Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Björn Hjálmars-son fæddist á Breið í Tungusveit í Lýtingsstaðahreppi 7. desember 1903. Hann andaðist á Dvalarheimili aldr- aðra á Sauðárkróki hinn 25. júní. Hann var sonur hjónanna Hjálmars Sigurðar Péturssonar (1866– 1907) og Rósu Björnsdóttur (1871– 1955). Systkini Björns voru: Efemía Kristín (1895–1988), Petrea (1896–1897), Pétur (1897– 1917), María (1899–1993), Elísabet (1900–1984), Steingrímur (1901– 1946), Sólborg (1905–1984) og Val- borg (1907–1997). Fjögurra ára gamall missti hann föður sinn og fór síðan sex ára gamall í fóstur til Ófeigs móðurbróður síns og Bjargar konu hans, í Svartárdal. Hinn 31. desember 1936 kvæntist Björn Þorbjörgu Ólafsdóttur frá Starrastöðum í Lýtingsstaða- sambúð með Guðmundi Guð- mundssyni og eiga þau Örnu Stef- aníu. Seinni kona Margeirs er Helga Þórðardóttir. Þau eiga þrjá syni, Svein, Björn og Ólaf. Sveinn er í sambúð með Rakel Gylfadótt- ur. Hún átti áður soninn Kára. Helga átti áður Starra og Rakel Heiðmarsbörn. 2) Rósa, bóndi og húsfreyja á Hvíteyrum, f. 1941, gift Indriða Sigurjónssyni. Þau eiga fjórar dætur; Eydísi Þor- björgu, Margréti Heiði, Helgu Rós og Berglindi. Eydís er gift Guð- mundi Haukssyni. Dætur Guð- mundar eru Júlía og Kristín. Mar- grét er gift Ægi Pálssyni og börn þeirra eru Rósa Dögg og Heiðar. Dóttir Ægis er Bylgja. Berglind er í sambúð með Unnari Víðissyni og þau eiga soninn Ísak Indriða. 3) Anna Steingerður, kaupmaður á Akranesi, f. 1946. Hún er gift Vikt- ori G. Sigurðssyni og eiga þau tvo syni, þá Björn Þorra og Viktor Elvar. Björn Þorri er kvæntur Sal- vöru Lilju Brandsdóttur og eiga þau þrjú börn, þau Önnu Lilju, Guðfinnu Kristínu og Magnús Þorra. Viktor Elvar er í sambúð með Ingibjörgu Stefánsdóttur og eiga þau soninn Björn Viktor. Útför Björns fer fram frá Reykjakirkju í Lýtingsstaðahreppi í dag og hefst afhöfnin klukkan 11. hreppi, f. 12. janúar 1906, d. á Sjúkrahús- inu á Sauðárkróki 17. júlí 1993. Hún var dóttir hjónanna Ólafs Sveinssonar (1870– 1954) og Margrétar Eyjólfsdóttur (1867– 1923). Þau Björn og Þorbjörg bjuggu einn vetur á Starrastöðum, eitt ár á Lýtingsstöð- um, sjö ár á Reykjum, eitt ár á Brúnastöðum, eitt ár á Mælifelli og á Mælifellsá frá 1946 til 1977 að þau brugðu búi og fluttu til Sauðárkróks. Börn Björns og Þorbjargar eru þrjú: 1) Margeir, bóndi á Mælifellsá, f. 1938. Fyrri kona hans var Arnfríð- ur H. Richardsdóttir og eiga þau Hrafn og Þorbjörgu. Hrafn var í sambúð með Þórhöllu Arnardóttur og eiga þau synina Örn og Mar- geir. Sambýliskona Hrafns er Hrafnhildur Brynjólfsdóttir og eiga þau þrjár dætur, Eldey, Heklu og Kötlu. Þorbjörg var í Fallinn er frá skagfirski öðlings- maðurinn Björn Hjálmarsson frá Mælifellsá. Hann vantaði aðeins um hálft ár til að verða 100 ára. Elsku Bjössi minn, þá ertu búinn að fá þína langþráðu hvíld. Það var ekki í þín- um anda að þurfa að liggja fyrir mestallan daginn og vera upp á aðra kominn. Þú kunnir betur við að geta tekið þátt í lífinu í kringum þig, brugðið þér af bæ og spjallað við fólk. Þú varst svo lífsglaður og hress. Síðast þegar ég heimsótti þig í apríl náði ég engu sambandi við þig, þú varst svo ósköp syfjaður. En í ágúst sl. gátum við Þorbjörg mín heilmikið talað við þig. Það var um páskana 1965, að ég kom fyrst til ykkar Þorbjargar í Mælifellsá, sem