Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 22
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 22 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTA- og tómstundaskóli Ár- borgar er starfræktur á Selfossi á sumrin í júní–ágúst. Það er líf og fjör á hverjum degi í skólanum og alltaf heilmikið við að vera. Það er Ungmennafélag Selfoss sem sér um starfrækslu skólans með samningi við Sveitarfélagið Ár- borg. Börnin fá að kynnast ýmsum íþróttagreinum ásamt því að fást við ýmislegt annað svo sem nátt- úruskoðun og leiki. Skólanum er skipt í nokkur námskeiðstímabil og hefur aðsókn að honum verið góð. Líf og fjör í íþrótta- og tómstundaskóla Árborgar Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Einn hópur í íþrótta- og tómstundaskóla Árborgar stillti sér upp fyrir myndatöku áður en lagt var af stað í fjöruferð. Selfoss „ÞETTA er vaxandi sport hérna á þessu svæði. Ég er búinn að vera í þessu síðan ég var 8 ára. Þetta hefur vaxið og nú á ég 16 vélar af mismun- andi gerðum. Það er streitulosandi að fara á flugvöllinn og manni líður vel eftir góðan flugdag. Þetta er ákveðin útrás og það er auðvitað líka spenn- andi að vera með nokkuð dýra vél í höndunum og láta allt takast vel,“ segir Þórir Tryggvason, formaður flugmódelklúbbsins Smástundar á Selfossi. Heiti klúbbsins varð til út frá orðatiltæki klúbbmanna að ætla að vera smástund í burtu, þegar þeir fóru að reyna módelin eða að grípa í smíðar. Í klúbbnum eru 20 virkir félagar sem eru að smíða og fljúga módelum. „Þetta er margþætt hjá okkur, menn eru að láta vélarnar fljúga og svo eru það smíðarnar, einkum á veturna, en þær taka mikinn tíma. Þetta er góður félagsskapur, útivera er talsverð og síðan er gott að eiga stundir við smíð- arnar,“ segir Þórir. Hann sagði marga klúbbfélaga vera áhugamenn um flug en hafi ekki lagt í að taka stóra skrefið og fara í hið venju- bundna flugnám. Smástund er með Eyrarbakkaflug- völl sem sinn aðalvettvang en völlur- inn er skammt austan Eyrarbakka með gott autt svæði í kring og því ekki hætta á að módelin komi ofan í kollinn á fólki. „Menn fara svona 3–4 saman á völlinn til þess að fljúga og skemmta sér. Síðan erum við með skipulagða flugdaga og á einn slíkan komu 40 flugmódel til þátttöku. Núna um helgina erum við einmitt að fara á einn slíkan í Reykjavík,“ sagði Þórir. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Þórir Tryggvason með eina af vél- um sínum í bílskúrnum þar sem sjá má fleiri vélar geymdar. „Streitulosandi að fara á völlinn og reyna vélarnar“ Selfoss Flugmódelklúbburinn Smástund á Eyrarbakkaflugvelli RÓSANNA Ingólfsdóttir leirlista- maður heldur sína aðra sýningu á Ís- landi í tilefni 30 ára goslokaafmæl- isins um helgina. Rósanna helgar þessa sýningu heimahögunum og kallar sýninguna „Út í Ystakletti“. Fyrir ári síðan kom Rósanna heim til Eyja til að undirbúa þessa sýningu, en þemað á sýningunni er Ystiklett- ur og hans nágrenni, sem listamað- urinn hafði fyrir augunum öll sín uppeldisár í austurbæ Heimaeyjar sem nú er undir hrauni. Rósanna hefur til fjölda ára unnið að list sinni í Svíþjóð þar sem hún býr. Hún vinn- ur flest sín verk í leir, einskonar steinleirsgrafíkmyndir. Aðferðin er æfagömul, mjög tímafrek og fáir listamenn hafa tileinkað sér hana. Þá sýnir Rósanna raku-leirlist, sem er gömul japönsk aðferð. Með þessari tækni sýnir hún bæði myndir og skúlptúra. Á sýningunni eru alls 30 verk, ljósmyndir, steinleirsgrafík- myndir og raku-verk. Rósanna hefur haldið einkasýn- ingar í Noregi, Gautaborg og Stokk- hólmi í Svíþjóð, Danmörku, Tallin í Lettlandi og árið 1994 sýndi hún í Gallerý-Ófeigi í Reykjavík. Það er því tilvalið tækifæri fyrir Vest- mannaeyinga að berja augum list hennar á þessum tímamótum Eyja- manna, því hér er á ferðinni einstök sýning að mörgu leyti. Jafnframt listsköpun sinni hefur Rósanna stað- ið fyrir námskeiðum í leirlist og nú síðast fór hún með hóp nemenda til Ítalíu þar sem þau reistu viðarofn ut- andyra og stunduðu leirbrennslu samkvæmt þeim aðferðum og hefð- um sem Rósanna hefur byggt á. Sýningin Út í Ystakletti stendur yfir goslokahelgina. Raku- og steinleirs- myndir Rósönnu Vestmannaeyjar Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Rósanna Ingólfsdóttir leirlista- maður við eitt verkanna. 