Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT RUUD Van Nistelrooy, sóknar- maður Manchester Uniteds mun sakna Davids Beckhams. „Það er mikil eftirsjá í Beckham. Ég get aðeins talað fyrir mig sjálf- an og ég mun sakna hans sem einstaklings utan vallar, inni í búningsherbergi og sem leik- manns á vellinum. Það var stór- kostlegt að leika með Beckham og hægri fótur hans er ein- stakur. Þegar ég heyrði af hugsanlegum félagaskiptum Beckhams var ég að vona að þau myndu ekki ganga í gegn en því miður þá er Beckham farinn í dag.“ Aðspurður hvort brotthvarf Carlosar Queiroz aðstoðarþjálf- ara ætti eftir að hafa áhrif á lið- ið, svaraði Van Nistelrooy: „Ef- laust, Carlos var okkur mjög mikilvægur á síðasta ári. Ég lærði mikið af honum og Real Madrid er ljónheppnið að hafa klófest hann.“ Van Nistelrooy hefur verið markakóngur Meistaradeildar Evrópu síðustu tvö ár en segir að nú sé kominn tími til að vinna Meistaradeildina. „Við ætlum okkur sigur á næsta ári og ekkert annað. Á síðustu leik- tíð féllum við úr leik gegn Real Madrid þó svo að við hefðum ekki verið lakari aðilinn í leikj- unum. Real er langt í frá ósigr- andi.“ Van Nistelrooy mun sakna Beckhams ÍSLENSKA karlalandsliðið í golfi lagði Dani að velli á Evrópumóti landsliða sem fram fer í Hollandi. Leikurinn var spenn- andi og jafn. Sigmundur E. Másson og Haraldur Heimisson töpuðu fjórmenn- ingnum 4/3 og Magnús Lárusson tapaði sínum tvímenningi á 19. holunni, en hann átti tvær holur þegar þrjár voru eftir. Mótherji hans varð í þriðja sæti á EM ein- staklinga fyrr á árinu. Næstur var annar nýliði, Heiðar Bragason, og vann hann 2/0. Örn Ævar Hjartarson var næstur og þar á eftir Sig- urpáll Geir Sveinsson. Sigurpáll vann 2/1 og allt var í járnum hjá Erni Ævari. Þeir voru jafnir eftir átján holur en á þeirri nítjándu fékk Örn Ævar fugl og tryggði sigurinn. Ísland mætir Portúgal í dag í leik um 13. sætið en til úrslita leika Eng- lendingar og Spánverjar. Danir lagðir í golfi Gullgreinararnar eru sex talsinshjá hvoru kyni og ef við byrjum á konunum þá sigraði Chandra Stur- up frá Bahama í 100 metra hlaupinu rétt eins og hún gerði í Ósló á dög- unum, nú hljóp hún á 11,01 sekúndu. Hún er því með í baráttunni um gull- pottinn í haust. Önnur hlaupakona, Maria de Lo- urdes Mutola frá Mósambík, er einn- ig með í baráttunni því hún sigraði í 800 metra hlaupi kvenna er hún kom í mark á 1.57,58. Þar með eru upptaldir þeir frjáls- íþóttamenn sem geta unnið gullpott- inn og þykir þetta heldur rýr árang- ur því þetta var aðeins annað mótið og aðeins tveir eru enn með af tólf hugsanlegum því greinarnar eru jú tólf talsins. Iryna Lishchynska frá Úkraínu var ekki meðal keppenda í 1.500 metra hlaupinu og þar með var útséð um að einhver í þeirri grein ætti möguleika á að hreppa gullpottinn. Fljótust í gær var Natalia Rodriguez frá Spáni, kom í mark á 4.03,3. Ástralska stúlkan Jane Pittman fór illa að ráði sínu í 400 metra grindahlaupinu sem hún vann í Ósló. Þá varð Ionela Tirlea frá Rúmeníu í öðru sæti og bandaríska stúlkan Sandra Glover í því þriðja. Nú skiptu Pittman og Glover um sæti og má ef til vill segja að sú bandaríska hafi frekar farið illa að ráði sínu í Ósló því hún er líklegri til að ná að sigra á næstu mótum.Tími Glovers var 54,47 sekúndur. Blanka Vlasic frá Króatíu kom í veg fyrir gullframa Inhu Babakovu frá Úkraínu í hástökkinu með því að sigra, stökkva 1,99 eins og