verðandi tengda- dóttir. Þið Þorbjörg tókuð mér af ykkar alkunnu hlýju og gestrisni. Mér leið strax vel í návist ykkar. Í júlí 1968 fluttum við Maggi norð- ur til ykkar í Mælifellsá með Hrafn son okkar eins og hálfs árs. Ykkur fannst sjálfsagt að rýma til fyrir okkur niðri og fluttuð sjálf upp á loft. Þetta blessaðist allt með góðri samvinnu og þið gátuð flutt aftur niður þegar við vorum búin að byggja. Það bar aldrei skugga á sambúðina við ykkur, þótt við Þor- björg værum mjög ólíkar og hefðum frábrugðnar skoðanir á mörgu. Þið voruð mér alveg einstaklega góðir tengdaforeldrar og góð við börnin okkar. Já, það er margs að minnast frá þessum 8 árum, sem ég bjó á Mæli- fellsá. Á hverjum degi og stundum oft á dag leist þú inn, Bjössi minn, þáðir kaffi, spjallaðir og spurðir krakkana, hvort þau hefðu verið þekk í dag. Þú varst okkar aðalbarn- fóstra ef við þurftum að fara eitt- hvað. Árið 1974 keyptir þú nýjan rauðan „Moska“. Mikið fannst mér hann flottur. Það voru sannkallaðar hátíðarstundir, þegar við brugðum okkur saman af bæ út í Varmahlíð eða út á Krók á nýja fína bílnum. Þegar við vorum komin niður á veg sagðir þú ævinlega: „Taktu nú við, Fríða mín.“ Það var skemmtilegt að fá að keyra þennan nýja bíl út á Krók og heim aftur. Á hverju hausti fórum við saman með krakkana til berja, þú varst svo duglegur að tína og fannst ber góð. Það var erfið kveðjustundin í sept- ember 1976, þegar ég flutti aftur til Reykjavíkur. En gott samband hélst alla tíð við ykkur bæði meðan Þor- björg lifði og við þig eftir að hún dó. Þið komuð í heimsókn og gistuð hjá okkur í Reykjavík. Aldrei fór ég svo um Norðurlandið að ég heimsækti ykkur ekki á Krókinn. Ógleymanleg eru afmælin þín, 95 ára á Króknum, 90 ára í Perlunni, 85 ára í Árgarði, 80 og 75 ára á Akra- nesi. Allt eru þetta ógleymanlegar gleðistundir, samt held ég að 85 ára afmælið í Árgarði standi upp úr. Það var fjölmennast og þú ennþá hress og kátur, söngst, dansaðir og lékst á als oddi. Ekki má gleyma skemmti- legu fjölskylduferðunum, sem farnar hafa verið á síðustu árum. Þar stendur örugglega upp úr fyrsta ferðin, sem var til Kulusuk á Græn- landi í ágúst 1997. Þorbjörg dóttir mín var þá nýlega farin að vinna sem flugfreyja og þú sagðir við hana, að þig hefði alltaf langað að fara til Grænlands. Hún dreif í að efna til fjölskylduferðar þangað og var það ógleymanleg ferð. Þá varst þú 93 ára, Bjössi minn, og naust þessarar ferðar mjög vel og dansaðir meira að segja við eina grænlenska. Ári seinna var farið til Vestmannaeyja og var það einnig mjög góð ferð. Seinna var farið til Færeyja og síð- ast á Kjöl að Beinhóli, en þangað hafði þig alltaf langað að koma. Þannig varst þú, Bjössi minn, alltaf lifandi og með mikinn áhuga fyrir því sem var að gerast. Þú minntist t.d. oft á það, að þú hefðir verið á Al- þingishátíðinni á Þingvöllum 1930 og mikið hafðir þú gaman af að vera við opnun Hvalfjarðarganganna í boði Önnu dóttur þinnar og Viktors tengdasonar þíns. Það var oft gaman að Bjössa og margar góðar sögur munu lifa. Ég má til með láta flakka söguna um „strexið“. Fyrir nokkrum árum sagðir þú við mig, að það væri víst kominn upp nýr sjúkdómur, sem legðist helst á ungar konur: „Þeir kalla hann strex.“ Síðan göntumst við Þorbjörg mín gjarnan með þetta og spyrjum hvor aðra: „Ertu nokkuð með strex?