30 ára goslokaafmæli ALLS hafa fullvinnsluskip sem nú stunda veiðar á síld úr norsk-ís- lenska síldarstofninum landað í Neskaupstað um 270 þúsund köss- um eða um 6.400 tonnum af frosn- um síldarflökum það sem af er þessari vertíð. Flökin hafa farið í geymslu í hinni stóru frysti- geymslu Síldarvinnslunnar sem rúmað getur um 9.000 tonn af frystum afurðum. Undanfarna daga hefur verið mikið um flutn- ingaskip í höfninni í Neskaupstað að lesta frosnar afurðir, að mestu síldarflök, og má segja að það hafi verð eitt til tvö skip á dag. Þessi síldarafli skapar mikla vinnu og umsvif við höfnina. Morgunblaðið/Ágúst Verið er að lesta eitt flutningaskip í höfninni og annað bíður. Búið að landa um 270 þúsund kössum af síld Neskaupstaður ÞÝSKIR dagar í Húnaþingi vestra verða um helgina 4.–6. júlí. Það er í annað sinn sem þessi hátíð er hald- in í Húnaþingi vestra. Boðið verður upp á þýskan mat á veitingastöðum í sýslunni alla helgina auk sérstakr- ar dagskrár. Í dag, laugardag, verður sölutjald frá kl. 11–18 á Hvammstanga, leik- ir, söngur og bjórtjaldsstemning um kvöldið. Á sunnudag verða ferðakynningar kl. 11 á Gunnukaffi, opnun myndlistarsýningar og „brunch“ á eftir. Þá verður á Höfðabraut 6, efstu hæð, vegg- spjaldasýning og bókmenntakynn- ing um eftirstríðsárin í Þýskalandi, í flutningi nemenda Grunnskóla Húnaþings vestra. Þýsk-íslenskt vináttufélag, sem var stofnað sl. haust í Húnaþingi vestra stendur fyrir þessari hátíð. Þýskir dagar í Húnaþingi vestra Hvammstangi HEILSUSTOFNUN NLFÍ í Hveragerði heldur upp á 50 ára starfsafmæli árið 2005 en hún hefur verið starfrækt frá árinu 1955. Einkunnarorð Heilsustofnunar eru „Berum ábyrgð á eigin heilsu“ og kappkostað er við að hjálpa dvalar- gestum til að verða sjálfbjarga í at- höfnum daglegs lífs. Starfsemin fer í stórum dráttum fram eftir svonefndum „línum“ þar sem dvalargestir hljóta meðferð við sitt hæfi. Á Heilsustofnun eru um þessar mundir starfræktar fjórar línur. Þær eru verkjalína, megrunar- lína, hjartalína og krabbameinslína. Að sögn Önnu Pálsdóttur, upplýs- ingafulltrúa Heilsustofnunar, eru nýjungar á döfinni. Í haust verður sett á laggirnar ný lína, svonefnd gigtarlína, sem á að þjóna þeim dval- argestum sem haldnir eru liðagigt, slitgigt, psoriasisgigt, vefjagigt og hrygggigt. Fjölmargir hafa sótt endurhæf- ingu, hvíld og hressingu á Heilsu- stofnun Náttúrulækningafélagsins í áranna rás. Starfsemin er fólgin í því að allir sem þar dveljast fái bestu hugsanlegu þjónustu til að öðlast fyrri kraft eftir sjúkdóma, slys eða önnur áföll sem fólk hefur orðið fyrir. Fólk á öllum aldri, sem er sjálf- bjarga, getur unnið í hóp og er með minnið í lagi, á erindi í meðferð á þessari línu. Í meðferðinni verður lögð áhersla á fræðslu, hreyfingu og slökun. Stundaskrá verður einstak- lingsmiðuð en fræðsla, umræður og ýmsar hópæfingar eru sameiginleg- ar. Gert er ráð fyrir að taka upp nýj- ungar í meðferð hjá Heilsustofnun, sem eru vax-paraffín-meðferð fyrir hendur og Tai chi-leikfimi. Tai chi- leikfimi hefur verið iðkuð hér á landi um hríð og nýtur vaxandi vinsælda. Ný gigtar- lína tekin í notkun í haust Hveragerði Gestir á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði geta notið sólarinnar á nýjum sólpalli sem staðsettur er á milli bygginganna og er því í góðu skjóli. Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir LANDIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.