Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Verð á mann frá 19.800 kr. MÓTORHJÓLATÖFFURUM á öllum aldri ætti að hugnast næsta sérsýning Samgöngusafnsins í Skóg- um sem hefst 26. júlí. Félagsskapur sem nefnir sig Vélhjólaklúbb gamlingja mun þá lána safninu nokkra gullmola mótorhjólasögunnar í hálfan mán- uð en fyrir eru á safninu nokkur falleg hjól s.s. Har- ley Davidson árgerð 1931 og Ariel árgerð 1938. Eitt rýmið í gríðarstóru sýningarhúsi safnsins verður endurskipulagt til að koma nýju vélfákunum fyrir og munu þeir að líkindum sóma sér vel á safninu innan um önnur samgöngutæki af öllum stærðum og gerðum frá ýmsum tímum. Samgöngusafnið í Skógum var opnað fyrir réttu ári í samstarfi Byggðasafnsins í Skógum við Íslands- póst, Vegagerðina og Þjóðminjasafn Íslands. Á 1.100 fermetra sýningarsvæði er rakin um 200 ára saga samgöngutækni á Íslandi, allt frá klyfjareiðskap 19. aldar og tilkomu hestvagnsins til samgöngutækni nútímans. Meðal safnmuna eru elsta sýningarhæfa bifreið landsins frá árinu 1917 og elstu vegheflar landsins. Á safninu er einnig stór minjagripaverslun og kaffihús sem fallið hefur gestum vel í geð, en þess má geta að á síðasta ári heimsóttu 35 þúsund manns Byggðasafnið í Skógum og Samgöngusafnið, en Byggðasafnið hefur Þórður Tómasson safnvörður og fræðimaður byggt upp frá stofnum þess fyrir nokkrum áratugum. Tilkoma Samgöngusafnsins er einn allra stærsti áfanginn í sögu Byggðasafnsins og fjölgaði gestum töluvert milli áranna 2001 og 2002. Íslenskum gestum að fjölga „Gestum fjölgaði úr 29 þúsund árið 2001 í 35 þús- und 2002 og það bendir allt til þess að gestafjöldi verði svipaður í ár og í fyrra,“ segir Sverrir Magn- ússon, framkvæmdastjóri Byggðasafnsins í Skógum. „Fram til þessa hefur hlutfall Íslendinga meðal gesta verið um fjórðungur af heildarfjöldanum en þeim fer fjölgandi, ekki síst fyrir tilstilli Samgöngu- safnsins. Það vill svo til að Íslendingar hafa tals- verðan áhuga á gömlum bílum og tækjum ekki síður en öskum, hnökkum og slíkum munum.“ Þegar Samgöngusafnið var sett á laggirnar voru tekin til sýningar ýmis tæki, einkum uppgerðar bif- reiðir í eigu Þjóðminjasafnsins, auk vegavinnutækja og fleiri muna. „Einn þátturinn í starfseminni fólst í að taka við Póstminjasafninu samkvæmt samningum sem við gerðum við Íslandspóst. Nýjasti samning- urinn er við RARIK um uppsetningu á Rafminja- safni sem opnað verður 13. júlí næstkomandi. Þar er um að ræða safn sem helgað er minningu frum- kvöðla sviði rafvæðingar landsins á fyrrihluta síð- ustu aldar. Í þessu samhengi má nefna frumkvöðla á borð við Bjarna í Hólmi og Jóhannes Reykdal sem setti upp fyrstu rafstöðina á Íslandi, nánar tiltekið í Hafnarfirði árið 1904. Fyrirhuguð sýning er nú í lokaundirbúningi og á henni verða sýndar gamlar rafstöðvar, túrbínur og hlutir sem notaðir voru til smíði þeirra, en Skaftfellingar voru mjög fram- arlega á sviði smíði heimarafstöðva. Við munum einnig rekja sögu RARIK og sýna minjar úr safni Rafmagnsveitunnar.“ Hönnuður sýninga á safninu í Skógum er Björn G. Björnsson hjá List og sögu. Stefnt að stækkun Samgöngusafnsins Fleira er framundan í starfsemi Samgönusafnsins, m.a. að stækka húsnæði safnsins. Sýningarhúsið, sem opnað var í fyrra, er 1.500 fermetrar að flat- armáli og sýningarsvæðið sjálft er á 1.100 fermetr- um. Sverrir segir að til standi að byggja 600 fer- metra millioft inn í húsið þar sem smærri safnmunir verða geymdir. „Síðast en ekki síst er fyrirhugað að byggja vandað og rúmgott geymsluhúsnæði, sem þarf að vera 1.000 fermetrar að lágmarki. Þar yrðu geymdir ýmiss samgöngutæki sem teljast merkileg fyrir þær sakir að um er að ræða eina eintak sinnar tegundar á landinu og mikilvægt er að bjarga frá glötun. Safnið þarf líka á geymsluhúsnæði að halda til að unnt sé að skipta út hlutum í sýningu, enda leggjum við hér í safninu mikla áherslu á að sýn- ingin sé breytileg frá einum tíma til annars svo gestir geti vænst þess að sjá áhugaverðar nýjungar með reglulegu millibili.