Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 13
ingu]. Kanada hefur líka góð tengsl við ríkin sem eiga aðild að breska samveldinu en sennilega gæti skipt meira máli fyrir Ísland hversu góð tengsl Kanada eru við ýmis frönsku- mælandi ríki, s.s. í Afríku.“ Þurfum að velja málaflokka En það er ekki nóg að eiga marga vini þegar boðið er fram til örygg- isráðsins. Framboð Íslands þarf að snúast um eitthvað, Íslendingar þurfa að setja einhverja málaflokka á oddinn í kosningabaráttunni. Dav- id Malone rifjar upp að Kan- adamenn lögðu áherslu á tvo mála- flokka í kosningabaráttunni 1998, en þá var hann „kosningastjóri“ fram- boðs þeirra: annars vegar að Kan- ada myndi veita ríkjunum fimm, sem eiga fastafulltrúa í ráðinu, aðhald og beita sér í þágu annarra aðildarríkja SÞ. Þá hafi Kanada einbeitt sér að málum er snerti viðskiptabönn SÞ en sá málaflokkur tekur drjúgan tíma af starfi öryggisráðsins. Nýttist sú þekking Kanadamönnum vel þeg- ar í ráðið var komið, en þeir tóku að sér formennsku í nefnd um við- skiptabann á Angóla. Að mati Malones er eðlilegt að Ís- land setji hafréttarmál á oddinn en jafnframt segist hann telja að Ís- lendingar ættu að geta beitt sér í málum er vörðuðu alþjóðalög; í þeim málaflokki eigi Ísland nokkra ein- staklinga í fremstu röð. Í utanríkisráðuneytinu telja menn liggja beint við að Ísland leggi áherslu á það í kosningabaráttunni að framboð þess sé reglubundið nor- rænt framboð og að Ísland hafi ekki átt sæti í öryggisráðinu áður. Eðli- legt sé einnig að lítil ríki eigi fulltrúa í öryggisráðinu. Jafnframt beri að leggja áherslu á málaflokka þar sem Ísland hefur beitt sér sérstaklega á vettvangi SÞ en það eigi ekki síst við um auðlinda- og umhverfismál, eink- um málefni hafsins; bæði að því er varðar verndun lífríkis sjávar og síð- ast en ekki síst hafréttarmál. Lágt framlag til þróunarmála Ráða má af greinargerð utanrík- isráðuneytisins að höfundar hennar hafa af því nokkrar áhyggjur hversu lágt framlag Íslands til þróunarsam- vinnu í heiminum hefur verið. Fram kemur að Noregur hafi lagt áherslu á það í kynningu á sínu framboði vegna kosninganna 2000 að framlag þess til þróunarsamvinnu nemi 0,9% af þjóðarframleiðslu landsins – en Evrópusambandið hefur ákveðið að lágmarksframlag aðildarríkja þess skuli vera 0,3% af þjóðarframleiðslu. Framlag Íslands til þróunarsam- vinnu nemur hins vegar aðeins 0,13% af landsframleiðslu. Væntanlega á þetta hlutfall eftir að aukast nokkuð á næstu sex árum, eða þar til Ísland tekur þátt í kosn- ingum til öryggisráðsins. Skýrslu- höfundar segja þó að miðað við þá aukningu sem hafi orðið á fram- lögum til þróunarsamvinnu á und- anförnum árum sé ekki líklegt að framlögin nái því stigi að Ísland geti notað þau sem röksemd í kosninga- baráttunni eins og önnur Norð- urlönd. Þau þurfi á hinn bóginn að aukast það mikið að ekki sé hægt að nota það gegn Íslandi að framlög þess til þróunarmála séu mjög lág. Vikið er einnig að þátttöku í frið- argæsluaðgerðum Sameinuðu þjóð- anna í þessu samhengi og bent á að Ísland sé ekki í góðri aðstöðu að því leyti. Hins vegar myndi það laga stöðuna nokkuð ef haldið væri áfram að efla Íslensku friðargæsluna. Nauðsynlegt sé jafnframt, eftir því sem við verður komið, að tengja ábyrgð sem Ísland hefur axlað á vettvangi annarra samtaka og/eða stofnana við starfsvettvang SÞ. Mikilvægi sterks sendiherra Mikilvægt er talið að tímanlega sé hugað að því hver verði fastafulltrúi Íslands á framboðstímanum. Orð- rétt segir í greinargerð utanrík- isráðuneytisins: „Miklu máli skiptir að sendiherrann sem er fastafulltrúi í kosningabaráttunni hafi fyrri reynslu af SÞ-málum og sé orðinn vel þekktur í Sameinuðu þjóðunum þegar kosningabaráttan fer af stað.