Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 11 L ENNART Meri, fyrrverandi for- seti Eistlands, segir að Eist- lendingar geti verið stoltir af sögu sinni og þeim árangri sem þeir hafi náð á sl. þrettán árum eða frá því þeir lýstu yfir sjálfstæði árið 1991 og losuðu sig undan oki Sovétríkjanna. Hann leggur þó áherslu á að enn sé nokkuð í land að Eistland standi jafnfætis löndum á borð við Finnland, Svíþjóð og Danmörku í efnahagslegu tilliti. „En ef þú berð saman Eistland fyrir þrettán árum og Eistland í dag þá sérðu að um tvö ólík lönd er að ræða,“ útskýrir hann. „Við höfum byggt upp meira í Eistlandi á sl. tíu árum en við höfum byggt upp nokkru sinni áður í sögu lands- ins.“ Meri tekur nokkur dæmi um stöðu landsins í dag, m.a. bendir hann á að í Eist- landi séu hlutfallslega jafnmargir bílar og í Frakklandi. „Skólar okkar eru tölvutengdir Netinu, sem þýðir að Eistlendingar vita ekki lengur hvað landamæri eru í raun og veru. Þá þýðum við ógrynni erlendra bóka yfir á eistneska tungu og lifum í samfélagi með öðrum Evrópuþjóðum.“ Meri segir að þegar Eistland hafi öðlast sjálfstæði sitt hafi þjóðin gert sér grein fyr- ir því að hún þyrfti að vinna hratt. „Við skildum að Eistland hafði misst af mörgum tækifærum á meðan á fimmtíu ára valda- tíma Sovétríkjanna stóð.“ Meri segir að áð- ur en Eistland var innlimað í Sovétríkin, með samningi Stalíns og Hitlers árið 1939, hafi t.d. lífsgæðin verið svipuð í Eistlandi og í nágrannaríkinu Finnlandi. En eftir að sjálfstæði Eistlands hafði verið lýst yfir 1991 hafi verið ljóst að það var langt á eftir öðrum löndum Evrópu í þessum efnum. „Við vorum fátækt land,“ segir hann. Meri varð utanríkisráðherra í Eistlandi eftir fyrstu frjálsu kosningarnar þar í landi, árið 1991 en ári síðar var hann kjörinn for- seti landsins. Meri segir að fyrstu árin eftir sjálfstæðið hafi ekki verið auðveldur tími. „Við byrjuðum á því erfiða verkefni að einkavæða allan okkar atvinnuveg, sömu- leiðis landbúnaðinn. Þá var þeim eignum, þeim húsum, sem Sovétmenn höfðu tekið skilað aftur til fyrri eigenda. Þetta var ekki auðvelt en þetta var fljótlegasta leiðin til að ná opnu markaðshagkerfi.“ Meri segir að fyrir vikið hafi Eistlandi verið fyrstu Eystrasaltslandanna boðin innganga í Evr- ópusambandið (ESB). Síðar var öllum ríkj- unum þremur boðin aðild að NATO. Meri lagði einmitt mikla áherslu á það í forsetatíð sinni að styrkja tengsl Eistlands við ESB og NATO. Þegar blaðamaður spyr Meri út í þetta segir hann: „Auðvitað lagði ég mikla áherslu á þetta. Með því að vera aðili að þessum tvennum samtökum er framtíð Eistlands ekki einasta tryggð held- ur einnig framtíð nágrannaríkja okkar, þar á meðal Rússa.“ Hann segir m.a. að með að- ild Eistlands að þessum samtökum sé Rúss- land þar af leiðandi með landamæri að ESB og NATO. Fimm ár í Síberíu Meri hefur lengst af búið í höfuðborg Eistlands, Tallinn. Þegar hann var ungur drengur, þ.e. fyrir seinni heimsstyrjöldina, bjó hann þó einnig í Frakklandi og Þýska- landi, þar sem faðir hans, Georg Meri, var eistneskur ríkiserindreki. „Í seinni heims- styrjöldinni vorum við fjölskyldan hins veg- ar, eins og svo margar aðrar fjölskyldur, send í fangabúðir í Síberíu. Þá var ég tólf ára.