“ Elsku Bjössi minn, mikið þakka ég þér og Þorbjörgu vel fyrir sam- fylgdina öll þessi ár. Þú hefðir ekki getað verið betri við mig þótt þú hefðir verið pabbi minn. Ég fann örugglega hjá þér föðurtilfinninguna sem ég fór mikið á mis við þar sem ég missti pabba minn 13 ára. Betri afa gætu börnin mín ekki hafa eign- ast. Það verða allir ríkari af kynnum sínum við slíkt sómafólk eins og þig og Þorbjörgu. Blessuð sé minning þín. Arnfríður Helga. Þá ertu farinn, elsku afi Bjössi. Þó að tæplega 300 kílómetrar hafi skilið okkur að 25 ár af þeim 26 sem ég á að baki þá varð ég þeirrar gæfu að- njótandi að búa í tæplega ár á Sauð- árkróki á sama tíma og þú. Ég kom á Krókinn rétt rúmlega tvítugur og hóf þar leik og störf. Oft á tíðum er erfitt að flytja á nýjan stað en með afa eins og þig á staðnum er það ekkert mál. Það var sama hvar ég kom í Skagafirðinum, allir þekktu Bjössa frá Mælifellsá og enginn af neinu nema góðu. Þegar menn heyrðu að ég væri dóttursonur Bjössa veðruðust þeir allir upp og oftar en ekki sögðu þeir mér sögur af þér og hnyttnum tilsvörum og gjörðum þínum. Langflestir heilsa mér eins og gömlum vini í dag, og það er ekki spurning að það er ekki síst kynnum þeirra af þér að þakka. Þrátt fyrir að þú værir orðinn há- aldraður þegar ég flutti á Krókinn þá varstu ótrúlega sprækur. Við fór- um nokkra rúnta frameftir og sér- staklega er mér minnisstæður rúnt- ur okkar fram á Varmalæk, þegar Sveins var minnst með opnun reið- vallar þar framfrá. Þér fannst nú al- veg voðalegt að vera að þvæla mér þetta, hafðir af því miklar áhyggjur hvort ég hefði nokkuð tíma eða yfir- höfuð ánægju af því að fara þetta með þér. Þannig varstu nefnilega, vildir allt fyrir alla gera en máttir helst ekki láta hafa nokkurn skap- aðan hlut fyrir þér. Ég held jafnvel að þér hafi liðið hálfilla ef þú gast ekki gert eitthvað gott fyrir menn. Ekki brást það að þegar ég kíkti á þig á dvalarheimilið þá tókstu ekki annað í mál en að ég fengi appelsínu eða epli, í það minnsta mola. Jafnvel þegar þú fréttir af komu nýjustu barnabarnabarnanna þinna, þeirra Ísaks Indriða og Björns Viktors, í heimsókn nú í vetur þá talaðir þú um það við Rósu að hún þyrfti að útvega þér vínber til að hafa nú eitthvað að gefa þeim. Þó að ég sé fluttur í „bæinn“ þá hitti ég enn menn á förnum vegi sem þekktu þig og hafa sögur að segja. Nú síðast fyrir þremur vikum þegar tannlæknirinn minn af öllum mönn- um komst að því að þú værir afi minn! Eðli málsins samkvæmt getur verið erfitt að halda uppi samræðum við tannlækna og því gat hann látið móðan mása um sameiginlegt áhugamál ykkar, hestana. Hér eftir hlakka ég til að fara til tannlæknis. Sögurnar eru fjölmargar og munu þær lifa í minningu þeirra fjölmörgu sem þær hafa heyrt og jafnvel verið þátttakendur í að skapa. Eitt eiga þær þó sameiginlegt, þær fara vel með þig og gera þig ódauðlegan sem einn af síðustu alvörumönnunum. Eins og einn samstarfsmaður minn á Króknum sagði um þig meðan ég var þar: „Hann er einn af síðustu „org- inölunum.