“ David Malone tekur undir þessi sjónarmið og gengur reyndar öllu lengra. „Lítil ríki sem standa sig vel í öryggisráðinu gera það oft vegna þess að þau hafa skipað sterkan sendiherra til starfa hjá SÞ,“ segir hann. „Þetta á ekki alltaf við en þó er ljóst að ef sendiherrann er ekki starfinu vaxinn þá gerir það ríki þegar erfitt fyrir. Í þessu sambandi má nefna sem dæmi Singapore, sem nýverið átti fulltrúa í ráðinu, 2001 og 2002. Sendiherra Singapore, Kish- ore Mahbubani, var ekki aðeins starfinu vaxinn, hann var afar fær. En þeim sem meira var, hann hafði valið afar sterkan hóp til að starfa með sér í sendiráðinu.“ Segir Malone að þar hafi ekki endilega verið um að ræða starfs- menn utanríkisráðuneytis Singa- pore heldur hafi Mahbubani t.d. val- ið sem sinn næstráðanda unga konu sem hafði verið saksóknari í Singa- pore; var semsé ekki í utanríkisþjón- ustunni en hins vegar einn færasti opinberi starfsmaðurinn sem kostur var á. Fulltrúar Singapore hafi í reynd komið inn í öryggisráðin án fastmótaðra hugmynda um hvað þeir hygðust gera en sökum þess hversu vel mönnuð sendinefndin var hafi Singapore orðið meðal áhrifa- mestu ríkja í öryggisráðinu á eftir fastafulltrúunum fimm, áhrifameiri en Írar og jafnokar Norðmanna. „Þeir settu sig inn í mál,“ segir Malone, „og ekki var hægt að ganga að atkvæði þeirra sem vísu. Rík- isstjórn Singapore gerði öllum ljóst að ekki yrði hægt að sýna þeim yf- irgang – en nefna má til sam- anburðar að á sama tíma átti Mári- tíus sæti í ráðinu. Þarlend stjórnvöld létu það einmitt líðast að þeim væri sýndur yfirgangur; þegar Banda- ríkjamenn kvörtuðu yfir sendiherra þeirra hjá SÞ kölluðu stjórnvöld hann heim og skömmuðu op- inberlega. Þetta hefðu stjórnvöld í Singapore aldrei gert, sama hversu mikið Bandaríkin hefðu kvartað.“ Leggur Malone raunar áherslu á að öll ríki, sem sæti taki í örygg- isráði SÞ, þurfi að gera sér grein fyrir því að Bandaríkjamenn muni reyna að beita þau yfirgangi ef þeim líki ekki afstaða þeirra. Menn þurfi að búa sig undir þetta, ekki aðeins utanríkisráðherrann heldur einnig forsætisráðherrann. „Þetta þýðir að forsætisráðherra þarf að vera vel upplýstur um þau mál sem efst eru á baugi hverju sinni, enda er það hann sem mun fá símtal frá Condi [Cond- oleezzu] Rice, Colin Powell eða jafn- vel forsetanum sjálfum,“ segir Mal- one. „Slíkt er kannski spennandi fyrir forsætisráðherra lítillar þjóðar en á hinn bóginn hringja þessir að- ilar auðvitað aldrei í viðkomandi ef um góðar fréttir er að ræða.