Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ F IMM ár eru nú liðin síðan endanleg ákvörðun var tekin um það af hálfu ís- lenskra stjórnvalda að fara í fyrsta skipti í framboð vegna sæt- is í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna. Er ákvörðunin til marks um þann vilja Íslendinga að taka virkari þátt í alþjóðasamstarfi og axla aukna ábyrgð á þeim vett- vangi. Ekki er hins vegar sjálfgefið að ríki nái kjöri í öryggisráðið, sam- keppni er um að fá að taka þar sæti og stundum þarf að kjósa á milli ríkja. Ef til kosninga kemur þurfa ríki jafnan að leggja út í kostn- aðarsama kosningabaráttu. Sem kunnugt er eiga fimmtán ríki aðild að öryggisráðinu á hverjum tíma. Þar af eru fimm fastafulltrúar með neitunarvald – Frakkland, Bandaríkin, Bretland, Kína og Rúss- land – en kosið er um hina fulltrúana tíu á tveggja ára fresti, til tveggja ára setu í senn. Skulu þrír fulltrú- anna ætíð koma frá ríkjum Afríku, tveir frá Asíu, einn frá Austur- Evrópuríkjum, tveir frá rómönsku Ameríku og Karíbahafsríkjum og loks tveir frá Vesturlandahópnum, sem nefndur er WEOG. Þýskaland og Spánn tóku sæti í öryggisráðinu um síðustu áramót sem fulltrúar WEOG-ríkjanna og voru ein í framboði þannig að ekki kom til slags um aðild þeirra í þetta sinn. Næst verður kosið haustið 2004 og hafa Danmörk og Grikkland tilkynnt framboð þá. Er ólíklegt að fleiri bætist í hópinn þegar svo (til- tölulega) skammt er til stefnu. Allt stefnir hins vegar í að kjósa þurfi haustið 2006, vegna tímabilsins 2007 og 2008, en þá hafa Ítalía, Ástralía og Belgía tilkynnt um framboð. Belgía gegn Íslandi 2008? Austurríki hefur tilkynnt um framboð vegna kosninganna 2008 eins og Ísland. Vitaskuld er árið 2008 býsna langt undan og ekki er hægt að útiloka að fleiri skelli sér í slaginn þá. Mun trúlega ekki liggja endanlega fyrir hvort þriðja ríkið bætist í hópinn fyrr en eftir kosning- arnar vegna setu í öryggisráðinu tímabilið 2007–2008. Kristján Guy Burgess, sem ný- lega lauk meistaranámi í al- þjóðastjórnmálum og þjóðarétti frá Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna á Costa Rica, segir í samtali við Morgunblaðið vel hugsanlegt að það ríki sem tapi í kosningum 2006 skelli sér í slaginn tveimur árum síðar. „Ég myndi ekki telja óhugsandi að ríkisstjórn Belgíu tæki frekar þann kostinn að fara í framboð gegn Ís- landi og Austurríki en gegn Ástralíu og Ítalíu. Bæði Ástralía og Ítalía hafa nýlega tapað kosningum til ráðsins og margir telja að nú sé röð- in komin að þeim,“ segir Kristján. „Þótt styttra sé síðan Ítalía átti sæti en Belgía er á það bent að Ítalir eru á meðal stærstu fjárhagslegu bak- hjarla Sameinuðu þjóðanna og hafa ekki haft áhrif í samræmi við það.“ Kristján segir ekki heldur úti- lokað að Tyrkir bjóði fram á næstu árum. Þá geti verið að Þjóðverjar gæfu kost á sér aftur (þeir fara út úr ráðinu 2004) enda vilji slík stórþjóð vera inni sem allra oftast. Þó megi telja ósennilegt að þeir fari gegn ná- grönnum sínum, Austurríki. „Það er ekki hægt að ganga að neinu vísu í þessum efnum því á und- anförnum árum hefur samkeppnin innan Vestur-Evrópuhópsins, sem og annarra hópa, um sæti í örygg- isráðinu verið afar hörð,“ segir Dav- id Malone, forseti Alþjóða frið- arakademíunnar í New York, sjálfstætt starfandi samtaka sem vinna samhliða SÞ. Malone, sem flutti fyrirlestur hér á landi fyrir skömmu og er fyrrver- andi varafastafulltrúi Kanada hjá SÞ, segir að það hafi færst mjög í aukana að þjóðir bætist í slaginn mjög seint, þ.e. tilkynni um framboð aðeins örskömmu áður en frestur til þess rennur út. Segir hann að Ítalir séu til dæmis frægir fyrir þetta. Al- mennt talað hafi aðildarríki Evrópu- sambandsins líka gerst gráðug hvað varðar aðild að öryggisráðinu. „Þau hafa haft tilhneigingu til þess – ómeðvitað held ég, ég tel ekki að þetta sé viljandi gert – að reyna að ýta þeim WEOG-ríkjum til hliðar, sem ekki eiga aðild að Evrópusam- bandinu; s.s. Noregi, Kanada, Nýja- Sjálandi og Ástralíu,“ segir Malone. Ráðherra á ferð og flugi Í greinargerð sem unnin hefur verið í utanríkisráðuneytinu um framboð Íslands og aðild að örygg- isráðinu er lögð áhersla á að nýta þurfi tímann vel. Verulegu máli skipti t.a.m. fyrir íslenska framboðið að ekki komi fram mótframboð úr WEOG-hópnum. Á hinn bóginn kunni að vera erfiðleikum bundið að tryggja að svo verði ekki og því þurfi allur undirbúningur að miðast við að Ísland kunni að þurfa að fara út í umfangsmikla kosningabaráttu. Bent er á í þessu sambandi að ef Ísland hafi ekki gert neinar eða mjög litlar ráð- stafanir til að fara í kosningabaráttu, í þeirri trú að að ekki komi til mótframboðs, þá muni það teljast mjög veikur fram- bjóðandi sem önnur ríki gætu talið að auðvelt yrði að sigra í kosningum til öryggisráðsins. En hvernig á að haga kosninga- baráttu til öryggisráðs SÞ? Í grein- argerð utanríkisráðuneytisins er lögð áhersla á að tryggja þurfi stuðning eins margra ríkja og hægt sé. Í því skyni sé mikilvægt að utan- ríkisráðherra heimsæki eins mörg lönd og hann komist yfir, jafnframt því sem senda verði sérstaka full- trúa til annarra ríkja. Er ennfremur bent á að ekki sé síður mikilvægt að leita eftir stuðningi hjá ríkjum í öðr- um heimsálfum, enda fer kosning til öryggisráðsins fram í allsherj- arþingi SÞ, þar sem alls 191 ríki hef- ur atkvæðisrétt. David Malone segir að þegar Ís- land fari að berjast af alvöru fyrir kjöri í öryggisráðið – um það bil tveimur árum áður en kosningin fer fram – þurfi menn að vera búnir að leggja niður fyrir sér hvernig á að fá hinar Norðurlandaþjóðirnar til að beita sér fyrir Íslands hönd. Stað- reyndin sé á hinn bóginn sú – því miður – að Norðurlandaþjóðirnar séu ekki þekktar fyrir hörku þegar kemur að kosningabaráttu til sætis í öryggisráðinu. „Þetta er ástæða þess að Svíþjóð tapaði í kjöri um sæti í örygg- isráðinu fyrir um það bil tíu árum og síðan munaði einnig minnstu að Norðmenn töpuðu í kosningu fyrir þremur árum,“ segir hann. „Al- mennt talað hefur það verið afstaða stjórnvalda á Norðurlöndum að dyggð eigi að tryggja rétta nið- urstöðu. Þegar menn eiga í kosn- ingabaráttunni er slík afstaða hins vegar býsna barnaleg. Þannig ganga hlutirnir ekki fyrir sig.“ Malone segir að Íslendingar verði að velta því fyrir sér hvaða aðrar vinaþjóðir geti lagt lóð á vogarskál- arnar. „Ég nefni til að mynda að Kanada leynir á sér hvað varðar áhrif meðal ýmissa annarra ríkja. Kanada hefur afar sterk tengsl við ríkin sextán eða sautján úr Kar- íbahafinu og þar erum við að tala um sautján atkvæði [í væntanlegri kosn- Framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eitt stærsta verkefni íslensku utanríkisþjónustunnar Ekki hægt að ganga Reuters Friðargæsluliði SÞ í Lýðveldinu Kongó stendur vörð en í júní skoðuðu sendiherrar landanna 15, sem eiga sæti í öryggisráði SÞ, aðstæður í Bunia-héraði. Þangað ákvað öryggisráðið nýverið að senda friðargæsluliða til að stöðva blóðug átök. Íslendingar verða að gera ráð fyrir þeim möguleika að þurfa að fara í afar umfangsmikla kosningabar- áttu vegna framboðs til setu í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna árin 2009–2010. Slík barátta yrði óhjákvæmilega mjög kostnaðarsöm. Davíð Logi Sigurðsson hefur kynnt sér málið. Kristján Guy Burgess David M. Malone R ÁÐA má af greinargerð utanríkisráðuneytisins að þar á bæ hafi menn gert sér grein fyrir mikilvægi þess að tryggja Íslandi snemma at- kvæði eins margra ríkja og hægt er í baráttunni um sæti í öryggisráðinu og að síðan þurfi að fá þau sömu ríki til að beita áhrifum sínum á önnur ríki. Er þar bent á að