Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ All taf ód‡rast á netinu Verð á mann frá 19.800 kr. Yf ir l i t Í dag Skissa 6 Myndasögur 42 Þjóðlífsþankar 19 Bréf 42 Af listum 28 Hugvekja 43 Listir 24/27 Dagbók 44/45 Forystugrein 28 Krossgáta 46 Reykjavíkurbréf 28 Fólk 48/53 Skoðun 3/31 Bíó 50/53 Minningar 34/41 Sjónvarp 54 Þjónusta 43 Veður 55 * * * MAÐURINN sem lést þar sem hann sat undir stýri í bifreið sinni í Reykjanesbæ um hádegi á föstudag hét Rafn Skarphéðins- son. Líklegt er talið að hann hafi fengið að- svif við akstur. Bíllinn skall á húsvegg við Aðalgötu. Rafn var 64 ára gamall þegar hann lést. Hann var til heimilis á Hraunsvegi 21 í Njarðvík. Hann skilur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. Rafn Skarphéðinsson Maðurinn sem lést í Reykjanesbæ Lýst eftir stúlku LÖGREGLAN á Selfossi lýsir eftir 17 ára stúlku, Gyðu Hrönn Þorsteinsdóttur. Hún hefur ekki látið vita af ferðum sínum frá 27. júní sl. Gyða er 172 cm á hæð, grannvaxin, um 50 kg að þyngd, með ljósskollitað hár, rúmlega axlasítt með ljósum strípum. Þeir sem verða varir við ferðir Gyðu Hrannar eru beðnir að láta lögregluna á Selfossi vita. Pollurinn á Akureyri Mannlaus bátur á reki BJÖRGUNARSVEITIN Súlur á Akureyri og björgunarsveitin á Dalvík voru kallaðar út klukkan rúmlega átta í gærmorgun að beiðni lögreglunnar á Akureyri eftir að lög- reglan varð vör við mannlausan árabát á Pollinum við Akureyri. Björgunarsveitar- menn fóru á vettvang og drógu bátinn að landi en ekkert fannst í bátnum sem benti til mannaferða í honum um nóttina. Til öryggis var ákveðið að björgunar- sveitarmenn leituðu á Pollinum að vísbend- ingum um hvort einhver hefði tekið bátinn í nótt í leyfisleysi. Engar tilkynningar hafa borist um að manns sé saknað og bendir flest til þess að gleymst hafi að ganga frá bátnum og hann rekið út á flóðinu. JÓN Bjarnason, þingmaður Norð- vesturkjördæmis, hefur óskað eftir því við Sturlu Böðvarsson, sam- gönguráðherra og fyrsta þingmann kjördæmisins, að boðað verði til fundar með iðnaðarráðherra og þingmönnum kjördæmisins til þess að ræða málefni Sementsverksmiðj- unnar á Akranesi. Að undanförnu hefur einkavæðingarnefnd fjallað um sölu á verksmiðjunni. „Verksmiðjan framleiðir mjög góða vöru og hefur fengið alþjóðlega gæðavottun fyrir hana,“ segir Jón. Hann segist viss um að Sements- verksmiðjan geti borið sig þótt hún hafi átt í miklum fjárhagserfiðleik- um á síðustu árum: „Það þarf að tryggja samkeppnisumhverfi henn- ar og það er í gangi málarekstur um innflutning á sementi. Þar er verið að athuga hvort um óleyfilegt und- irboð sé að ræða, þar sem viðkom- andi innflytjandi selji sína vöru á lægra verði hér á Íslandi heldur en í Danmörku.“ Jón telur að ef engin sements- verskmiðja sé starfrækt á Íslandi verði Íslendingar ofurseldir erlendri einokun á þessum markaði. Hann heldur því fram að stórfyrirtæki á borð við Aalborg Portland, sem flutt hefur sement til landsins á síðustu árum, geti haft hagsmuni af því að stunda undirboð á íslenskum mark- aði í lengri eða skemmri tíma til þess að tryggja sér markaðsráðandi stöðu. Framtíð Sementsverksmiðjunnar Þingmenn boð- aðir til fundar BJÖRN Bjarnason dómsmála- ráðherra segir að skoða þurfi reglugerð um geymslu sprengi- efna eftir þjófnaðinn aðfaranótt föstudags. „Auðvitað á að vera þannig um búið að það sé ekki með neinum hætti hægt að komast inn í svona geymslur,“ segir Björn. Hann telur að ekki sé endilega nauðsynlegt að mönnuð vakt sé til staðar þar sem tæknin sé nú orðin slík að hægt sé að vakta mikilvæg mannvirki með öðrum hætti: „Menn eru að gæta heimila sinna og mannvirkja án þess að þar sé alltaf mönnuð vakt. Það verður samt að fara yfir þessar reglur og skoða hvernig þessi umbúnaður er fyrst þetta gerist. Það þarf að fara yfir þetta þegar svona atburðir eiga sér stað. Björn segir að hann muni taka öryggismál í sprengiefna- geymslum til skoðunar strax eftir helgi: „Ég mun fara yfir þetta eftir helgina með lögreglunni og starfs- mönnum ráðuneytisins núna strax eftir helgina,“ segir Björn Bjarna- son. Lögreglan