Hestrie Cloete frá Suður-Afríku. Babakova, sem sigraði í Ósló stökk hins vegar aðeins 1,97 metra að þessu sinni og er úr leik í gullbaráttunni. Kúbanska stúlkan Yamilé Aldama er einnig úr leik í gullslagnum því hún varð að sætta sig við annað sætið í þrístökki, stökk 15,08 metra en Ta- tyana Lebedeva frá Rússlandi sigr- aði með fjögurra sentimetra lengra stökki. Bretinn Mark Lewis-Francis, sem sigraði í 100 metra hlaupi í Ósló varð í fjórða sæti að þessu sinni. Banda- ríkjamaðurinn Bernard Williams sigraði á 10,05 sekúndum, en næstir komu Deji Aliu frá Nígeríu og Maur- ice Greene frá Bandaríkjunum, báðir á 10,07 sekúndum en Aliu sjónarmun á undan. Mbulaeni Mulaudzi frá Suður-Afr- íku hafði gert sér vonir um að ná gull- inu í 800 metra hlaupi en Rússinn Yu- ríj Borzakovskíj kom í veg fyrir það með því að hlaupa á 1.43,94 og sigra. Kenenisa Behele frá Eþíópíu var ekki með í 5.000 metra hlaupinu, en hann vann í Ósló. Abraham Chebii frá Kenýa sigraði var sekúndu á und- an Haile Gebrselassie sem skaust upp á milli Behele og landa hans Benjamin Limo. Lettinn Stanislavs Olijasrs varð þriðji í 110 metra grindahlaupi og gulldraumur hans er úr sögunni. All- en Johnson hafði nokkra yfirburði og kom í mark á 12,97 sekúndum en landi hans Duane Ross var annar á 13,21. Fjórir stangastökkvarar stukku yfir 5,76 metra þar á meðal Banda- ríkjamaðurinn Nick Hysong sem sigraði í Ósló. Hann hlaut samt ekki nema þriðja sætið því landi hans Derek Miles var settur í fyrsta sætið og Þjóðverjinn Tim Lobinger í ann- að. Í spjótkastinu taldi Sergey Mak- arov frá Rússlandi sig eiga nokkuð góða möguleika á að krækja í gull- pottinn. Tékkinn gamalreyndi, Jan Zelezný, var hins vegar á öðru máli, skellti sér út á völl og kastaði 89,06 metra og sigraði en Makarov varð annar með 87,69 metra. AP Allen Johnson frá Bandaríkjunum sigraði í 110 metra grind á gullmótinu í gær. Karlarnir fá ekki gullpottinn ANNAÐ gullmót Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins var haldið í gær- kvöldi og var mótsstaðurinn París. Það bar helst til tíðinda á mótinu að enginn þeirra karla sem sigruðu á fyrsta mótinu í Ósló náðu að vinna í gær og því eiga karlarnir ekki möguleika á að fá gullpottinn góða að loknu sjötta mótinu sem verður í byrjun september í Bruss- el. Aðeins tvær konur eiga möguleika á pottinum, en hann fær sá sem sigrar í sinni grein á öllum mótunum. KNATTSPYRNA Laugardagur: Efsta deild karla, Landsbankadeild: Hásteinsvöllur: ÍBV - KR.....................13.30 Kaplakrikavöllur: FH - Þróttur R............14 1. deild karla: Ásvellir: Haukar - Leiftur/Dalvík.............16 Akureyrarvöllur: Þór - Stjarnan...............18 3. deild karla: Torfnesvöllur: BÍ - Skallagrímur .............15 Blönduósvöllur: Hvöt - Snörtur ................16 Sunnudagur: Efsta deild karla, Landsbankadeild: Fylkisvöllur: Fylkir - KA...........................18 Laugardalsvöllur: Fram - Valur ...............20 1.deild karla: Keflavíkurvöllur: Keflavík - Njarðvík ......20 3.deild karla: Skeiðisv.: Bolungarvík - Skallagrímur.....14 1.deild kvenna: ÍR-völlur: ÍR - Breiðablik2........................20 UM HELGINA  FORRÁÐAMENN Real Madrid segja að atvikið þegar Alfonzo Lopez hljóp að David Beckham og faðmaði hann hafi ekki verið sviðsett, heldur var aðeins um „fallegt“ atvik að ræða og að fólk eigi ekki að halda að alltaf sé verið að plata það. Hinn 11 ára gamli Alfonzo Lopez er í dag einn allraþekktasti prakkari heims.  