“ Afi, þú varst „orginal“. Viktor Elvar. Enginn venjulegur afi, heldur heimsins besti afi. Gjafmildur og góður, léttlyndur, umhyggjusamur og orðheppinn. Elskaði lífið og fólkið sitt, sveitina og dýrin. Sannur vinur manna og dýra. Fékk aldrei „strex“ og keyrði aldrei „hart“. Hafði litla trú á keppnis- íþróttum en fannst hófleg vín- drykkja og tóbaksnotkun hið sjálf- sagðasta mál. Tók helst aldrei lyf. „Þeir gefa mér stundum einhverjar töflur, læknarnir hérna, en ég hendi þeim ævinlega í klósettið…“ Átti alltaf bláan ópal og brjóstsykur sem litlir munnar vissu um, og bauð upp á pylsu og malt í Ábæ. Leyfði okkur krökkunum að keyra „Moskann“ og Löduna löngu áður en við höfðum aldur til. Söngelskur, bóngóður og dáði að sitja góðan hest. Vildi helst gefa allt sem í brúna seðlaveskinu var, trakteraði á koníaki, kexi, kon- fekti og allt of sykruðu kaffi. Naut þess að ferðast á milli bæja, lands- hluta og þess vegna landa. Svaf sjálfur undir berum himni á hesta- mannamóti – „hvernig gat ég annað en lánað þeim tjaldið mitt, þau voru tvö í einni peysu …“ Ótalmörg og fleyg orð og setningar lifa. Afi minn var stórmenni í fíngerðum og smáum líkama og hafði löngu verið tekinn í guðatölu hjá flestum sem honum kynntust. Fáir eru eða verða mér jafnkærir og afi og amma Þor- björg voru. Minningarnar eru marg- ar og ómetanlegar. Algóður guð blessi þau bæði. Ástarþakkir fyrir allt, Þorbjörg. Látinn er á 100. aldursári afi minn, Björn Hjálmarsson frá Mæli- fellsá. Á þessum tímamótum kemur fjöldi minninga upp í hugann, frá þeim tíma sem maður man fyrst eft- ir sér í gamla bænum á Mælifellsá og allt til þessa dags. Afi var hepp- inn að eignast ömmu Þorbjörgu sem lífsförunaut, því þótt þau væru að mörgu leyti ólík og ekki alltaf sam- mála, þá var amma sú jarðbundna kjölfesta í lífi afa sem hann þurfti svo mjög. Á milli þeirra var traust og gott samband og það var honum mikil raun er amma lést fyrir 10 ár- um. Afi var einstaklega félagslyndur maður og sótti mjög í félagsskap fólks á öllum aldri. Hann hafði alla tíð einstakt lag á því að taka upp samræður við fólk á förnum vegi og var óðara búinn að rekja úr því garnirnar og fá allar upplýsingar um ætterni þess og störf. Hann hafði óskaplega gaman af hvers kyns ferðalögum og mannamótum og lét fá tækifæri í þeim efnum fram hjá sér fara. Hann sótti t.d. flest hesta- mannamót í Skagafirði um áratuga skeið og fjöldann allan af landsmót- um sem haldin hafa verið víða um land. Ógleymanlegar eru ferðirnar sem afi stóð fyrir með vinum og fjöl- skyldunni á síðustu árum, til Græn- lands árið 1996, Vestmannaeyja 1998, Færeyja 2000 og á Beinhól á Kili 2001. Í ferðunum var glatt á hjalla og enn á ný sannaðist að ferðalög voru hans ær og kýr. Söng- ur var afa hugleikinn og hann var aldrei langt undan þegar byrjað var að syngja. Hann var einstaklega barngóður og reyndist barnabörn- um sínum hinn besti félagi, bæði í leik og starfi. Þannig keyrði afi okk- ur krakkana t.d. oft á sveitaböll og beið fyrir utan á meðan ef því var að skipta og spjallaði við fólkið. Hjálp- semi og gjafmildi afa var líka ein- stök. Þannig var hann ávallt boðinn og búinn að hjálpa til í sveitinni, jafnvel þótt hann legði þá jafnframt niður störf við eigin búskap á meðan. Ég man aldrei eftir að afi skipti skapi, þótt vissulega gæti hann verið fastur fyrir ef því var að skipta. Hann lifði sannarlega tímana tvenna og er af þeirri kynslóð sem upplifað hefur mestar breytingar í tækni og framförum í Íslandssögunni. Hann fylgdist einstaklega vel með á meðan heilsan leyfði og var inni í flestum málum í þjóðmálaumræðunni. Afi bjó undanfarin ár á Dvalarheimili aldraðra á sjúkrahúsinu á Sauðár- króki og leið þar vel, þótt líkamlegri heilsu hafi hrakað nokkuð á síðustu misserum. Starfsfólkið þar fær sér- stakar þakkir fyrir góða umönnun og aðbúnað. Þó að Björn Hjálmars- son hafi ekki verið stór maður kveð ég með söknuði og virðingu mikinn mann sem bjó yfir einstakri lífssýn og -skoðun og þakka ánægjulega og lærdómsríka samfylgd. Björn Þorri. BJÖRN HJÁLMARSSON ✝ Guðmundur Sig-tryggsson fædd- ist á Ytri-Brekkum í Þistilfirði 25.12. 