Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 7 GEGN HÖFUÐVERK Sandey Sundaborg 9, 104 Reykjavík, sími 533 3931, fax 588 9833 sandey@simnet.is Í SKÝRSLU Ríkisendurskoðunar um árangursstjórnun í ríkisrekstri segir að þótt sex ár séu liðin frá því að hafist var handa við verkefnið þá sé það enn skammt á veg komið. Í skýrslunni kemur m.a. fram að ein- ungis rúmur helmingur stofnana rík- isins hafi gert árangursstjórnunar- samninga við ráðuneyti sín. Eins kemur fram í skýrslunni að 37% þeirra stofnana sem gert hafa samn- inga hafa einnig gert langtímasamn- ing og að einungis 11 ríkisstofnanir hafi skilað ársáætlun fyrir árið 2001. Ríkisstjórnin ákvað í nóvember 1996 að taka upp árangursstjórnun í ríkisstofnunum. Í árangursstjórnun felst m.a. að unnið skuli eftir þeirri forskrift að stofnanir ríkisins geri sér áætlanir um mælanleg markmið og skili skýrslum um framvindu til þeirra ráðuneyta sem þau heyra und- ir. Fjármálaráðuneytið hefur frá upp- hafi gegnt lykilhlutverki við innleið- ingu árangursstjórnunar en önnur ráðuneyti hafi hins vegar borið ábyrgð á framkvæmd árangurs- stjórnunarinnar innan vébanda sinna. Ráðuneytin hafa verið misdugleg í innleiðingu árangursstjórnunar, sam- kvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þannig hafa allar undirstofnanir sam- gönguráðuneytis gert samninga og einnig mjög hátt hlutfall í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, menntamálaráðu- neyti og dómsmálaráðuneyti. Innleiðing árangursstjórnunar skammt á veg komin Aðeins helmingur stofnana hefur gert samning LÖGREGLUSTJÓRARNIR í Vík, á Hvolsvelli og á Selfossi hafa ákveðið að hafa með sér samstarf um eftirlit lögreglu á hálendi Suðurlands. Eftirlitið hófst í byrjun júní og mun standa út ágúst og lengur ef þörf krefur. Fylgzt verður með um- ferð á hálendinu, þar á meðal ölvunarakstri og umgengni um landið og akstri á vegum, segir í frétt frá embættunum. Jafnframt er skorað á þá er verða varir við lögbrot að til- kynna þau til lögreglu í Vík, á Hvolsvelli eða á Selfossi. Ökumenn í hálendisferðum á Suðurlandi mega því eiga von á því að mæta lögreglu hvar og hvenær sem er í sumar. Lög- reglustjórarnir hvetja ökumenn á Suðurlandi til að virða umferð- arlög og umferðarreglur og taka tillit til annarra í umferðinni. Samvinna um hálendiseftirlit Læknar gegn tóbaki funda með heil- brigðisráðherra Mikilvægt að halda forystuhlut- verki Íslands FULLTRÚAR Lækna gegn tóbaki gengu á fund heilbrigðisráðherra á föstudag og fylgdu eftir áskorunum á annað hundrað lækna sem sendar voru heilbrigðisráðherra í tilefni af reyklausa deginum 31. maí. Að sögn Lilju Sigrúnar Jónsdótt- ur læknis, sem sæti á í stjórn Lækna gegn tóbaki, var á fundinum rætt um gildi þess að Ísland héldi forystuhlutverki sínu meðal þjóða heims varðandi tóbaksvarnir og tak- markanir á tóbaksnotkun. „Sérstak- lega þarf nú að fylgja eftir breyt- ingum á tóbaksvarnalögum varðandi bann við reykingum á veit- ingahúsum, kaffihúsum og á skemmtistöðum, til þess meðal ann- ars að verja starfsmenn sem þar vinna fyrir áhrifum óbeinna reyk- inga,“ sagði Lilja. Mikilvæg ráðgjöf í reykbindindi Sömuleiðis var rætt á fundinum hve mikilvægt væri að hjálp væri veitt þeim sem vildu hætta að reykja. Sagði Lilja að nauðsynlegt væri að viðhalda fjölbreyttum leið- um til að hætta að reykja. „Við telj- um nauðsynlegt að kynna og styðja betur ráðgjöf í reykbindindi, síma- þjónustu í græna númerinu 800 6030, þar sem sérmenntaðir hjúkrunarfræðingar aðstoða þá sem vilja hætta að reykja.“ Regnhlífarsamtök lækna gegn tóbaki Samtökin Læknar gegn tóbaki voru stofnuð í október síðastliðnum. Markmið þess eru að vinna að því að gera öllum sem nota hvers kyns tóbak auðveldara að hætta því, og sömuleiðis að stuðla að forvörnum gegn hvers kyns tóbaksnotkun. Starfandi hafa verið nefndir á veg- um heilbrigðisráðuneytisins, en nýju samtökin kalla til sín alla lækna til samstarfs gegn tóbaki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.