NBA-liðin Milwaukee Bucks og Minnesota Timberwolfs hafa skipst á leikmönnum. Sam Cassell og Ervin Johnson fara til Minnesota Timber- wolfs frá Milwaukee Bucks í skiptum fyrir Joe Smith og Anthony Peeler.  BJARKI Gunnlaugsson verður að öllum líkindum ekki með KR-ingum gegn Eyjamönnum í dag. Líklegt er að Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, vilji hvíla Bjarka sem leikið hefur alla leiki KR til þessa en leikmaðurinn hefur átt við erfið meiðsli að stríða undanfarin ár.  ARNAR Gunnlaugsson, bróðir Bjarka, hefur einnig átt við meisli að stríða. Helmingslíkur eru á að hann leiki með KR í dag á Hásteinsvelli.  BJARNI Þórður Halldórsson, varamarkvörður Fylkis í knatt- spyrnu, leikur sinn fyrsta leik í efstu deild þegar Árbæingar fá KA-menn í heimsókn á Fylkisvelli. Kjartan Sturluson, aðalmarkvörður Fylkis, fékk rautt spjald í síðasta leik.  KOLBRÚN Steinþórsdóttir jafn- aði fyrir Ísland gegn Finnum í Norð- ulandamóti U-17 í knattspyrnu sem fram fer í Svíþjóð. Finnar skoruðu sigurmarkið í 2:1 sigri í síðari hálf- leik. Íslensku stúlkurnar leika gegn Dönum á sunnudag um 7. sætið.  TIGER Woods lék annan hringinn á golfmóti í Illinois-fylki í Bandaríkj- unum á 70 höggum. Þegar Morgun- blaðið fór í prentun var Tiger með forystu á mótinu á 11 höggum undir pari. Fyrsta hringinn fór Tiger á 63 höggum. Alls eru leiknir fjórir hring- ir á mótinu.  DARREN Clarke frá Norður-Ír- landi og Phillip Price frá Wales deila efsta sætinu á Smurfit-mótinu sem fram fer á Írlandi. Báðir eru þeir á níu höggum undir pari. Mótið er liður í evrópsku mótaröðinni.  KEFLAVÍK og Njarðvík mætast á Keflavíkurvelli á sunnudag kl. 20 í 1. deild karla. Þetta verður í fyrsta skipti sem liðin mætast í deildar- keppni í knattspyrnu og ætla má að íbúar í Reykjanesbæ fjölmenni til að hvetja sína menn.  OLEG Luzhny sem lék með Arsen- al í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð mun skrifa undir samning hjá nýliðum Wolves á mánudag. Úkra- ínumaðurinn kostar Wolves ekki neitt því leikmaðurinn var með út- runninn samning.  DENISE Smith, ólympíumeistari í sjöþraut, er mætt til leiks á nýjan leik eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn fyrr á árinu. Smith mun taka þátt í frjálsíþróttamóti sem fram fer í Tall- in í Eistlandi um helgina. FÓLK KNATTSPYRNA 2.deild karla KFS - Léttir ...............................................6:0 Sindri Grétarsson 4, Yngvi Borgþórsson 2. Staðan: Völsungur 8 8 0 0 32:10 24 Fjölnir 8 6 0 2 24:13 18 Selfoss 8 4 1 3 16:9 13 ÍR 8 4 1 3 15:13 13 KS 8 4 1 3 14:13 13 Víðir 8 4 0 4 10:11 12 KFS 8 3 0 5 19:24 9 Tindastóll 8 2 1 5 13:19 7 Léttir 8 1 1 6 6:29 4 Sindri 8 0 3 5 9:17 3 3. deild karla, A-riðill Víkingur Ó. - Númi....................................3:3 Staðan: Víkingur Ó 7 6 1 0 22:6 19 Skallagr. 6 4 0 2 18:10 12 Númi 7 3 3 1 22:18 12 BÍ 6 3 1 2 13:15 10 Bolungarvík 5 2 0 3 11:12 6 Deiglan 7 2 0 5 13:25 6 Grótta 7 1 2 4 10:12 5 Drangur 7 1 1 5 12:23 4 3. deild karla, B-riðill ÍH - Afríka .................................................2:0 Staðan: Leiknir R. 7 6 1 0 33:4 19 Reynir S. 7 5 2 0 27:3 17 ÍH 7 4 1 2 14:11 13 Árborg 7 3 2 2 21:12 11 Freyr 7 3 0 4 10:17 9 Hamar 7 2 1 4 7:19 7 Afríka 7 1 0 6 4:25 3 Ægir 7 0 1 6 7:32 1 Opna Norðurlandamótið 17 ára landslið kvenna: Ísland - Finnland.......................................1:2  Mark Íslands gerði Kolbrún Steinþórs- dóttir á 38. mín.  