“ Sverrir segir Samgöngusafnið uppbyggt með þeim hætti að auðvelt er að endurhanna sýningarrými til að setja upp tímabundnar sérsýningar sem tengjast aðalinntaki safnsins. „Sérsýningarnar eru spennandi þáttur í starfsemi safnsins þar sem hugmyndin er að taka fyrir ákveðið viðfangsefni í samgöngusögu Ís- lendinga. Ein hugmyndin sem nú er uppi á borðinu er að setja upp sýningu í tengslum við Bílastöð Steindórs í Reykjavík, sem yrði tileinkuð minningu Steindórs Einarssonar. Margt bendir nú til þess að við munum taka til sýningar bíl af gerðinni Chevr- olet árgerð 1949 sem var í eigu Steindórs auk ljós- mynda og ýmissa muna sem endurspegla starfstíð hans. Sérsýningar af þessu tagi er mjög auðvelt að setja upp innan Samgöngusafnsins og ljá því áhuga- verðar víddir,“ segir Sverrir. Þótt flestir safngripa séu innandyra, er einn stærsti og nýjasti gripurinn sem, safnið hefur eign- ast, geymdur utandyra, en þar er um að ræða göngubrú sem vígð var við hátíðlega athöfn síðast- liðinn laugardag. Er það eitt brúarhaftanna úr gömlu brúnni yfir Jökulsá á Sólheimasandi frá 1921 og kemur til með að þjóna gestum á leið sinni milli húsa á sýningarsvæðinu. Þá prýða safnið þrjú úti- listaverk eftir Grím Marínó Steindórsson. Nýjungar sumarsins í Samgöngusafninu í Skógum Mótorhjólasýning og raf- minjasýning í undirbúningi Landbúnaðartæki á borð við þessa gömlu dráttarvél eru til sýnis á safninu auk Land Rover-jeppa sem þjón- uðu einnig víða til sveita á Íslandi áratugum saman. Morgunblaðið/Örlygur Steinn Sigurjónsson Sverrir Magnússon við einn af mörgum bílum Sam- göngusafnsins í Skógum, póstbíl af gerðinni Ford AA árgerð 1931. Bíllinn var gerður upp árið 1994. Þessi mótorhjól eru komin vel til ára sinna en verða svalari með hverju árinu sem líður. Harley Davidson árg. 1931 til vinstri og Ariel árg. 1938 í miðið. Yngri fákur til hægri. Eigandi er Vélhjólaklúbbur gamlingja. Gestir á Byggðasafninu í Skógum og Samgöngusafninu voru 35 þús- und í fyrra en 29 þúsund árið 2001. Örlygur Steinn Sigurjónsson heimsótti Samgöngusafnið á dög- unum og komst að því að fyr- irhugað er að stækka það. orsi@mbl.is MIKILL fjöldi Vestmannaeyinga, bæði heimamenn og brottfluttir, var saman kominn á Stakkagerðistúni í miðbæ Vestmannaeyja til að fagna því að 30 ár eru liðin frá goslokum. Mjög góð stemmning var í bænum. Að sögn lögreglunnar í Vestmanna- eyjum voru á milli tvö og þrjú þús- und manns á Stakkagerðistúni þegar mest var. Formleg dagskrá hátíðarinnar hófst með setningu á Stakkagerð- istúni. Fjöldi listviðburða og tónleika hófst í kjölfarið auk þess sem fólki var boðið í siglingu með víkingaskip- inu Íslendingi. Um miðjan dag á föstudag hófst „Helgafellsgjörningur“ en spurst hafði út á meðal bæjarbúa að mikið stæði til á Helgafelli og fjöldinn sem var á Stakkagerðistúni varð ekki fyr- ir vonbrigðum. Framkallað var tákn- rænt gos í Helgafelli með flugvél sem útbjó reykský yfir fellinu og var mörg þúsund blöðrum sleppt í loftið og líktust þær hraungosi. Ekki var laust við að ungir Eyjamenn, sem ekki upplifðu gosið, hafi fengið nasa- sjón af því ástandi sem ríkti veturinn 1973. Víða voru fagnaðarfundir og sterkar tilfinningar bærðu á sér. Þeir sem áttu heiðurinn af gjörn- ingnum voru Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, Ragnar Þór Baldvinsson, Bjarni Ólafur Magnússon listamaður, Selma Ragnarsdóttir og starfsmenn Vinnuskóla Vestmannaeyja. Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri Vest- mannaeyjabæjar, flutti hátíðarræðu, auk þess sem Lúðrasveit Vest- mannaeyja lék Eyjalög undir stjórn Stefáns Sigurjónssonar. Þá stjórnaði Hafdís Kristjánsdótt- ir dansatriðinu Eldgosinu, leikskóla- börn sungu og bæjarlistamaður Vestmannaeyja, Ósvaldur F. Guð- jónsson, lék lög sín og söng ásamt Hrafnhildi Helgadóttur. Dagskrá goslokahátíðarinnar lýk- ur í kvöld. Goslokahátíð í Vestmannaeyjum Morgunblaðið/Sigurgeir Meira en tvö þúsund manns söfnuðust saman á Stakkagerðistúni í Vest- mannaeyjum í gær þegar setningarathöfn goslokahátíðar var haldin. Mikil og fjölbreytt dagskrá er fyrirhuguð í Eyjum allt fram á sunnudagskvöld. Mikil stemmn- ing í Eyjum Yfir 2.000 manns á Stakkagerðistúni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.