Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 41 LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRAHÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8– 24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið a.d. kl. 8–24. Sími 564 5600. BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl. 9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími 585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232. Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 ÞJÓNUSTA Skorradal /Sími 822 0055 /www.safaris.is Opið til kl. 18. ÚTSALAN Í FULLUM GANGI 35 - 50% AFSLÁTTUR STÆRÐIR 34-56 Sex daga gönguferð með Útivist um eyðibyggðir í Leirufirði, Grunnuvík og Snæfjallaströnd, dag- ana 13.–20. júlí. Ferðin tekur 8 daga með ferðum vestur og til baka. Þetta er trússferð þar sem allur farangur er fluttur á milli náttstaða og því þarf aðeins að ganga með léttan dag- poka með nesti og föt fyrir daginn. Dagleiðir eru ekki langar og hentar þessi gönguferð flestum. Gist verður í húsum í 4 nætur en í tjöldum í 3 nætur. Hægt er að kaupa mat í Dalbæ á Snæfjallaströnd við upphaf og í lok ferðar og einnig í Grunnuvík. Nánari upplýsingar á www.utivist.is. Á NÆSTUNNI Gönguferðir Göngugarpa ÍT ferða í júlí verða sem hér segir: 6. júlí Stóri-Meitill, 13. júlí Reykjadalur inn af Hveragerði inn að Dalseli, 20. júlí Hengillinn úr Dyradal og 27. júlí Móskarðshnjúkar austan Esju. Hist er kl. 10 við nýju vetnisstöðina við Vesturlandsveg. (Skeljungur/ Skalli). Allir eru velkomnir og að- gangur ókeypis. Mætið með nesti. Fjölskyldudagur í Viðey verður 6. júlí. Dagskráin hefst kl. 13 með sigl- ingu frá Reykjavíkurhöfn, þ.e. smá- bátahöfninni fyrir neðan Hafnar- búðir. Örlygur Hálfdánarson mun verða með leiðsögn á siglingunni og að siglingunni lokinni verður stutt helgistund. Leiktæki fyrir börnin verða á staðnum og það verður grill- að og boðið upp á kaffi og þjóðlegt meðlæti fyrir fullorðna fólkið. Á meðan fólk matast munu tónlistar- menn leika létta tónlist. Dagskráin kostar kr. 1.600.- fyrir fullorðna og kr. 800.- fyrir börn. Á MORGUN YFIRBURÐIR heimsmeistarans í tölti, Hafliða Halldórssonar og Ásdís- ar frá Lækjarbotnum, voru algjörir í töltkeppni fjórðungsmótsins á Stekk- hóli í Hornafirði í gær. Hlutu þau 8,33 í einkunn en næst komu Hans F. Kjerúlf og Hjörtur frá Úlfsstöðum með 7,90. Báru þessi pör nokkuð af í forkeppninni og má telja sigur Haf- liða og Ásdísar nokkuð vísan ef ekk- ert óvænt kemur upp. Að lokinni forkeppni í A-flokki sem fram fór í gær stendur efstur Glymur frá Kirkjubæ, knapi Sigurður Sig- urðarson með 8,55 en næstir koma Glitnir frá Ketilsstöðum og Bergur Jónsson, 8,49, Spóla og Daníel Jóns- son, 8,46, Eitill frá Hala og Daníel Jónsson, 8,45, Baun frá Kúskerpi og Daníel Jónsson, 8,34, Biskup frá Við- borðsseli og Vignir Siggeirsson, 8,29, Kolbrún frá Kanastöðum og Jón Gíslason, 8,29 og Hreyfing frá Hall- ormsstað og Ragnheiður Sam- úelsdóttir, 8,28. Í B-flokki gæðinga standa efstir Höfgi frá Ketilsstöðum og Bergur Jónsson með 