“ Meri greinir frá því að hann hafi verið sendur í búðir með móður sinni, Alice, og bróður sínum en faðir hans hafi verið fluttur á allt annan stað. Lengi vel vissu þau því ekki um afdrif Georgs Meri; hvar hann væri eða hvort hann væri á lífi. Faðir hans og þau öll komust þó lífs af úr útlegðinni og fluttu aftur til Tallinn eftir fimm ára veru í Síberíu „En við vorum heppin,“ útskýrir Meri, „því flestir þeirra sem fluttir voru til Síberíu dóu þar úr hungri og erfiðisvinnu.“ Meri segir að hann hafi unnið í skógunum í Síberíu og segir að þessi tími hafi verið einn besti skóli sem hann hafi sótt. „Þarna var ég í nánum samskiptum við íbúa Rúss- lands,“ útskýrir hann og heldur áfram. „Þú skalt aldrei setja samasemmerki á milli rússnesks almennings og kommúnismans. Almenningur þjáðist á margan hátt, m.a. vegna þess að hann hafði tapað sínum eign- um; bændurnir höfðu tapað húsum sínum og unnu á samyrkjubúum.“ Meri segir einnig að vegna dvalarinnar í Síberíu hafi hann skilið nauðsyn þess að menn lifi í sátt og samlyndi við erfiða nátt- úru. „Ég veit t.d. hvað það þýðir að búa við fimmtíu stiga frost,“ segir hann. „Ég veit einnig hvað hungur þýðir; hvað það þýðir að hafa ekkert að bíta og brenna. Og ég veit líka hvað það er erfitt fyrir börn að fá ekki sinn sykur,“ bætir hann við og brosir. Reynsla Meri af dvölinni í Síberíu átti eft- ir að hafa áhrif á störf hans síðar meir. Eft- ir að hann hafði lokið háskólanámi í sagn- fræði hóf hann störf hjá leikhúsinu í Tallinn. Þar vann hann m.a. við að kynna sér leik- húsverk og koma þeim á framfæri við leik- stjóra. Þegar Meri starfaði við leikhúsið byrjaði hann að skrifa m.a. um þjóðsögur og hefðir og var því efni t.d. útvarpað í Eist- landi og í Finnlandi. Meri hélt áfram á þess- ari braut og skrifaði m.a. bækur um smá- þjóðir austur í Síberíu sem höfðu varðveitt sína eigin menningu, tungumál og hefðir. Hann einblíndi ekki síst á tungumál þessara þjóða og fann þjóðir sem töluðu tungumál sem var af sama meiði og eistneska og finnska. „Það var líka eitthvað í mér sem fannst áhugavert að vita hvernig lítil sam- félög í Síberíu gætu haldið í sitt tungumál og menningu þrátt fyrir að vera hluti af Sovétríkjunum þar sem höfuðmálið var rússneska.“ Meri fór fyrir mörgum rannsóknarhópum sem könnuðu þessi svæði í Síberíu; afrakst- ur þeirrar vinnu voru ekki bara heimildar- bækur heldur einnig heimildarmyndir. Ein þessara heimildarmynda hlaut alþjóðleg heimildarmyndaverðlaun, á hátíð, sem hald- in var í New York í kringum 1980. Meri segir að í myndunum hafi hann reynt að sýna fólk eins og það var; hvernig það tókst á við hversdagslífið og hvaða væntingar það hefði til framtíðarinnar. „Ég reyndi að lýsa hugsunarhætti fólksins, söngvum þess og trú.“ Meri segir að smám saman hafi leiðtogar hans í Eistlandi fengið meiri áhuga á örlög- um þessara þjóða í Síberíu sem héldu í sitt tungumál og menningu þrátt fyrir að vera undir ofurvald Sovétríkjanna settar. Þessar þjóðir höfðu þannig ákveðna skírskotun til aðstæðna Eistlendinga. „Af þeim sökum höfðu bækur mínar og myndir ákveðna póli- tíska þýðingu fyrir eistneska lesendur og áhorfendur.“ Islandia Väljak Meri segir að hann hafi hafið formleg af- skipti af stjórnmálum í kringum 1987 þegar menn fóru að átta sig á því að Sovétríkin gætu ekki leyst þau efnahagslegu vandamál sem við var að glíma í Sovétríkjunum og leppríkjum þess á þessum árum. Hið sov- éska efnahagskerfi var m.