Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 11 móta skrokkinn og hann er þrýsti- prófaður að smíðinni lokinni. Djúpfar búið myndavél kostar á bilinu 15–16 milljónir króna, en kjósi menn að hlaða það öllum mælitækj- um sem nú eru tiltæk er verðið kom- ið í um 40 milljónir. „Og er samt miklu ódýrara en stýriflaugar, sem eru einnota!“ Hafmynd kynnti Gavia-djúpfarið í fyrsta sinn erlendis á síðasta ári og nú er vonast til að uppskeran sé á næsta leiti. „Við sjáum fram á verk- efni með erlendum stórfyrirtækjum á næstunni. Í september förum við á sýningu í San Diego í Bandaríkj- unum, sem er önnur aðalsýningin á þessum vettvangi í heiminum. Við vonum að sú sýning veki enn frekari athygli á djúpfarinu.“ Hjalti og Torfi segja enga ástæðu til að flytja fyrirtækið til útlanda. „Við viljum halda þessari starfsemi hér á landi ef mögulegt er. Það er hins vegar ekkert launungarmál að erlendir fjárfestar hafa sýnt fyrir- tækinu áhuga. Ef við náum góðum samningum í haust verður minni þörf en ella á að fá fjármagn frá er- lendum fjárfestum. En við ætlum að meta öll tilboð með opnum huga.“ Móta framtíðarnot BP Þeir segja erfitt að segja til um hversu stór markaðurinn fyrir djúp- för sé. „Þetta er í raun óplægður ak- ur. Fyrstu viðbrögð við Gavia voru þau að hugsanlegir viðskiptavinir voru hrifnir, en voru ekki búnir að greina eigin þörf fyrir slíkan búnað. Núna hafa þeir samband og óska eft- ir djúpfari til fyrirfram skilgreindra verkefna. Við höfum þurft að bregð- ast við þessu jafn óðum. Til marks um þetta má nefna, að BP-olíu- fyrirtækið vann fyrstu sjómælingar sínar með sjálfvirkum kafbáti fyrir tveimur árum. Í fyrra lýstu forsvars- menn fyrirtækisins því yfir að héðan í frá myndu þeir eingöngu nota kaf- báta við sjómælingar, vegna þess hve mæligögnin voru miklu betri en þeir höfðu áður náð. BP setti á lagg- irnar vinnuhóp til að finna önnur not fyrir kafbáta í starfsemi olíufyrir- tækisins og við höfum tekið þátt í því starfi. Þeir vilja nýta kafbátana sem víðast, til hagræðingar og hagsbóta fyrir félagið. En hvorki við né BP vitum enn hver þörf olíufyrirtæk- isins fyrir kafbáta verður. Við tökum í raun þátt í að búa markaðinn til jafn óðum og möguleikarnir eru endalausir. Sjávarbotninn er þokka- lega vel þekktur niður á 50–100 metra dýpi, en reyndin er sú að litlar rannsóknir hafa verið stundaðar á hafsbotni á meira dýpi. Djúpfar get- ur nýst við kortlagningu, skipulagn- ingu framkvæmda, umhverfismat, mengunarmat og leit að auðlindum, svo dæmi séu nefnd. Þau úrræði sem menn styðjast við núna eru mjög dýr.“ Áhöfnin er hugbúnaður Starfsmenn Hafmyndar eru fjórir, auk framkvæmdastjórans Gunnars M. Hanssonar, en hafa verið á bilinu fimm til tíu frá stofnun fyrirtækisins. Í sumar á að fjölga í hópnum og lík- lega verða starfsmennirnir orðnir níu talsins í ágúst. Nýju mennirnir verða sérfræðingar í vélbúnaði og hugbúnaði. „Hugbúnaðurinn er al- farið okkar vinna. Hann er í raun byggður upp á sama hátt og áhöfn hafrannsóknaskips og skiptir með sér verkum á svipaðan hátt. Hér er skipstjóri og