Morgunblaðið - 06.07.2003, Side 1

Morgunblaðið - 06.07.2003, Side 1
STOFNAÐ 1913 180. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is ALLAR VERSLANI R OPNAR Í DAG FRÁ 13-18 Ævintýri í Austurvegi Ferðasaga Kammersveitarinnar í máli og myndum | Listir 26 Hróarskelduhátíðin einstaklega farsæl að þessu sinni | Fólk 48 Útvarp barnanna Endurhæfing hrakinna barna í Afríkuríkinu Síerra Leóne | 20 TRYGGINGASTOFNUN ríkisins greiddi ríflega 1,5 milljarða króna fyrir 10 mest seldu lyfin árið 2002, en TR gerir ráð fyrir að greiðslurnar myndu lækka um 300 milljónir króna eða um 19,5% að meðaltali vegna þessara lyfja, ef sama smásöluverð gilti hér- lendis og á Norðurlöndunum. TR greiddi mest fyrir lyfið Seretide, sem er lyf gegn teppusjúkdómum í öndunarvegi, eða rúmlega 228 milljónir króna, en smásöluverð lyfsins er 16,1% hærra á Íslandi en í Dan- mörku. Á heimasíðu TR kemur fram að upplýsingar um smásöluverð eru fengnar frá lyfjaverðsnefnd og verð í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð er umreiknað á lyfjaverðsnefndargengi fyrir júlí auk þess sem 24,5% hefur verið bætt ofan á sænska smásöluverðið þar sem enginn virðisauka- skattur er á lyf í Svíþjóð. Losec MUPS, lyf gegn sársjúkdómi og maga- og vélindabakflæði, kostaði TR um 214 milljónir, en 100 stk. af 20 mg töflum kosta um 20.000 kr. hérlendis og eru 93,2% dýrari en í Svíþjóð. Zocor og Zarator, sem eru blóðfitulækkandi lyf, eru um 20 og 19% dýrari hér en í Danmörku en TR greiddi tæplega 193 millj. fyrir fyrrnefnda lyfið og um 160 millj. fyrir hið síðarnefnda. Nexium, sem er lyf gegn sársjúkdómi og maga- og vélindabakflæði, er 48,7% dýrara á Íslandi en í Noregi en TR greiddi rúmlega 148 millj. fyrir það 2002. Eitt lyf ódýrara Geðdeyfðarlyfið Efexor Depot er eina lyf- ið sem er ódýrara á Íslandi en í samanburð- arlöndunum og munar 7,7% á verðinu hér- lendis og í Danmörku, en TR greiddi meira en 140 millj. fyrir það. Um 115,4 millj. voru greiddar fyrir geðdeyfðarlyfið Seroxat, sem er 33,8% dýrara hér en í Danmörku, 90,5 millj. fyrir geðdeyfðarlyfið Remeron, sem er 15,7% dýrara hér en í Danmörku, og um 93,1 millj. fyrir geðlyfið Zyprexa, sem er 20,4% dýrara á Íslandi en í Danmörku. Þá greiddi TR 138,9 millj. fyrir gigtarlyfið Vioxx sem er 17,85% dýrara hérlendis en í Danmörku. Smásöluverð lyfja er mun hærra hérlendis en á hinum Norðurlöndunum TR gæti sparað 300 milljónir 10 mest seldu lyf á Íslandi FRANSKA lögreglan hefur handtek- ið umdeildan korsískan aðskilnaðar- sinna sem grunaður er um morðið á landstjóra Korsíku árið 1998. Þjóðar- atkvæðagreiðsla fer fram á eyjunni í dag. Maðurinn, Yvann Colonna, hefur verið mest eftirlýsti maður Frakk- lands eftir að hann fór í felur fyrir fjórum árum, en þá hafði lögregla greint frá því að hann væri grunaður um að hafa myrt landstjórann, Claude Erignac, árið áður. Colonna var handtekinn á Korsíku seint á föstudag og í gær leiddur fyrir dómara í París. Colonna hefur neitað allri aðild að morðinu á Erignac en róttækir aðskilnaðarsinnar á Korsíku líta samt á hann sem helstu hetju þrjátíu ára langrar baráttu þeirra fyrir sjálfstæði eyjunnar. Útilokað er talið að spá fyr- ir um hver áhrif handtaka Colonnas mun hafa á þjóðaratkvæðagreiðsluna í dag en þá svara íbúar Korsíku, sem eru um 260 þúsund talsins, því hvort þeir vilji breytingar á stjórnskipulagi eyjunnar, en þær fælu m.a. í sér skip- an þings sem takmarkaða heimild hefði til skattlagningar. Franska lögreglan handtók eftirlýstan aðskilnaðarsinna Þjóðaratkvæði á Korsíku Erbalunga. AFP. STUNDUM getur verið strembið að borða ís. Sér- staklega þegar ísinn vill heldur rata á fingur og andlit en upp í munn. Sif Högnadóttir lét það þó ekki á sig fá enda er bragðið alltaf jafngott og ekki spillir að hafa svolitla súkkulaðisósu með. Hún tók sér smápásu frá veitingunum og sendi ljósmyndara Morgunblaðsins bjart bros þegar hann smellti af. Morgunblaðið/Jim Smart Ísinn er alltaf jafngóður á bragðið Tugir féllu í árás í Moskvu Moskvu. AFP. AÐ MINNSTA kosti tuttugu biðu bana og þrjátíu særðust þegar tvær konur sprengdu sjálfar sig í loft upp á rokktónleikum í Moskvu, höfuð- borg Rússlands, um miðjan dag í gær. Óttast er að tala látinna eigi eft- ir að hækka til muna. Rússneskar fréttastofur sögðu að a.m.k. þrjár sprengjur hefðu sprung- ið. Sú fyrsta sprakk eftir að lögregl- an stöðvaði konu við inngang Tush- ino-herflugvallarins í útjaðri Moskvu, en þar voru í gær haldnir fjölmennir útitónleikar. Sprengdi hún þá sprengjubelti sem hún hafði bundið um mittið. Önnur sprenging fylgdi í kjölfarið við svipaðar aðstæð- ur en sú þriðja mun hafa átt sér stað á útimarkaði í nágrenninu. Ekki er vitað hver stóð fyrir þessu ódæðis- verki en talið er hugsanlegt að téts- enskir aðskilnaðarsinnar hafi verið hér á ferðinni. Mannskæð árás í Írak Ramadi. AP. SJÖ íraskir lögreglumenn biðu bana og fimmtíu og fjórir særðust þegar sprengjum var varpað að lögreglu- stöð í bænum Ramadi, um 100 km vestur af Bagdad. Læknar sögðu fimmtán hinna særðu enn í lífshættu. Árásin átti sér stað um kl. 11 í gær- morgun en lögreglumennirnir voru að ljúka fimm daga lögregluþjálfun sem Bandaríkjaher stóð fyrir. Var ljótt um að litast á vettvangi ódæðisins. „Sprengingin var svo öflug að hún heyrðist alls staðar í borginni,“ sagði íraski lögreglufulltrúinn Hamed Ali. Ramadi hefur verið vígi margra heitustu stuðningsmanna Saddams Husseins, fyrrverandi forseta Íraks, og árásir gegn bandarískum her- mönnum hafa þar verið algengar. Í fyrradag lék arabíska sjónvarpsstöð- in Al-Jazeera hljóðupptöku sem sögð var innihalda ávarp frá Saddam. Heyrist hann þar hóta fleiri árásum eins og þeirri, sem átti sér stað í gær. ♦ ♦ ♦ Jákvæðar bylgjur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.