ekki sé hægt að útiloka neinn ríkjahóp í kosninga- baráttunni. Skoða þurfi, líkt og David Malone bendir á, hvaða vinaþjóðir utan Evrópu geti hugsanlega veitt stuðning í öðrum heimshlutum. Skýrsluhöfundar telja þó ekki þörf á fjölgun sendiráða vegna framboðs- ins en segja sennilegt að taka þurfi upp einfalt stjórnmálasamband við flest eða öll ríki SÞ. Þá telja skýrsluhöfundar að lengri aðdraganda þurfi að framboði Ís- lands en hjá öðrum Norðurlöndum, enda Íslendingar að byrja frá grunni, jafnframt því sem hin Norðurlöndin hafi töluvert stærri fastanefndir í New York og deildir í ráðuneytunum heima fyrir sem einungis vinna að SÞ-málum séu sömuleiðis öflugri. Vegna framboðsins þurfi Ísland að fjölga starfsmönnum utanríkisþjón- ustunnar, þjálfa þá til starfa á vett- vangi alþjóðlegra stofnana og byggja upp þekkingu á störfum örygg- isráðsins áður en kosningabaráttan hefst, til þess að tryggja að framboð þess verði tekið alvarlega og njóti nægilegs fylgis. Fram kemur í greinargerð ráðu- neytisins að fyrsta skrefið í þessa átt hafi þegar verið tekið með styrk- ingu fastanefndarinnar í New York, fjölgun embættismanna og aðskiln- aði fastanefndar og aðalræð- isskrifstofu að því er embættismenn varðar. Þá nefna skýrsluhöfundar til sögunnar að Ísland fái aukna athygli í SÞ vegna varaformennsku Þor- steins Ingólfssonar, fastafulltrúa Ís- lands, í vinnuhópi sem fjallar um breytingar á öryggisráðinu. Má leiða að því líkur að hið sama gildi um væntanlegt forystuhlutverk sem Ísland mun gegna á vettvangi Alþjóðabankans í Washington, en ný- lega var tilkynnt að Þorsteinn myndi taka sæti sem aðalfulltrúi Norð- urlanda og Eystrasaltsríkja í stjórn bankans í október. Verður hann jafn- framt yfirmaður skrifstofu Norð- urlanda- og Eystrasaltsríkja hjá bankanum næstu þrjú árin. Hér heima verður fjögurra til fimm manna teymi að störfum í tengslum við þetta verkefni, sem stendur til 2006, og hefur utanríkisráðuneytið leigt húsnæði undir starf þess í Þverholti í Reykjavík. Um stórt verkefni er að ræða og næsta víst að það mun gagnast framboði Íslands til öryggisráðsins ef vel til tekst. Hvað önnur skipulagsatriði varð- andi framboðið varðar er lögð áhersla á það í greinargerð ráðu- Sérstök starfseining mynduð snemma ALLSHERJARÞING Sam-einuðu þjóðanna kýs ríkitil setu í öryggisráðinu ogþurfa framboðsríki að fá 2⁄3 hluta greiddra atkvæða til að ná kjöri. Hefur stundum þurft að end- urtaka kosningarnar í nokkur skipti áður en tilskilinn meirihluti næst. Kosningarnar eru leynilegar þannig að oft er ekki fyllilega ljóst hvaða ríki hafa stutt tiltekin framboðsríki og síðan geta atkvæði fallið öðruvísi í annarri og þriðju umferð kosninga en í þeirri fyrstu. Þetta kerfi býður, eins og skilja má, upp á talsverða óvissu og er talið að oft standi 25 til 30 ríki ekki við gefin loforð um stuðning. „Maður gæti haldið að það ætti að vera hægt að segja fyrir um úr- slitin en þannig er það ekki. Mörg ríki ljúga einfaldlega!“ segir David Malone um þennan þátt. Hann heldur áfram: „Ég man eftir því að árið sem við Kanadamenn buðum okkur fram til setu í öryggisráðinu 1998 þá voru þrjú lönd um hituna; við, Hollendingar og Grikkir. Allir töldum við að við myndum hafa sig- ur. Skömmu eftir að Grikkir höfðu tapað þá heimsótti ég gríska sendi- herrann hjá SÞ og ræddi við hann úrslitin. Og hann sagði mér – og var greinilega alveg forviða – að menn hefðu logið að þeim. En auðvitað lugu menn! Ef við erum að tala um bláfátækt ríki eins og Moldóvu og þrjú önnur lönd taka að biðla til þín um atkvæði þitt þá lýgurðu auðvit- að að einhverju þeirra; þú vilt fá eitthvað fyrir þinn snúð frá öllum þeirra sem þýðir að þú verður að ljúga að einhverju þeirra.“ Sum ríki ljúga til um stuðning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.