“ Pólitískur áhugi mikilvægur Ef Ísland nær kjöri í öryggisráðið hefst þátttaka þess frá og með jan- úar 2009 og stendur í tvö ár, eða til ársloka 2010. Er seta í ráðinu frá- brugðið verkefni því að undirbúa framboð og eiga í kosningabaráttu til þess. Í þessu felst undirbúningur fyrir fundi ráðsins og virk þátttaka, en fylgjast verður mjög náið með öll- um málum sem eru á dagskrá. Þá er það mat utanríkisráðuneyt- isins að Ísland þurfi að hafa í huga að það á aðild að öryggisráðinu sem eitt Norðurlandanna og þátttökustig þess verði að taka mið af þessari staðreynd, en ekki hvernig þátttöku minni ríkja þriðja heimsins er hátt- að. Ísland verði þó vissulega að sníða sér stakk eftir vexti. Væntanlega muni af þeirri ástæðu þurfa að tak- marka kostnað og jafnvel draga úr þátttöku á öðrum sviðum í starfsemi SÞ. Lagt er til að miðstöð þátttök- unnar í öryggisráðinu verði í fasta- nefndinni í New York, en ekki í ráðuneytinu á Íslandi, og yrði þar farið að fordæmi Íra að því er fram kemur í greinargerð. Norðmenn munu hafa tekið hinn kostinn. Tekið er fram að þetta sé vænt- anlega dýrari lausn enda sé kostn- aður við hvern starfsmann í New York hærri en í Reykjavík. Hins vegar nýtist starfsmenn fasta- nefndar væntanlega betur í þessu skyni en starfsmenn í ráðuneytinu sem myndu trúlega þurfa að sinna öðrum tilfallandi verkefnum. Áhersla er lögð á það í grein- argerðinni að fullur pólitískur vilji verði að vera fyrir því að ná kjöri í kosningunum til öryggisráðsins. Nauðsynlegt sé að á hverju stigi framboðs og síðan aðildar verði tryggt nægilegt fjármagn til verk- efnisins. Þá beri að hafa í huga mik- ilvægi þess að ef Íslandi nái af ein- hverjum ástæðum ekki kjöri í öryggisráðið muni fjárfestingin í undirbúningi alla vega skila sér með öðrum hætti, svo sem langtíma efl- ingu utanríkisþjónustunnar, aukinni þjálfun starfsmanna og bættum vinnubrögðum. Lögð er áhersla á að nýta þurfi undirbúningstímann vel. Kristján Guy Burgess segir að sjálfsagt muni menn spyrja hvers vegna smáþjóð eins og Ísland eigi að sækjast eftir sæti í öryggisráðinu. Smáríki hafi hins vegar oft látið gott af sér leiða, frumkvæði Norðmanna í friðarmálum sé þar besta dæmið. „Lítil ríki geta vel komið fram stórum málum. Það vita það kannski ekki margir en það var Trinidad og Tobago sem kom fram með tillögu um stofnun alþjóðlegs glæpadóm- stóls sem hrundi af stað ferli sem endaði með stofnun Alþjóðasaka- máladómstólsins í Haag. Sá dómstóll tekur reyndar ekki á því meini sem Trinidad og Tobago var mest um- hugað um – smygli á eiturlyfjum – en það rýrir ekki afrek þessa smá- ríkis,“ segir Kristján. Brosað til myndavélanna? Skýrsluhöfundar telja ekki tíma- bært að gera tillögur um það á þessu stigi hver verði áhersluatriði Íslands þegar inn í öryggisráðið er komið, enda kunni bæði ráðið og viðfangs- efni þess að taka breytingum á næstu árum. David Malone segir þó mikilvægt að Ísland hugi að þessum þætti í tíma. „Ef þið gerið það ekki munið þið – eins og Írar gerðu eftir að þeir tryggðu sér sæti í örygg- isráðinu árið 2000 – taka sæti í ör- yggisráðinu, brosa mikið til mynda- vélanna og síðan farið þið út úr öryggisráðinu tveimur árum seinna án þess að hafa sett mark ykkar með nokkrum hætti á starf ráðsins.