Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 45 O P I Ð K V E N N A M Ó T G O L F K L Ú B B U R I N N K E I L I R VERÐLAUN 1. TIL 3. SÆTI MEÐ FORGJÖF 1. SÆTI ÁN FORGJAFAR NÁNDARVERÐLAUN Á ÖLLUM PAR 3 HOLUM DREGIN VERÐA ÚT FIMM SKORKORT HÁMARKS FORGJÖF ER 28 RÆST VERÐUR ÚT FRÁ KL. 9.00 6 . J Ú L Í 2 0 0 3 P U N K TA K E P P N I ROMAN Abramovich, nýi rússneski eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, sagði í samtali við net- útgáfu BBC að hann keypti félagið út af því að hann vildi láta draum sinn rætast. Abramovich vill líka skemmta sér en í huga hans felst skemmtun í því að vinna titla á knattspyrnuvellinum og hann telur að Chelsea verði sigursælt í fram- tíðinni. „Mig langar að skemmta mér og í því felst að vinna titla með Chelsea en einnig er ég að láta draum minn rætast. Mig hefur alltaf langað til að eignast frábært knattspyrnu- félag og nú á ég eitt slíkt. Ég er ekki að kaupa Chelsea til þess að græða peninga. Ef ég væri á þeim buxunum að græða peninga væri mun skynsamlegra fyrir mig að fjárfesta í öðrum verkefnum. Mig langar hinsvegar ekki heldur að tapa peningum og til þess að það gerist ekki verður Chelsea að vera sigursælt lið í framtíðinni og ég stefni að því að ná góðum árangri með félagið,“ sagði Abramovich í samtali við blaðamann BBC. Enska úrvalsdeildin heillar Abramovich en hann telur hana vera sterkustu deildina í Evrópu. „Enska úrvalsdeildin er sterkasta deildin í Evrópu. Ég skoðaði nokkra félög í Englandi með það í huga að eignast einhvert þeirra. Ástæðan fyrir því að ég keypti Chelsea var einfaldlega sú að félag- ið var til sölu og því auðveldara að kaupa Chelsea en önnur félög.“ Abramovich ætlar ekki að flytja til Englands en hann langar samt að sjá alla leikina sem Chelsea spil- ar. „Ég hef efni á því að fljúga á mili Rússlands og Englands í hvert skipti sem Chelsea spilar. Mig lang- ar að sjá hvern einasta leik sem lið- ið leikur en ég veit að það er nánast ómögulegt þar sem ég hef fleiri hnöppum a hneppa.“ Abramovich hefur mikið álti á enska menntakerfinu og því hefur hann í hyggju að láta börn sína ganga í skóla þar í Englandi. Abramovich lét drauminn ræt- ast með kaupum á Chelsea AP Roman Abramovich og Ken Bates, fyrrverandi aðaleigandi Chelesa, sem seldi Abramovich hlut sinn í félaginu á dögunum. ÍVAR Ingimarsson landsliðs- maður í knattspyrnu segir í viðtali við enska blaðið Express and Star að hann vilji reyna til hins ýtrasta að komast í lið Wolves á komandi leiktíð, ekki komi til greina að spila í 3. deild en enska 3. deildarliðið Northampton hefur sýnt Ívari áhuga. ,,Það kemur ekki til greina að fara í 3. deild. Ég spilaði í 1. deildinni á síðustu leiktíð og sýndi að ég get gert góða hluti og nú vil ég sjá hvað ég get gert í úrvalsdeildinni. Ég ætla að berjast hart fyrir að vinna mér sæti í liðinu,“ segir Ívar. Ívar átti fast sæti í liði Úlf- anna í upphafi tímabilsins í fyrra en var lánaður til Bright- on þar sem hann lék síðustu mánuði á keppnistímabilsins. Wolves vann sér sæti í úr- valsdeildinni í vor en 19 ár eru liðin síðan Úlfarnir voru síð- asta í efstu deild. Ívar ætlar að berjast fyrir sæti sínu SÓLVEIG Dóra Magnúsdóttir, læknir lýsir fremra krossbandi á eftirfarandi hátt á www.netdokt- or.is: „Fremra krossbandið liggur frá efri frambrún sköflungs upp og aftur og festist á neðri og aft- ari brún lærleggsins. Hlutverk þess er að styrkja hnéð og hindra að leggurinn færist fram á við m.t.t. lærleggsins. Algengast er að fremra krossbandið skemmist við íþróttaiðkun og samfara auk- inni íþróttaiðkun hefur tíðni áverka á fremra krossband auk- ist. Þegar við réttum úr hnénu er það fremra krossbandið sem fyrst strekkist á. Mikilvægt er að hafa í huga að við áverka á hné skemm- ist oft fleiri en einn strúktúr í hnénu. Helstu orsakir Helsta ástæða fyrir skemmdum á fremra krossbandinu er þegar staðið er í fótinn (leggurinn fast- ur) og snúið er snögglega (lær- leggurinn á hreyfingu) og skap- ast þannig mikið álag á hnéð og hætta á að fremra krossbandið rifni. Dæmi um íþróttagreinar