8,54 en á hæla þeirra koma Möl frá Horni og Daníel Jóns- son, 8,51, Óði-Blesi frá Lundi og Hans F. Kjerúlf, 8,47, Gáski frá Við- borðseli og Sigurður Sigurðarson, 8,44, Vinur frá Lækjarbrekku og Daníel Jónsson, 8,43, Seiður frá Kollaleiru og Hans F. Kjerúlf, 8,43, Duld frá Víðivöllum fremri og Auður Ástvaldsdóttir, 8,40, og Valtýr frá Ketilsstöðum og Bergur Jónsson, 8,40. Í barnaflokki er efst Dagrún D. Valgarðsdóttir á Vöku frá Valþjófs- stað, 8,29, en næst koma Selma L. Jónsdóttir á Frosta frá Horni, 8,23, Ellert M. Eyjólfsson á Tímoni frá Hávarðarkoti, 7,98, Arndís Ingólfs- dóttir á Dreyra, 7,97, Kristján O. Arnarsson á Koli frá Mosfellsbæ, 7,84, Hallmar Hallsson á Fleyg, 7,80, Erla G. Leifsdóttir á Lukku frá Neðri-Skálateigi, 7,70, og Rakel Ö. Elvarsdóttir á Gosa frá Fornustekk- um, 7,11. Af unglingum stendur efst- ur Guðmundur Þ. Bergsson á Mozart frá Eyvindarmúla með 8,46, næst koma Lena H. Marteinsdóttir á Moz- art frá Ártúni, 8,44, Nikólína Ó. Rún- arsdóttir á Ofsa frá Engimýri, 8,35, Hallveig Karlsdóttir á Ljósbrá frá Bakka, 8,33, Jóna S. Bjarnadóttir á Drottningu frá Sauðárkróki, 8,33, Vordís Eiríksdóttir á Nótt, 8,27, Guð- björg Arnardóttir á Þyrnirós frá Eg- ilsstöðum, 8,22, og Helga R. Jóhanns- dóttir á Þrætu frá Breiðavaði, 7,99. Keppni ungmenna fer fram í dag klukkan níu en að henni lokinni hefst opin keppni í A- og B-flokki stóð- hesta. Yfirlitssýning kynbótahrossa hefst klukkan 1. Fjórðungsmót hestamanna á Stekkhóli á Hornafirði Hafliði og Ásdís með gott forskot í töltinu Hafliði og Ásdís frá Lækjarbotnum voru með stórgóða sýningu í töltkeppni fjórðungsmótsins og virðast þau hafa sigurinn í hendi sér í úrslitum í dag. VEGNA umfangsmikilla viðgerða að Reykjum í Hrútafirði mun starfsemi Sumarbúðanna Ævintýralands flytja á Laugarvatn síðustu tvö tímabil sumarsins, 23.–29. júlí (10–12 ára) og 30. júlí–5. ágúst (12–14 ára). Börnin munu gista í húsi Íþróttasambands Íslands á Laugarvatni. Í næsta ná- grenni er íþróttahús, sundlaug, heitir pottar, vatn til að vaða í eða sigla á og skemmtilegar gönguleiðir. Auglýst dagskrá sumarbúðanna heldur sér, nema reiðnámskeið falla niður en sigling á bátum bætist við. Nokkur pláss eru laus bæði tímabilin á Laug- arvatni. Hverja viku í sumar hefur starfs- fólk Ævintýralands leikið leikrit fyrir börnin um einelti. Leikritið var samið af sumarbúðastjóranum, Svanhildi Sif, með aðstoð starfsmanna. Ævintýraland á Laugarvatn ÞORSKAFJARÐARHEIÐI verður lokuð frá mánudeginum 7. júlí til föstudagsins 18. júlí vegna viðgerða. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá Vegagerðinni. Þorskafjarðar- heiði lokuð FÉLAGAR í Samlaginu listhúsi á Akureyri verða með sýningu á smá- verkum í Norska húsinu í Stykkis- hólmi, en hún verður opnuð í dag, laugardaginn 5. júlí og stendur til 31. júlí. Þessi sýning er á landsflakki og átti viðkomu á Blönduósi en fer síðan til Egilsstaða og Reykjavíkur þar sem hún stoppar í mánuð á hverjum stað. Á sýningunni eru málverk unn- in með olíu, vatnslit, akríl og verk unninn