ferða- helgi ársins HALLDÓR Blöndal, forseti Alþing- is, átti fund á fimmtudag með starfs- bræðrum sínum í Færeyjum og á Grænlandi. Fundurinn fór fram í Qaqortoq á S-Grænlandi með Jonathan Motzfeldt, forseta græn- lenska lögþingsins, og Edmund Jo- ensen, forseta færeyska lögþingsins. Halldór Blöndal segir við Morg- unblaðið að fundurinn hafi bæði ver- ið góður og gagnlegur. Starfsemi þinganna var rædd sem og hin póli- tíska staða í löndunum þremur. Hann segir þingforsetana hafa verið sammála um að nauðsynlegt sé að styrkja vestnorrænt samstarf. „Við ræddum um störf og mark- mið Vestnorræna ráðsins en þau efni verða nánar rædd á fundi þess í Færeyjum eftir nokkrar vikur. Að mínu mati er nauðsynlegt að skýra stöðu ráðsins betur. Það er eini sam- eiginlegi vettvangurinn sem þing- menn þjóðanna hafa til að skiptast á skoðunum og ræða þau mál sem efst eru á baugi og þýðingarmest fyrir þjóðirnar saman og hverja um sig. Ég tel að við eigum að leggja áherslu á að treysta þessa samvinnu. Það er í raun nauðsynlegt að Vestnorræna ráðið fái sterkari stöðu en það hefur nú,“ segir Halldór og leggur til að innan þinganna verði með óformleg- um hætti myndaður hópur þing- manna sem hefur sérstakan áhuga á vestnorrænni samvinnu. Þýðingarmikill fundur Málefni Evrópusambandsins voru einnig rædd á fundi þingforsetanna þriggja. Halldór segir þá hafa verið sammála um að á fundum Vestnor- ræna ráðsins sé nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því hvaða reynslu þjóðirnar hafi af Evrópusambandinu og hvernig þær sjái stöðu þeirra gagnvart því í framtíðinni. „Fundur eins og þessi hefur mikla þýðingu í framtíðinni. Margvísleg málefni brenna á þjóðunum þremur. Við ræddum meðal annars um heil- brigðismál, ferðamál og sjávarút- vegsmál og höfum ákveðið að hittast í Færeyjum að ári. Ég hef áður verið hér á þessum slóðum á Suður-Græn- landi og þess vegna hefur þessi mikla hlýja og gestrisni, sem ég mæti hvarvetna, ekki komið mér á óvart. Grænlendingar eru yndislegt fólk og náttúran er einstök. Gaman er að sjá uppbygginguna hér í Qaq- ortoq og mér sýnist bjartsýni ríkja meðal fólksins,“ segir Halldór. Halldór Blöndal hitti þingforseta Færeyja og Grænlands Þörf á að skýra stöðu Vestnorræna ráðsins MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Sigurði G. Guðjónssyni, forstjóra Norður- ljósa samskiptafélags hf. Tilefnið er frétt DV í gær undir fyrirsögn- inni „Grunur um alvarleg bók- haldsbrot og undanskot hjá Norð- urljósum. Dæmi um tugi milljóna króna hjá sumum starfsmönnum.“ „Norðurljós samskiptafélag hf. er eignarhaldsfélag, eigandi Ís- lenska útvarpsfélagsins hf, Sýnar hf., og Skífunnar hf. Íslenska út- varpsfélagið hf., Sýn hf., og Skífan hf., hafa ekki fengið nein gögn eða skýrslur frá skattrannsóknastjóra ríkisins varðandi brot á skatta- eða bókhaldslögum. Norðurljós samskiptafélag hf. hefur engan rekstur með höndum. Skattrannsóknarstjóri ríkisins hefur lokið rannsókn sinni á því og sent félaginu rannsóknar- skýrsluna til skoðunar og and- svara. Andsvör Norðurljósa sam- skiptafélags hf. verða afhent skattrannsóknarstjóra á umsömd- um tíma. Í skýrslu skattrannsóknarstjóra ríkisins um Norðurljós samskipta- félag hf. er ekki að finna ásaknir um undanskot, bókhalds- eða skattalagabrot. Ágreiningur er hins vegar milli skattayfirvalda og félagsins um hvort sérstakar greiðslur til stjórnarmanna og stjórnenda félagsins eigi að með- höndla sem launatekjur eða verk- takagreiðslur. Engin leynd hefur hvílt yfir þessum greiðslum og reikningar gefnir út fyrir þeim af þeim aðilum sem hlut eiga að máli. Forsíðufyrirsögn DV um Norð- urljós er því hreinn tilbúningur, nema skattayfirvöld hafi látið blaðamönnum DV í té einhver þau gögn sem Norðurljósum sam- skiptafélagi hf. og eða dótturfélög- um þess hafa enn ekki borist. Verður því ekki trúað, enda hefur samstarf skattrannsóknarstjóra og starfsmanna Norðurljósa sam- skiptafélags hf. og dótturfélaga við skattrannsóknina verið gott.“ Yfirlýsing frá Norðurljósum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.