þar sem þessi hreyfing er algeng er körfubolti, fótbolti og svigskíði svo eitthvað sé nefnt. Oft heyrir sjúklingur þegar liðbandið rifnar og finnur að hnéð gefur sig. Hvar og hvað er krossband? meiðsla. Fjölbreytt fæða er afar mik- ilvæg fyrir alla sem ætla sér að ná ár- angri og hafa sumir velt því fyrir sér hvort íslenskt íþróttafólk sé ekki að borða réttu fæðuna. Fríða Rún Þórð- ardóttir næringarfræðingur segir í samtali við Morgunblaðið að hún geti ekki lagt mat á það hvort íþrótta- menn á Íslandi séu á rangri braut hvað mataræðið varðar. „Þeir íþróttamenn sem eru ekki með rétt hlutföll í mataræði sínu eru mun lík- legri til þess að meiðast. Það eru bein tengsl á milli lélegs mataræðis og meiðsla í íþróttum, enda þarf líkam- inn að fá sitt til þess að geta starfað eðlilega undir miklu álagi. Það er því fljótt að segja til sín ef íþróttafólk er ekki með hugann við það það sem það setur ofan í sig. Rétt fæðusam- setning hefur góð áhrif á bein, sinar, liðbönd og vöðva – og ef eitthvað vantar uppá hefur það áhrif á allan líkamann,“ sagði Fríða Rún en hún bætti því við að ekki væri til mikil þekking á hvernig mataræði íþrótta- hópa á Íslandi væri almennt háttað. Vilja banna „grænu“ gólfin Norski sjúkraþjálfarinn Grethe Myklebust segir í viðtali við norska dagblaðið Aftenposten að það sem valdi mestum áhyggjum hjá henni sé hve margar ungar stúlkur slíti eða rífi að hluta fremra krossbandið í hnénu og segir Myklebust það áhyggjuefni að 12 ára gamlar stúlkur séu í þessum hópi. Myklebust hefur haldið utan um tölfræði hvað þessi meiðsli varðar í handknattleik í Nor- egi undanfarin ár og þar er meðal- aldur leikmanna sem rífa eða slíta fremra krossband 21 ár og að með- altali verða 14 leikmenn á ári fyrir þessum skaða. Gerðar hafa verið margar rannsóknir undanfarin ár á krossbandsmeiðslum og hefur kast- ljósinu verið beint að álagsþættinum, undirlaginu sem leikið er á og síðast en ekki síst, skóútbúnaði leikmanna. Myklebust sagði á fyrirlestri sem hún hélt í norska íþróttaháskólanum í Ósló sl. haust að ef hún myndi spyrja knattspyrnumenn að því hvort þeir notuðu sömu tegund af knattspyrnuskóm á gervigrasi og venjulegu grasi myndu þeir sömu efast verulega um greind hennar, enda er það sjálfsagður hlutur á meðal knattspyrnumanna að nota skó sem henta við mismunandi teg- und undirlags, möl, gras og gervi- efni. Tvö pör af skóm Myklebust skoraði þar á skófram- leiðendur að gera betur fyrir íþrótta- menn sem stundi t.d. handknattleik á mismunandi undirlagi, parketgólfi og svokölluðum „grænum gólfum“ sem eru oftar en ekki gólfdúkur. „Ég hef aldrei skilið framtaksleysi fyrir- tækja á borð við Adidas eða Nike, vilja þeir ekki selja helmingi fleiri skó?“ segir Myklebust ennfremur en rödd hennar hefur hljómað hátt hvað krossbandsmeiðslin varðar undan- farin áratug í Noregi. Að mati sér- fræðinga sem rannsakað hafa kross- bandsmeiðsli undanfarna áratugi eru gömul „græn gólf“ mun stamari en parket-íþróttagólf og er það afger- andi þáttur í krossbandsmeiðslum. Chris Drummond sjúkraþjálfari í Noregi er í hópi margra sem vilja að „grænu gólfin“ verði bönnuð og að- eins verði æft og leikið á parketgólf- um í framtíðinni, enda eru þrisvar til sex sinnum meiri líkur á því að hand- boltakonur og verði fyrir meiðslum í hné, sé miðað við karlmenn í sömu grein. Krossbandsmeiðslin eiga sér oftast stað þegar leikmenn reyna að brjótast í gegnum varnir, við ýmsa snúninga og annað eða þegar þeir lenda á öðrum fæti eftir að hafa stokkið upp fyrir framan varnir and- stæðinganna. Myklebust bendir einnig á að tíu árum eftir kross- bandsmeiðsli sýni röntgenmyndir að slit og brjóskeyðing á sér stað í hnjá- liðnum og hefur hún áhyggjur af þeirri þróun. baki tíðra krossbandsslita knattspyrnumanna að undanförnu Bjarki Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, leikmaður og þjálfari Aftureldingar, sem hér er í báráttu við Gunnar Beinteinsson, er einn þeirra sem hefur slitið kross- band í hné og það oftar en einu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.