í textíl, tré, leir, grafík og ljósmyndatækni. Félagarnir eru: Anna María Guð- mann, Anna Gunnarsdóttir, Anna Sigríður Hróðmarsdóttir, Einar Helgason, Guðmundur Ármann Sig- urjónsson, Guðrún Hadda Bjarna- dóttir, Hrefna Harðardóttir, Hug- rún Ívarsdóttir, H. Halldóra Helgadóttir, Nanna Eggertsdóttir, Ragnheiður Þórsdóttir og Rósa Kristín Júlíusdóttir. Norðanmenn sýna í Norska húsinu SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, andmæla fram komnum hugmyndum Landsvirkjunar um að hækka stíflu við Laxárvirkjun. Í yfir- lýsingu frá þeim segir að mannvirkið yrði brot á lögum um verndun Mý- vatns og Laxár, í andstöðu við laga- frumvarp um verndun sama svæðis og brot á skráningu svæðisins á Ramsarskrána yfir alþjóðlega mikil- væga votlendisstaði. „Friðlýsing þessara svæða er ekki að ástæðulausu því að svæði er ekki sett á Ramsar- skrána án þess þar sé sérstakt lífríki á alheimsmælikvarða. Áformin nú geta sett það í hættu en ekki „bætt“ eins og haldið er fram í fjölmiðlum. Auk þess eru á svæðinu, sem færi undir lón, eldhraun og heitar uppsprettur sem eru sérstaklega friðlýstar í nátt- úruverndarlögum. Lögin um verndun Mývatns og Laxár voru sett 1974 til að standa við samkomulag sem gert var í kjölfar Laxárdeilunnar. Markmið framkvæmdar eru óljós þar sem fram hefur komið á fundum að tveggja til þriggja metra stífla dygði til að koma í veg fyrir ís- truflanir. Væri það umtalsvert ásætt- anlegri framkvæmd. Einnig er sagt að koma eigi í veg fyrir sandburð sem skemmi vélar og því haldið fram að það sé gott fyrir lífríki neðan ár sem er í besta falli umdeilanlegt en nokk- uð örugglega rangt. Sandburður hef- ur verið í Laxá um aldir og er nú unn- ið að því að minnka hann með uppgræðslu við upptök Krákár (Læki). Ávinningur virðist því ein- göngu vera rekstrarlegar og mætti spyrja hvort ekki væri hægt að leggja raflínu frá Kröflu til Húsavíkur til að auka rekstraröryggi. Eitt hið alvar- legasta er eftir að nefna: Svo virðist sem sveitarstjórn Aðaldælahrepps sé hótað með því að virkjunin verði lögð niður ef þessi framkvæmd fáist ekki í gegn. Spyrja má sig hvers vegna Lands- virkjun leggur þessa tillögu fram, til- lögu sem á sér enga möguleika nema lögum verði sérstaklega breytt. Í vor var lögð fram tillaga um virkjun í Bjarnarflagi sem einnig er friðlýst með sömu lögum. Er Landsvirkjun að þreyta þá sem þurfa að halda uppi andófi og hafa litla fjármuni gegn því sem Landsvirkjun virðist hafa nóg af? Eða er ætlunin að undirbúa jarðveg- inn fyrir stíflu úr Skjálfandafljóti og stíflu sem myndi sökkva Laxárdal? Fréttir af áhuga á því að reisa álver við Húsavík gætu tengst þessu. Landsvirkjun er í „hernaði gegn land- inu“ svo að vitnað sé í fleyg orð Hall- dórs Laxness. Stjórn SUNN hvetur sem flesta til þess að skila athugasemdum til Landsvirkjunar við drög að mats- áætlun og til Skipulagsstofnunar er hin formlegu plögg koma fram,“ segir í fréttatilkynningu. Brot á lögum um verndun Mývatns og Laxár ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.