ö.o., að sögn Meri, að ganga sér til húðar. Allt kapp hafi verið lagt á að sýna og styrkja hernaðarmátt Sov- étríkjanna en það hafi komið niður á lífs- gæðum almennings. Meri segir að á þessum sama tíma hafi hann ákveðið að taka þátt í stjórnmálum með það að markmiði að end- urreisa sjálfstæði Eistlands. Hann tók m.a. þátt í því verkefni að styðja unga Eistlend- inga til náms í öðrum löndum en þeir höfðu um leið þá skyldu að kynna og halda á loft hagsmunum Eistlands á erlendum vettvangi og minna á að Eistlendingar vildu sjálfstæði sitt aftur. Til að gera langa sögu stutta lýstu Eystrasaltsríkin yfir fullu sjálfstæði sínu í lok sumars árið 1991 og varð Ísland fyrsta ríki heims til að koma á ný stjórnmála- sambandi við ríkin þrjú. Meri rifjar það upp þegar hann og starfsbræður hans í Lett- landi og Litháen auk Jóns Baldvins Hanni- balssonar, þáverandi utanríkisráðherra, rit- uðu undir samningana um stjórnmálasambandið í Höfða að morgni 26. ágúst 1991. Meri segir að Eistlendingar hafi ekki gleymt þessu göfuglyndi ríkisstjórnar Íslands og almennings og bendir á í því skyni að torg í miðborg Tallinn beri heitið Íslandstorgið eða: Islandia Väljak. Meri kom hingað til lands í vikunni til að vera viðstaddur opnunarhátíð Rannsóknar- seturs um smáríki við Háskóla Íslands. Meri var einn þeirra sem fluttu ávarp við opnunina. Hann sagði þar að við ættum að gera meira fyrir lítil samfélög sem enn hefðu ekki öðlast sitt eigið ríki. Þegar blaða- maður innti hann eftir því hvað hægt væri að gera lagði Meri m.a. áherslu á mikilvægi þess að við þekktum menningu lítilla landa. „Við eigum að vita að það eru til mismun- andi leiðir til að lifa lífinu; allar hefðir og öll tungumál hafa sinn eigin rétt til að þróast. Jafnvel lýðræðið getur verið mismunandi. Við eigum til dæmis ekki að trúa því að hið evrópska eða hið ameríska lýðræði sé hið eina form lýðræðis sem hentar öllum ríkj- um.“ Að lokum innir blaðamaður Meri eftir því hvort hann sé hættur afskiptum af stjórn- málum. „Ég lauk síðara kjörtímabili mínu sem forseti Eistlands í lok ársins 2001,“ segir hann, „svo nú gef ég mér meiri tíma til að lesa fleiri bækur og búa mig undir að skrifa bók um gamlar hefðir í lífi nútíma- manna.“ Meri minnir okkur á að þótt við lif- um í nútíðinni þá komi þekking okkar frá fortíðinni. „Það getur verið jákvæð þekking og það getur verið neikvæð þekking. Og við verðum alltaf að vera tilbúin til að taka rétt- ar ákvarðanir.“ Lennart Meri, fyrrverandi forseti Eistlands, sótti smáríkjaráðstefnu á Íslandi Lennart Meri, fyrrverandi forseti Eistlands, segir Eistlendinga ekki hafa gleymt því að Ísland var fyrsta ríkið sem viðurkenndi sjálfstæði Eystra- saltsríkjanna árið 1991. Arna Schram ræddi við Meri en hann kom hingað til lands til að vera við- staddur opnunarhátíð Rannsóknarseturs um smáríki við Háskóla Íslands. Allar hefðir og tungumál hafa rétt til að þróast arna@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Lennart Meri, fyrrverandi forseti Eistlands. HÆSTIRÉTTUR hefur hnekkt ákvörðun Héraðsdóms í Reykjavík vegna gæsluvarðhalds yfir Banda- ríkjamanni sem er í haldi vegna hníf- stungumáls