leiðangursstjóri, stýri- menn og tækjamenn, siglingafræð- ingur og vélstjóri. Ef djúpfarið þarf að bæta við sig verkefnum, þá þarf að bregðast við með því að bæta „skipverja“ í þessa hugbúnaðar- áhöfn. Þetta kerfi er einfalt og sveigjanlegt og aðrir framleiðendur djúpfara standa ekki jafn vel að vígi. Í raun þarf ekki sérstaka tæknimenn til að stýra djúpfarinu og ekki þarf að gera það út frá sérbúnu skipi, en þeir sem nota það geta fengið aðstoð frá okkur í gegnum gervihnatta- samband, hvar sem þeir eru staddir í heiminum.“ Þráðlaust net til samskipta trygg- ir að hægt er að senda djúpfarinu nýja leiðangurslýsingu ef þörf kref- ur og sækja gögn. Að auki tryggir gervihnattasamband, sem þekur all- an hnöttinn, að hægt er að segja kaf- bátnum fyrir verkum hvar sem stjórnandinn er staddur. Gervi- hnattasambandið er hins vegar hæg- virkara en þráðlausa netið. Þráð- lausa netið og gervihnattasambandið krefjast þess að djúpfarið komi úr kafi. Loks er svo hljóðbylgju- samband, sem dregur allt að 3 kíló- metra og tryggir samband við farið á meðan það er neðansjávar og nýtist að auki til að miða farið út frá yf- irborðinu. „Djúpfarið er í raun með eins konar heimasíðu og við getum farið inn á hana og skoðað þau gögn sem farið geymir. Við getum kallað farið upp á yfirborðið, flutt gögn úr því og sent það niður aftur til að afla frekari gagna.“ Þróa smærri mæla Þótt mælitæki verði sífellt um- fangsminni er staðan þó enn sú, að sum tæki eru of stór til að hægt sé að koma þeim fyrir í djúpfarinu. „Þetta á til dæmis við um tæki sem kanna jarðlög niður af sjávarbotni. Við get- um komið fyrir búnaði sem sér nokkra metra niður í botninn, en öfl- ugustu tækin eru of stór fyrir Gavia. Hið sama á við um svokallaða fjöl- geislamæla, sem notaðir eru í sjó- mælingum. Þeir fara hins vegar minnkandi og við sjáum fram á að geta komið slíkum búnaði fyrir í Gavia áður en langt um líður. Stærsti framleiðandinn á þessu sviði hefur boðið okkur að taka þátt í þró- un á minni búnaði, sem hentaði djúp- farinu. Framleiðendur eru farnir að leggja mikla áherslu á að tæki þeirra séu smá og sparneytin.“ Ýmis verkefni eru í farvatninu hjá Hafmynd. „Okkur var boðið að taka þátt í umsókn til Evrópusambands- ins, ásamt nokkrum virtum háskólum og stofnunum. Ef við fáum styrkinn, sem skýrist í ágúst, mun þessi hópur vinna að því að hanna neðansjáv- arstöð sem gerir Gavia kleift að skila af sér gögnum, taka nýjar leiðarlýs- ingar og hlaða rafhlöðurnar. Djúpfar- ið verður því í raun gert út frá neð- ansjávarstöð og getur unnið að viðamiklum verkefnum í lengri tíma.“ Hjalti Harðarson og Torfi Þór- hallsson eru bjartsýnir á gott gengi Gavia. „Við framleiðum djúpfar sem á engan sinn líka í smæð og fjöl- hæfni. Með Gavia opnast alveg nýir möguleikar til eftirlits neðansjávar, möguleikar sem menn hafa ekki séð fyrir.“ nsókna Djúpfarið Gavia er samsett úr mismunandi einingum. Mælitæki um borð fara eftir verkefnum hverju sinni.Sónartæki gerir djúpfarinu kleift að forðast hindranir á hafsbotni. rsv@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.