“ Segir Malone að Írar hafi einfald- lega horfið úr öryggisráðinu án þess að nokkur tæki eftir því, að þeir hefðu átt þar fulltrúa (starfsárin 2001 og 2002). Noregur hafi hins vegar staðið sig mun betur. Norð- menn hafi almennt talað einbeitt sér að málum er tengdust efnahag stríðshrjáðra landa, auk mann- úðarmála. Í þeim málaflokki njóti þeir þegar virðingar; vegna frið- arstarfa þeirra á Sri Lanka og í Kólombíu, og vegna Óslóar- samkomulagsins um frið í Mið- Austurlöndum frá 1993. „Írar sinntu daglegri vinnu í ör- yggisráðinu ágætlega,“ segir Mal- one, „og menn kunnu vel að meta fulltrúa þeirra. En ef maður væri spurður að því hvaða árangri þeir hefðu náð yrði fátt um svör. Það blasir við að Ísland tekur ekki aftur sæti í öryggisráðinu fyrr en eftir langan tíma og því viljið þið ekki fara inn og hverfa síðan úr ráðinu tveimur árum síðar án þess að hafa sett mark ykkar á störf þess.“ að sætinu vísu david@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 13 S EGJA má að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sé í reynd valdamesta stofnun samtakanna. Ber ráðið samkvæmt stofnsáttmála SÞ ábyrgð á friði og öryggi í alþjóðamálum. Það getur komið saman hvenær sem er og getur gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja frið og öryggi. Fyrstu við- brögð öryggisráðsins eru oft að mæla með því að deilendur leysi ágreinings- mál sín á friðsamlegan hátt. Ráðið getur hins vegar einnig sent frið- argæslulið á spennusvæði, ákveðið þvingunaraðgerðir, efnahagslegar refsiaðgerðir og sameiginlegar hern- aðaraðgerðir. Mikilvægi öryggisráðsins hefur aukist eftir að kalda stríðinu lauk, sem sést m.a. í því að af 56 frið- argæsluaðgerðum á þess vegum frá stofnun SÞ hafa 42 þeirra verið ákveðnar á sl. tólf árum. Þegar um- fang friðargæslu var hvað mest voru alls um 70 þúsund friðargæsluliðar við störf á vegum SÞ. Sumar aðgerð- anna tókust illa eða mistókust, s.s. í Bosníu, Sómalíu og Rúanda og fóru SÞ í talsverða naflaskoðun eftir að þessar aðgerðir fóru út um þúfur snemma á síðasta áratug. Frá árinu 1993 hefur verið starfandi vinnuhópur á vegum SÞ sem fjallað hefur um stækkun og umbætur á ör- yggisráðinu en mörgum þykir skipan þess illa endurspegla stöðu alþjóða- mála í dag. Spyrja menn t.a.m. í því sambandi hvers vegna Japan, Þýska- land og eitthvert Afríkuríkjanna og Asíuríkjanna eigi þar ekki fastafull- trúa, en fastafulltrúarnir fimm hafa neitunarvald í ráðinu. Ýmsar umbæt- ur hafa verið samþykktar í starfs- reglum öryggisráðsins en engin sam- staða hefur náðst um breytingar á skipan öryggisráðsins. AP Frá fundi öryggisráðsins í aðdraganda Íraksstríðsins í vetur. Hlutverk öryggisráðs SÞ neytisins að mynduð verði sérstök starfseining sem vinni eingöngu að framboðsmálum. Er lagt til að hún hefji störf snemma á árinu 2006. Æskilegt þykir jafnframt að yfirmað- ur þessa þriggja til fjögurra manna teymis verði háttsettur embætt- ismaður með talsverða reynslu á sviði SÞ. Segja skýrsluhöfundar að ákveða þurfi á árinu 2005 hver þessi yfirmaður verði, sem og einn eða fleiri af öðrum starfsmönnum þess. Töluverðu máli skipti hvernig staðið verður að því að velja þá sem koma til starfa í fastanefndinni í New York og ráðuneytinu vegna fram- boðsins. Þegar komi að kosningabarátt- unni, sem hefjist væntanlega í alvöru árið 2006, þurfi alþjóðaskrifstofa ráðuneytisins að hafa 3-4 starfs- menn sem annist málefni SÞ – en sem stendur er aðeins einn starfs- maður skrifstofunnar í þeim verk- efnum. árs 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.