Ísland leikur um 7. sætið á mótinu á sunnudaginn við Dani. FRJÁLSÍÞRÓTTIR Gullmóti IAAF í París: KARLAR 100 m hlaup: Bernard Williams, Bandar ...................10,05 Deji Aliu, Nígeríu ..................................10,07 Maurice Greene, Bandar. .....................10,07 200 m hlaup: John Capel, Bandar...............................20,21 Ramon Clay, bandar. ............................20,31 Darvis Patton, Bandar..........................20,32 800 m hlaup: Yuríj Borzakovskíj, Rússlandi ..........1.43,94 Mbulaeni Mulaudzi, S-Afríku............1.44,12 Andre Bucher, Sviss...........................1.44,25 1.500 m hlaup: Mehdi Baala, Frakklandi...................3.30,97 Bernard Lagat, Kenýa.......................3.31,40 Paul Korir, Kenýa ..............................3.32,44 5.000 m hlaup: Abraham Chebii, Kenýa ..................12.53,37 Haile Gebrselassie, Eþjóðpíu..........12.54,36 Benjamin Limo, Kanýa....................12.54,99 3.000 m hindrunarhlaup: Stephen Cherono, Kanýa...................8,06,41 Paul Koech, Kenýa.............................8.06,63 Bouabdallah Tahri, Frakklandi ........8.06,91 110 m grindahlaup: Allen Johnson, Bandar. ........................12,97 Duane Ross, Bandar. ............................13,21 Stanislavs Olijars, Lettlandi ................13.26 400 m grindahlaup: Felix Sánchez, Dóminíkanska..............48,30 Christopher Rawlinson, Bretlandi ......48,83 Llewellyn Herbert, S-Afríku ...............49,04 Stangarstökk: Derek Miles, Bandar...............................5,76 Tim Lobinger, Þýskalandi......................5,76 Nick Hysong, Bandar. ............................5,76 Spjótkast: Jan Zelezný, Tékklandi.........................89,06 Sergey Makarov, Rússlandi .................87,69 Eriks Rags, Lettlandi ...........................84,70 KONUR 100 m hlaup: Chandra Sturrup, Bahamas .................11,01 Kelli White, Bandar. .............................11,09 Christine Arron, Frakklandi................11,12 200 m hlaup: Kelli White, Bandar. .............................22,43 Muriel Hurtis, Frakklandi ...................22,62 Allyson Felix, Bandar. ..........................22,66 800 m hlaup: Maria L. Mutola, Mósambík..............1.57,58 Jolanda Ceplak, Slóveníu ..................1.57,84 Amina Hammou Ait, Marokkó..........1.58,82 1.500 m hlaup: Natalia Rodriguez, Spáni ..................4.03,33 Yelena Zadorozhnaya, Rússlandi .....4.03,57 Hayley Tullett, Bretlandi ..................4.03,87 3.000 m hlaup: Gabriela Szabo, Rúmeníu ..................8.34,09 Zhor El Kamch, Marokkó .................8.34,85 Berhane Adere, Eþjóðpíu..................8.36,25 100 m grindahlaup: Gail Devers, Bandar..............................12,49 Brigitte Foster, Jamaíka......................12,64 Glory Alozie, Spáni12,71 400 m grindahlaup: Sandra Glover, Bandar. ........................54,47 Ionela Tirlea, Rúmeníu.........................54,55 Jana Pittman, Ástralíu..........................54,55 Hástökk: Blanka Vlasic, Króatíu............................1,99 Hestrie Cloete, S-Afríku ........................1,99 Inha Babakova, Úkraínu ........................1,97 Þrístökk: Tatyana Lebedeva, Rússlandi..............15,12 Yamilé Aldama, Kúbu...........................15,08 Etona Francoise Mbango, ....................14,82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.