í Reykjavík vinnur að rannsókn málsins og biður alla þá sem einhverjar upplýsingar geta gefið um stuldinn eða hvar efnið sé niðurkomið að hafa strax samband. Ekki skýrt kveðið á um gæslu við geymslur Reglugerð um sprengiefni, með- ferð þeirra og geymslu, er í gildi frá árinu 1999. Þar kemur meðal annars fram að sprengiefna- geymsla skal þannig gerð, innrétt- uð og staðsett, að ekki skapist sér- stök hætta á bruna eða sprengingu og að tryggt sé að sprengiefni komist ekki í hendur óviðkomandi. Ennfremur segir í reglugerð- inni: „Sprengiefni skal ávallt geymt í viðurkenndri sprengiefna- geymslu. Sprengiefnakistur skal geyma í sprengiefnageymslu eða innanhúss í rammlega læstu rými sem óviðkomandi hafa ekki að- gang að. Sprengiefnageymslur skulu ávallt rammlega læstar þeg- ar ekki er verið að ganga um þær.“ Einnig kemur fram að sprengi- efnageymslur skulu ávallt vera rammlega girtar af. Hlið með traustri læsingu skal vera á girð- ingu, og skal geyma efnið í öruggri fjarlægð frá híbýlum manna og frá stöðum þar sem gera má ráð fyrir að fólk dveljist eða komi saman og frá mannvirkjum, umferðargötum og þjóðvegum. Ekki er farið frekari orðum í reglugerðinni um hvernig vakta skuli sprengiefnageymslu, eða á annan hátt koma í veg fyrir að inn í þær sé brotist. Dómsmálaráðherra um stuld á sprengiefni úr geymslum Skoðar málið strax eftir helgi ÞEIR voru íbyggnir, félagarnir sem lötruðu niður Laugaveginn, að vísu í bifreið á nútímavísu, þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið hjá. Á meðan bílstjórinn fylgdist vel með umferðinni fyrir framan sig var hundurinn með eigið umráðasvæði, sem ef- laust hefur svalað forvitni hans. Morgunblaðið/Golli Horft til allra átta ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Maður fannst látinn MAÐUR fannst látinn í Skuggahverfi í Reykjavík aðfaranótt laugardags. Ekki fæst uppgefið að svo stöddu hverjar dán- arorsakir eru, en málið er til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík. SKÆÐ ÁRÁS Í MOSKVU Að minnsta kosti tuttugu biðu bana og þrjátíu særðust þegar tvær konur sprengdu sjálfar sig í loft upp á rokktónleikum í Moskvu, höf- uðborg Rússlands, um miðjan dag í gær. Hár lyfjakostnaður Tryggingastofnun ríkisins greiddi ríflega 1,5 milljarða króna fyrir 10 söluhæstu lyfin árið 2002, en TR gerir ráð fyrir að greiðslurnar lækk- uðu um 300 milljónir króna eða um 19,5% að meðaltali vegna þessara lyfja, ef sama smásöluverð gilti hér- lendis og á Norðurlöndunum. Sjö biðu bana í Írak Að minnsta kosti sjö Írakar biðu bana og fleiri en fimmtíu særðust í sprengjuárás í bænum Ramadi, um 100 km vestur af Bagdad. Um var að ræða íraska lögreglumenn sem voru í þjálfun hjá Bandaríkjaher. Ekki er vitað hver stóð fyrir árásinni en Ramadi hefur verið vígi margra heitustu stuðningsmanna Saddams Husseins, fyrrverandi forseta Íraks. Aukin samskipti við ríki SÞ Stefnt er að því að Ísland taki upp einfalt stjórnmálasamband við flest eða öll aðildarríki Sameinuðu þjóð- anna innan skamms í tengslum við framboð til sætis í öryggisráði SÞ 2009–2010. Fyrsta skrefið í eflingu íslensku fastanefndarinnar hjá SÞ í New York hefur þegar verið tekið í tengslum við undirbúning framboðs- ins en ekki er gert ráð fyrir að fjölga þurfi sendiráðum Íslands. HABL-faraldri lokið Yfirmenn Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar (WHO) hafa lýst því yfir að bráðalungnabólgufaraldr- inum (HABL) sé lokið. Hefur tekist að hefta útbreiðslu veikinnar í heim- inum, að þeirra sögn. Þetta þýðir þó ekki að HABL hafi verið útrýmt endanlega og enn eru um 200 manns, sem smituðust af veikinni á sínum tíma, á sjúkrahúsi. Kafbátur vekur athygli Íslenski dvergkafbáturinn Gavia, sem fyrirtækið Hafmynd framleiðir, hefur vakið athygli víða um heim og eru forsvarsmenn fyrirtækisins bjartsýnir á gott gengi á næstunni. Meðal annars hefur BP olíu- fyrirtækið leitað til Hafmyndar eftir aðstoð við að móta not fyrirtækisins á djúpförum í framtíðinni. unnudagur 6. júlí 2003 Reuters Woody Allen og Hollywood- endirinn Á tæplega 40 ára kvikmyndaferli hefur Allan Stewart Konigsberg, eða Woody Allen, eins og hann hefur kallað sig síðan hann op- inberaði sinn fyrsta brandara 1952, gert 33 kvikmyndir, leik- stýrt þeim, skrifað handritið og leikið í þeim langflestum. Sú nýj- asta heitir Hollywood-endir og fjallar um kvikmyndaleikstjóra sem lendir í blindgötu á fleiri en einn veg. Eftir að hafa tekið við Pálma pálmanna í Cannes ræddi hann við Skarphéðin Guðmunds- son um leikkonur, lífsótta, listir, lán, kynlíf, lygar og hjónabönd. 