1921. Hann lést 29.6. síðastliðinn. Foreldrar hans voru Valgerður Friðriks- dóttir frá Vest- mannaeyjum, f. 10.2. 1892, d. 24.7. 1957, og Sigtryggur Vilhjálmsson frá Skálum á Langa- nesi, f. 12.11. 1887, d. 15.9. 1928. Systkini Guð- mundar eru: Friðrik Elías, lést 1 árs að aldri, Vilhjálmur, f. 23.4. 1915, d. 11.8. 1984, Friðrik, f. 21.10. 1915, Oddný, f. 28.1. 1918, d. 7.6. 2002, Sigríður, f. 12.12. 1919, d. 25.12. 1982, Val- gerður, f. 10.12. 1923, Aðalbjörg, f. 9.8. 1925, d. 10.6. 1994, og Þorbjörg, f. 5.7. 1927. Hálfsystkini Guð- mundar eru Helga Sæmundsdóttir, f. 7.8. 1931, og Kol- beinn Ólafsson, f. 21.10. 1938. Útför Guðmundar verður gerð frá Sauðaneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Góðvinur okkar Strengsfélaga og veiðifélagi, Guðmundur Sigtryggs- son, er látinn á áttugasta og öðru aldursári. Við minnumst Guðmundar með hlýju og virðingu eftir margra ára samfylgd. Guðmundur var einn af frumkvöðlum um stofnun Veiði- klúbbsins Strengs og var virkur og góður félagi, sem við félagarnir bár- um mikið traust til og var lengst af í ábyrgðarstörfum fyrir klúbbinn okk- ar. Guðmundur var vel gefinn og sér- staklega ljúfur maður, sem gott var að vera með bæði í störfum fyrir klúbbinn og við lax- og silungsveiðar. Veiðiklúbburinn Strengur var stofn- aður 1959 og vorum við félagarnir þá sextán að tölu. Síðan þá eru sex fé- lagar látnir en þeir voru Sveinn Kjarval, Stefán Ágústsson, Garðar H. Svavarsson, Arnór Kristjánsson, Sigurður T. Magnússon og Guð- mundur. Það er mjög ljúft að minn- ast bernskuára klúbbsins og þess góða félagsskapar sem þar ríkti. Verkefnin voru mörg og stór, allt frá því að taka á leigu veiðisvæði til þess að leggja vegi og byggja hús. Mörg- um góðum hugmyndum var hrundið í framkvæmd, sem stuðluðu að rækt- arsemi við veiðiskapinn, s.s. upp- kaup á netum við veiðiár, könnun á óþekktum veiðisvæðum og margt fleira, sem kom áhugamálum okkar við. Allir félagsfundir voru og eru reyndar enn bókaðir nákvæmlega og eru þeir nú oðrnir á sjötta hundrað. Hér er minnst á þetta og rifjað upp þegar hugsað er til Guðmundar, sem lagði alltaf allt gott til mála með sáttahug því oft var tekist á í klúbbn- um um menn og málefni. Fyrir all- mörgum árum yfirgaf Guðmundur klúbbinn og hélt norður á æsku- stöðvar sínar í Norður-Þingeyjar- sýslu en þar átti hann djúpar rætur. Guðmundur hélt þó ávallt tryggð við klúbbinn og við félagarnir áttum margar góðar stundir með honum og skyldfólki hans á Sigurðarstöðum á Sléttu þar sem notið var höfðing- legra veitinga. Þegar aldur færðist yfir fluttist Guðmundur á Kópasker þar sem hann naut sín í góðum félagsskap. Við félagar Guðmundar í Streng kveðjum hann með þökk og virðingu og vottum ættingjum hans samúð okkar. Fyrir hönd Strengsfélaga, Helgi Hjálmarsson. GUÐMUNDUR SIGTRYGGSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.