í Hafnarstræti í Reykja- vík og framlengdi varðhaldið um tvær vikur. Ríkissaksóknari hefur sent utanríkismálaráðuneytinu bréf þar sem varnarliðinu er synjað um lögsögu í málinu eftir að embættið fór fyrir málavexti og fordæmi í slík- um málum. Lögreglan í Reykjavík vildi upp- haflega fá tveggja vikna gæsluvarð- hald yfir manninum en Héraðsdóm- ur úrskurðaði hann í einnar viku varðhald sem þá hefði runnið út í dag. Hæstiréttur tók hins vegar mið af kröfum lögreglunnar og úrskurð- aði manninn í gæsluvarðhald til 9. júlí. Sem kunnugt er óskaði varnarliðið á Keflavíkurvelli eftir lögsögu yfir manninum þannig að réttarhöldin færu fram fyrir bandarískum her- dómstóli. Ríkissaksóknari féllst ekki á það. Að sögn Sturlu Sigurjónssonar, skrifstofustjóra varnarmálaskrif- stofu, er utanríkisráðuneytið skýrt í sinni afstöðu að varnarsamningurinn segi til um að fallast eigi á kröfur varnarliðsins. „Það er á verksviði utanríkisráðuneytisins að túlka og framkvæma varnarsamninginn en ekki á verksviði ríkissaksóknara, ekki frekar en með aðra milliríkja- samninga,“ segir Sturla. Ríkissaksóknari af- salar ekki lögsögu Hæstiréttur fjallar um hnífsstungumálið FÉLAGSDÓMUR hefur sýknað Hrafnistu af kröfu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH. Krafan var á þá leið að stofnunin viður- kenndi ákvæði um nýtt framgangs- kerfi í aðlögunarsamningi FÍH við Hrafnistu á þann hátt að hjúkrunar- deildarstjórar ættu rétt á launa- hækkun samkvæmt kerfinu frá 1. febrúar 1999 í stað þess að kerfið hafi tekið gildi 1. september sama ár. Frá þessu er greint í vefriti BHM, Bandalags háskólamanna. Þar lýsa Helga Birna Ingimundardóttir, hag- fræðingur FÍH, og Gísli Tryggva- son, framkvæmdastjóri BHM og lög- maður bæði yfir vonbrigðum með niðurstöðuna. Gísli segir að dómur- inn virði að vettugi sjálfstæðan samningsrétt Hrafnistu og FÍH gagnvart Hrafnistu. Félags- dómur sýknar Hrafnistu ÖKUMENN sem draga fellihýsi aftan í bifreiðum sínum og sjá ekki aftur fyrir fellihýsið með speglum mega búast við því að verða stöðv- aðir og sektaðir fyrir það alveg eins og önnur umferðarlagbrot, segir Jón F. Bjartmarz, yfirlögreglu- þjónn. „Þetta er eitt af þeim áherslu- atriðum sem lögreglustjórarnir eru með,“ segir Jón. „Umferðar- deildin okkar er að vinna úti á þjóð- vegunum í samvinnu við þá og þar er þetta eitt af því sem menn eru að taka á. Haft er eftirlit með hraða, beltanotkun, framúrakstri, ölvun- arakstri og einnig með búnaði tengdum tjaldvögnum og fellihýs- um.“ Samkvæmt 9. greinar reglu- gerðar um gerð og búnað þá þarf ökumaður bifreiðar sem dregur til dæmis fellihýsi að sjá vel meðfram báðum hliðum þess. Ekki er nóg að sjá yfir fellihýsið í baksýnisspegli. Heimilt er að sekta þá sem aka með fellihýsi án þess að sjá vel aft- ur fyrir bílinn um 5.000 kr. sam- kvæmt upplýsingum frá Lögregl- unni í Reykjavík. Samtals eru skráð 8.121 fellihýsi og tjaldvagnar hér á landi sam- kvæmt tölum Umferðarstofu frá 27. júní sl. Það lætur nærri að í um- ferð sé eitt fellihýsi eða tjaldvagn á hverja 18 bíla. Á tímabilinu janúar til maí í ár voru nýskráðir 89 vagn- ar, en voru 111 á sama tíma í fyrra. Fellihýsi án viðbótarspegla Ökumenn mega búast við 5.000 króna sekt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.