8 w w w . k r i n g l a n . i s u p p l ý s i n g a s í m i 5 8 8 7 7 8 8 s k r i f s t o f u s í m i 5 6 8 9 2 0 0 vintýraland er opið kl. 13.00 til 17.00 a sunnudaga í mar. vikmyndahús, ard Rock Café og inglukráin eru in lengur. Eftirtalin fyrirtæki hafa opið: Dótabúðin, Dressmann, Gallerí Sautján, Hagkaup, Hard Rock, Ísbúðin, Íslandia, Kebab húsið, Í húsinu, Konfektbúðin, Kringlubíó, Kringlukráin, Maraþon, Nanoq, Next, Noa-Noa, Oasis, Skór.is, Síminn, Steinar Waage, Skífan, Tiger, Valmiki, Timberland, Nike - konur og börn, NK-Kaffi, Monsoon, Accessorize, Park, Bison, Tékk-kristall, Gamedome, Body Shop, Retro, Veiðihornið Nanoq, Mótor, Ótrúlega búðin, Og Vodafone, Deres, Focus skór, InWear, Karen Millen, GS skór, Centrum, Knickerbox, Du Pareil Au Meme, Dominos, GK, Monsoon, Iðunn, Eurosko, DNA, Stasía, Boozt barinn, Skífan og Bónus. Opið í dag 13.00-17.00 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S KR I 21 61 0 07 /2 00 3 Stærsta útsalan erðalögFuglaparadís á SléttusælkerarToskanabörnSkeljar í fjöru bíóÞrjátíu ára stríðið Bjart yfir Bolungarvík Bolvíkingar sneru vörn í sókn „Við erum búnir að snúa þessu algjörlega við.“ Prentsmiðja Morgunblaðsins Sérhæfð tannlæknastofa óskar eftir að ráða hæfileikaríka og jákvæða manneskju í fullt starf. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf á líflegum vinnustað, sem m.a. felur í sér mót- töku sjúklinga, símavörslu, umsjá ýmissa gagna o.fl. Skilyrði er að umsækjandi hafi reynslu af skrifstofustörfum og hafi góða tölvu- og íslenskukunnáttu. Ennfremur þarf umsækj- andi að hafa til að bera skipulagshæfileika, frumkvæði, þjónustuvilja og hæfni í mannleg- um samskiptum. Reykleysi er skilyrði. Starfið getur losnað fljótlega. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is merktar: „K3—13850“. LAUS STÖRF • Félagsráðgjafi til Félagsþjónustu • Leikskólakennari í leikskóla í bænum • Leikskólakennari í leikskólann Núp • Leikskólasérkennari eða annar uppeldis- menntaður starfsmaður í leikskólann Efstahjalla • Slagverkskennari við Skólahljómsveit Kópavogs • Stærðfræðikennari í Hjallaskóla • Umsjónarkennari í Hjallaskóla • Umsjónarkennari á unglingastig Snæ- landsskóla • Umsjónarkennari á miðstig Smáraskóla Nánari upplýsingar á: www.kopavogur.is og www.job.is KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is Sölufólk á öllum aldri Okkur vantar sölufólk bæði í dag- og kvöld- verkefni. Þjálfun, aðstoð, kennsla. Nánari upplýsingar í síma 590 8000 milli kl. 10.00—12.00 virka daga. BM ráðgjöf ehf., Ármúla 36, Reykjavík. Við Húnavallaskóla er laust til umsóknar starf matráðs Matráður sér um rekstur skólamötuneytis með liðlega eitt hundrað kostgangara. Í starfi mat- ráðs felst matseld, verkstjórn og innkaup hráefnis. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi reynslu af störfum í mötuneyti og hafi til að bera hæfni í mannlegum samskiptum. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Starfsgreina- sambands Íslands. Upplýsingar gefa Björn Magnússon, formaður Byggðasamlags Húnavallaskóla, símar 452 4473 og 895 4473 netfang: holabak@mi.is og Þorleifur Ingvarsson, fjármálastjóri, símar 452 7150 og 452 4660, netfang: solheim@islandia.is Umsóknarfrestur er til 11. júlí nk. og skal skrif- legum umsóknum skilað til framangreindra. Rafvirkjar óskast til starfa sem fyrst. Leitum að rafvirkjum með góða starfsreynslu. Upplýsingar í síma 660 0300. Sunnudagur 6. júlí 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 7.270  Innlit 13.391  Flettingar 52.544  Heimild: Samræmd vefmæling
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.